NT - 22.02.1985, Blaðsíða 5

NT - 22.02.1985, Blaðsíða 5
Föstudagur 22. febrúar 1985 5 Samvinna LR og Leiklistarskólans: Sýna Jónsmessunætur* draum Shakespeares Arnardóttir, Barði Guðmunds- son og Einar Jón Briem. Við hlið þeirra á sviðinu er svo úrvalslið Leikfélags Reykja- víkur, Gísli Halldórsson, Bríet Héðinsdóttir, Þorsteinn Gunn- arsson, Guðmundur Pálsson, Kjartan Ragnarsson, Jón Sigur- björnsson, Sigurður Karlsson, Soffía Jakobsdóttir, Jón Hjart- arson, Karl Guðmundsson, Aðalsteinn Bergdal og Hanna María Karlsdóttir. Leikstjóri er Stefán Baldursson. ■ Eitthvað virðist hafa slest upp á vinskapinn hjá elskendun- um. NT-mynd: Ari 50 konur á námskeið- umLFK ■ Á laugardaginn lauk á Hótel Hctfi fyrsta félags- málanámskeiði á vegum Landssambands fram- sóknarkvenna, með því að þátttakendur ælðu fram- komu í útvarpi og sjón- varpi. 50 konur taka þátt í þeim þremur námskeið- um, sem hafin eru og eru þau öll í Árnessýslu. Námskeiðin eru fyrir konur á öllum aldri og fá þær leiðsögn í etlingu sjálfstrausts, ræðu- mennsku, fundarsköpum og framkomu í útvarpi og sjónvarpi. Leiðbeinendur eru fjórar konur, þær Ásta Ragnheiður Jóhannes- dóttir, Ragnheiður Svein- björnsdóttir, Inga Pyrí Kjartansdóttir og Unnur Stefánsdóttir. Mikil ánægja er meðal þátttakenda á námskeið- unum og áhugi á frekari þjálfun í félagsmálum. Næsta námskeið hefst í Rangárvallarsýslu næst- komandi fimmtudag og síðan hefjast námskeið á Stór-Reykjavíkursvæðinu og víðar úti um land síðar í vetur. ■ Óberón álfakóngur og hrekkjalómurinn Bokki. Þor- steinn Gunnarsson og Þór H. Tuliníus í hlutverkum sínum. ■ Annað kvöld frumsýnir Leikfélag Reykjavíkur hinn sí- vinsæla gamanleik Shakcspcar- es, Draum á Jónsmessunótt. „Verk sem okkur hefur lengi dreymt um að færa upp," sagði Stefán Baldursson, leikhússtjóri í Iðnó á blaðamannafundi á dögunum. Það er annars sér- stætt við þessa sýningu að meðal leikenda eru 8 nemendur úr 4. og siðasta bekk Leiklistarskóla íslands, en sýningin er sett á svið í samvinnu Leikfélagsins og Leiklistarskólans, og er liður í burtfararprófi nemendanna. Draumur á Jónsmessunótt er eitt af vinsælustu og mest leiknu verkum Shakespeares. Þar greinir frá því er ungir elskend- ur, sem meinað er að njótast, flýja út í skóg, þar sem ýmsar kynjaverur, tröll og álfar eru á kreiki. Leikritið fjallar um ást- ina í hinum ýmsu myndum, svo og andstæðu hennar, hatrið. Söguþráðurinn er mjög flókinn, tilfinningar persónanna, jafnt álfa sem manna. breytast og beinast í ýmsar óvæntar áttir. Það flækir enn þráðinn að hópur handverksmanna er að æfa leikrit í skóginum og skilin milli leiks og veruleika verða óljós. Og ekki má gleyma hrekkja- lómnunr Bokka (Puck), sem er sígild persóna í leikbók- menntunum. Elskendurnir ungu eru leiknir af Jakob Þór Einarssyni, Rósu Þórsdóttur, Þresti Leó Gunn- laugssyni og Kolbrúnu Ernu Pétursdóttur. Bokka leikur Þór H. Tuliníus og aðrir leikendur úr nemendaleikhúsinu eru Alda Hljómleikar í Mývatnssveit ■ Anna Áslaug Ragnarsdótt- ir, píanóleikari, heldur hljóm- leika í Skjólbrekku, Mývatns- sveit, sunnudaginn 24. febrúar kl. 15. Á efnisskránni eru verk eftir Scarlatti, Haydn og Chopin, Sonata Pathétique eftir Beeth- oven og 5 prelódíur eftir Hjálm- ar H. Ragnarsson. Leikfélag Akureyrar: Frumsýnir Edith Piaf ■ Föstudagskvöldið 8. mars mun Leikfélag Akureyrar frum- sýna söngleikinn Edith Piaf. Höfundur verksins er enska leikritaskáldið Pan Gems. Leikritið byggir á lifshlaupi hinnar víðfrægu frönsku söng- konu Edith Piaf. Þýðingu leiktextans og söngv- anna annaðist Þórarinn Eldjárn, lýsingu hannaði Viðar Garðarsson, sviðsmynd og bún- ingar eru hannaðir af Guðnýju Björk Richards. Hljómsveitar- stjóri níu manna hljómsveitar er Roar Kvan og leikstjóri er Sigurður Pálsson. Með helstu hlutverk í sýning- unni fara Edda Þórarinsdóttir, sem leikur sjálfa Edith Piaf, Sunna Borg, sem leikur Toine, vinkonu Piaf, Guölaug María Bjarnadóttir leikur Marlene Ditrich sem einnig var vinkona Piaf, og Emilía Baldursdóttir leikur Madeleine, ritara söng- konunnar. Hvað karlpeninginn varðar, þá voru þeir svo margir í lífi Piaf, að allur karlmannafloti Akureyrar myndi vart nægja til að túlka þá alla, þannig að þeir Gestur E. Jónasson, Þráinn Karlsson, Marinó Þorsteinsson, Theodór Júlíusson og Pétur Eggerts, fara með allmörg hlut- verk hver. Tveir dansarar koma fram í sýningunni, þau Haraldur Haraldsson og Helga Alice, en Helga samdi einnig dansana. Scm áöur sagði byggir leikrit- ið á lífi og list frönsku söngkon- unnar Edith Piaf. Hún var smá- vaxin meðgeysimiklasöngrödd, og gekk undir nafninu „La möme Piaf“, litli spörfuglinn. Piaf var á sínum tíma hæstlaunaðasta söngkona í heimi, og til marks um vinsældir hennar, þá fylgdu um 40 þúsund manns henni til grafar, er hún lést árið 1967, aðeins 47 ára að aldri. Lífið var þó ekki alltaf dans á rósum fyrir Piaf, því hún fæddist og ólst upp á götunni. Hún hélt alltaf tengsl- um við upprunalegt umhverfi sitt þrátt fyrir frægð og frama, þannig að málfar hennar var alla tíð fremur ófágað. Leikritið sem lýsir ýmsum átökum í lífi söngkonunnar er því í senn ruddalegt, fallegt, fyndið og sorglegt. Söngvarnir eru við- kvæmnislegir, því Piaf hafði yfirleitt góða textahöfunda, sem leituðust við að leggja út frá lífi og starfi söngkonunnar. Leikritið Edith Piaf var frurn- sýnt í London árið 1978. Þá voru söngvarnir fluttir á frönsku. Leikritið sló í gegn, og á Norðurlöndunum og víðar þar sem leikritið hefur verið sýnt og söngtextar fluttir á móð- urmálinu, hefur það jafnvel fengið enn betri viðtökur. Þess má að lokum geta að Flugleiðir og ferðaskrifstofurn- ar verða með „Leikhúspakka- ferðir" á sýningar Leikfélags Akureyrar á Edith Piaf. Fyrirlestraröð um Jónas frá Hriflu ■ í fyrrakvöld voru fluttir fyrstu fyrirlestrarnir í erinda- fiukki um Jónas Jónsson frá Hriflu á Hamragörðum, félags- heimili samvinnumanna. Þá tal- aði Guömundur Sveinsson, skólamcistari, um skólainann- inn Jónas Jónsson og Jónas Pálsson rektor um Kennara- skólann og Skinfaxaárin. Næsti fyrirlestur verður fluttur 27. febrúar og þá flytur Helgi Skúli Kjartansson erindi sem hann nefnir „Við upphaf tveggja stjórnmálahreyfinga". Aðrir fyrirlestrar verða sem hér segir: 6. mars ræðir Erlend- ur Einarsson um Jónas og Sam- vinnuhreyfinguna, og Halldór E. Sigurðsson um Jónas og unga fólkið. 13. mars talar Þór- arinn Þórarinsson um Jónas og Tímann og Haraldur Matthías- son um þingmanninn Jónas Jónsson. 20. mars talar Andrés Kristjánsson um Áhrif og átök í menningarmálum og Þór Whit- ehead um Jónas og íslensk utan- ríkismál. Fyrirlestraröðinni lýk- ur 27. mars þá talar Finnur Kristjánsson um Jónas og heimamenn og Auður Jónas- dóttir um heimili Jónasar og Guðrúnar. Að loknum erindun- um verða fyrirspurnir og pall- borðsumræður. Þessi fyrirlestraröð tengist því að 1. maí n.k. verðaliðin 100 ár frá fæðingu Jónasar frá Hriflu. Þann dag er ráðgert að efna til Ijósmyndasýningar í Hamra- görðum sem tengist lífi og starfi Jónasar og fjölskyldu. ■ Þátttakendur á fyrsta félagsmálanámskciði, ásamt leiðbeinend- um LFK í lokaáfanga náinskeiðsins á laugardaginn.

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.