NT - 22.02.1985, Blaðsíða 20
m
Sovétmenn leyfa
kjarnorkueftirlit
Moskva-Kcuter
■ Sovétmenn undirrituðu
í gær samkomulag sem
heimilar Alþjóðakjarnorku-
stofnuninni (IAEA) að
kanna kjarnorkuver í Sov-
étríkjunum. Þetta er í fyrsta
skiptið sem Sovétmcnn
leyfa alþjóðlegt eftirlit með
kjarnorkuverum sínum.
Markmiö eftirlitsins er fyrst
og fremst að tryggja aö geisla-
virkur úrgangur úr kjarnorku-
verum sé ekki notaður til fram-
lciðslu á kjarnavopnunt. I5ví er
fyrst og fremst ætlað að koma í
vcg fyrir að fleiri ríki geti komið
sér upp kjarnorkuvopnunt.
Sovétmenr hafa látið Al-
þjóðakjarnorkustofnunina fá
lista yfir kjarnorkuver sem þeir
heimila eftirlitsferðir til. Sá listi
er samt ekki sagður ná yfir
nýjustu og fullkomnustu kjarn-
orkuver þeirra. Það er talið að
Sovétmenn hafi undirritað þetta
samkomulag núna til að sýna
hvað þeir leggja mikla áherslu á
samkomulag um takntörkun
kjarnorkuvígvæðingar nú þegar
mánuöur er þar til afvopnunar-
viðræður Bandaríkjamanna og
Sovétmanna hefjast að nýju í
Genf.
Kínverjar eru nú eina kjarn-
orkuveldið sem hefur ekki enn
fallist á alþjóðlegt eftirlit með
kjarnorkuveruin sem þeir
hyggjast byggja á næstunni.
22. febrúar 1985 20
■ Sovétmcnn undirrituðu í gær samning í Alþjóðakjarnorkustofn-
uninni í Vín. Samningurinn heimilar cftirlit fulltrúa stofnunarinnar
mcð fjölda kjarnorkustöðva í Sovctríkjunum. Talið er að með þessu
vilji Sovétmenn auðvelda afvopnunarviðræðurnar í Genf milli
Bandaríkjamanna og Sovétmanna sem munu eiga sér stað 12. mars
n.k. Myndin var tckin í gxr við undirritun samningsins en á henni
eru André Michailowitsch Petrosyants (t.v.), formaður sendincfnd-
ar Sovétmanna og Hans Blix (t.h.) framkvæmdastjóri Alþjóða-
kjarnorkustofnunarinnar. siinamvnd-i'oitOTO
Mannréttindanefnd SÞ:
Ógnvekjandi
skálmöld í
Guatemala
Genf-Reuter
■ Ofbeldi og hvarf
manna er enn „ógnvckj-
andi algengt fyrirbæri" í
Guatemala, segir í skýrslu
frá mannréttindanefnd
Sameinuðu þjóðanna sem
birt var í gær.
„Fjöldi dæma er þekkt-
ur um morð, brot á mann-
réttindum, mannrán og
pyntingar,“ segir í skýrsl-
unni.
í fjölda ferða rannsak-
enda á vegum mannrétt-
indanefndarinnar var
gögnum safnað sem sýna
að meðlimir stjórnmála-
flokka, verkalýðsfélaga og
stúdentahreyfinga eru
beittir ofbeldi og er í
skýrslunni krafist að hinir
seku verði dæmdir.
„Þrátt fyrir að engar töl-
fræðilegar upplýsingar séu
til urn brot á mannréttind-
um er Ijóst að lögreglu-
menn eru einnig meðsekir
í mannránum og
glæpum,“ sagði Viscount
Colville fyrrverandi full-
trúi Breta á nefndinni.
Sex vikna ársfundur
mannréttindanefndarinn-
ar stendur nú yfir og hefur
einn vinnuhópurinn fullyrt
að 1671 hafi horfið í Gu-
atemala en stjórnvöld hafi
aðeins svarað fyrirspurn-
um um 26 manns.
Pakistan:
800 enn í haldi
- handteknir fyrir þingkosningar
■ Zia-UI-Haq hershöfðingi handsam-
aði yfir K00 stjórnarandstæðinga sem
hann taldi að gætu haft „skaðleg" áhrif
á þing- og sveitarstjórnarkosningar sem
fram fóru í landinu á mánudag. Kólkið
er enn í haldi, þar á meðal nánast allir
leiðtogar fylkingar stjórnarandslöðu-
flokka.
Ivlamabad, Pakistan-Reuter
■ Lögreglan handtók
meira en 800 manns sem
sagöir voru líklegir til aö
trufla þingkosningarnar og
sveitarstjórnarkosningarnar
sem fram fóru á mánudag.
Fólkið var enn í haldi í gær
samkvæmt upplýsingum
embættismanna.
Þeir sögðu að stjórnmála-
menn, virkir félagar í ýmsum
stjórnmálaflokkum og fólk talið
líklegt til vandræða hefði verið
í haldi síðan í janúar. Fólkið var
handsamað í öðrum umfangs-
mestu handtökuaðgerðum
stjórnar landsins síðan Zia-UI-
Haq hrifsaði völdin 1977.
Stjórnarandstæðingar og
samtök þeirra hvöttu fólk til að
Fá leyfi til veiðafá
ísnum á Eyrarsundi
taka ekki þátt í kosningunum.
Asghar Khan, eini leiðtogi
fylkingar 11 stjórnarandstöðu-
flokka sem ekki var fangelsað-
ur, krafðist þess í gær að fangar
sem hafa verið handteknir af
pólitískum eða trúarlegum
ástæðum verði látnir lausir.
Stjórnarandstæðingar telja að
mun fleiri en 800 hafi verið
handteknir
Nicaragua:
París:
Borg
gleðinnar
er borg
glæpa
París-Reuter
■ París hefur verið
nefnd niesta glæpaborg
Vesturlanda í kjölfar
skýrslu sem frönsk trygg-
ingarfélög létu frá sér fara
í gær-
Parísarbúar eru hér um
bil tvisvar sinnum oftar
rændir og á þá ráðist en
íbúa New York. Rán og
ofbeldisárásir á fólk eru
átta sinnum algengari í
París en Tokyo segir í
skýrslu Upplýsingastofn-
unar samtaka franskra
tryggingarfélaga.
I skýrslunni er gerður
samanburðurá lóborgum
og kemur fram að í París
voru skráðir 186 glæpir á
hverja 1000 íbúa árið
1983, en „aðeins“ 97 í
New York, 89 í London
og 23 í Tokyo.
Aðeins er tekið tillit til
skráðra glæpa í skýrslunni
og eru glæpirnir allt frá
bílstuldum til morða.
íbúar Frankfurt, Kaup-
mannahafnar og Amster-
dam fylgja fast á hæla
Parísarbúa í glæpastarf-
semi með hlutföllin 168,
159 og 156 glæpi á hverja
1000 íbúa.
Á árinu 1982 voru inn- -
brot tíðust í París sam-
kvæmt samanburðarrann-
sókninni sem er hin fyrsta
sinnar tegundar.
Innrás USA
yfirvofandi?
■ Lögreglan í Helsingör hefur afmarkað ákveðna staði þar sem örfáum fiskimönnum er heimilt að
veiða í gegnum ísinn á Eyrarsundi. Bátar fiskimannanna sitja fastir í ísnum. símamjnd polfoto
Breska kolaverkfallið:
Samningar útilokaðir
Verkfailið nálgast annað árið
■ Samband breskra kolanámumanna ákvað í gær aö
halda verkfalli námumanna áfram og þykir Ijóst að
verkfallið muni ná því aö standa á annaö ár.
Eftir að Margrét Thatcher lýsti yfir á þriöjudag aö
námumenn yrðu að ganga aö skilyrðum stjórnar námanna
viröast samningaviöræöur útilokaöar í bráð. Thatcher
sagöi aö námumenn yröu skilyröislaust að fallast á aö ræða
lokun „óhagkvæmra“ náma.
Norman Willis og breska Al-
þýðusambandið (TUC) lagði
fram málamiðlun sent hvorugur
deiluaðili gat fallist á, þ.e.
námumenn andspænis stjórn
námanna og stjórn Thatchers.
Leiðtogar Sambands nániu-
manna höfnuðu í gær málamiðl-
unartillögu sem talsmenn Al-
þýðusambandsins sögðu þá
bestu sem komið hefur frá
stjórn námanna. Námumenn
sögðu að engar tilslakanir varð-
andi lokun náma væri að finna í
tillögunni. Afstaða Sambands
námumanna var samþykkt á
fundi þar sem yfir 100 fulltrúar
félaga námumanna voru saman-
komnir.
Ríkisstjórnin lýsti einnig yfir
að hún væri tilbúin til frekari
átaka. Orkumálaráðherrann,
Peter Walker, sagði að viðræður
yrðu ekki í bráð og hvatti nániu-
ntenn til verkfallsbrota.
Reuler o.fl.
Managua-Reuter
■ Nicaraguamenn hafa
flutt herlið, skriðdreka og
stórskotalið að landamær-
um Honduras til að verjast
hugsanlegri innrás frá
Hondúras undir stjórn
Bandaríkjamanna.
Nicaraguamenn óttast
mjög innrás í kjölfar sam-
eiginlegra heræfinga
Bandaríkjanna og Hondúr-
as sem nú eru í undirbún-
ingi og munu standa í þrjá
mánuði. Nicaraguamenn
segja að æfingarnar séu
aðeins undirbúningsæfing-
ar fyrir innrás Bandaríkja-
inanna.
Urn 15.000 skæruliðar sem
njóta stuðntngs Bandaríkja-
manna hafa bækistöðvar í
Hondúras og Kosta Ríka.
Skæruliðarnir hafa einbeitt sér
að efnahagslega mikilvægum
skotmörkum og að því að vinna
skemmdarverk á uppskeru
bænda. Talsmenn stjórnar Nic-
aragua hafa sagt að hafnir séu
flutningar á bændum frá við-
kvæmum svæðum.
Talsmenn Bandaríkjastjórn-
ar segja að Nicaraguantenn
flytji nú um 20.000 hermenn að
landamærunum, eða um þriðj-
ung hers landsins. Þeir segja
einnig að það sé verið að flytja
um 6000 bændur frá landamæra-
svæðunum. Bandaríkjamenn
telja að Nicaraguamenn undir-
búi stórsókn á hendur skærulið-
um.
Grikkland:
Ritstjóri
skotinn
Aþena-Rcutcr
Itgefandi hægrisinn-
jkurits í Grikklandi
;otinn til bana í gær
[Stjóri hans særðist
>a í skotárás sem
gentigðr á hifreið þeirra í
miðBorg Aþenu.
Ekki er vitað hverjir
framkvæmdu árásina, en
útgefandinn, Nicos Mom-
feratos, var skotinn úr bíl
sem haföi elt bifreið hans
þar sem henni var ekið frá
aðalskrifstofum vikurits-
ins, Daily Apoghcvmat-
ini. Rit þetta er eitt helsta
rit stjórnarandstöðu hægri-
manna í Grikklandi.