NT


NT - 10.07.1985, Side 1

NT - 10.07.1985, Side 1
 _ 1 — NEWS SUMMARYINENGLISH SEEP.20 Ólafur Laufdal: Nýtt hótel og skemmtistaður ■ Skipulagsnefnd Reykja- víkurborgar samþykkti á fundi í gær teikningar að nýju hóteli og skemmti- stað við Ármúla í Reykja- vík. Það er Ólafur Laufdal veitingamaður og eigandi skemmtistaðanna Broad- way og Hollywood sem hyggst byggja hið nýja hótel. Að sögn Vilhjálms Þ. Vilhjálmssonar for- manns skipulagsnefndar er þar gert ráð fyrir um 3500 fermetra gólffleti. Málið á eftir að fara fyrir bygginganefnd og borgar- I ráð. Laxeldi í fersku vatni á Tálknafirði: Stúdentar ráða Slátra siö tonnum af sér lö9,ræðins mB ® íbúar Hjónagarda Félags- ákveöinni leiguupphæö sem er ' ■ stofnunar stúrlenta hafa, aft 4400 kr. fvrir maí no S?W) Irr 3ja ára laxi í haust ■ Fiskeldisstöð á Tálknafirði muni í haust slátra allt að 7 tonn- um af laxi, að meðaltali 9 til 10 pund að stærð, sem alinn hefur verið þrjú ár í fersku vatni. Þegar hefur tonni verið slátrað í stöðinni og var það selt til Bandaríkjanna fyrir rúmlega 300 þúsund krónur. „Ókkur hérna fyrir vestan þykir það nokkuð einkennilegt að verið sé að styrkja stöðvar fyrir sunnan til þess að gera tilraunir með laxeldi í ferskvatni meðan við höfum sýnt og sann- að að þetta er hægt. Laxinn frá okkur líkaði mjög vel vestur í Bandaríkjunúm,“ sagði Björg- vin Sigurjónsson, einn eigenda fiskeldisstöðvarinnar, í samtali við NT í gær. Björgvin sagði að heimamenn hefðu þróað aðferðina við eldið algjörlega sjálfir og ekki leitað til neinna sérfræðinga. Þeir not-, uðu 23 gráðu heitt vatn sem kæmi upp úr volgrum innarlega í firðinum og blönduðu það venjulegu vatni og gætu með því móti haldið 10-13 gráðu meðalhita á kerjunum allan árs- ins hring. „Þetta gefur okkur möguleika á að slátra laxinum jafnt og þétt allan ársins hring og senda hann ferskan á markað meðan Norðmennirnir til dæmis, sem aðallega stunda sjó- eldi, þurfa að slátra öllum sínum á haustin. Ég er sannfærður um að við getum sinnt markaðnum mun betur en þeir,“ sagði Björgvin. Hann sagði að frá því að farið var að stað, fyrir um fjórum árum, hefði fyrirtækið fengið 2 milljónir króna að láni frá Byggðasjóði og Famkvæmda- stofnun, en að öðru leyti hefðu eigendur fyrirtækisins, sem eru sjö heimamenn á Tálknafirði, fjármagnað allar framkvæmdir og rekstur. Hafa eigendurnir fengið hrogn úr Kollafjarðar- stöðinni og klakað þeim út sjálfir. Björgvin sagði að draumur- inn væri að framleiða 60 tonn á ári, sem þýðir á núverði rúmlega 18 milljóna útflutningsverð- mæti. „Ég held að það sé heppi- legra að hafa þetta lítið og viðráðanlegt," sagði Björgvin. Hann sagði að það ylti mikið á fyrirgreiðslu hve langt yrði í og hvort yfirleitt yrði hægt að ná þeirri stærð. Loks sagði Björgvin það ekk- ert vandamál að koma fiskinum á markað. Hann gæti verið kom- inn á borð Bandaríkjamanna innan tveggja sólarhringa frá því að honum er slátrað. Stærsti laxinn sem slátrað hef- ur verið í stöðinni var tæp 13 pund eftir þriggja ára eldi. Hólmavík: íbúar Hjónagarða Félags- stofnunar stúdenta hafa, að höfðu samráði við Leigjenda- samtökin, ráðið sér lögfræðing og veitt honum heimild til að koma fram fyrir sína hönd í deilum ibúa garðanna og stjórnar Félagsstofnunar um húsaleigu, en stjórn Félags- stofnunar gaf, í gær, íbúunum vikufrest til að greiða van- goldna leigurcikninga, ella yrði æskt útburðarheimildar. í ályktun sem fundur leigj- endanna samþykkti í gær, segir að deilan snúist um leigugrunn eingöngu en ekki leiguupphæð og að íbúarnir séu ekki að fara fram á að aðrir stúdentar greiði niður leiguna fyrir þá. Arsæll Harðarson, fram- kvæmdastjóri FS, sagði NT í að ekki yrði vikið frá gær ákveðinni leiguupphæð sem er 4400 kr. fyrir maí, og 5280 kr. fyrir júní-ágúst, en stjórn Stúd- entaráðs fundaði um málið í fyrrakvöld og lýsti þar yfir stuðningi við þá viðlcitni F.S. að reka Hjónagarðana halla- lausa og hafa íbúar garðanna tekið undir það atriði, en ágr- einingur er um leigugrunn og reikningsaðferðir leiguupp- hæða. Eins og fram hefur komið í NT telja Leigjendasamtökin ólöglega staðið að uppsögnun- um, þar sem þeir sem búið hafa lengur en ár, fá ekki 6 mánaða uppsagnarfrest eins og kveðið er á um í húsaleigulögunum. Ársæll sagði það rétt vera og sagði það fólk geta krafist rétt- ar síns og fengið að vera fram að næstu fardögum, enda hafi húsaleiga verið greidd. Tveir menn kærðir ffyrir að nauðga 15 ára stúlku fluttiftil imidtii ■ Tveir menn, annar fimm- tugur en hinn á fertugsaldri, eru nú í yfirheyrslum hjá Rannsókn- arlögreglu ríkisins, ákærðir fyrir að nauðga fimmtán ára gamalli stúlku sl. sunnudagskvöld á Hólmavík. Sýslumaðurinn í Stranda- sýslu, Ríkharður Másson, hefur úrskurðað mennina báða í 7 daga gæsluvaröhald. Mennirnir munu hafa verið á heimili annars mannsins við gleðskap og boðið stúlkunni með sér. Áfengi mun hafa verið haft um hönd en málsatvik eru ekki fyllilega Ijós, nema hvað stúlkan hefur kært mennina báða fyrir að hafa nauðgað sér. Rannsóknarlögreglan fór norður í fyrrinótt og kom til Reykjavíkur með þá í gær- kveldi. Kæran í málinu er byggð á 194. grein almennra hegningar- laga sem lýtur að því þegar konu er þröngvað til holdlegs samræðis með ofbeldi eða frels- issviptingu, en rannsókn lög- reglunnar mun miða við 200. grein hegningarlaganna, en þar segir: „Hver, sem tælir stúlku- barn, sem er á aldursskeiði frá 14-16 ára, til samræðis, skal sæta fangelsi allt að 4 árum.“ Mennirnir eru aðkomumenn á Hólmavík og hafa ekki svo vitað sé komið við sögu lögreglu áður. Banaslys ■ Einn maður lést og sex slösuðust, þar af cinn alvar- lega, í hörðum árekstri tveggja bíla á Suðurlands- vcgi móts við Sandskeið, seint í gærkveldi. Slysið varð með þcim hætti að bíl var ekið í austur- átt og var hann með Willys jeppa í togi. Jeppinn fór yfir á vitlausan vegarlielming og hafnaði þar á Buick bíl sein var á vesturleið. Aftursætisfarþegi í Buick hifreiðinni lést og ökumaður hennar slasaðist mikið í and- liti og á brjósti. Hann var lagður á gjörgæsludeild. Aörir farþegar Buick hif- reiðarinnar 4 að tölu og ökumaður Willis jeppans voru einnig iluttir á sjúkra- hús, en itiinna slasaðir. Maðurinn sem lést í slys- inu var 40 ára gamall. IVT-niynd: Sverrir Fannst látinn í Bláa lóninu ■ Sjötíu og sex ára gamall Norðmaður fannst látinn í Bláa lóninu laust fyrir hádegi í gær. Maðurinn gekk til baðs um klukkan 10 í gærmorgun og fannst rúmum hálftíma síðar, þar sem gengið er í lónið frá búningsklefunum. Ekki er vitað hvort maður- inn drukknaði eða hvort hann hafi orðið bráðkvaddur. Maðurinn var hér einn á ferð og hefur dvalið við Bláa lónið frá síðustu mánaðamót- um.

x

NT

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: NT
https://timarit.is/publication/305

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.