NT - 22.02.1985, Blaðsíða 11

NT - 22.02.1985, Blaðsíða 11
Föstudagur 22. febrúar 1985 11 Jón Stefán Rafnsson tannlæknir ■ Frumbyggjarnir á Nýja-Sjálandi, sem eiga í útistöðum við bresku nýlenduherrana. Tónabíó: Orrustur meðal andfætlinganna Hefndin (Utu). Nýja-Sjáland 1983. Handrit: Geoff Murphy og Keith Aberdein. Leikendur Anzac Wallace, Wi Kuki Kaa, Bruno Lawrence, Kelly Johnson, Tim Elliott, Tania Bristowe, Merata Mita, Faenza Reuben. Leikstjóri: Geoff Murphy. ■ Breskir nýlenduherrar áttu í blóðugum erjum við frum- byggja Nýja-Sjálands árið 1870. Frumbyggjarnir voru nefnilega ekki alveg sáttir við alla þessa landræningja, sem komu utan af hafi og settust að á jörðum þeirra. Slíkarerjurog súkúgun, sem þeim fylgja eru svartur blettur á samvisku „siðmennt- aðra1' manna, og markmið Geoffs. Murphy með þessari mynd virðist hafa verið að reyna að varpa einhverju ljósi á at- burði þessa. Mun Utu vera fyrsta kvikmyndin, sem Nýsjál- endingar gera um baráttu frum- byggjanna og hvíta mannsins. Það verður að segjast eins og er, að Geoff Murphy hefur að miklu leyti mistekist að byggja þá brú á milli menningar Maorí- anna (frumbyggjanna) og menningar hvítu herranna, sem hann ætlaði sér. Áhorfandinn er engu nær um menningu þess fólks, sem byggt hafði eyjarnar um langan aldur áður en sá bleiki mætti á staðinn, þegar hann gengur út af myndinni. í mesta lagi tautar hann fyrir munni sér, að Maoríarnir séu bara hinir mestu villimenn, sem drepi bara og drepi, og er þess vegna sammála hvíta ofurstan- um, sem er að berjast við þá. Slíkar hugsanir eru guðlast á okkar upplýstu tímum, en áhorfandinn getur þá huggað sig við það, að hvíti maðurinn er alveg eins. Það var meira að segja hann, sem átti upphafið að blóðbaðinu, sem fram fór út alla myndina. Geoff Murphy gerir sem sé þá reginvitleysu að byggja mynd sína upp á endalausum skotbar- dögum og öðrum bardögum, ásamt eltingaleikjum tilheyr- andi. Lítil sem engin tilraun er gerð til þess að greina vanda- málið, sem var uppsprettan að öllum hörmungunum. I mynd- ina vantar alla dýpt, og fyrir okkur sem þekkjum ekki sögu Nýja-Sjálands, lítur myndin aðeins út eins og yfirfærður og yfirborðslegur vestri, þar sem Maoríar koma í stað indíána og breskir séntilmenn í stað kúrek- anna. Þrátt fyrir alla gallana, sem skrifa má á reikning lítt undirbú- ins og úthugsaðs handrits, er myndin engu að síður ágætis skemmtun, ef mönnum finnst á annað borð gaman að horfa á eltingaleiki og manndráp. Ekki sakar það svo, að landslagið á Nýja-Sjálandi er. alveg sérstak- lega fallegt. Svo eru leikararnir mjög svo frambærilegir og tæknivinna sömuleiðis. En í þessu tilfelli er það ekki nóg til þess að skapa eftirminnilegt verk. Engu að síður er ástæða til að hvetja fólk til að sjá myndina, þar sem það er ekki á hverjum degi,sem mynd frá Nýja-Sjálandi rekur á fjörur okkar. Og sennilega verður langt að bíða næstu myndar. Guölaugur Bergmundsson Kveðja frá Rótarý- klúbbnum Reykjavík - Breiðholt Rotarýklúbburinn Reykja- vík-Breiðholt var stofnaður í desember árið 1983. Einn af stofnfélögunum var Jón Stefán Rafnsson, tannlæknir, sem til moldar er borinn í dag aðeins liðlega 38 ára að aldri. Rótarýhreyfingin hefur það að meginmarkmiði að efla persónuþroska félaga sinna til bættrar samfélagsþjónustu. Því veljast gjarnan í hreyfinguna félagslega sinnaðir atorku- menn. Jón Stefán Rafnsson var einn þeirra. Auk þess að sinna fullu starfi sem heimilisfaðir og tannlæknir var hann, svo dæmi séu tekin, í stjórn Tannlækna- félags íslands og átti að auki sæti í stjórn lífeyrissjóðs tann- lækna og sat í lyfjanefnd á vegum sama félags. Ennfremur var hann í fjáröflunarnefnd kirkjunnar í Seljasókn og mjög virkur félagi í Rótarýklúbbnum Reykjavík-Breiðholt. Allir sem til þekkja vita hve mikinn tíma slík félagsstarfsemi tekur. Þeim fylgir og endalaus erill og óteljandi snúningar. Er það sannast sagna með ólíkindum hvernig sumir menn gefa af sér til slíkrar samfélagsþjónustu. Ástæðan er oftast sú að þeir vita að hlutirnir gerast ekki af sjálfu sér. Einnig hitt, að hamingja mannsins er vissulega fólgin í því að þjóna náunganum. Jón Stefán var formaður starfsþjónustunefndar í Rótarý- klúbbnum Reykjavík-Breið- holt. Þar nutu ofangreindir eigin- leikar hans sín með ágætum. Dagana þrjá fyrir andlátið hafði hann t.d. samband við undirrit- aðan símleiðis ekki sjaldnar en fjórum sinnum vegna máls sem honum var falið að leysa. Þó var ekki um stórt mál að ræða. Hann hefði vel getað tekið ákvörðun þar um á eigin spýtur. Hitt var, að það var lífsskoðun hjá Jóni, að mál ætti að leysa með félagslegri samstöðu og góðri vitund allra hlutaðeig- andi. Málið fékk enda farsæla lausn þótt Jón Stefán nyti þeirr- ar uppskeru ekki sjálfur. Rótarýhreyfingin gerir þá kröfu til félaga að þeir sæki fundi einu sinni í viku hverri allan ársins hring. Á fundum þessum er sérhver félagsmaður sérstaklega valinn fulltrúi sinnar starfsgreinar. Ekki má fundar- sókn fara niður fyrir 60% markið. Þá glatast félagsleg rétt- indi. Gengur mönnum misvel að sinna þessari sóknarskyldu svo sem eðlilegt er. Jóni Stefáni Rafnssyni gekk það vel. Hann var það sem kallast 100% félagi, einn úr hópi fárra manna sem skipa þann flokk. Sæti Jóns Stefáns hjá Rótarýhreyfingunni verður vandfyllt; glaður, reifur . og Ijúfur var hann og rhanna- sættir að auki. Og eiginkonuna Sveinborgu Maríu Gísladóttur hafði hann smitað svo með eld- legum áhuga sínum á málefn- inu, að hún var komin á kat í Rótarýstarfið. Situr hún nú sem formaður „Inner Wheel" sem eru samtök eiginkvenna Rótarý- manna. Það er gott að kynnast góðum mönnum og það var gott að kynnast Jóni St. Rafnssyni. Félagarnir í Rótarýklúbbnum Reykjavík-Breiðholt voru harmi slegnir eru þeir fréttu fráfall hans. Þögnin var djúp, þegar hans var minnst á fundin- um, sem hann sjálfur hafði átt þátt í að skipuleggja. Þögnin var djúp og táknaði bæði hryggð yfir þesari óvæntu og skjótu brottför og gleði yfir að hafa fengið að kynnast þeim mæta drengskaparmanni Jóni Stefáni Rafnssyni. Guð blessi minningu Jóns Stefáns Rafnssonar og líkni ásl- vinum lians í þraut. Fyrir hönd Rótarýklúbbsins Rey kja vík-Breiðholt. Þorkell St. Ellertsson, forseti Asgeir Kristófersson Fæddur 23. júlí 1910 Dáinn 14. febrúar 1985 Til hafs sól hraðar sér. hallar út degi, eitt skeiðrúm endast hér. á lífsins vegi. (A.J.) Eins og sól gengur til viðar að loknum degi, eins er víst að lífi lýkur með dauða. Það er lögmál sem við öll verðum að hlýða. Oft kemur dauðinn sem líkn- andi engill að frelsa sál úr þjáð- um líkama. Það gerðist er mág- ur minn Ásgeir Kristófersson kvaddi þennan heim þann 14. febrúar s.l. eftir langt og erfitt sjúkdómsstríð. Ásgeir Júlíus hét hann fullu nafni, var fæddur 23. júlí 1910 í Reykjavík. Hann var þriðji af sex börnum hjónanna Guðjóníu Stígsdóttur og Kristófers Jóns- sonar sjómanns, en hann lést er Ásgeir var á 13. ári. Þá voru harðir tímar og þurfti mikinn dugnað til að bjargast af. Þá voru engar tryggingar. Þá gilti lífsreglan „hjálpaðu þér sjálfur og þá hjálpar Guð þér." Guðjónía var stolt kona og fádæma dugleg, útsjónarsöm og myndarleg að hverju sem hún gekk. Hún vann í fiski (þurfti að vera komin að vaskakarinu kl. 6 á morgnana) hún þvoði fyrir fólk og saumaði líka og sinnti svo heimili sínu að auki. Ásgeiri þótti ákaflega vænt um móður „Aldrei er friður“ í Freyvangi ■ Leikfélag Öngulstaða- hrepps og Ungmennafélagið Árroðinn í Eyjafirði frum- sýndu síðastliðið föstudags- kvöld gamanleikinn „Aldrei er friður", eftir Andrés Indr- iðason. Leikstjóri er Theodór Júlíusson, lýsingu annast Hall- dór Sigurgeirsson og Pétur Haraldsson, búninga önnuð- ust Svava Jóhannsdóttir og Hjördís Pálmadóttir. Sviðs- mynd hannaði hópurinn undir stjórn Kristjáns Jónassonar. Leikritið er samið árið 1982, en í uppfærslu Eyfirðinga er það í lítillega breyttri mynd, þ.e. allar aðstæður eru miðað- ar við Akureyri. Einnig hefur leikstjórinn sniðið ýmsa van- kanta af verkinu, og þótt vissu- lega hefði mátt gera meira af slíku, á Theodór þakkir skild- ar fyrir það framlag. Auk þess sem uppfærsla hans hefur tek- ist einkar vel. Sýningin er blátt áfram og leikurum förlast aldr- ei, svo sem oft vill verða hjá stressuðum áhugaleikurum. Það sem helst mætti að sýning- unni finna er ofleikur einstaka persónu. Þ.e.a.s. of mikið er gert af því að reyna að koma áhorfendum til að hlæja með Ólöf Birna Garðarsdóttir og Jóhann Jóhannsson í hlutverkum ungu hjónanna. látbragði ýmiss konar, á kostn- að þess sem raunverulega er að gerast á sviðinu. Leikritiðfjallarumunghjón skeið í lífshlaupi þeirra. Fjöl- meðtvöbörnogeitttilvonandi skyldan er að flytjast í nýja og spannar ríflega 6 mánaða íbúð, og ýmislegt gengur á afturfótunum eins og gerist og gengur við slíkar kringunt- stæður. Afskiptasöm tengda- móðir gerir unga manninum lífið leitt, og svo mætti lengi telja, en ástæðulaust er að fara nánar út í þá sálma hér. Hvað einstaka leikara varðar, þá er Jóhann Jóhanns- son í hlutverki unga mannsins óborganlegur. Þetta er frum- raun Jóhanns á sviði, og hann skilar hlutverki sínu með ágæt- um. Leikur hans er látlaus, eiginlega „léttkómískur" og áhorendur hrífast auðveldlega af honum. Magnús Thorlac- íus, 12 ára gutti sem leikur soninn á heimilinu, kemst að öðrum leikurum ólöstuðum best frá sýningunni. Magnús hefur skýra framsögn og góða leikhæfileika. Anna Ringsted, sem hin drukkna prestsmadd- ama, var svo sannfærandi í hlutverki sínu að maður fór að efast um að hún væri allsgáð. Annars var sýningin í heild góð, og kvöldstund með Leik- félagi Öngulstaðahrepps í Freyvangi er vel varið. Halldór Ingi sína og var henni góður sonur. Börnin fóru að vinna um leið og þau gátu, til að létta undir með heimilinu. Allt komst það af og aldrei leitað neinnar hjálpar. Ásgeir og bræður hans tveir, Kristján (látinn fyrir rúmu ári) og Hörður, lærðu allir bifvéla- virkjaiðn hjá mági þeirra, Sveini Egilssyni sem rak Ford verk- stæðið við Laugaveg um langt árabil og var Geiri eins og hann var kallaður, verkstæðisformað- ur þar. Hann stofnaði síðar sitt eigið fvrirtæki, Bifreiðaverk- stæði Ásgeirs Kristóferssonar sem hann rak svo þar til fyrir ári að sonur hans tók við. Þá var heilsunni farið að hraka. Árið 1945 kvæntist Geiri eftirlifandi konu sinni Sigríði Sigurjónsdóttur, sem reyndist honum hinn ágætasti lífsföru- nautur. Saman byggðu þau upp myndarlegt heimili í Bólstað- arhlíð lOógsaman stóðu þau að uppbyggingu og rekstri verk- stæðisins. Ög síðast en ekki síst, þegar Geiri veiktist s.l. sumar, þá stóð hún við hlið hans tilbúin að gera honum allt til hjálpar sem hún gat. Hvern einasta dag sem hann var á sjúkrahúsinu sat hún tímunum saman við rúm hans uns yfir lauk. Sigga og Geiri eignuðust fjög- ur börn. Þau eru: Birna Guð- jónína, Valur Stefán, Ásgeir Kristófer og G uðlaug Snæbjörg. Öll hafa þau fest ráð sitt og stofnað eigin heimili. Geiri var maður fáskiptinn og dulur í skapi en hann var vinur vina sinna. Hann hafði gaman af lestri góðra bóka og eins af góðri tónlist og leitaði sér hvíld- ar við að hlusta. Hörður þakkar bróður sínum langt og gott samstarf. Þeir bræður unnu saman lengstan hluta ævinnar. Ég þakka líka fyrir góð samskipti öll þau ár sem ég hefi verið í sömu fjöl- skyldu. Elsku Sigga og börnin! Við Hörður vottum ykkur dýpstu samúð. Geira biðjum við bless- unar Guðs. Pálína Stefánsdóttir

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.