NT - 22.02.1985, Blaðsíða 2

NT - 22.02.1985, Blaðsíða 2
 Föstudagur 22. febrúar 1985 Sjómannadeilan: Sáttafundurinn stóð í rúman klukkutíma Nýr f undur hefur verið boðaður klukkan 14 í dag ■ Sáttafundur í dcilu sjó- manna og útgerðarmanna í gær varð árangurslaus. Sáttasemjari sleit fundinum. eftir um það bil klukkutíma og höfðu deiluaðil- ar þá þingað hver í sínu horni. Nýr fundur hefur verið boðaður í dag klukkan tvö. Útgerðarmenn afhentusamn- inganefndum sjómanna bréf, þess efnis að samninganefnd LÍÚ mótmælti harðlega þeirri ólögmætu áskorun sem samn- inganefndir sjómanna sendu til áhafna og skipstjóra fiskiskipa um að hætta veiðurn þegar í stað. í sama bréfi vísa útgerðar- menn á bug ásökunum um að þeir hafi hvatt til „undirróðurs og þrýstings" meðal sjómanna. Eftir að sjómenn höfðu fengið bréfið í hendur tjáðu þeir sátta- semjara að þeir óskuðu eftir að fundi væri slitið vegna viðræðna við forsætis- og sj ávarútvegsráð- herra, þar sem þeir skýrðu frá óskum sínum og hvernig málum væri komið í deilunni. Óskar Vigfússon sagði í sam- Kaffimálið: Verðlagn- ing í lagi ■ Verðlagsstofnun telur ekki þörf á að gera athuga- semd við verðlagningu kaffis hér á landi á árunum 1979-1981. Þetta cru niðurstöður rannsóknar, sem stofnunin fram- kvæmdi vegna kaffibauna- málsins fræga. tali við NT að bréf það sem LÍÚ hefði sent sjómönnum skipti ekki neinu máli. Óskar sagði að á fundi þeim sem haldinn var með ráðherrum, hefðu verið rædd þrjú máL aðallega, og hefðu þau verið kostnaðarhlut- deildin, líftryggingarmál og matarkostnaður. Guðjón A. Kristjánsson sagði að deilan væri orðin erfiðari viðfangs eftir það bréf sem LÍÚ lét frá sér fara. „Mér virðist að menn ættu að undirbúa sig undir að taka vetrarfríið sitt fljót- lega.“ „Fundurinn í dag var tíðinda- lítill, fyrir utan það að við sendum samninganefndum sjómanna bréf, og eftir það sleit sáttasemjari fundi,“ sagði Kristján Ragnarsson í samtali við NT í gær. Aðspurður um hvort LIÚ hygði á málsókn á hendur samninganefndum sjómanna svaraði Kristján því til að ekki hefði verið tekin afstaða til þess atriðis, en það yrði gert eftir að sættir næðust í deilunni. Varðandi fund þann sem útgerðarmenn héldu með ráðherrum sagði Kristján að þeir hefðu einungis verið að skýra sitt sjónarmið og hvernig deilan hefði þróast, og hver staða útgerðarinnar væri. Klögumál Ingibjargar og Páls: Listi yfir fréttir Páls íagður f ram! Ingibjörg Hafstað neitar að gefa RLR skýrslu Borgarstjórn: Heimiluð bygging fjölbýlishúss! íbúar hverfisins mótmæla ■ Óánægja ríkir nú, samkvæmt heimildum NT, meðal íbúa Skipholts, Nóatúns og Stangarholts eftir að borgarstjórn samþykkti á fundi sínum í gærkvöld að heimila byggingu 34 íbúða fjölbýlishúss við Stangarholt 3-9. íbúar hverfisins höfðu áður farið fram á við borgar- fulltrúa að afgreiðslu málsins yrði frestað, þar sem teikn- ingu hússins hafði verið breytt síðan íbúum hverfisins var kynnt hún 29. jan. sl. Einn forsvarsmanna íbú- anna, Elísabet Guðmunds- dóttir, sagði í samtali við NT, að afgreiðsla málsins væri fyrir neðan allar hellur og gengið freklega á rétt íbúanna. íbúarnir höfðu stungið upp á að lóðin yrði nýtt undir dagvistarheimili fyrir fötluð börn, enda væri gert ráð fyrir dagvistarstofn- un þar, á skipulagsteikning- um frá 1974. Davíð Oddsson borgar- stjóri, sagði á fundinum í gær, að breytingarnar hefðu verið gerðar í samráði við íbúana, enda væru þær til hagræðingar fyrir þá. Hann sagði að „upphlaup" íbúanna væri einungis til að ala á ágreiningi við borgaryfir- völd. ■ Listi yfír þingfréttir sjónvarps á síðasta ári verð- ur lagður fyrir útvarpsráðs- fund í dag að beiðni út- varpsstjóra. í nóvember síðastliðnum gagnrýndi Ingibjörg Hafstað, útvarps- ráðsmaður Kvennalista, þingfréttaflutning sjón- varpsins, taldi hlutleysis- reglur hafa verið brotnar og fór fram á úttekt á frétt- um þessum. Páll Magnús- son kærði þessa bókun Ingi- bjargar til ríkissaksóknara sem ærumeiðingar og at- vinnuróg. Rannsóknarlögreglan hefur svo kvatt Ingibjörgu á sinn fund til skýrslutöku en hún neitað að hlíta því fyrr en úttekt á þing- fréttunum hefur verið unnin. í samtali við NT sagði Markús Örn Antonsson, útvarpsstjóri, að verið væri að vinna lista yfir þingfréttir frá umreeddu tímabili en hvernig eða hvort staðið yrði að úttekt á þessu máli taldi hann vera mál útvarpsráðs. Þá sagði Markús að yrði slík úttekt unnin væri óeðlilegt að stofnunin ynni liana sjálf heldur yrði að fá utanaðkomandi aðila til þess. Alþingi: Hvað kosta auglýsingarnar? Lausn á allra næstu dðgum - í deilu Jarðborana og Ólafsfjarðar ■ Fyrirspurn til fjármálaráð- herra var lögð fram í sameinuðu þingi í gær frá Svavari Gests- syni, Kjartani Jóhannssyni, Páli Péturssyni, Guðrnundi Einars- syni og Guðrúnu Agnarsdóttur um heildargreiðslur fyrir auglýs- ingar ríkissjóðs. Spurt er hverjar séu heildar- greiðslurnar á árinu 1984 og til janúarloka 1985 og beðið um sundurliðun eftir mánuðum og hvaða fjölmiðlar hafa fengið þessar greiðslur. Óskað er eftir skriflegu svari fjármálaráð- herra. ■ Ágreiningur Jaröbor- ana ríkisins og Ólafsfjarö- arbæjar um rúmlega 3 millj- óna króna skuld vegna jarð- borana á árinu 1982 verður til lykta leiddur einhvern næstu daga, að því er Sverr- ir Hermannsson, iðnaðar- ráðherra, tjáði NT í gær. Sverrir sagði, að hann og Albert Guðmundsson, fjár- málaráðherra, væru að reyna að finna lausn á málinu. Það væri ljóst, að Jarðboranir þyrftu á peningum sínum að halda, þar sem þær hefðu verið á hausnum undanfarin ár, en Ólafsfjarðarkaupstaður ætti líka kröfu á sanngirni í máli þessu. Að slá köttinn úr tunnunni ts*s- Eru það bændur eða sauðkindin ■ Sauðfjárböðun, kláði og lús voru meðal umræðuefna á Búnaðarþingi í gærdag og risu nokkrir úr sætum til þess að tjá sig um þetta þjóð- þriðfamál. Ekki voru allir á eitt sáttir hvernig losna skyldi við óværu þessa en allir sam- mála um að þarna þyrfti stórátak til. Eða eins og einn fulltrúanna orðaði það: „Það ættu allir bændur að vera sammála um það að losa sig við þetta', - smá þögn. „Eða öllu heldur að losa sauðféð við óværuna." Og hlátrasköll heyrðust. £r þetta nú allt og sumt, bara einn af litlu vinunum hans Alberts „Yanke go home...“ ■ Herstöðvaandstæðingar hafa nú um áratuga skeið bisað við að koma amerísk- um her af íslenskri grund við misjafnar undirtektir. Víðast um land hefur þó mátt finna einhverjar sálir sem ótrauðir hafa tekið undir þennan þjóðholla málstað, nerna þá á Suðurnesjunum. Eða svo er sagt. Þar hefur þjóðtrúin lengi haldið að afar fáa og suniir segja jafnvel engan alvöru herstöðvaandstæðing sé að finna. Enda annarhver kjaft- ur í hermanginu og þykir ekki maður að minni fyrir vikið. Það var því ekki laust við beyg í huga formanns Samtaka herstöðvaandstæð- ina, Árna Hjartarsonar,þeg- ar hann hélt á kappræðufund þar sem hann og Heimdell- ingurinn Sigurbjörn Magnús- son áttu að etja kappi saman um her eða ekki her í Fjöl- braut Suðurnesja í Keflavík! En öðru vísi mér áður brá. Nemendur röðuðu sér á fremstu bekki eins og grimm- ir hundar útlærðir í um- ræðuefninu tilbúnir að rífa helvítið í sig. Nei ekki Árna, heldur Sigurbjörn sem varla komst áfram í svörum sínum eða framsöguræðum sínum fyrir harðsnúnu liði sem skaut endalaust að - af- hverju segirðu það, - og hvað þá með ...- en hvers vegna .. Á meðan sat erkikomminn Árni Hjartarson og skemmti sér konunglega en lét efni- lega Suðurnesjaæskuna sjá um slátrun á helstefnunni og hermangshugmyndafræð- inni. Svo þarf náttúrlega ekki að spyrja hvernig atkvæða- greiðsla í lok fundar fór...

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.