NT - 22.02.1985, Blaðsíða 6
Litlar horf ur á samkomulagi um
kjarnavopnin í náinni framtíð
Geimvopnaáætlunin stendur ekki síst í veginum
■ ÞAÐ má segja, að dregið
hafi ský fyrir sólu, þegar fjórir
blaðamenn frá New York Tim-
es ræddu við Ronald Reagan
forseta Bandaríkjanna
snemma í þessum mánuði, en
einn af blaðamönnunum
skýrði frá viðtalinu í blaðinu
12. þ.m.
Hið athyglisverðasta í þessu
viðtali hefur þótt það, að Re-
agan lýsti yfir því, að hann
myndi halda áfram undirbún-
ingi geimvopnaáætlunar
sinnar, þótt samkomulag næð-
ist milli BandaríkjannaogSov-
étríkjanna um takmörkun
kjarnavopna. Meira að segja
virtist mega skilja orð hans
svo, að undirbúningnum yrði
haldið áfram, þótt samkomu-
lag næðist um útrýmingu
kjarnavopna. Geimvopnin
yröu eigi að síður nauðsynleg
af öryggisástæðum.
Annar þeirra blaðamanna,
sem var viðstaddur viðtalið,
Itefur skýrt frá því, að svo
virtist, sem Reagan færðist all-
ur í aukanu, þegar hann fór að
ræða um geimvopnaáætlunina.
Það virtist þannig eins og hún
væri hið stóra hjartansmál
hans.
Frásögn Reagans mátti þó
skilja þannig, að framleiðsla
geimvopna yrði ekki hafin
áður en rætt yrði um það við
Sovétríkin og reyndar önnur
ríki og reynt að ná samkomu-
lagi um hvernig henni yrði
háttað og þannig yrði stefnt að
því að hún stuðlaði að almennu
öryggi í heiminu.
Reagan hefur ekki látið við
það eitt sitja að skýra frá þess-
um fyrirætlunum sínum í við-
talinu við New York Tirnes.
Um líkt leyti sendi liann Wein-
berger varnarmálaráðherra til
Vestur-Evrópu í þeim tilgangi
að vinna fylgi ráðamanna þar
við geimvopnaáætlun sína.
Meðal annars mætti Wein-
berger á fundi ýmissa helstu
ráðamanna og sérfræðinga
Nató, sem haldinn var í
Múnchen. Þar hlýddu rnenn á
ræðu hans um mikilvægi og
nauðsyn geimvopnaáætlunar-
innar. Jafnframt ræddi Wein-
berger við ýmsar ríkisstjórnir
Natólandanna og sérstakur
fundur var haldinn með ráða-
mönnum Nató í Brússel. Eflir
þetta var gefin út yfirlýsing um
að full eining væri um geim-
vopnaáætlun Reagans innan
Nató..
Mörg blöð, sem vel þekkja
til, álíta þetta þó meira en
ofmælt. Meðal þeirra er The
Economist, sem er þó íhalds-
samt blað og eindregið fylgj-
andi samstöðu vestrænna
þjóða F.inn af varnarmálaráð-
herrum Nató-ríkjanna, Frakk-
inn Charles Hernu. hefur tekið
opnberlega afstöðu gegn geim-
vopnaáætluninni.
Þá ntunu allir flokkar sós-
íaldemókrata í Vestur-Evrópu
andvígtrgeimvopnum. Vestur-
þýskir sósíaldemókratar munu
beita sér hörkuklega gegn
þeim. Svipað gildir um ýmsa
miðflokka. Þannig hefur
Kristilegi flokkurinn í Noregi
tekið afstöðu gegn þeim.
Margt bendir til, að geim-
vopnaáætkmin, ef henni verð-
ur haldið til streitu, eigi eftir
að verða mesta dcilumál, sem
nokkru sinni hefur verið innan
vébanda Nató.
MANNI kemur helst í hug,
þegar hlýtt er á rök Reagans
fyrir geimvopnaáætluninni,
gamli málshátturinn, að tvisvar
verður gantall maður barn.
Svo einfeldnislegar eru þessar
rökscmdir. Reagan virðist
telja sér trú um. að verði
þessum vopnum konrið fyrir
úti í himingeimnum sé eigin-
lega búið að tryggja friðinn í
heiminum og allur meiriháttar
vígbúnaður sé úr sögunni.
Hann ræðir málið eins og inn-
blásinn trúboði.
Flestum ætti þó að vera Ijóst
af ntargfenginni reynslu, að
vísindaþróunin á vígbúnaðar-
sviðinu yrði ekki úr sögunni
rneð tilkomu geimvopna.
Fljótlega yrðu fundin upp ný
vopn, sem gerðu geimvopnin
úrelt. Tilkoma geintvopna yrði
því að öllunt líkindum tií að
stórmagna vígbúnaðarkapp-
hlaupið og hindra samkomulag
um afvopnun um ófyrirsjáan-
legan tíma.
Það má líka telja fullvíst, að
meðan risaveldin geta ekki náð
samkomulagi urn stöðvun
geimvopnakapphlaupsins,
verður ekkert úr samkomulagi
unt takmörkun kjarnavopna.
Eins og er, munu Rússar
skemmra komnir í geimvopna-
kapphlaupinu, þótt þeir hafi
vafalaust hafið rannsóknir,
sem beinast í þessa átt.
Margir bandartskir blaða-
ntenn hafa bent á, að skiljan-
lega séu Rússar ófúsir til að
fækka kjarnavopnum sínurn,
nteðan geimvopnaáætlun
Bandaríkjanna er í fullum
gangi. Raunverulega sé verið
að bjóða þeini uppá að fækka
kjarnavopnum sínum t.d. um
helnting, en hinn helmingurinn
geta Bandaríkin svo gert skað-
laus með geimvopnum. Eftir
það hefðu Bandaríkin algera
yfirburði.
Rússar hafa líka gert það að
algeru skilyrði fyrir samkomu-
lagi um takmörkun kjarna-
vopna, að einnig verði samið
um geimvopnin. Sú afstaða
þeirra er eðlileg, eins og málin
standa í dag.
ÞAÐ VEIKIR ekki þessa
afstöðu Rússa. að þeir hafa
hér almenningsálitið í heimin-
um með sér. Andstaða gegn
því að vígbúnaður verði hafinn
í himingeimnum fer hvar-
vetna vaxandi. Eiginlega stóðu
Bandaríkin einangruð í þessu
ntáli á nýloknu þingi Samein-
uðu þjóðanna. Verði geim-
vopnaáætluninni haldið til
streitu innan Nató mun það
valda þar miklum klofningi,
eins og áður segir. Rússum
verður sköpuð hér hin ákjós-
anlegasta áróðursstaða.
Sovétmenn Itafa áður sýnt
það, að þeir kunna að nota se'r
slíka aðstöðu. Þeir geta líka
farið sér rólega. Geimvopna-
áætluninni er það skamrnt
komið og svo miklar og flóknar
rannsóknir ógerðar, að engar
líkur eru til, að smíði meiri-
háttar geimvopna veðri hafin
meðan Reagan situr í forseta-
Þórarinn
Þórarinsson
skrifar:
stóli Bandaríkjanna. Það er
engan veginn öruggt, að eftir-
maður hans haldi geimvopnaá-
ætluninni til streitu.
Hið eina. sem geimvopnaá-
ætlun gæti haft í för með sér
nú. er að standa í vegi þess, að
samkomulag náist á þeint fund-
unt risaveldanna um takmörk-
un kjarnavopna, sent hefjast
munu í næsta mánuði. Eins og
afstaða Reagans er nú í geirn-
vopnamálinu, eru engar horfur
á samkontulagi þar í náinni
framtíð.
Reagan er þrár og vafalaust
mun hann fyrst um sinn halda
fast við geimvopnaáætlunina.
En Reagan hefur líka sýnt, að
hann getur verið tækifæris-
sinni, þegar honum verður
ljóst, að skynsamlegt getur
verið að breyta um afstöðu.
Vafalítið er það von hans, að
hann geti lokið forsetaferli sín-
um sem friðarhöfðingi. Það er
hins vegar barnaskapur, að
hann geti orðið það, ef hann
slakar ekki til varðandi geim-
vopnaáætlunina.
En sá fimi, sem það dregst
að samkomulag náist um
kjarnavopnin, þarf ekki að öllu
leyti að vera glataður tími. Það
er hægt að bæta sambúð risa-
veldanna á mörgum sviðum,
t.d. með auknum viðskiptum.
Fundur fulltrúa risaveldanna
nú í vikunni, þar sem rætt var
um ýms alþjóðleg deilumál,
var vissulega spor í rétta átt.
Allt slíkt getur hjálpað til að
draga úr tortryggni, sem er
frumskilyrði samkomulags um
kjarnavopn og geimvopn.
■ Forseti og varaforseti Bandaríkjanna ásamt aðalfulltrú-
um Bandaríkjanna í væntanlegum Genfarviðræðum (talið
frá vinstri): lVIax M. Kampelman, John G. Tower og
Maynard W. Glitman.
■ George Shultz, Gromyko og Dobrynin sendiherra
Sovétríkjanna í Washington.
Aðstoð sóunarlanda
■ „Við vissum ekki að við
byggjum í kofum fyrr en hvíti
maðurinn kom og byggði sér
stórt hús."
Þessa setningu er að finna í
athyglisverðu viðtali sem Helg-
arpósturinn átti fyrir
skemmstu við Jón Orm Hall-
dórsson fyrrverandi starfs-
mann Hjálparstofnunar kirkj-
unnar. Það er Afríkumaöur
sem Jón ber fyrir þessari til-
vitnuðu setningu en viðtalið
snýst um þróunarhjálp og mat-
arsendingarnar.
Jón gagnrýnir þróunarhjálp
eins og þá sem nú er stunduð í
Eþíópíu. „Það er haldið áfram
að senda mat þótt öllum sem
þekkingu hafa á þessum mál-
um beri saman um að svona
matarsendingar eru í besta falli
aðeins smyrsl á sárin, en í
versta falli starfsemi sem kann
að viðhalda hungri á þessum
svæðum svo árum skiptir. Það
eru til óteljandi dæmi um
slíkt.“
Ein helsta meinsemd Afríku
er að mati Jóns vanmetakennd
íbúa þar og það er hvíti maður-
inn sem kom þeirri vanmeta-
kennd á og viðheldur henni.
segir hann. „Það er auðvitað
alhæfing, en ég er viss um að í
Afríku væri í dag minni ör-
birgð og minna hungur ef hvíti
maðurinn hafði algjörlega
horfið á braut eftir nýlendu-
tímabilið og engin matvælaað-
stoð hefði verið veitt síðustu
tuttugu árin..." Og til saman-
burðar nefnir Jón: „fmyndaðu
þér ef ungmennafélagsandinn
og sjálfstæðisvakningin hefðu
ekki sprottið upp á sínum tíma
hjá okkur, og einhverjir út-
lendingar úr öðrum heimsálf-
um hefðu fengið að ráðskast
með okkur og kontið hingað til
að „þróa" atvinnuvegi okkar.
íntyndaðu þér og þá færðu á
tilfinninguna þaö sent gerst
hefur í Afríku."
Innrás í íslenska 17. öld
Jón hittir þarna á samanburð
sem vert er að gaumgæfa. Við
íslendingar eigum langa sögu
vanþróunar og örbirgðar í
harðbýlu landi sem ætti að
geta kennt okkur á hvern hátt
má hjálpa fjarlægum þjóðum.
Víða í hinni stóru veröld hefur
offjölgun orðið gífurlegt
vandamál í seinni tíð þar sem
þróun landbúnaðar og sjávar-
útvegs, sem tryggja fólki fæði
hefur ekki verið undir fjölgun-
ina búin. Allt annað mál er að
með nútíma tækni mætti fram-
leiða nægilegt fæði á þessum
sömu skikum til þess að sjá
öllum fyrir fæði. En hvað hefur
þá hleypt fólksfjölguninni upp.
Ansi víða hefur þróunarhjálp-
in verið fólgin í læknishjálp
sem rniðar að því að halda
lífinu í sem flestum í sent
lengstan tíma. Vestrænir lækn-
ar hafa ruðst inn á þessi svæði,
- oftar en ekki í fylgd trúboða,
- og koniið þar á heilsugæslu
sem passar inn í þeirra heima-
lönd. í stað þess að eyða löngu
máli í hvaða verkan tæknibylt-
ing beint í æð hcfur haft skul-
um við bregða okkur heim til
íslands aftur á þann tíma þegar
við stóðum á svipuðu, eða enn
viðkvæmara þróunarstigi en
þriðja heims ríki nútímans.
Fljótlega eftir að fsland var
fullnumið komst fólksfjöldinn
að talið er í eitthvað nálægt 50
þúsundum. Allt fram á síðustu
öld var svo fólksfjölgun eða
fólksfækkun ekki önnur en það
sem svaraði eðlilegum sveifl-
um í harðærum og pestum.
Fólksfjöldinn hélst í kringum
50 þúsund og lífsbaráttan var
allt annað en auðveld. Landið
bar 50 þúsund og ekki meira.
Hjón komu ekki nema litlum
hluta barna sinna á legg og
margir komust aldrei yfir jarð-
næði og fengu því hvorki að
eignast maka né börn.
En ímyndum okkur svo að
inn í íslenskt 17. aldar samfé-
lag kæmi stór lyfjasending sem
stöðvaði allan barnadauða og
trúboðar predikuöu yfir for-
hertum bændahöfðingjum að af-
létta skyldi banni við hjúskap-
artálmunum kúgaðra vinnu-
manna. í kjölfar bólusetningar
allra bárna kæmu svo matar-
sendingar sem héldu lífi í þeim
og með einni kynslóð tækist að
auka fjölda landsmanna úr 50
þúsundum í hundrað eða
hundrað og fimmtíu þúsund.
Sjónvarpsvélar fjarlægrar ver-
aldar fylgdust af áhuga með
þessari skrýtnu norðurhjara-
veröld og takmörkun giftinga
og aðrar mannréttindaskerð-
ingar bændasamfélagsins væru
fordæmdar harðlega af áhuga-
mönnum um mannréttindi í
leðursófum langt í burtu.
Eftir nokkurra ára, eða ára-
tuga „hjálparstarf" væri þess-
um vesalingum nú ætlað að
hjálpa sér sjálfir. Læknarnir,
matarsendingarnar, sjónvarps-
vélarnar hverfa á brott og
eftir situr örvilnuð kynslóð
bólusetninga og matarsend-
inga. Sem fyrr er landið, með
þeim atvinnuháttum sem þjóð-
in þekkir, fært um að bera 50
þúsund sálir og jarðnæði tak-
markar fjölda heimila. Nú hafa
trúboðar sagt þjóðinni að ekki
megi takmarka giftingar og
aðstoðin tvöfaldað eða þref-
aldað þann fjölda landsmanna
sem var. Matarsendingar á
undanförnum árum hafa held-
ur dregið úr hæfni fólksins til
þess að yrkja jörðina og afla-
sjálft fæðu. En samt eiga 150
þúsund að bjarga sér þar sem
50 þúsundum tókst áður að
skrimta við kröpp kjör.