NT - 22.02.1985, Blaðsíða 8

NT - 22.02.1985, Blaðsíða 8
■ Frá fjölmennum kennarafundi í Sigtúni. Bréfritari virð- ist draga í efa að kennarar „vinni fyrir kaupinu sínu“. Kennarar, lítið í eigin barm Foreldri skrifar: ■ Nú mitt í hávaðagrátstöf- um kennara vegna bágra kjara þykir mér rétt að nefna atriði sem betur rnættu hjá þeim fara, og þeir verða að bæta ef þeir ætla sér að fá hærri laun. í Helgarpóstinum síðustu tvær vikur hafa verið athygl- isverðar greinar um ofbeidi í skólum, sem er orðið meiri háttar vandamál hér á landi, ekki síst í höfuðborginni með sína fjölmennu og misjöfnu skóla. Lítil börn verða fyrir barðinu á þeim eldri. oft svo illa að þau bera varla sitt barr í langan tíma. Sökudólgarnir eru óknyttaunglingar í skólun- um, og afbrotatíminn er frí- mínútur og heimferðatími. Nú vill svo til að kennarar fá greitt fyrir frímínútnagæslu, bæði innan og utan skólans. Því á að vera hægt að koma í veg fyrir áðurnefnd ofbeld- isverk, það er ef fólk hefur hug á að vinna fyrir kaupinu sínu. Eða eru kennarar hættir að nenna að vinna vegna þess að kaupið er svo lágt? - Ef svo er ætti að lögsækja slíkt fólk, því slík vinnustöðvun er ólögleg og bitnar á þeim sem minnst mega sín. Kennarar, drepið í sígarett- unum, leggið kaffibollann frá ykkur og vinnið fyrir kaupinu ykkar! Þetta er auðvitað til þeirra sem við á. ■ Úr Deer Hunter. Fórnárlömb stríðsins flutt heim. Félag einstæðra foreldra Grímuhall harna verður haldið sunnudaginn 24. feb. á Hótel Esju kl. 14-17. Tilkynnið þátt- töku til skrifstofunnar fyrir 22. feb. í síma 11822. Árshátíð fyrir stóra fólkiö verður föstudaginn 1. mars í Broadway. Hátíðin hefst með borðhaldi kl. 19:30. Látið vita á skrifstofu fyrir 26. feb. ■ ... ef Ámunda hefði ekki notið við! Charlie Chaplin kvikmyndakvöld Menningarstofnun Banda- ríkjanna mun í febrúarmánuði heiðra Charlie Chaplin, einn af merkustu mönnurn kvik- myndalistarinnar. Fimm af helstu kvikmyndum hans verðasýndarþrjú kvöld. Hrafn Gunnlaugsson, kvikmynda- leikstjóri mun kynna Chaplin og verk hans við upphaf hverr- ar sýningar. Allir eru velkontnir á þessar sýningar og aðgangur er ó- keypis. Dagskrá: 21. febrúar kl. 20.30: „The Kid" gerð árið 1921 og „The Gold Rush" (Gullæðið) gerð árið 1925. 26. febrúar kl. 20.30: „The Circus" gerð árið 1928 og „City Lights" (Borgarljós) gerð árið 1931. 28. febrúar kl. 20.30: „Limelight" gerð árið 1952. Náttúrufræðistofa Kópavogs Vegna breytinga á húsnæði og undirbúnings hvalasýningar verður Náttúrufræðistofa Kópavogs, Digranesvegi 12 lokuð til 15. mars nk. hámenningarofbeldi Ofbeldi og Deer Hunter í sjónvarpi! í DV hinn 19. febr. er þess getið á forsíðu að 300 ofbeldis- myndir hafi verið teknar lög- taki úr myndbandaleigum vegna kröfu Kvikmyndaeftir- lits ríkisins, dómsmálaráðu- neytisins og saksóknara ríkis- ins. Á sama tíma auglýsir sjón- varpið til sýningar næstu helgi mynd sem allir ofan- greindir aðilar hafa lagt bless- un sína yfir enda líklega um „hámenningarlega dráps- og pyntingarkennslu að ræða “? Myndin Deer Hunter er ein sú besta kennslumynd í pynt- ingum sem undirritaður hefur augum litið auk þess að vera úrvals kennslustund í „rúss- neskri rúllettu“. Fyrir þá sem ekki vita skal bent á að „rússnesk rúlletta" er leikur handa ljfsleiðu fólki og geta tveir eða fleiri spilað með. Leikurinn felst í því að eitt skot er sett í sex skota skammbyssu og „cylinder eða hjóli" byssunar snúið þannig aðenginn þátttakenda leiksins voití hvaða afstöðu hið ban- væna skot stoppar. Síðan tekur fyrsti þátttak- andi byssuna í hönd, lokar augum og þrýstir byssuhlaupi að eigin heilabúi og hleypir af. Ef sá hinn sami er ennþá á lífi er næsta manni rétt byssan og leikurinn heidur áfram þangað til aðeins einn stendur uppi með eigið heilabú. í Bandaríkjunum varð þessi mynd til þess að margir ungir menn og konur vildu prófa þennan leik og hlutust af fleiri dauðsföll en hægt er að rekja til neinnar annarrar kvikmynd- ar sem sýnd hefur verið. Að lokum vona ég að allir þeir aðilar sem áttu þátt í að gera upptækar 300 myndir hjá myndbandaleigum njóti þess nú vel að horfa á hina marglof- uðu og hámenningarlegu mynd Deer Hunter í sjónvarpinu. Virðingarfyllst, Þórhallur Már, Blöndubakka 9, Rvík. Skemmtanalífið verður að fá Ámunda til sín aftur! ■ Að undanförnu hölum við íslendingar notið heint- sókna fjölda fagurlimaðra blómarósa utan úr hinni stóru veröld senr liefur sýnt ærukærum borgurum inn í sín helgustu vé á danshúsum. En nú er vá fyrir dyrum. Einum ötulasta landa vorum í útvegun þessara fögru meyja hefur verið stolið yfir í pólitíkina og ef svo heldur fram má eins vel búast við að sýningar sem þessar leggist af. Hér á ég að sjálfsögðu við Ámunda Ámundason, þann heiðursmann sem á undan- förnum árum hefur tekist með einstökum persónutöfr- um að fá til landsins fjöldan allan af ungum og fögrum meyjum, brúnum, svörtum og hvítum þannig að allir hafa fengið eitthvað við sitt hæfi. Það er því krafa vor að Jón Baldvin skili Ámunda úr framkvæmdastjórastöðu Al- þýðuflokksins yfir í sitt gamla starf. Menningarlíf vort má hreinlega ekki við því að missa Ámunda yfir í pólitíkina. Nú, nema þá að Alþýðu- flokkurinn sé reiðubúinn til þess að færa stjórnmálafundi sína í svo nútímalegt forrn að þar megi örla á smá menn- mgu með allri kjaftaþvæl- unni. Því ekki að hleypa ungri og fagurri rós í Evu- klæðum fram á sviðið rétt á meðan pólitískir karphundar taka sér stutta pásu? í viðtali við HP í síðustu viku taldi Ámundi sjálfur að færa þyrfti pólitíkina í sama form og aðrar samkomur og sýningar á sviði. Og því þá ekki eitt- hvað sem trekkir? Annars úr því ég er að setja línur vegna þessa á blað þá langar mig að biðja les- endasíðu NT að spyrja Ámunda hvort hann sé endanlega hættur að fá hing- að til landsins ungar og sæl- legar stúlkur og ef svo er, hverjar líkur eru þá á að skemmtanir sem þessar geti haldið mikið lengur áfram hér á landi. Jói

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.