NT - 22.02.1985, Blaðsíða 22
■ Jón Harðarson sigraöi
í svigi og varð annar í
stórsvigi.
Pepsímót
Krá Ciylfa Kristjánssyni á Akureyri:
■ Fjöldi unglinga víðs-
vegar af landinu tók þátt í
Pepsímótinu á Akureyri
urn síðustu helgi, en þaö
var haldið í Hlíðarfjalli og
keppt var í alpagreinum.
13-14 ára. Mótið var um
leið punktamót, og því til
mikils að vinna.
Hörð keppni var í flest-
um greinum, en úrslit
mótsins urðu sem hcr segir:
Svig drengja:
1. Jón Harðarspn A 72,77 sek
2. Ólafur Sigurðss. í 73.47 sek
3. Jóhanncs Baldurss. A 73,68 sek
Svig stúlkna:
J. AstaB. Halldórsd. í 83,43 sek
2. Ágústa Jónsdóttir í 84,19 sek
3. Sólveig Gísladóttir A 84,22 sek
Stórsvig drengja:
1. Ólafur Sigurðsson í
2. Jón Harðarson A
93,70 sek
97,48 sek
3. Jóhannes Baldursson A 98,07 sek
Stórsvig stúlkna:
1. Guðrún H. Ágústsd. S 105,51 sek
2. Gerður Guömundsd. OlA
105,71 sek
3. Geirný Gcirsdóttir R 107,39 sek
Föstudagur 22. febrúar 1985 22
Verðurfimmtugur
á sumri komandi
Frá Gylfa Kristján.ssyni á Akureyri:
■ Golfklúbbur Akureyrar
verður 50 ára þann 19. ágúst á
þessu ári, og er óhætt að segja
að kylfingar á Akureyri hafí
tekið afmælisárið snemma.
Þeir léku goll' á auðum velli
sínum framundir miðjan janú-
ar, og síðan hefur innikennsla
undir stjórn Árna Jónssonar
Evrópukeppnirnar:
Úrslitaleikir
■ Þegar er búið að ák-
veða hvar úrslitaleikirnir
í Evrópukeppnunum í
knattspyrnu fara fram.
Úrslitaleikurinn i
Evrópukepppni meist-
araliða verður 29. maí á
Heyselleikvangnum í
Brússel, heimavelli
Anderlecht, og úrslita-
leikurinn í Evrópukeppni
bikarhafa verður 15. maí
á heimavelli Feyenoord í
Rotterdam í Hollandi.
Eins og verið hefur þá
verða úrslitin í UEFA-
keppninni spiluð heima
og hciman, þann 8. og
22. maí.
verið að Jaðri nær hvern dag.
Ýmislegt verður gert á af-
mælisárinu til þess að minnast
tímamótanna. Mótahald verð-
ur þó að mestu með hefð-
bundnum hætti, talsvert um
opin mót og þá verður íslands-
mótið haldið á Jaðarsvelli í lok
júlí.
Ákveðið hefur verið að Jað-
arsmótið, sem er eitt af opnu
mótum klúbbsins verði á þessu
ári um leið afmælismót, og í
tengslum við það mót verði
haldin vegleg afmælishátíð.
Sem fyrr sagði er kennsla
innanhúss að Jaðri á hverjum
degi undirstjórn Árna Jónsson-
ar. Er lögð á það áhersla að ná
til nýliða í íþróttinni, og leggur
klúbburinn til öll áhöld fyrir þá
sem hafa áhuga á að koma og
kynna sér golfið.
Mikil uppbygging hefur átt
sér stað að Jaðri s.l. ár. 1981
var vígður þar 18 holu völlur
sem hefur verið endurbættur
síðan og viðbygging við
klúbbhús verður tekið í notkun
í vor. Formaður Golfklúbbs
Akureyrar er Gísli Bragi
Hjartarson.
■ Kennsla innanhúss er nú á hverjum degi hjá Golfklúbbi Akureyrar, kennari er Árni Jónsson.
Spánn:
Ólé „El Barca“!
EM ’88 í Þýskalandi
V-Þjóðverjar komust einu
skrefi nær því að halda úrslita-
keppni Evrópukeppninnar í
knattspyrnu árið I988erskipu-
lagsnefnd keppninnar setti þá
efst á lista yfir þær þjóðir sem
vilja halda keppnina. Þessi ák-
vörðun á síðan eftir að fara
fyrir stjórnarnefnd UEFA sem
kemur saman í Lissabon þann
15. niars og ákveður endanlega
hvar keppnin vcrður.
Englendingar höfðu gert sér
góðar vonir um að verða til-
nefndir sem gestgjafar keppn-
innar en þeir voru settir næstir
á eftir Þjóðverjum. Talið er að
hræðslan við ólæti áhorfenda í
Englandi vegi þungt á metun-
um í þessu vali. Þá eru vellir í
Þýskalandi nýrri og betur búnir
til að taka á móti þeim fjölda
sem leggja mun leið sína á
leikina í úrslitakeppninni.
Þreyttir Finnar
■ ÞreyttirFinnartöpuðufyrir
Ecuador-mönnum í vináttu-
landsleik í knattspyrnu sem
fram fór í Ambato í Ecuador á
þriðjudag. Leiknum lauk 3-1
eftir að heimamenn höfðu
komist í 3-0.
Það voru um 10 þúsund
áhorfcndur sem fylgdust með
leiknum og hvöttu menn sína
óspart. Ecuador-liðið var mun
frískara og virtust Finnarnir
vera þreyttir eftir langt ferðalag
svo virkaði þunna loftið í
2575m hæð ekki mjög vel á þá.
Heimamenn komust í 3-0
með mörkum frá Paz Y Mino
og Benitez, sem gerði tvö.
Finnar náðu að skora sitt mark
á lokamínútunni og var
Nieminen þar að verki.
Leikurinn var vináttuleikur
og um leið æfingaleikur fyrir
leiki liðanna í undankeppni
HM á næsta ári. Ecuador er í
riðli með Uruguay og Chile og
eiga að leika við þá síðarnefndu
þann 3. mars næstkomandi.
Næsti leikur Finna er við Eng-
lendinga í Finnlandi í maí.
■ Barcelona svo gott sem
tryggði sér spænska meistara-
titilinn í knattspyrnu er liðið
gerði jafntefli við helstu keppi-
nauta sína Atletico Madrid í
fyrrakvöld 2-2. Það munar nú
10 stigum á félögunum og þó
Madrid eigi leik til góða þá eru
aðeins átta leikir eftir. Ef titill-
inn vinnst þá er hann sá fyrsti
hjá Barcelona í 11 ár.
Það var skoski framherjinn
Steve Archibald sem skoraði
jöfnunarmark Barcelona í
leiknum gegn Atl. Madrid
aðeins um 4 mín. fyrir leikslok
eftir að Bernando hafði náð
forystu fyrir Barcelona en
Sanchez og Argentínumaður-
inn Cabrera höfðu komið
Madrid yfir. Þess má geta að
Sanchez brenndi af víti í leikn-
j um.
Real Madrid vann loks leik
og það stórt. Argentínumaður-
inn Jorge Valdano skoraði fjög-
ur af mörkum þeirra í 6-1 sigri
á Elche.
Racing-Espanol 1-3
Real Valladolid-Real Sociedad 1-1
Barcelona-Atletico Madrid 2-2
Real Zaragoza-Malaga 0-0
Athletic Bilbao-Osasuna 5-0
STAÐA EFSTU LIÐA:
Barcelona...... 26 17 8 1 57 19 42 »
Atletico Madrid
............... 25 12 85 39 23 32
Sporting ...... 26 9 13 4 24 19 31
Real Madrid.... 26 10 10 6 35 25 30
Valencia....... 26 8 12 6 32 23 28
Hercules-Valencia
Sevilla-Real Betis
Real Madrid-Elche
Sporting-Real Murcia
2-0
1-0
6-1
1-0
■ Venables stendur sig vel
með Barcelona,
Olympíuleikarnir 1992:
Verða þeir í London?
Frá Hcimi Bcrgssyni frcttaritara
NT í Englandi:
■ Bretar hafa ákveðið að
sækja um að fá að halda ÓL
árið 1992 og mun formlegt boð
þess efnis verða sent formanni
Enskur í heimsókn
■ Enskur unglingaflokks-
maður í borðtennis, Paul
Holden, verður gestur á ung-
lingamóti Víkings í badminton
sem haldið verður í TBR-hús-
inu við Gnoðarvog helgina 23.-
24. febrúar. Keppnin hefst á
laugardaginn klukkan 15.00, og
verður keppt í öllum flokkum
ef næg þátttaka fæst.
Paul Holden hefur nýverið
verið fluttur upp í landslið
Englendinga skipað leikmönn-
um 23 ára og yngri, og æfir nú
með því. Hann vann sinn fyrsta
titil aðeins 10 ára, Devon titil-
inn sem keppt er um á Englandi
af leikmönnu 12 ára og yngri..
Hann hóf að leika með ung-
lingalandsliði Englendinga árið
1983, og hefur keppt á fjórum
alþjóðlegum unglingamótum
og keppti að auki fyrir England
í Indónesíu nýlega.
Holden mun leika í sérstök-
um gestaflokki á mótinu, ásamt
unglingum úr pilta- og stúlkna-
flokkum (f. ’67 og '68) og
fjórum sterkustu leikmönnum
í drengjaflokki (f. '69 og '70).
Þátttaka á mótið skal til-
kynnast símleiðis eða bréflega
til Valgeirs Magnússonar
Kvistalandi 6, s. 81705 eða
Magnúsar Jónssonar í síma
27790 í síðasta lagi á fimmtu-
dag.
■ Samaranch við setningu
ÓLÍL.A.
Olympíunefndarinnar innan
tveggja mánaða. Mun áætlað
að halda leikana í London. Sex
aðrar borgir hafa sótt um að
halda leikana, en þær eru: Bris-
bane, Belgrad, Rotterdam/
Amsterdam, Nýja Delhi, París
og Barcelona. Alþjóðaólym-
píunefndin mun ekki ákveða
staðsetningu leikanna formlega
fyrr en vorið 1986, en London
verður að teljast álitlegur
möguleiki. í fyrsta lagi þá er
enn ríkjandi velvilji á meðal
forystumanna í íþróttahreyf-
ingunni í garð Englendinga og
sú staðreynd að í Englandi
fæddust flestar nútímaíþróttir
og bárust þaðan til annarra
landa er enn mikils metin. í
öðru lagi er vitað að alþjóðaól-
ympíunefndin hefur áhuga á að
leikarnir færist í stöðugara horf
eftir hinn himinháa kostnað við
leikana í Montreal, fjarveru
margra þjóða árið 1976, 1980 í
Moskvu og nú síðast í Los
Angeles, og einnig of augljósan
tilgang þess hóps sem í nafni
Los Angelesborgar hélt síðustu
ÓL-leika. Það er vitað að V-
Evrópa er skásti kosturinn til
að ná þessum stöðugleika og af
því leiðir að París og Barcelona
koma einnig sterklega til
greina. Sú ástæða að forseti
alþjóðaólympíunefndarinnar,
Juan Antonio Samaranch, er
spænskur gæti þó veikt stöðu
Barcelona þar sem margir telja
að spænsk eða öllu heldur róm-.
önsk áhrif séu þegar of mikil
innan alþjóðaólympíunefndar-
innar. Nefndin er einnig talin
vera íhaldsöm í meira lagi og
þessi neikvæða afstaða í garð
sósíalisma gæti unnið gegn
París.
Ef svo fer að um einvígi
verði að ræða á milli borganna
í V-Evrópu er líklegt að
London standi best að vígi.
Löndin fyrir austan járntjald
eru einnig líkleg til að sætta sig
við London þó sú afstaða væri
ekki byggð á velvilja í garð
Margrétar Thatcher heldur
frekar á sögulegu gildi borgar-
innar.
Frjálsar íþróttir:
Meistaramót
- innanhúss
■ Aðalhluti meistara-
móts íslands í frjálsum
íþróttum innanhúss fer
fram um helgina. Hér
birtist tímaseðill mótsins:
LAUGARDAGUR:
Laugardalshöll: 9:45 há-
stökk karla, 10:15 800m
hlaup karla, 10:30 kúla
karla, 10:30 800m hlaup
kvenna.
Baldurshagi: 14:00 50m
hlaup karla undanrásir,
14:30 50m hlaup kvenna
undanrásir, 16:15 lang-
stökk karla.
SUNNUDAGUR:
Laugardalshöll: 9:45 há-
stökk kvenna, 10:00
1500m hlaup karla, 10:20
kúla kvenna.
Baldurshagi: 14:00 50m
grind karla, 14:20 50m
grind kvenna, 15:35 lang-
stökk kvenna, 17:20 þrí-
stökk karla.
Fimleikar
■ Unglingamót á veg-
um Fimleikasambands Is-
lands verður haldið í
Laugardalshöll næstkom-
andi laugardag, 23. febrú-
ar. Keppt verður í tveim-
ur hópum, og hefur fyrri
hópurinn keppni klukkan
13:30 og hinn síðari
klukkan 16.
Á þessu móti verður í
fyrsta sinn keppt eftir ís-
lenskum fímleikastiga.
NBA-boltinn
■ Nokkrir leikir voru í
fyrradag í bandaríska
körfuknattleiknum og
urðu úrslit sem hér segir:
Atlanta-Golden State 107-104
Milwaukee-N.Y. Knicks 129-118
Kansas City-Portland 116-96
Lakers-Chicago 127-117
Dallas-Houston 125-115