NT - 22.02.1985, Blaðsíða 21

NT - 22.02.1985, Blaðsíða 21
Útlönd Hætta Kínverjar við kjarnorkuáætlanir? ■ Vestræn fyrirtæki í kjarn- orkuiðnaði hafa nú miklar áhyggjur af því að Kínverjar hætti við byggingu fjðlda kjarn- orkuvera á næstu árum. Kínverski hagfræðingurinn Yang Haiqun, sem starfar hjá áætlunarnefnd Efnahagsstofn- unar ríkisins í Kína, hefur lýst andstöðu við miklar fjárfesting- ar í kjarorkuverum á næstu árum í grein sem var birt í kínverska hagfræðitímaritinu Efnahagur heimsins. Yang vill að Kínverjar leggi meiri áherslu á endurnýjanlegar orkulindir í langtímaáætlunum á sviði orku- mála frekar en kjarnorku sem sé efnahagslega óhagkvæm og hafi í för með sér hættu fyrir urn- hverfið. Hann vitnar m.a. í upplýsingar frá vestrænum iðn- ríkjum um kostnað vegna kjarn- orkuvera og mikinn samdrátt í kjarnorkuiðnaði á Vesturlönd- um máli sínu til stuðnings. Yang Haiqun kemst að þeirri niðurstöðu að vafasamt sé að byggja rnikið af kjarnorkuver- urn í Kína bæði vegna efnahags- og umhverfisástæðna að svo komnu máli. Birting greinar Yang í virtu kínversku hagfræðitímariti þyk- ir benda til þess að hann sé ekki einn um andstöðuna við öra uppbyggingu kjarnorkuiðnaðar í Kína. Vestræn fyrirtæki í kjarnorkuiðnaði höfðu vonast til stórra samninga um byggingu fjölda kjarnorkuvera í Kína á næstu árum og áratugum. En nú óttast þau að kínversk stjórn- völd muni hætta við að gera kjarnorku að einni mikilvæg- ustu orkulind landsins. Indland: Herferð gegn skæru- liðum í Manipur-ríki Nýja Dclhi-Reuter ■ lndverskar öryggissveitir hafa fellt níutíu skæruliða og sært 17 að undanförnu í herferð stjórnarhersins gegn aðskilnað- arsinnum í Manipur-ríki á Norð- austur-lndlandi. Forsætisráðherrann í Manip- ur, Rishang Keishing, skýrði löggjafarþinginu í Manipur einnig frá því í gær að 24 óbreyttir borgarar hefðu fallið í átökum stjórnarhersins við skæruliða að undanförnu. Hann gaf ekki upp neinar tölur yfir mannfall í liði stjórnarinnar. Fyrr í þessari viku skutu skæru- liðar 15 stjórnarhermenn til dauða í Manipur. Að sögn ind- versku fréttastofunnar PTI til- heyrðu skæruliðarnir samtökum Þjóðlega sósíalistaráðs Naga- lands. Mörg þúsund indverskir her- menn taka þátt í herferð stjórn- arinnar gegn skæruliðum sem berjast fyrir sjálfstæði norðaust- urhéraða Indlands. Heinesen fékk Sonning- verðlaunin ■ Kaupmannahafnarháskóli úthlutaði í gær færeyska rithöf- undinum William Heinesen, Sonningverðlaununum 1985. Verðlaunin nema 750.000 kr. Símamynd-POLFOTO Föstudagur 22. febrúar 1985 ■ Það mætti halda að þessi mynd kæmi úr banda- rísku kvikmyndinni Stjömu- stríð. Svo er samt ekki held- ur er hún af nýjum hjálmi franskra brunaliðsmanna í París. Brunaliðsmaður með gamla hjálminn sést í baksýn. Símamynd-POLFOTO Líbýskt dagblað: Líbýa vopni þýska borg- arskæruliða Bonn-Reuter ■ í leiðara líbýska dagblaðsins A1 Sahf A1 Akhdar fyrr í þessari viku er lagt til að Líbýumenn vopni og þjálfi vestur-þýska borgarskæruliða í skæruliða- samtökunum „Rauðu herdeild- unum“. í leiðaranum var einnig lagt til aðírska lýðveldishernum verði veittur svipaður stuðning- ur. Vestur-þýsk stjórnvöld eru æf yfir þeini hótunum sem þeir telja að felist í leiðara blaðsins. Talsmaður vestur-þýska utan- ríkisráðuneytisins sagði á blaða- mannafundi: „Við niunum gera það Ijóst í Líbýu að það er ekki hægt að hegða sér á þennan hátt gagnvart öðrum ríkjum og halda áfram góðurn tengslum við þau." Rökstuðningur líbýska leið- arahöfundarins fyrir því að Lí- býumenn ættu að styðja þýsku og írsku skæruliðanna var m.a. að í Vestur-Þýskalandi og Bret- landi væri að finna óvini Gadd- afis Líbýuleiðtoga. 21 El Salvador: Sambíuforseti í Finnlandi ■ Kenneth Kaunda forseti Sambíu er um þessar mundir í opinberri heimsókn í Finnlandi. Hann hefur að undanförnu verið í hcimsókn á hinuni Norðurlöndunuin. Þegar hann sótti Svía heim fordæindi hann stefnu Bandaríkjamanna í málefnum Suður-Afríku en lofaði stefnu Svía sein settu viðskiptahann á landið 1979. Þeir hertu enn viðskiptabann sitt á Suður-Afríku með samþykki nýrra laga á þriðjudaginn s.l. Mynd þessi var tekin í gær og sýnir Kaunda (í.m.) ásamt utanríkisráðherra Finna, Paavo Væyrynen (t.v.) Símamynd: Polfoto 17 féllu í bardögum San Salvador: ■ 17 létust í bardögum skæru- liða og hermanna í El Salvador á miðvikudag. Talsmenn skæruliða sögðu að 10 hermenn hefðu fallið í átök- um um þjóðveginn milli II- obasco og Sensuntepeque, 45 km norður af San Salvador. Talsmenn hersins sögðu að 8 hermenn hafi fallið og fimm skæruliðar, en hermennirnir voru studdir af A-37 herþotum í bardögunum. Fyrr um daginn féll einn her- maður þjóðvarðliðsins og sex særðust er hermenn réðust á 100 skæruliða á þjóðvegi um 16 km frá San Salvador. Skæruliðar felldu einnig 3 lög- reglumenn og særðu fjölmarga til viðbótar í árás á löerealubíl í miðborg San Salvador á mið- vikudagskvöld. Talsmaður hersins sagði að árásin á lögreglubílinn hafi ver- ið djarfasta árás skæruliða í meira en ár. Vestur-Þýskaland: Auðjöfur f relsast Fjárfestir milljónir marka í rödd guðs Wiirzburg-Reuter ■ Vestur-þýski milljónamær- ingurinn Jens von Bandemer ■hefur ákveðið að selja fjöl- skyldufyrirtækið, Knorr Bremse, sem er eitt af elstu verkfræðifyrirtækjum Þýska- lands, og fjárfesta milljónir marka í kristnum sértrúarsöfn- uði sem lítur á vestur-þýsku húsmóðurina Gabrielle Wittek sem spámann sinn. Fyrrverandi samstarfsmenn Bandemers, sem nú er 48 ára, segjast efast um andlegt heil- brigði hans en sjálfur segist hann ekki í nokkrum vafa um að hann hafi tekið rétta ákvörð- un. í viðtali við Reuterfréttastof- una sagði Bandemer að hann væri sannfærður um að þjóðfé- lag frjálsa framtaksins, sem ein- kennist af efnishyggju og eigin- girni, sé orsökin fyrir vandamál- um heimsins. Bandemer segist ætla að fjár- festa sjö til tólf milljónir þýskra marka (um 80 til 150 milljón ísl. kr.) í því að koma upp söfnuði í Wúrzburg. Þar hyggist hann koma upp alls konar smáiðnaði, barnaheimilum og heilsugæslu- stöðvum sem söfnuðurinn reki. Svipuðum söfnuðum verði síðar komið upp í öðrum þýskum borgum. Söfnuðurinn sem vann trú- artraust Jens von Bandemer er kallaður „Heimholungswerk Jusu Christi" og var stofnaður á miðjum áttunda áratugnum af vestur-þýsku húsmóðurinni Ga- brielle Wittek. Wittek, sem er 50 ára, segist tala beint við guð föður almáttugan. Hún segist hafa orðið fyrir fyrstu dulrænu reynslu sinni þegar hún var tíu og tólf ára gömul. Knorr Brems, sem Bandemer hyggst selja, er stærsti fram- Ieiðandinn í Evrópu loftbremsa fyrir lestir. Fyrirtækið selur að jafnaði vörur og þjónustu fyrir um 1,3 milljarða dollara á ári (rúml. 15 milljarða ísL kr.). Bandemer ræður yfir 99% af öllu hlutafénu í fyrirtækinu. Hann segist gera sér grein fyrir því að margir af viðskiptavinum Knorr Brems starfi við vopna- framleiðslu sem hann vilji ekki eiga neina aðild að. Bandemer er giftur og á þrjú börn á táningaaldri. Hvorki eig- inkona hans né börn hafa tekið upp hina nýju trú heimilisföður- ins sem segist munu tryggja þeim sömu lífsþægindi og áður þótt hann muni sjálfur taka upp einfalt kristilegt líferni í sam- ræmi við kenningar Krists. írland: Loksins fá ó- giftir smokka Dublin-Reuler ■ írska þingið samþykkti með naumum meirihluta í fyrrakvöld ný lög sem gefa almenningi frjálsan aðgang að getnaðarverjum. Lögin voru samþykkt með 83 atkvæðum gegn 80. Fjórir þingmenn í stjórnarflokkun- um greiddu atkvæði gegn frumvarpinu sem var stjórn- arfrumvarp og hafa því verið reknir úr flokkum sínum. Samkvæmt hinum nýju lögum fá allir sem eru orðnir 18 ára leyfi til að kaupa getnaðarverjur án tillits til þess hvort þeir séu giftir. Samkvæmt þeim lögum, sem áður voru í gildi, gátu aðeins hjón fengið að kaupa getnað- arverjur og þá aðeins ef þau höfðu tilvísun frá lækni. Samþykkt laganna er talin mikill ósigur fyrir kaþólsku kirkjuna á írlandi sem barð- ist hatrammlega gegn þeim.

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.