NT - 22.02.1985, Blaðsíða 3
(TS7 Föstudagur 22. febrúar 1985 3
lL Fréttir
Frumvarp til sveitarstjórnarlaga lagt fram á Alþingi:
Kosningarétt 18 ára og
sýslunefndir aflagðar
Frumvarp til sveitarstjórn-
arlaga var lagt fram á neðri
deild Alþingis í gær er þar lagt
til að kosningarétt hafi allir þeir
sem náð hafa 18 ára aldri þegar
kosning fer fram og eru íslenskir
ríkisborgarar með lögheimili á
íslandi. Einnig er lagt til að
kosningarétt hafi danskir,
norskir, finnskir og sænskir
ríkisborgarar sem átt hafa lög-
heimili hérlendis þrjú ár sam-
fellt og náð hafa tilskildum
aldri.
Meðal annarra nýmæla í
frumvarpinu má nefna ákvæði
um lágmarksíbúðaijölda sveitar-
félaga, ítarleg ákvæði um rétt-
indi og skyldur sveitarstjórnar-
manna og um vanhæfi til með-
ferðar einstakra mála, heimild
til að kjósa í almennum kosning-
um nefndir sem fari með af-
mörkuð málefni í hluta sveitar-
félags, ítarleg ákvæði um fjár-
mál sveitarfélags, ákvæði um sam-
einingu sveitarfélaga og ákvæði
um héruð og héraðsnefndir með
aðild allra sveitarfélaga sem
komi í stað sýslufélaga og sýslu-
nefnda.
Segir í frumvarpinu að með
lögum þessum sé stefnt að því
að öll sveitarfélög verði svo
fjölmenn og styrk, að þau geti
rækt öll þau verkefni sem þeim
eru falin með lögum þessum
eða öðrum lögum og tekið að
sér önnur verkefni í samræmi
við óskir íbúa sinna. Er stefnt
að því að draga úr samrekstri
ríkis og sveitarfélaga við fram-
kvæmd einstakra verkefna og
að þau verði í auknum mæli
falin sveitarfélögunum einum
til úrlausnar.
Kallar það á samruna fá-
mennra sveitarfélaga í stærri og
öflugri heildir og skal ráðuneyt-
ið vinna að því verkefni í sam-
ráði við Samband íslenskra
sveitarfélaga, landshlutasamtök
sveitarfélaga og héraðsnefnd.
í þrjú ár samfellt, geti sveitar
stjórn kveðið svo á um að
sveitarfélagið nefnist framvegis
bær. Með þessu ákvæði er í
rauninni afnumin nær 200 ára
sérstaða kaupstaða hér á landi
og sérstök löggjöf um kauþstaða-
réttindi þar með óþörf.
Héraðsnefndir í
stað sýslunefnda
Nái þetta frumvarp fram að
ganga verða sveitarfélög í land-
inu rúmlega 200. Til þess að þau
verði betur í stakk búin til að
taka við verkefnum úr hendi
ríkisvaldsins verða þau að vinna
saman, kaupstaðir og hreppar í
sameiningu. Því er lagt til að
sýslufélögin sem starfað hafa
um 100 ára skeið verði lögð
niður með öllu, þar sem þau
hafa ekki á síðari árum verið sá
samnefnari og framkvæmda-
aðili sem sveitarfélögunum er
nauðsynlegur, en við á að taka
vettvangur sveitarstjórna sem í
frumvarpinu er nefndur héraðs-
nefnd.
Fylgt er þeirri skiptingu innan
landshluta sem helgast af sýslu-
skipan en umdæmin stækka sem
nemur aðild kaupstaðanna að
héraðsnefndunum. Er gert ráð
fyrir að landið skiptist í 18
héruð og á hvert sveitarfélag að
eiga fulltrúa í héraðsnefnd.
Fjöldi fulltrúa miðast við
íbúafjölda í sveitarfélagi og
verður sem hér segir: Fyrir
hverja 5 þúsund íbúa 1 fulltrúi,
fyrir hverja 7500 íbúa 2 fulltrú-
ar, fyrir hverja 10 þúsund íbúa
3 fulltrúar og síðan 1 fulltrúi
fyrir hverja 2500 íbúa.
Einungis sveitarstjórnarfull-
trúar koma til greina sem fulltrú-
ar í héraðsnefndum og skulu
þeir kosnir hlutfallskosningu ef
ósk kemur fram um það í sveit-
arstjórn.
Má ætla af þessu að fulltrúar
Reykjavíkur í héraðsnefnd
verði um 32 ef miðað er við að
íbúafjöldi borgarinnar sé 85
þúsund en hins vegar hefur
verið ákveðið að fækka borgar-
fúlltrúum í 15 á næsta kjörtíma-
bili þannig að erfitt er að sjá
hvernig hér verður staðið að
málum! í Kjalarneshéraði eru,
auk Reykjavíkur, Seltjarnar-
nes, Hafnarfjörður, Garða-
kaupstaður, Kópavogskaup-
staður og Kjósarsýsla þannig að
héraðsnefndin verður óneitan-
lega ansi fjölmenn!
Búist er við að frumvarpið til
sveitarstjórnarlaga verði af-
greitt frá Alþingi í vor en núgild-
andi sveitarstjórnarlög eru nær
aldarfjórðungsgömul. Að efni til
eru ýmis ákvæði þeirra orðin
áratugagömul og sum þeirra má
rekja allt til tilskipunar um
sveitarstjórn á íslandi frá 4. maí
1872.
Sérstaða kaupstaða
úr sögunni
Gert er ráð fyrir að lágmarks-
búafjöldi sveitarfélaga verði 50
búar en hafi íbúafjöldi verið
ægri þrjú ár samfellt skal það
;ameinað nágrannasveitarfé-
agi. Einnig má skipta hinu
ámenna sveitarfélagi milli
íágrannasveitarfélaganna. í
túgildandi lögum er heimild til
Dess að sameina hreppi hafi
'búatala verið lægri en 100 í
;amfellt 5 ár en til þess hefur þó
aldrei verið gripið. í árslok 1983
v'oru 53 sveitarfélög með færri
;n 100 íbúa og 16 með færri en
50 íbúa.
Tekið er fram að sveitarfélög
skuli hafa sjálfstæða tekjustofna
og sjálsforræði um gjaldskrá
eigin fyrirtækja og stofnana til
þess að mæta kostnaði við fram-
kvæmd þeirra verkefna sem þau
annast.
Lagt er til að fjöldi sveitar-
stjórnarmanna standi á odda-
tölu og sé innan ákveðinna
marka eftir stærð viðkomandi
byggðarlags. Þar sem fjöldi íbúa
er innan við 200 skulu fulltrúar
vera 3-5, 5-7 þar sem íbúar eru
200-1000, 7-11 þar sem íbúar
eru 1000-10.000, 11-15 þar sem
íbúar eru 10-50 þúsund og 15-27
þar sem íbúar eru 50 þúsund
eða fleiri. Þá er það nýmæli að
í hreppsfélögum þar sem meiri-
hluti íbúanna býr í þéttbýli og
íbúatala hefur náð a.m.k. 1000
Flotinn við bryggju:
Uppsagnir f iskverk-
unarfólks byrjaðar
■ Þess verður ekki langt að
bíða að verkfall sjómanna fari
að hafa víðtæk áhrif um land
allt. Floti landsmanna liggur
bundinn við bryggju, og veiðar
liggja niðri.
NT hafði samband við frétta-
ritara víðsvegar um land, og er
víðast hvar um að ræða algert
stopp. A Akranesi, Sauðár-
króki, Neskaupstað, Vest-
mannaeyjum og Akureyri eru
allir bátar komnir til hafnar, og
hafa hætt veiðum. Á Hornafirði
eru einungis tveir bátar við
veiðar, og er ekki vitað um
fyrirætlanir þeirra. Samkvæmt
heimildum NT hafa þrír togar-
ar, sem voru að fiska upp í
siglingu, hætt veiðum, og af-
pantað löndunarpláss erlendis.
Fiskverkunarstöðvar munu
segja starfsfólki sínu víðast hvar
upp í dag samkvæmt heimildum
NT og dæmi eru þess að fólki
■ María Jóhanna Lárusdótt-
ir var kosin varamaður í Út-
varpsráð í sameinuðu þingi í
gær og Guðrún Sæmundsdóttir
var kosin varamaður í stjórn
Húsnæðisstofnunar ríkisins.
hafi verið sagt upp í gær. Eitt-
hvað verður unnið lengur í
loðnubræðslunni, og er víðast
hvar áætlað að hráefni sem
komið er á land dugi í tvær til
þrjár vikur.
María Jóhanna var kosin í
stað Ingibjargar Hafstað sem
orðin er aðalmaður í útvarps-
ráði og Guðrún kemur í stað
Kristínar Einarsdóttur sem
orðin er aðalmaður í stjórn
Húsnæðisstofnunar.
Nýr varamaður í Útvarpsráði
■ Leyfishafi eða ekki,
lífið er jafngott fyrir það,
en þessi hvutti er hálf-
grunsamlegur svona ólar-
laus. Nema þá hann hafi
skipt við barnið á Tópas
og ólinni - enda “hvenær
koma kæri minn Ópalið
og jólin“ eða þannig sko...
NT-mynd ARI
■ Hraunbúar á góðri stund.
Mengunarskýrsian
um Eyjafjörð
enn ókynnt:
„Mérað
kenna“
- segir Sverrir
Hermannsson
■ „Nei, nei, hjálpi þér.
Þessi skýrsla er ekki
dauðadómur yfir álveri við
Eyjafjörð,“ sagði Sverrir
Hermannsson, iðnaðar-
ráðherra, í gær, um bráða-
birgðaskýrslu um mengun
frá hugsanlegu álveri við
Eyjafjörð, sem staðarvals-
nefnd barst frá Noregi fyr-
ir skömmu. Sverrir sagði
það misskilning, að meng-
un Jrá verksmiðjunni
myndi ná inn til Akureyr-
ar, og hann sagði, að hún
næði ekki hættumörkum í
landbúnaðarsveitum Eyja
fjarðar.
Upphaflega stóð til, að
innihald skýrslunnar yrði
kynnt Eyfirðingum í þess-
ari viku, en af því hefur
ekki orðið enn, þar sem
iðnaðarráðherra hefur
I ekki, sökum 2ja vikna fjar-
veru oganna, haft tækifæri
til að ræða skýrsluna við
formann staðarvalsnefnd-
ar. Iðnaðarráðherra sagð-
ist ekki þora að segja til
um hvort efni skýrslunnar
yrði kynnt fyrir norðan í
næstu viku.
Lokaskýrsla um meng-
unarrannsóknirnar er
væntanlega þann 1. mars,
samkvæmt samningi við
norsku rannsóknarmenn-
ina, og var iðnaðarráð-
herra spurður hvort beðið
væri eftir þeirri skýrslu.
„Nei, ég hef bara beðið
um vægð í önnum mínum.
Það er mér að kenna, að
þetta er ekki komið
lengra," sagði iðnaðarráð-
herra.
Skátaveisla
í Firðinum
■ Skátafélagið Hraunbúar í
Hafnarfiröi heldur upp á 60 ára
afmæli sitt í dag og næstu
daga. Afmælisdagur félagsins
er einmitt talinn 22. febrúar,
fæðingardagur Baden Powells,
stofnanda skátahreyfingarinn-
ar og munu Hafnarfjarðarskátar
fara í blysför í dag. Gengið
verður að Víðistaðakirkju sem
enn er í byggingu og þar hlýtt á
guðsþjónustu við kyndlaljós.
Hátíðahöld halda svo áfram
með kvöldvöku í Víðistaða-
skóla og flugeldasýningu að
henni lokinni. Verðurþar skot-
ið á loft 60 flugeldum, einum
fyrirhvert ár. Laugardag verður
afmælisins enn minnst með
skátaballi og lokin verða svo á
sunnudegi með síðdegiskaffi-
drykkju í Félagsmiðstöð Hafn-
arfjarðar. Til þess kaffisamsætis
eru allir velkomnir.
Aðrar fréttir af Hraunbúum
eru þær að nú er í bígerð
vormót í Krísuvík dagana 24. til
27. maí.