NT - 22.02.1985, Blaðsíða 7

NT - 22.02.1985, Blaðsíða 7
í IlI L : Menn i ng Í~TTTí li nkú gaða kvennas tétt 1 il ’tosttiiH 1 ■ Alþýðuleikhúsið: Klassapí- ur eftir Caryl Churchill. Þýðing: Hákon Leifsson. Tónlist: Leifur Þórarinsson. Leikstjóri: Inga Bjarnason. Leikmynd og búningar: Guð- rún Grla Geirsdóttir. Leikið í Nýlistasafninu, Vatnsstíg. Klassapíur mega heita skilgetið afkvæmi kvennarann- sókna í bókmenntum og fræðum, og innblásið af þeim stéttasjónarmiðum sem slíku hafa heyrt til. Verkið skiptist eiginlega í tvennt og ekki nema bláþráður á milli. Svo er látið heita að nútímakonan Margrét bjóði í fyrri hluta til veislu ýmsum konum úr sögu og listum. Þessar konur rekja raunir sínar sem eru auðvitað ærnar, og allar guldu þess ótæpilega að vera konur - nema hvað. - Það er ísabella Bird, ensk hefðarmey frá nítj- ándu öld, Gréta, fígúra úr málverki eftir Bruegel, hinn hollenska sextándu aldar mál- ara. Síðan er að telja Gríshildi góðu. hina undirgefnu konu úr sögum Chauchers og fleiri verkum. Þá er lafði Nijó, jap- önsk nunna, og'Jóhanna páfi, dulbúin sem karlmaður en var grýtt i hel þegar hún ól barn í miðri skrúðgöngu úti á götu. Sú hugmynd að stefna þess- um konum öllum saman er ekki svo galin, en vandmeðfar- in í meira lagi. Leikkonurnar fóru með þennan þátt af aug- ljósum áhugaog alúð. Heildar- myndin gekk að vísu ekki vel upp, en þar held ég að sé við höfund að sakast; það var á einhvern hátt örðugt að festa hugann við örlög þessara kvenna. Mest athyglin beindist að Grétu, Ásu Svavarsdóttur. Hún er hin ódrepandi, upp- reisnargjarna alþýðukona, lík- lega sigri hrósandi fordæmi nútímakvenna í andófi, frá sjónarmiði höíundar. Ása mótaði hlutverkið vel og ör- ugglega í hvívetna svo að gam- an er á að horfa. í öðrum hlutverkum eru Anna S. Ein- arsdóttir, Sigurjóna Sverris- dóttir, Sólveig Halldórsdóttir og Sigrún Edda Björnsdóttir. Allar fóru skörulega með hlut- verk sín. Sigrún Edda raunar fullskörulega hlutverk kven- páfans. Nefni ég þetta vegna þess nð Sigrún Edda sýnir í þessari sýningu, eins og áður, að hún hefur margt til brunns að bera sem leikkona, mætti aðeins dempa leikstílinn nokkuð. Að loknum raunarollum kvennanna tekur svo nútíminn við í öllu sínu „veldi". Við kynnumst nú Margréti sem „hefur lagt allt í sölurnar fyrir frama og völd, og við verðum vitni að uppgjöri hennar við stétt sína og hefðbundið hlut- verk konunnar". Þessi orð leikskrárinnar koma kunnug- lega fyrir sjónir. Hér er sem sé gaumgæft hlutskipti „kvenna á framabraut" sem hampað var nokkuð ekki alls fyrir löngu. Þess verður þó að geta að stéttauppgjörið sem hér var drepið á er mjög bundið bresk- um aðstæðum og hugsunar- hætti. Svo virðist að höfundin- um sé í mun að gera upp sakir við Margréti Thatcher, og verður sú pólitíska umræða raunar öll fremur óleikræn. Hins vegar er mikið um raun- verulegt líf í þessum hluta leiksins og komst vel til skila. Margrét hefur sem sagt náð á toppinn og fórnað fjölskyldu- lífi sínu. - Skemmtilegt er það atriði þegar kona samstarfs- mannsins sem varð að láta í minni pokann í valdabarátt- unni kemur til Margrétar til að biðja hana að víkja, og smá- myndir af vinnustað kvenn- anna verða lifandi á sviðinu. Kjarninn felst þó í samskiptum systranna Elísabetar og Mar- grétar, og Ásu, stúlkunnar á milli þeirra sem önnur hefur fætt og hin alið upp. Önnur sat eftir, hin reif sig lausa, sveik sína eigin stétt. Á bak við stéttalærdómana og þann prédikunarbúning sem höf- undur bregður sér tíðum í skynjar áhorfandinn raunveru- legt tilfinningalíf. Svo var fyrir að þakka áhrifamikilli meðferð Margrétar Ákadótturog Krist- ínar Bjarnadóttur á hlutverk- um systranna. Margrét sækir í sig veðrið í sýningunni eftir því sem á reynir. Kristínu skeikar ekki í meðferð Elísabetar og hef ég sjaldan séð hana gera betur. Sömu leikkonurnar koma að öðru leyti við sögu í seinni hltuanum sem hinum fyrri. Af einstökum hlutverkum verður að geta Sigrúnar Eddu í hlut- verki Ásu, að henni var áður vikið, og Sólveigar Halldórs- dóttur, fór þekkilega með Kit, vinstúlkuna. Aðstæður í Nýlistasafninu eru vægast sagt bágbornar og furða hversu haganleg um- gjörðin var. Þótt tilbreyting sé góð, þarf Alþúðuleikhúsið endilega að fá fastan samastað. Þessi sýning er enn eitt dæmi um hve mikill þróttur er í starfi þess. Gunnar Stcfánsson. ■ Klassapíur Alþýðuleikhússins. NT-mynd: Ami Bjáma. Allt öðru máli gegnir að hér á landi er hægt að framfleyta fleirum af landsins gæðum en 50 þúsundum. Sama gildir um flest þriðja heims lönd þar sem fæðuvandamál og offjölgun hangir á sömu spýtunni. En þá þarf að koma til tækni sem ekki þekkist í þessum samfé- lögum. Hér á landi tókst að innleiða þessa tækni hægt og rólega og samhliða tækni sem dró úr barnadauða og gerði þjóðinni fært að fjölga úr 50 þúsundum í 240 þúsund. En ef fjölguninni hefði fyrst verið komið á er alls óvíst að þjóðin hefði nokkurntíma komist á það stig að geta sjálf tileinkað sér nútíma framfarir og tækni til þess að standa á eigin fótum. Þróunar og sóunarlönd Annar þáttur þessa máls er hvort nútíma vestræn tækni og ríkidæmi okkar heimshluta sé endilega eftirsótt hlutskipti. Getum við fullyrt að samfélag íslands 1985 sé betra en það var 1685. Getum við fullyrt að samfélag okkar sé betra en samfélag til dæmis Indverja. Á meðan spekingar kjósa að kalla stærstan hluta veraldar þróunarlönd er ekki úr vegi að hinn hlutinn heiti sóunarlönd. Sannast sagna á þó þróunar- hugtakið lítið erindi inn í kyrr- stæð og rólyndisleg samfélög víða í þriðja heiminum. Það erum við sem lifum fyrir stöð- uga þróun og það sem var gott í gær er ómögulegt og úrelt á morgun. Brjálsemin og kapp- hlaupið helst í hendur og mikið vill alltaf meira. Við lifum fyrir framfarir en líf þeirra, íbúa hinna ógeggj- uðu en fátæku þriðja heims landa, er tilvera. Sú þróun sem þar á sér stað er oftar en ekki komin til fyrir vilja sóunar- landanna sem ekki nægir leng- ur eigin skeiðvöllur til kapp- reiðanna. Þannig hefur hinum vest- rænu ríkjum tekist að flækja flest ef ekki öll ríki þriðja heimsins inn í fen erlendra skulda og útkoman verður meðal annars, svo enn sé vitn- að til Jóns Orms Halldórssonar, að meira er flutt af matvælum út úr þriðja heiminum en inn í hann. Enn getum við lært af ís- landssögunni. Fram til siða- skipta er talið að sjálfsbjörg íslendinga hafi verið meiri en síðar varð. Hungur og matar- skortur minni en varð í lútersk- um sið og frekar möguleikar á að landinn bjargaðist í hallæri. Meginástæðurnar voru meira sjálfstæði landsins í viðskipta- málum. Allt fram á daga Jóns Arasonar höfðu íslendingar sjálfir yfir að ráða skipakosti til vöruflutninga til landsins. Og eftir að innlendur skipastóll lagðist niður tókst erlendu kaupmannavaldi smám saman að auka verslun íslendinga og þar með að draga úr þeim möguleikum sem þjóðin hafði haft til þess að draga fram lífið á landsins gögnum og gæðum einvörðungu. Eðlilega fóru svo saman harðæri hér heima og það að danskir nenntu ekki að fleyta skútum sínum lengst norður í haf. Með auknum viðskiptum við ríkari lönd minnkar möguleik- inn til sjálfsbjargar og þjóðin verður berskjaldaðri fyrir hörmungum og hungursneyð. Ölmusugjafir í þrengingunum draga svo úr sjálfsbjargarvið- leitninni og ala á vanmeta- kennd. Aðgerða er þörf í Helgarpóstsviðtalinu við Jón Orm kemur meðal annars fram að þeim fari ört fjölgandi á Vesturlöndum sem telja hjálp- arstarfið vera komið út í „hreinar villigötur fjölmiðla- fárs, þekkingarleysis og mis- skilnings..En hvað er til ráða. Bent hefur verið á aðrar tegundir þróunarstarfs sem sýnt þykir að skili jákvæðum árangri. Þannig vinna heima- menn í þriðja heims löndum víða að þróun atvinnuvega og fá til þess stuðning frá vestræn- um hjálparstofnunum (sbr. okkar Skúla Magnússon fóg- eta). En það breytir ekki hinu að „hjálparstarf" af þeim toga sem hér hefur verið til um- fjöllunar en enn í miklum metum. Góðhjörtuðum borg- urum hér heima er mikilvægt að hreinsa samviskuna með því að gefa til „brauð handa hungruðum heimi" og fjöl- miðlar verða að hafa eitthvað til að smjatta á. Þessi samfélög sem verða fyrir barðinu á „brauðinu" eru síðan gerð að ávanasjúklingum á meira brauð og torséð hvaða leiðir eru út úr ógöngunum. Fyrsta skrefið væri eflaust að koma í veg fyrir að ávanasjúkl- ingunum fjölgi, - rétt eins og aðrir sem fást við hliðstæð vandamál vinna. Bjarni Harðarson HnBnnEr Föstudagur 22. febrúar 1985 7 Málsvari frjálslyndis, samvinnu og félagshyggju Útgefandi: Nútíminn h.f. Ritstj.: Magnús Ólafsson (ábm). Markaðsstj.: Haukur Haraldsson Auglýsingastj.: Steingrimur Gíslason Innblaðsstj.: Oddur Ólafsson Tæknistj.: Gunnar Trausti Guðbjörnsson Skrifstofur: Siðumúli 15, Reykjavík. Simi: 686300. Auglýsingasími: 18300 Kvöldsímar: Áskrift og dreifing 686300, ritstjórn 686392 og 687695, iþróttir 686495, tæknideild 686538. Setning og umbrot: Tæknideild NT. Prentun: Blaðaprent h.f, Kvöldsímar: 686387 og 686306 Höfnumöfgumtil hægri og vinstri ■ íslenskt velferðarþjóðfélag er á krossgötum um þessar mundir. Sjálfstæðisflokkurinn hefur tekið sér fyrir hendur að tæta velferð okkar niður í nafni frelsis sem lýsir sér í þeim draumi að aðgangur að fjármagni ráði möguleikum manna. Þessi stefna lýsir sér í baráttu fyrir lágum sköttum, einkaskólum, sjúklingaskött- um, frjálsu útvarpi, frjálsu verðlagi o.s.frv. lnnan flokksins hefur eflst til áhrifa sögulaus kynslóð sem í háskóla hefur uppgötvað kenningar Adam Smiths og John Stuart Mill um frelsið og saknar nú þess svigrúms sem frumskógurinn býður upp á, og þessi kynslóð er rækilega studd af þeim sem búið hafa hvað best um sig í þjóðfélagi okkar. Þessi frjálshyggjubylgja, sem leiðir til þess að fáir verða ríkir en margir fátækir, hefur valdið mikilli upplausn innan Sjálfstæðisflokksins, en til fylgis við hann hafa á umliðnum árum læðst ýmsir borgaralega hugsandi menn sem vilja byggja hér þjóðfélag sem gerir öllum þegnum sínum jafnhátt undir höfði. Á vinstra armi stjórnmálanna ríkir hugsjónaleg upplausn. Alþýðuflokkarnir gegndu mikilvægu hlut- verki í að byggja hér upp þjóðfélag jafnaðar og samvinnu. Nú þegar því marki er náð í veigamiklum atriðum skortir þá málefnagrundvöll. Alþýðuflokkur jafnaðarmannanna nýendurborinn reynir af örvænt- ingu að tína saman það besta úr frjálshyggju og félagshyggju og Alþýðuflokkurinn hinn á í óupp- gerðri hugmyndafræðilegri kreppu þar sem tekist er á um tryggð við sósíalíska hefð annars vegar, þar sem bylting að marxískum hætti er í bakgrunn, og lýðræðislega jafnaðarstefnu hins vegar þar sem markmiðið er að standa vörð um velferðarsamfélagið og efla það með hægfara umbótum. Sú barátta er fyrirfram töpuð því að gömlu „sossarnir“ hafa töglin og hagldirnar í öllum stofnun- um flokksins. F*ær andstæðu hugsjónastefnur, frjálshyggja og marxismi, sem sett hafa svip sinn á þjóðfélagsbaráttu í Evrópu alla síðustu öld^hafa runnið skeið sitt sem þjóðfélagskenningar sem hægt er að stjórna einu ríki eftir. Nútíma velferðarsamfélög hafa tileinkað sér það besta úr báðum áttum. Þar hafa byggst upp samfélög frjálsra einstaklinga þar sem þess er gætt að frelsi eins verði ekki helsi annars. Okostir óhefts frelsis eru löngu ljósir öllum öðrum en sögulausum mönnum. Sama er að segja um ókosti marxísks sameignaskipulags. Flokkum sem byggja á annarri hvorri þessari hefð er því miður aldrei treystandi til þess að varðveita okkar frjálsa velferðarþjóðfélag. Því er okkur hollast að efla þá menn og flokka sem vilja halda í það besta úr báðum þessum kenningum. Pá flokka sem sögu sinnar vegna eru óbundnir frjálshyggju eða marx- isma. Okkar velferðarþjóðfélag verður aldrei fullkomið frekar en önnur mannanna verk og er það alls ekki nú þegar um of hefur hallað á frjálshyggjuvænginn vegna áhrifa Sjálfstæðisflokksins, en það sem við þurfum er að efla til áhrifa umbótasinnaða menn og flokka sem hafna öfgum til hægri og vinstri og hafa það markmið að leiða alla þjóðina til aukinnar hagsældar og gæta þess jafnframt að varðveita menningarlega arfleifð hennar. Verð i lausasölu 30 kr. og 35 kr. um helgar. Áskrift 330 kr.

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.