NT - 22.02.1985, Blaðsíða 19
Föstudagur 22. febrúar 1985 1 9
til sölu
Til sölu dráttarvél
og hestar
Massey Fergusson 135.
Mjög góð og vel útlítandi.
Einnig til sölu á sama stað hestar ótamdir og
tamdir.
Upplýsingar í síma 99-5145.
til leigu
Atvinnuhúsnæði
Óska eftir að taka á leigu ca 30-40 fm húsnæði
undir hársnyrtistofu strax. Þeir sem áhuga hafa
leggi tilboð inn á auglýsingadeild NT merkt
„Atvinnuhúsnæði".
GOTT BIL MILLI BILA —
ZE? • ■■
t
Mágkona mín
Rannveig Jónsdóttir,
veröur jarðsungin frá Stóra-Núpskirkju laugardaginn 23.
febrúar kl. 14.00. Ferö verður frá Umferðarmiðstöðinni kl
11.00.
F.h. aðstandenda.
Vilborg Pálsdóttir.
Faöir minn og bróðir okkar,
Númi Erlendsson,
trésmíðameistari,
frá Þjóðólfshaga í Holtahreppi
verður jarðsunginn frá Marteinstungukirkju, laugardaginn 23.
febrúar kl. 14.00.
Ferð verður frá B.S.Í. kl. 12.00.
Birgir Örn Númason,
Elísa Erlendsdóttir,
Margrét Erlendsdóttir,
Þórður Erlendsson.
Þökkum innilega samúð og vinarhug við andlát og útför,
Baldurs Gunnarssonar,
fyrrum garðyrkjubónda í Hveragerði
Sérstakar þakkir til Guðmundar Inga Eyjólfssonar og starfsliðs
á deild A-7 Borgarspítalans.
Sigríður Ellertsdóttir,
Gunnar Ellert Baldursson,
Ámi Rúnar Baldursson,
Gerður Baldursdóttir,
Haukur Steinar Baldursson,
Óttar Ægir Baldursson,
Arnviður Ævar Baldursson,
barnabörnog systkini.
Hugrún Valdimarsdóttir,
Jóna Sigríður Gestsdóttir,
Jóhannes Georgsson,
Þórunn Árnadóttir,
Öllum þeim fjölmörgu vinum og fraendfólki víðs vegar um
landið svo og tengdafólki og systkinum þökkum við auðsýnda
samúð og hlýhug við andlát og útför eiginkonu minnar, móður,
tengdamóður og ömmu
Sveinbjargar Guðjónsdóttur,
Hákoti, Þykkvabæ.
Sérstakar þakkirtil Hábæjarkirkjukórs undir stjórn Sigurbjartar
Guöjónssonar og svo Hafliða Kristinssonar, Daníels Jónas-
sonar og félaga þeirra fyrir fráþæran söng á kveðjustund. Guð
blessi ykkur öll.
Ársæll Markússon,
Þráinn Ársælsson Anna Ásgrímsdóttir
Markús Ársælsson
Hildur Ársælsdóttir
GunnarÁrsælsson
Sveinbjörg Jónsdóttir Erna Þráinsdóttir
Utlönd
Handalaus málari
- einn frægasti málarinn á Taiwan
Taipei-Keuter
■ Kínverski málarinn, Shieh
Kun-San, sem er handalaus og
með aðeins einn fót, er orðinn
einn frægasti og vinsælasti
málarinn á Taiwan um þessar
mundir.
Shieh, sem er aðeins 28 ára
gamall, málar myndir sínar með
því að halda á penslinum með
munninum. Hann málar fyrst
og fremst olíumyndir sem hafa
náð miklum vinsældum þótt
Kínverjar séu annars yfirleitt
hrifnastir af hefðhundnum
vatnsmálverkum með snilldar-
legum rittáknum eða ljóðum.
Einn þekktasti málarinn áTa-
iwan, Wu Hsuan-Son, segir að
Shieh sé á góðri leið með að
verða meðal fremstu málaranna
af yngri kynslóðinni.
Shieh Kun-San er sonur fá'-
tækra bændahjóna á Taiwan.
Hann missti báðar hendur og
annan fótinn árið 1972 þegar
háspennulína féll ofan á hann í
verksmiðju þar sem hann var að
vinna sem lærlingur. Eftirslysið
dvaldist hann á heimili foreldra
sinna þar sem móðir hans sinnti
honum. Sjálfur segir hann að sú
alúð og umhyggja sem móðir
hans hafi sýnt honum liafi gefið
honum hugrekki til að halda
áfram að Iifa þrátt fyrir þessa
miklu fötlun.
Fyrir tíu árum fór Shieh að
æfa sig í að skrifa kínversk tákn
með því að halda á pensli milli
tannanna. Um svipað leyti upp-
götvaði hann þá hamingju sem
er fólgin í því að teikna og rnála.
Hann sótti tíma í myndlistar-
skóla og æfði sig í allt að því tíu
klukkustundir á hverjum degi
við að mála.
Á sýningu, sem haldin var
t'yrir skömmu á 32 málverkum
eftir Shieh, seldust öll málverk-
in fyrir samtals um 100.000
bandaríska dollara (rúml. 4
millj. ísl. kr.) sem erumtalsverð
upphæð á Taiwan. Myndlistar-
gagnrýnendur segja verk hans
sýna sterkar mannlegar tilfinn-
ingar.
Shich segir að hann tclji öll
listaverk vera gerð meö skap-
andi huga, það skipti ekki máli
hvort hendur eða munnur sé
notaður.
Verkfall í
Vatikaninu
Páfagarður-Reuter
■ Verkalýðsfélag óvígðra
starfsmannu páfagarðs
hefur boðað fyrsta verk-
fallið í sögu páfagarðsins
næstkomandi þriðjudag
verði ekki fallist á kjara-
kröfur félagsins.
1.650 menn, sem vinna
í páfagarði, eru í verka-
lýðsfélaginu. Þriðjudags-
verkfallið mun standa í 24
klukkustundir og er því
ætlað að þrýsta á páfagarð
að semja við verkalýðsfé-
lagið.
Jóhannes Páll páfi hefur
varið rétt verkamanna til
verkfalls en að sögn vonast
liann samt til þess að sam-
komulag náist án þess að
til verkfalls komi.
Gervihjarta
íkálf
■ Frönskum dýralæknum
heppnaöist í fyrradag aö
koma fyrir gervihjarta í
kálfi. Þetta mun vera fyrsta
skipti sem gervihjarta er
sett í kálf. Kálfurinn sem
heitir Denise sést á efri
myndinni. Líðan hans er
sögð góð eftir atvikum. Á
neðri myndinni sést gervi-
hjartað sem fransk-ar-
abíska fyrirtækið AHSI bjó
til.
Símamynd-POLFOTO
Brasilía:
Hundrað létust á
kjötkveðjuhátíð
Rio De Janeiro-Reuter
■ Að minnsta kosti 96 manns
létust vegna kjötkveðjuhátíða-
haldanna miklu í Rio De Janeiro í
þessari viku.
Kjötkveðjuhátíðinni lauk í
fyrrakvöld eftir að hafa staðið í
fjóra daga og fjórar nætur sam-
fleytt. Þrjátíu manns voru myrtir á
hátíðinni. 26 létust í umferðarslys-
um eða í öðrum slysum sem rekja
má til ölvunar, 28 drukknuðu og
12 frömdu sjálfsmorð.
Embættismenn í Brasilíu segja
dauðsföll vegna hátíðahaldanna
óvenju fá að þessu sinni þrátt fyrir
mikinn fögnuð sem m.a. stafaði af
Rafeindastöðu-
mælar í London
London-Keuter
■ Lögreglan í London hefur
látið setja upp rafeindastöðu-
mæla sem hún segir að séu
fyrstu sinnar tegundar í heimin-
um.
Stöðumælarnir hafa aðeins
verið uppi í nokkra daga en sá
fyrsti þeirra hefur þegar bilað.
Terry Mills, sem var einn af
fyrstu bílaeigendunum til að
prófa rafeindastöðumælana,
varð himinlifandi þegar mælir-
inn neitaði að taka við pening-
unum hans. Verkfræðingur hjá
Lundúnaborg segist telja bilun-
ina stafa af miklum kuldum að
undanförnu.
því að borgaraleg stjórn hefur nú
komist til valda í landinu.
Bretland:
Enn aukast óvin-
sældir Thatchers
- stjórnarandstaðan með 61 % fylgi
London-Reuter
■ Vinsældir Margrétar Thatchers, forsætisráð-
herra Breta, minnkuðu enn í janúar samkvæmt
niðurstöðu skoðanakönnunar sem birtar voru í gær.
Fylgi íhaldsflokksins er komið niður í 38%.
í niðurstöðunum kemur
fram að stjórnarandstöðu-
flokkarnir hafa samanlagt
61% fylgi ef efnt yrði til
kosninga nú. Samkvæmt
skoðanakönnuninni hefur
Verkamannaflokkurinn
35% fylgi og kosninga-
bandalag Frjálslynda
flokksins og Sósíaldemó-
krata 26% fylgi.
Persónulegar vinsældir
Margrétar Thatchers liafa
minnkað í 31% en vinsældir
leiðtoga Verkamanna-
flokksins, Niel Kinnock,
hafa aukist um 1% og eru
nú 20%.
Könnunin var gerð á veg-
um dagblaðsins Guardian,
en í fréttaskýringu blaðsins
í gær segir að fylgi kosninga-
bandalags frjálslyndra og
sósíaldemókrata komi eink-
um fram í kosningum en á
milli kosninga hafi fólk til-
hneigingu til að gleyma til-
vist þess.