NT - 22.02.1985, Blaðsíða 10
i\i Föstudagur 22. febrúar 1985 10
LlL Vettvangur
Jón Helgason við setningu Búnaðarþings 1985:
T rygg jum að bændur framleiði ekki
vöru sem ekki fæst fullt verð fyrir
■ Hér á eftir fer hluti af
ávarpi Jóns Hclgasonar land-
búnaðarráðhcrra við setningu
Búnaðarþings í Bændahöllinni
18. febrúar 1985.
Frá setningu Búnaðarþings
fyrir ári hafa skipst á skin og
skúrir í íslenskum landbúnaöi,
eins og jafnan fyrr. Þungar
búsifjar bænda á Suðvestur-
landi af völdum óþurrka á ntiöj-
um slætti, sent vareini skugginn
á góðu árferði liðins árs, ntinna
okkur ennþá á, að landbúnað-
urinn er háður sól og regni.
Lausaskuldir
og loðdýrarækt
En við höfurn einnig verið
minnt á það, að það er ntiklu
fleira sem hefur áhrif á afkomu
bóndans. Lokið er nú breyting-
um á lausaskuldum bænda í
föst lán, sem ákveðnar voru
með lögum frá síðara Alþingi.
Hefur tekist að verða við ósk-
um langllestra þcirra, sem eftir
leituðu miðaö við skuldastöðu
í árslok 1983. Ég hef beðið
formann nefndar þeirrar, sem
vann að undirbúningi málsins,
að taka til athugunar stöðu
nokkurra bænda, sem ekki
gátu fengið aðstoð samkvæmt
ákvæðum laganna. Hins vegar
benda vanskil við Stofnlána-
deild landbúnaðarins og aðra
viöskiptaaðila bænda til þess,
að fjárhagsafkoma rnargra
bænda hafi verið erfið á liðnu
ári. Bústofnsfækkunin frá ár-
inu 1979 hefur auðvitað dregið
mjög úr brúttótekjum bænda,
en því miður virðist ekki að
sama skapi hafa dregið úr
rekstrargjöldum. Og tækifæri
fyrir atvinnu við önnur störf
kontu ekki nógu lljótt.
Það er fyrst á liðnu ári, sem
loödýraræktin kemst á þann
rckspöl, að hægt sé með nægi-
legum rökunt að halda því
fram, að hún geti orðið þar
veigamikill þáttur. Það er at-
hyglisvert að íhuga, af hverju
það tók svo langan tíma frá því
að loðdýraræktin byrjaði hér á
landi að nýju, í kringum 1970,
á sama tíma og gífurleg aukn-
ing varð á henni á hinum
Norðurlöndunum. Að ntínu
mati er veigamesta ástæðan
sú, að í byrjun var með lögum
og reglugerð ntörkuð sú stefna,
að þar skyldi eingöngu verða
um stórbúskap að ræða. Það
var farið geyst af stað í stór-
rekstrarstíl, en allt of margt
gekk á afturfótunum, svo að
menn misstu trú á atvinnu-
grcininni. Það var fyrst með
stefnubreytingunni 1979, þeg-
ar byrjað var á refaræktinni,
að málin fóru að þokast í rétta
átt. Þá var lögð áhersla á að
standa aö verki eins og við
hefðbundinn búrekstur og ná
góðum tökum á starfinu með
öflun þekkingar og reynslu.
Kennsla var hafin í þessari
búgrein við bændaskólana og
leiðbeiningaþjónusta skipu-
lögð. Á s.l. ári studdi Fram-
leiðnisjóður landbúnaðarins
loödýraræktina margfalt meira
en áöur. Sérstaklega var beint
fjárntagni til skipulegrar upp-
byggingar fóðurstöðva, þannig
að flestum þeim, sem farnir
eru af stað í loödýrarækt, er nú
tryggð örugg fóðuröflun.
Einnig var á s.l. ári ákveðið
að veita framlag úr Framleiðni-
sjóði til búháttabreytinga,
þannig að þeir sem fækka
skepnum í hefðbundnum bú-
greinum, fá stuðning við að
hefja loðdýrarækt. Er það til
ávinnings bæði fyrir þá sem
þessa stuðnings njóta og einnig
fyrir alla framleiðendur í hefð-
bundnum búgreinum, þar sem
^þá léttir á markaði þeirra.
Jafnframt var Stofnlánadeild
landbúnaðarins tryggt nægilegt
fjárntagn til lánveitinga í loð-
dýrarækt, svo að unnt var að
veita öllum þar lán, eftir því
sem fullnægjandi gögn um
framkvæmdir bárust deildinni.
Það er ætlunin að halda
áfram á þessu ári að auka
þátttöku Fratnleiðnisjóðs við
búháttabreytingu. Þar verður
hlutur loödýraræktarinnar
stærstur, en sem betur fer eru
einnig mörg fleiri verkefni,
sem æskilegt er að styðja eins
og kostur er. Er þar bæði um
að ræða ný svið og framþróun
og hagræðingu í öðrum bú-
greinum, sem síst má vanmeta.
Til dæmis hefur gróðurhúsa-
og grænmetisframleiðsla verið
vaxandi búgrein og ýmsar at-
hyglisverðar tilraunir og nýj-
ungar eru þar á döfinni. Á
síðasta ári komust nokkrar
blikur á loft, sem menn óttast
að stefni afkomu og öryggi
hennar í hættu. Þessum blikum
þurfa allir skynsamir menn að
sameinast um að eyða.-----
Stjómun á samdrætti
Það verður því ekki aðeins
að taka tillit til breytinganna í
markaðsmáfum við þá endur-
skoðun Framleiðsluráðslag-
anna, sem nú stendur yfir,
heldur einnig margra annarra
atriða. Vissulega verður að
marka þar þá stefnu að draga
úr þörf fyrir útflutningsbætur
og í stað þeirra komi samning-
ur bænda við ríkisvaldið um
fullt verð á ákveðnu afurða-
magni, sem tryggi neytendum
nægilegt framboð á búvörum,
þrátt fyrir sveiflur í framleiðslu
vegna árferðis og mismunun
milli árstíða. Jafnframt er þá
nauðsynlegt að veita heimild
til að stjórna framleiðslunni í
samræmi við þann ramma, sem
um verður samið, til þess að
tryggja það, að bændur leggi
ekki í kostnað við að framleiða
vöru, sem 'þeir fá ekki fullt
verð fyrir, því að það yrði
bændum allt of þungt í skauti.
Þrátt fyrir það þarf að vera
svigrúm til að haga þeirri
stjórnun á þann hátt, sent far-
sælast er á hvcrjum tíma, m.a.
þannig að skipting framleiðslu-
réttar geti færst í meira mæli
heim til héraðanna.
En síðast en ekki síst veröur
að leggja áherslu á að allt verði
gert sem unnt er til að styðja
bændur til að komast fram úr
þeim vanda, sem þessi breyting
á aðstæðum veldur. Að því
marki verður einnig að stefna
sú endurskoðun á jarðræktar-
lögum, sem milliþinganefnd
Búnaðarþings hefur unnið að
og taka verður til meðferðar á
Alþingi á næstunni. Framlög
samkvæmt jarðaræktarlögum
verða að miðast við þörf fyrir
uppbyggingu á hverri jörð í
samræmi við ákvæði vegna
á henni í sívaxandi offramboði
á öllum sviðum.
Ef nefna á eitthvert verk-
efni, sem nú þarf mjög á aukn-
um rannsóknum að halda, er
það fiskeldi, sem menn vænta
að verði ört vaxandi atvinnu-
vegur hérlendis á næstu árum.
Aðstaða til seiðaeldis er hér
mjög góð, þar sem við höfum
jarðvarma og gott lindarvatn.
Mestum hluta seiðanna hefur
verið sleppt í ár og vötn eða frá
hafbeitarstöðvum og á síðasta
ári var nokkuð selt til Noregs.
Laxeldisstöð ríkisins hefur haft
forystu í hafbeitartilraunum og
náð þar góðum árangri. En
einnig hafa einstaklingar lagt
þar fram mikið starf. Mörgum
spurningum er þar þó ósvarað
enn, t.d. hvað má auka slepp-
ingu svo cndurheimtuhlutfall
haldist? En mest er nú rætt um
kvíaeldi, sem hafið er með
góðum árangri norður í Keldu-
hverfi, þarsem náttúruleg skil-
yrði eru einstök. Vegna þess
hvað aðstæður eru hér ólíkar,
getum við á þessu sviði ekki
stuðst við reynslu annarra
nema að takmörkuðu leyti og
þurfurn því mjög á innlendum
tilraunum og reynslu að halda,
til að komst hjá áföllum eins
og kostur er.
Mikilvægur þáttur í fiskeldi
er fóðrið, sem við eigum að
mestu leyti að hafa gott hráefni
í, og hefur Rannsóknastofnun
fiskiðnaðarins unnið að til-
raunum með það.
Nú er verið að ganga frá
lagafrumvarpi um fiskeldi, þar
sem reynt verður að mynda
vettvang fyrir sem víðtækast
samstarf allra, sem að þessum
málum geta unnið. En þrátt
fyrir bjartsýni á möguleika í
fiskeldi, megum við ekki
gleyma þeim kostum sem ár
okkar og vötn bjóða og halda
áfram að vinna að betri nýtingu
veiðivatnanna eins og gert hef-
ur verið.
Þróun í fiskeldismálum
byggist vitanlega á því, hversu
arðbæran okkur tekst að gera
þennan atvinnurekstur. En
viðunandi fjárhagsleg afkoma
er að sjálfsögðu grundvallar-
atriði í öllum búrekstri.
■ „Það er enginn ávinningur heldur beinlínis hefndargjöf fyrir bóndann að fá hvatningu til
framkvæmda og fjárfestingar, sem ekki er hægt að nýta til aukinnar framleiðslu og stuðlar að
verðlausri framleiðslu,“ sagði Jón meðal annars í ávarpi sínu. Með honum á myndinni eru Ásgeir
Bjarnason formaður Búnaðarfélgs íslands og Axel Magnússon ylræktarráðunautur lengst til vinstri.
NT-mynd: Róbert
...að þrátt fyrir þrönga stöðu hinna hefð*
bundnu búgreina í bili, megum við ekki
vanmeta giidi þeirra og þörf fyrir endurnýj-
un, því sannarlega er ekki síður þar en í
öðrum greinum mikilvægt að vinna að allri
þeirri hagræðingu sem kostur er.“
stjórnunar eða aðrar aðstæður.
Það er enginn ávinningur held-
ur beinlínis hefndargjöf fyrir
bóndann að fá hvatningu til
framkvæmda og fjárfestingar,
sem ekki er hægt að nýta til
aukinnar frantleiðslu eða
stuðlar að verðlausri fram-
leiðslu.
Hins vegar vil ég leggja
áherslu á, að þrátt fyrir þrönga
stöðu hinna hefðbundnu bú-
greina í bili, megum við ekki
vanmeta gildi þeirra og þörf
fyrir endurnýjun, því að sann-
arlega er ekki síður þar en í
öðrum greinum mikilvægt að
vinna að allri þeirri hagræð-
ingu sem kostur er. Og sérstak-
lega er nauðsynlegt að athuga
að íslenskur landbúnaður hlýt-
ur hér eftir sem hingað til að
byggjast fyrst og fremst á inn-
lendri fóðuröflun. Grasið er
þar auðvitað mikilvægast. En
á síðasta ári sannaðist betur en
áður að kornrækt er raunhæf í
veðursælum sveitum og reynsla
og útreikningar glöggra bænda
sanna hvaða ávinningur er af
þeirri ræktun.
Mjólk og óhollir drykkir
Landbúnaðurinn þarf í
auknum mæli að leita sam-
starfs heilbrigðisyfirvalda til að
vinna að því mikla hagsmuna-
máli þjóðarinnar, að neytt sé
hollrar og góðrar fæðu. Það
hlýtur t.d. að vera flestum
áhyggjuefni, hvernig nú virðist
draga úr mjólkurneyslu og í
staðinn koma drykkir, sem
bæri að forðast. Þessi stað-
reynd undirstrikar að ekki er
nægilegt að framleiða góða
vöru, heldur verður einnig að
standast samkeppnina um sölu
Hafdís Halidórsdóttir
Ég sá Hafdísi fyrst sem litla
stúlku í sömu götu og við. Eldri
systur hennar gættu hennar eins
og títt er en þær voru svo
ábúðarfullar og ástúðlegar í
þessu vandasama trúnaðarstarfi
að eftir var tekið.
Mikill samgangur og félags-
skapur var með krökkunum og
jafnöldrunum á Hólabrautinni
þá. Þetta voru þeim áhyggjulaus
og yndisleg ár undir verndar-
væng fjölskyldna sem gerðu allt
til að skapa þeim sem þroska-
vænlegust . skilyrði. Þar vat
fjölskylda Elísabetar Ólafsdótt-
ur og Halldórs Brynjólfssonar
skipstjóra ekki síst.
Þegar fjölskyldan flutti í aðra
götu var Hafdís enn lítil svo að
ég sá hana ekki í nokkur ár.
Hins vegar bar svo við á síðast-
liðnu hausti að við hittumst á
ný. Hún var að hefja nám við
Fjölbrautaskóla Suðurnesja og
var í hópi sem ég átti að kenna.
Hafdís var fönguleg stúlka,
mjög fínleg, róleg í fasi, virkaði
jafnvel hlédræg. Hún minnti
mig mjög á eldri systur sínar,
sem ég þekkti svo vel er þær
voru á sama aldri og hún nú. Ég
hlakkaði til að kynnast henni,
það var eins og að hitta aftur
I gamlan vin.
Náms- og kennsluáætlun í
áfanganum sem Hafdís var að
fást við var þannig að gerðar eru
miklar kröfur til heimanáms.
samviskusemi og nákvæmni í
öllu, annars gekk dæmið ekki
upp. Þetta reyndist mörgum
erfitt að uppfylla en Hafdís varð
einbeittari eftir því sem harðn-
aði fyrir og náði ágætum
árangri.
Þannig var skapgerð hennar.
Hún var viðmótsþýð og alúðleg
í framkomu, en kröfuhörð við
sjálfa sig og framúrskarandi
samviskusöm. í einu og öllu gaf
hún þau fyrirheit að mikils
mætti af henni vænta með aukn-
um þroska.
Síðastliðinn laugardag barst
helfregnin. Lífi þessarar yndis-
legu stúlku var lokið hér í
heimi, miklar vonir brostnar.
Skólasystkini og starfsfólk
Fjölbrautaskóla Suðurnesja
kveðja hana harnti slegin og
færa fjölskyldu hennar og vinum
dýpstu samúðarkveðjur.
Ingólfur Halldórsson