NT - 22.02.1985, Blaðsíða 4
Föstudagur 22. febrúar 1985
Skák
■ Bent Larsen er heilum vinn-
ingi á undan næsta manni þeg-
ar 8 umferðir hafa verið
tefldar. I gærkvöldi vann hann
stigahæsta mann mótsins,
Arthur Jusupov ótrúlega auð-
veldlega. í kvöld mætir hann
Boris Spasský og hefur svart
og hvað gerist þá? Vinni
Spasský nær hann Larsen að
vinningum, en verði jafntefli
niðurstaðan stendur Larsen
geysilega vel að vígi, að ekki sé
talað um ef hann vinnur. Það
hefur hins vegar verið sagt um
Larsen að hann kunni ekki að
tefla til jafnteflis og að líkum
lætur brennur hann í skinninu
og hugsar gott til góðarinnar
að mæta Spasský og berjast til
síðasta manns. Ef að líkum
lætur verður þetta skák
mótsins.
Spasský er farinn að brýna
vopnin, það sýndi skák hans
við Jóhann Hjartarson, sem
heimsmeistarinn vann með
svörtu án þess að Jóhann næði
nokkurn tíma að sína tenn-
urnar. Ef það segir lesendum
eitthvað þá tefldu þeir Kata-
lónska byrjun sem fékk
snemma yfirbragð hollenskrar
varnar. „Botvinnik tefldi ein-
hvern tíma við bandarískan
meistara í þessum anda," sagði
Ingvar Ásmundsson er hann
fór yfir skákina í skýringasaln-
um og þegar hann var spurður
hvort Botvinnik væri ekki fyrir
löngu orðinn úreltur sagði
Ingvar að klassísk verk yrðu
aldrei úrelt. Það falla mörg
sannleikskornin á Hótel Loft-
leiðum þessa dagana.
Karl Þorsteins og Van der
Úrslit 8. umferðar
Bent Larsen - Jusupov 1:0
Jóhann - Spasský 0:1
Karl - Van der Wiel 0:1
Margeir - Jón L. bið
Helgi-Hort Vi: Vi
Hansen - Guðmundur bið
Allar biðskákirnar úr 7. um-
ferðinni enduðu með jafntefli
Staðan eftir 8 umferðir er þá
þannig.
1. Bent Larsen 6 Vi
2. Spasský 5 Vi
4. Margeir 4 Vi+ biðskák
4. Van der Wiel 4 Vi
5. Guðmundur 4 + biðskák
6. Jusupov 4
7. -8. Helgi, Hort 3 Vi
9.-10. Jóhann, Karl 3
11. Jón L. IVi + biðskák
12. Curt Hansen 1 Vi
Wiel tefldu flókna og skrítna
skák, þarsem Hollendingurinn
fórnaði snemma manni, en
fékk í staðinn mikinn peða-
múr. Lengi virtist Karl hafa
vænlegt tafl, þótt erfitt væri að
meta stöðuna, en lengi vonuð-
ust menn eftir að Karl næði að
gefa manninn til baka á réttu
augnabliki fyrir peð og halda
stöðunni, jafnvel fá vinnings-
stöðu. En svo fór ekki, peðin
urðu ekki stöðvuð og eftir að
Karl hafði hugsað um liríð um
biðleik ákvað hann að gefa
skákina án þess að tefla hana
áfram.
Margeir og Jón L. tefldu
baráttuskák og biðstaðan sýn-
ist gjörunninn fyrir Margeir,
sem hefur tveim peðum yfir í
hróksendatafli. Þar með á
Margeir enn von um stórmeist-
araáfangann, en hann á erfitt
prógamm eftir, Hort, Van der
Wiel og Jusupov.
Guðmundur Sigurjónsson á
erfiða biðstöðu gegn neðsta
manni mótsins, Curt Hansen.
Helgi og Hort reyndu báðir að
vinna, en hvorugur náði að
brjóta varnir hins á bak aftur.
9. umferð verður tefld í
kvöld. Þá eigast við Spasský og
Larsen eins og fyrr sagði, Van
der Wiel og Helgi, Hort og
Margeir, Jón L. og Curt
Hansen, Guðmundur og
Jóhann og Jusupov og Karl
Þorsteins.
Hvítt: Bent Larsen
Svart: Artur Jusupov
Enskur leikur
1. c4 Rf6
2. Rc3 c5
3. g3 e6
4. RI3 d5
5. cxd5 Rxd5
6. Bg2 Rc6
7. 0-0 Be7
8. Rxd5 exd5
9. d4 0-0
10. dxc5 Bxc5
11. Bg5f6
12. Bd2
(Larsen hefur valið rólegt
afbrigði af Tarrasch-vörninni
sem hefur þann ágæta kost að
vera afar sjaldséð. Jusupov
eins og aðrir ungir Sovétmenn
þekkir vel til þess allra nýjasta
í byrjunarfræðunum.)
12. .. Be6
(Skarpara er 12. - Bf5 ásamt
- Be4 við tækifæri.)
13. e3 d4?
(Svartur hyggst losa um sig
en þessi leikur gerir honum í
raun afar erfitt fyrir. Línur opn-
ast hvítum í hag vegna þess að
hann er á undan í liðsskipan.
Jusupov hefur sennilega viljað
hindra Bd2-c3 ásamt Rd4, en
þannig vann Bent Norðmann-
inn efnilega Simen Agdestein
á svæðamótinu í Gausdal á
dögunum.)
14. exd4 Rxd4
15. Be3 Rxf3t
16. DxO Db6
17. Hfel! Bxe3
18. Dxe3 Dxe3
19. Hxe3 Kf7
20. b3!
(En ekki 20. Bxb7? Hab8 og
svartur heldur sínu. Svörtum
gefst kostur á að koma valdi á
b7-peðið en það reynist ekki
eins auðvelt og ætla mætti.)
20. .. Hae8
21. Hael
11111 DllllIIDIl
llilll lllllllé ■li
11 lllHIHi.111
11111 1111 HHIIiill
1111A lllffl IOI 01
A 11 101 illB
1111 1111 llflll n
■ Róbert Harðarson spáir í stöðuna í skák Karls og Van der
Wiel.
21. .. Bd7
(Eftir 21. - b6 vinnur hvítur
á athyglisverðan hátt: 22.
Hxe6! Hxe6 23. Bd5 He8 24.
f4 f5 25. g4! g6 26. g5. Svartur
verður að leika hróknum á e8
fram og til baka en hvítur stillir
sínum hrók uppá e5 og leikur
síðan kóngnum yfir á drottn-
ingarvæng. Þá eru örlög svarts
ráðin.)
22. Bd5t Kg6
23. Bxb7 Hxe3
24. Hxe3 Hb8
25. Ba6 Hb6
26. Bc4 a5
27. a4 Hd6
28. KH Hd2
29. Hel Hd4
30 Hd3!
(Eftir hrókakaupin ' vinnur
hvítur auðveldlega á umfram-
peðinu.)
30. ..Bxd3
(En ekki 30. - He4t 31. Kd2
Bxa4 32. Bd5!og hvíturvinnur
mann.)
31. Bxd3t Kf7
32. Kd2 h6
33. Kc3 Ke6
34. b4 Bxa4
35. bxa5 Kd6
36. Kc4 Bc6
37. a6
- Jusupov gafst upp. Eftir 37.
Kd4 og - Be4 er björninn
unninn. Lokin minna á 5. ein-
vígisskák Fischers og Larsens í
Denver 1971 en þar sat Larsen
vitlausu megin í biskupaenda-
tafli þar sem framsækið a - peð
snillingsins réði úrslitum.
Skýringar Helgi Ólafsson
Röð Vinn 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 11 12
1 Karl Þorsteins 3 v • 1/2 0 1 0 1/2 1/2 0 1/2
2 Helgi Ólafsson 3V2 v. 1/2 • 0 1/2 1/2 1/2 1/2 1/2 1/2
3 MargeirPétursson 41/2+b 1 1 • 1 0 Bið 1/2 0 1
4 CurtHansen 11/2+b 0 1/2 0 • Bið 1/2 0 0
5 Guðm. Sigurjónsson 4 v +b 1 1/2 1 Bið • 0 1/2 1/2 1/2
6 Jón L. Árnason 21/2+b 1/2 1/2 Bið • 1/2 1/2 1/2 0 0
7 V. Hort 31/2 1/2 1/2 1/2 • 1/2 0 1/2 1/2 1/2
8 Van derWiel 41/2 V. 1 1 1/2 1/2 • 1 1/2 0 0
9 Jusupov 4 1/2 1/2 1/2 1 0 • 1/2 0 1
10 B.Spasský 51/2 1/2 1 1/2 1 1/2 1/2 1/2 • 1
11 Bent Larsen 61/2 1/2 1 1 1/2 1 1/2 1 •
12 Jóhann Hjartarson 3 1/2 1/2 0 1/2 1/2 1 0 0 •
■ Hvítt: Margeir Pétursson.
Svart: Jón L. Arnason.
Svartur lék biðleik.
Hvítt: Curt Hansen.
Svart: Guðmundur Sigurjóns-
son.
Hvítur lék biðleik.
■ Bent Larsen. Tryggir hann sér sigurinn í kvöld?
NT-mynd: Sverrir
■ Alvöruþrungnir áhorfendur rýna í stöðurnar.
8. umferð afmælismóts Skáksambandsins
Klassí k verdur aldrei úrelt