NT - 22.02.1985, Blaðsíða 9

NT - 22.02.1985, Blaðsíða 9
Föstudagur 22. febrúar 1985 9 Medic Alert: Öryggiskerf i fyrir sjúka Stofnskrárhátíð Medic Alert á íslandi var haldin í húsakynnum Lionshreyfing- arinnar að Sigtúni 9 Reykja- vík nýlega. Medic Alert er alþjóðlegt öryggiskerfi fyrir sjúklinga með bráða eða hættulega sjúkdóma, og geta veikst þannig að þeir verði ófærir að gera greiri fyrir veikindum sínum og eiga því á hættu að fá ranga meðferð eða rétt meðferð fáist of seint, t.d. hjarta- og sykursýkisjúkling- ar, flogaveikir, ofnæmissjúkl- ingar o.fl. Sjúklingarnir bera málm- plötu sem armband eða hálsmen. Á annarri hliðinni er merki Medic Alert en á hinni er skráð sjúkdóms- greining og/eða meðferð plötuhafans, ásamt M.A.- númeri hans og símanúmeri vaktstöðvar. I vaktstöðinni eru geymdar upplýsingar um sjúklinginn. Þangað er hægt að hringja allan sólarhringinn hvaðan úr heiminum sem er til að fá upplýsingar um meðferð. Medic Alert á íslandi er stofnað að frumkvæði Lions- hreyfingarinnar. ■ ísskáp kaupir maður gjarna með afborgunarkjörum. í Vestur-Þýskalandi hefurðu viku frest til að hætta við kaupin eftir að þú hefur skrifað undir samninginn. Borgar þú rétta húsa- leigu - eða hefur leigan hækkað meira en leyfi- legt er? ■ Hefur húsaleigan þín hækkað í samræmi við þá vísi- tölu sem gefin er út af opinber- um aðilum, - eða fylgir húseig- andinn kannski gömlu aðferð- inni og hækkar leiguna um ára- mót og þá eftir eigin tilfinningu eða geðþótta? Leigjendum eru nú orðið tryggð ýmis réttindi með lög- um um húsaleigusamninga frá árinu 1979 og þar er m.a. að finna ákvæði um upphæð húsa- leigunnar. Við birtum í dag töflu yfir leyfilegar húsaleiguhækkanir frá byrjun júlí 1983.1 töflunni má líka sjá hvað íbúðir sem kostuðu fjögur, sjö og tíu þús- und á mánuði fyrir 1. júlí 1983 eiga að kosta í dag, ef leyfileg- um hækkunum hefur verið fylgt. Út frá upplýsingum töflunnar ætti svo hver og einn að geta reiknað sína eigin húsaleigu eins og hún ætti að vera nú, miðað við leyfilegar hækkanir frá þeim tíma sem íbúðin var tekin á leigu. Um fyrirframgreiðslu leigunnar gilda mjög ákveðnar reglur. Þannig má fyrirfram- greiðsla í upphafi leigutímans ekki vera fyrir lengri tíma en fjórðung umsamins leigutíma og eftir það má aldrei inn- heimta meira en þriggja mán- aða leigu í senn. Eigandi íbúðarinnar getur hins vegar krafist tryggingarfj- ár af hálfu leigjenda í upphafi leigutímabils. Tryggingarféð má þó aldrei vera meira en sem svarar þriggja mánaða leigu. Tryggingarféð er ætlað til að greiða fyrir skemmdir sem kunna að verða á húsnæð- inu og leigjandinn er ábyrgur fyrir. Vert er að vekja athygli á því að leigusalinn er skyldugur til að varðveita tryggingarféð í banka með hæstu mögulegu vöxtum, þannig að honum dugar ekki að endurgreiða fjárhæðina óbreytta þegar leigutímabilinu lýkur. Leigusalinn getur ekki heid- ur einhliða lagt hald á trygg- ingarféð, þótt honum finnist á- stæða til. Hann verður annað- hvort að fá samþykki leigjand- ans eða dómsúrskurð. Leigjandanum er líka heim- ilt að láta gera við íbúðina á kostnað eiganda í vissum til- vikum. Ef eigandi og leigjandi eru ekki sammála um það hvorum beri að greiða fyrir viðgerðina, getur leigjandinn greitt reikninginn og framvísað honum síðan til eiganda í stað leigunnar á næsta gjalddaga. Eigandinn er samkv. lögunum skyldugur til að taka þessa greiðslu gilda, þangað ti! dóm- ur hefur fallið í málinu. Uppsagnarfrestur er 3 mán- uðir af hálfu leigjenda en lengd uppsagnarfrestsins af hálfu leigusala er misjöfn og fer eftir því hve lengi leigjandinn hefur búið í íbúðinni. Þetta ákvæði gildir þegar um ótímabundinn leigusamning er að ræða. Hægt er að fá eintak af húsaleigulögunum hjá Félags- málaráðuneytinu, en leigjend- um sem telja sig órétti beitta af hálfu húseigenda skal þó bent á að rétt getur verið að hafa samband við lögfræðing áður en farið er í hart. Dags. Hækkun íbúðA íbÚðB íbÚðC 4.000 7.000 10.000 1. júlí’83 8,2% 4.328 7.574 10.820 1. jan. ’84 4,0% 4.501 7.877 11.253 l.apr. ’84 6,5% 4.794 8.389 11.984 1.júlí 84 2,0% 4.890 8.557 12.224 1.0kt.’84 3,0% 5.037 8.814 12.591 l.jan.’85 15,8% 5.833 10.207 14.580 Taflan sýnir leyfilegar hækkanir á húsaleigu frá 1. júlí 1983 til þessa dags. Auk þess eru tekin dæmi um 3 íbúðir sem fyrir 1. júlí 1983 kostuðu 4.000,7.000 og 10.000 krónur. Síðan má lesa úr töflunni hvað þessar íbúðir áttu að kosta eftir hverja hækkun. Borgar þú rétta leigu fyrir íbúðina? Heimilisfang -y'ai k Vól:/í>Ha eAdur/ýjt^^-fiæ\l á lltrar ? . «1fk/'-J w- - /Undirvagn smurður Sjálfsmurö bifreið, vinnugjald ' Loftsla hreinsuö — olla endurnýjuö Oliusfa hreinsuö — endurnýjuö Smurkoppar endurnýjaöir Kælivökvi — Glvcoshell plus Skipting — Drif — Gir — Vér vekjum athygli yöar á þvl, aö eftirfarandi þarfnast viögeröar: MÓTT.: Lestu nóturnar þínar? ■ Það getur borgað sig að vera vakandi og fylgjast með því sem fram fer í kringum mann. Sá bíleigandi sem fékk þessa nótu á ónafngreindri smurstöð í Reykjavík græddi (eða öllu heldur slapp við að tapa) 90 kr. af því að hann las það sem stóð á nótunni. Það sem gert var sam- kvæmt nótunni var, að skipt var um olíu á vél fyrir 211 kr. og undirvagn smurður fyrir 209 kr. Gallinn var bara sá að ekkert var til að smyrja á undirvagninum þar sem hann er sjálfsmurður. I slíkum til- vikum taka smurstöðvarnar vinnugjald sem í þessu tilviki átti að vera 119 kr. Varla er ætlandi að hér sé um neitt annað en mistök að ræða og bensínstöðin lofaði að sjálfsögðu endurgreiðslu þegar við höfðum samband við hana. Þetta litla dæmi sýnir engu að síður að það getur iðulega komið sér vel að hafa augun opin, ef maður vill komast hjá því að vera hlunnfarinn í viðskiptum. Svíar dragast aftur úr ■ Svíar, sem lengi hafa verið í forystu á flestum sviðum velferðarmála, eru teknir að dragast aftur úr löndum Vest- ur-Evrópu, a.m.k. að því er varðar neytendalöggjöfina. Neytendalöggjöf þróaðist mjög hratt í mörgum löndum Vestur-Evrópu á8. áratugnum og Svíþjóð var lengi framan af á undan öðrum og allmörg lög um neytendamál litu þar dags- ins ljós fyrr en í öðrum löndum. Nú eru hins vegar allmörg lönd búin að ná Svíþjóð í þessu efni og sum komin feti framar. Sem dæmi um þetta má nefna að lagasetning um ábyrgð framleiðenda er ófull- komin og t.d. ekki hægt að skylda fyrirtæki til að aftur- kalla hættulega vöru sem sett hefur verið á markað. Til samanburðar má nefna að lög urn þetta efni eru mjög full- komin í USA þar sem fyrir- tækjum er meira að segja gert skylt að reyna að hafa uppi á þeim neytendum sem kunna að hafa keypt slíka vöru. Ófullkomnar verðmerkingar Svíar eru líka að dragast aftur úr öðrum þjóðum Vest- ur-Evrópu í verðmerkingum. Sænska Neytendastofnunin hefur vissulega sett reglugerðir um þetta efni en þeim reglum er slælega fylgt eftir. í Sviss og Frakklandi eru mun harðari reglur um verðmerkingar og þar má jafnvel sjá verðmerk- ingar á pinnum sem stungið er í smákökur. Afborgunarkaup í Vestur-Þýskalandi er það álit ríkjandi að neytandinn þarfnist meiri verndar af opin- berri hálfu við afborgunar- kaup, en þegar borgað er út í hönd. Þannig er vestur-þýsk- um neytendum undantekning- arlaust tryggður viku frestur til að skipta um skoðun og hætta við afborgunarkaup. Þetta er gert til þess að kaupandinn geti í ró og næði skoðað hug sinn um það hvort efnahagur- inn leyfi hinar mánaðarlegu afborganir þegar öll kurl koma til grafar. „Iðrunarvika" af þessu tagi er vissulega til í Svíþjóð en gildir einungis þegar selt er í gegnum síma eða sölumaður- inn ber að dyrum í heimahús- um og kaupsamningurinn er undirritaður þar. (Byggt á Dagens Nyheter)

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.