NT - 22.02.1985, Blaðsíða 1
Ekkert hefur gengið í
samningum við kennara
Lýsa fullri ábyrgð á hendur ríkisvaldinu
■ „Samningancfnd ríkisins
virðist með viðbrögðum sínum
ætla að stefna öllu í voða fyrir
1. mars, og við lýsum fullri sök
á hendur ríkisvaldinu þar sem
það er algjörlega undir því
komið hvert framhaldið
verður," sagði Krístján Thor-
lacius, formaður HÍK, um
stöðuna í samningamálum
kennara. „Við finnum það
núna að samninganefndin vill
ekkert við okkur tala fyrr en
kannske einhvern tíma í næstu
viku, en þá er orðið ansi stutt í
1. mars,“ bætti hann við.
Eins og kunnugt er þá lögðu
kennarar fram uppsagnir og
kröfugerð í nóvemberlok en
hingað til hafa engin svör borist
frá samninganefnd ríkisins,
hvorki um hina upprunalegu
kröfugerð, né þá sem lögð var
fram í byrjun vikunnar. „Einu
viðbrögðin sem við höfum
fengið eru þau orð Indriða H.
Þorlákssonar að í síðustu
kröfugerð okkar fælist enginn
samningsgrundvöllur. lndriði
var hinsvegar ófáanlegur til að
segja hvað væri samnings-
grundvöllur," sagði Kristján.
Kristján gat þess að kennarar
væru tilbúnir til viðræðna hve-
nær sem er en „sem stendur
bíðúm við einfaldlega eftir því
að fá einhver svör," sagði hann.
Þá sagði Kristján að kennar-
ar drægju mjög í efa fullyrðingu
Indriða H. Þorlákssonar að
meðallaun kennara í desember
hefur verið 37.ÍXX) krónur. „Okk-
ur þykja þetta nijög grugg-
ugar tölur, og sjáum ekki
hverskyns meðaltalsútreikn-
ingi hefur verið beitt til að fá út
þessa niðurstöðu."
Borgin:
Skíðaskálinn
seldur á 4,4 M
Greiðist á 15 árum
Fyrsta afborgun eftir 4 ár
■ Borgarstjórn samþykkti á
fundi sínum í gærkvöld að selja
Carl J. Johanscn skíðaskálann í
Hveradölum á 4,4 inilijónir
króna. Fyrsta afborgun verður
eftir 4 ár, en alls verður skálinn
greiddur á 15 árum, tneð verð-
tryggðu skuldabréfi með 2,5%
vöxtum.
Skálinn er metinn á 8 milljón-
ir króna, en viðgerðir sem ekki
voru tilgreindar voru metnar á
5 milljónir króna.
Áður en borgarstjórn sam-
þykkti söluna var tillaga Gerðar
Steinþórsdóttur um frestun
málsins. meðan beðið væri eftir
umsögn húsfriöunarnefndar,
felld.
Stjórnarþingmaður á fundi:
40% hækkun er lág-
mark fyrir kennara
■ Ég held að 40% launahækk-
un kennara sé lágmarksútkoma
út úr þessu dæmi sagði Haraldur
Ólafsson þingmaður Framsókn-
arflokksins á fundi fulltrúa allra
stjórnmálaflokka um kennara-
deiluna sem menntskælingar í
Hamrahlíð efndu til í gær. Að-
spurður hvort þessi skoðun hans
þýddi að flokkurinn styddi ekki
lengur stjórnina sagði hann svo
ekki vera. Sjálfur væri hann
kennari og því væri um að ræða
stéttvísi og stuðning við heil-
brigðar kröfur.
Kísilmálmsf undur með Dow Corning
■ Elliðaárnar í klakabönd-
um. Loks núna síðustu daga
lætur Vetur konungur á sér
kræla en við skulum bara vona
að hann verði ekki að lóna í
veginum fyrir okkur fram á
VOf. NT-mynd: Árni Bjarna.
VestfirðirogSnæfellS'
nes út úr heiminum:
Elding rauf
símasamband
■ Vestfiröir, Snæfellsnes
og Dalir voru símasani-
bandslausir í gærdag eftir
að eldingu laust niður í línu
nærri fjarskiptaendur-
varpsstöð símans á Vatns-
endahæð og olli skemmd-
um í fjarskipta og símatækj-
um. Sambandið fór af þegar
eldingunni sló niöur um
klukkan 9:00 í gærmorgun
en viðgerð lauk um klukkan
17:00.
Að sögn Svavars Bjarnason-
ar tæknifræðings hjá Pósti og
síma brunnu magnarar og út-
jafnarar yfir í Vatnsendastöð
og í Breiðholtsstöð scm er á
hinum enda línunnar sem eld-
ingunni sló niður í.
Heimildir herma að fjórum
eldingum hafi brugðið fyrir
yfir Vatnsendahæðinni í
gærmorgun en aðeins ein
þeirra hefur unnið tjón á síma-
kerfinu. Viðgerð á Vatnsenda
verður fram haldið í dag en
samband er að fullu komið á.
Rætt um orkuverd á
lægri nótum en áður
18millekki
s!2kTpnisfært
segiriðnaaar.
teðherra
■ „Ég er bjartsýnismaður og
bind vonir við það enn,“ sagði
Sverrir Herniannsson, iðnaðar-
ráðherra, í samtali við NT, þeg-
ar hann var spurður hvort hann
teldi líkur á, að bandaríska
fyrirtækið Dow Corning gerðist
eignaraðili að fvrirhugaðri kís-
ilmálmverksmiðju á Reyðar-
firði. Fulltrúar íslenska ríkisins
og Dovv Corning halda með sér
fund í dag vestur í Bandaríkjun-
um, þar sem væntanlega verður
gert út um það ntál.
í viðtali við Geir A. Gunn-
laugsson í NT á miðvikudag,
kom fram, að það raforkuverð.
sem talað hefur verið um hér til
verksmiöjunnar, 18-20 mill, er
ekki samkeppnisfært. Iðnaðar-
ráðherra var spurður hvort ís-
lensku fulltrúarnir hefðu heim-
ild til að bjóða upp á lægra
raforkuverð.
„Þeir hafa fyrirmæli um að
ganga úr skugga utn áhuga Dow
Corning á að eiga og rcka slík
fyrirtæki með okkur, á þeim
forsendum, að orkuverð sé sam-
keppnisfært. Við vitum, að 18
mill er yfir því marki," sagði
Sverrir. Hann bætti því við, að
íslensku fulltrúarnir hefðu feng-
ið fyrirmæli um aö ræða orku-
verð á lægri nótum. Hverjar
þær nótur væru, sagðist ráð-
herra hvorki geta né vilja svara.
„Við erum að hefja samninga-
viðræður um stækkun álversins
og þetta hefur allt áhrif hvert á
annað. Við sláum á 18 mill, án
þess að nefna tölur,“ sagði
Sverrir Hermannsson iðnaðar-
ráðherra.
Enn
vinnur
Bent
Larsen
- sjá bls. 4
Kosninga-
aldur
lækkað-
urí 18ár?
- sjá bls. 3