NT - 24.08.1985, Síða 2

NT - 24.08.1985, Síða 2
■ Eftir lendingu kom bátur til móts við flugvélina og flutti komumenn í land. A bátnum var breskur yfírmað- ur og tveir Þjóðverjar. Jóhannes R. Snorrason tók þessa mynd af þeim Magnúsi Guðmundssyni, Jóhanni Gíslasyni ásamt Þjóðverjunum á leið- inni í land. Kaupmannahafnarflug fertugt á sunnudag ■ Áhöfn Catalina flugbátsins TF- ISP í fyrsta flugi íslenskrar flugvélar til Kaupmannahafnar 25. ágúst 1945. Þeir eru, talið frá vinstri, Magnús Guðmundsson flugmaður, Jóhann Gíslason loftskeytamaður, Sigurður Ingólfsson flugvélstjóri og Jóhannes R. Snorrason flugstjóri. ■ Hinn 25. ágúst eru 40 ár liðin frá fyrsta fiugi íslenskrar flugvélar til Kaupmannahafnar. Þann dag lenti fiugbáturinn TF-ISP við flughöfn danska flughersins og lagði þar við festar. Farþegi til Kaupmannahafnar var einn en fjórir í áhöfn. íslendinga hafði lengi dreymt um að hefja flugsamgöngur til annarra Norðurlanda og um áramótin 1944/ 1945 þótti sýnt að lok stríðsins sem geisaði um heim allan gæti verið í nánd. Forstjóri Flugfélags íslands, Örn Ó. Johnson, hóf þegarundirbún- ing að millilandaflugi enda þótt far- kostir félagsins væru frumstæðir til þeirra verkefna.Félagið átti þá einn Catalina flugbát sem aðeins gat lent á sjó, en þetta var langfleyg flugvél, gat flogið allt upp í 20 klukkustundir og hafði sæti fyrir 20 farþega. Það erfiðasta við slíka framkvæmd var að fá leyfi stríðsaðila til flugsins. Um það leyti er vopnahlé var samið í Evrópu fékkst leyfi til eins flugs frá íslandi til Skotlands og heim aftur. Kennaranámskeid í skyndi- hjálp á Akureyri og í Reykjavík Rauði kross íslands heldur kennaranám- skeið í skyndihjálp á Akureyri dagana 6.-16. september næstkomandi. Innritun og nánari upplýsingar í síma 96-24402 virka daga frá kl. 14-17 eða 91-26722 á venjulegum skrifstofutíma. Rauði kross íslands heldur kennaranám- skeið í skyndihjálp í kennslusal RKÍ, Nóatúni 21, Reykjavík dagana 23. sept- ember til 4. október næstkomandi. Innritun og nánari upplýsingar í síma 91-26722 á skrifsstofutíma. .) fðrT fS "'"n Munió Hjálparstarfið Giró 90000 Rauói Kross'lslands Það flug var farið 11. og 12. júlí. Farþegar voru fjórir til Skotlands en enginn aftur til íslands. Samgöngur milli Bretlands og íslands höfðu.verið allgóðar þrátt fyrir stríðið og siglingar milli landanna tíðar. Öðru máli gegndi með Norðurlönd og megin- land Evrópu. íslendingum var því mikið í mun að komast í samband við bræðraþjóðirnar á Norðurlöndum og það sem fyrst. Eftir margar umsóknir, fundahöld, skeytasendingar og bréfa- skriftir fékkst loks leyfi til þess að íslensk flugvél færi til Kaupmanna- hafnar. Það skilyrði var sett að flug- vélin kæmi við í Largs Bay í Skot- landi. Að morgni 24. ágúst hélt Catalina flugbáturinn TF-ISP, sem oftast var meðal starfsmanna nefndur eftir síð- asta stafnum í skráningarnúmerinu og kallaður „Gamli Pétur“, af stað frá Reykjavík. Flugið til Largs tók sex klukkustundir og þar fóru átta af níu farþegum flugvélarinnar í land. Gist var í Largs um nóttina en um morgun- inn var haldið áfram til Kaupmanna- hafnar. Leiðin lá frá Largs Bay yfir Holy Islarid og þaðan beint að vestur- strönd Jótlands. Þaðan var stefnan sett suður yfir Kiel. Þar fékk flug- stjórinn leyfi til að lækka flugið og var flogið yfir Kiel í 1500 feta hæð. Jóhannes R. Snorrason flugstjóri minnist þess að Kiel var á þessum tíma ekki borg heldur rústir. Frá Kiel var stefnan sett til Kastrup. Nokkru áður en komið var til Kastrup hafði loftskeytamaður vélarinnar sambandi við flugumferðarstjórnina í Kaup- mannahöfn sem leiðbeindi flugbátn- um til lendingar á Eyrarsundi skammt frá flugstöð Det Danske Luftmarien- es Station. Enda þótt allir í áhöfn væru ókunnir í Kaupmannahöfn, eng- inn þeirra hafði komið þangað fyrr, var auðvelt að finna flughöfnina. Þar lá stór flugbátur af gerðinni Blohm und Voss bundinn við festar. Þegar flugvélin lenti á Eyrarsundi kom hraðbátur til móts við hana. Þar var yfirmaður úr breska flughernum ásamt tveim Þjóðverjum. Það vakti athygli íslendinganna að þeir voru enn í einkennisbúningum en haka- krossinn hafði verið tekinn af þeim. Að hálfu íslenska sendiráðsins í Kaupmannahöfn tóku þau Tryggvi Sveinbjörnsson sendiráðsritari og Anna Stephensen á móti íslensku áhöfninni og farþeganum, sem var danskur. Danir höfðu sem kunnugt er mjög átt undir högg að sækja undir stjórn nasista. Þrátt fyrir það hóf Det Danske Luftfartselskap DDL innan- landsflug fljótlega eftir að friður komst á. Flug til Stokkhólms með viðkomu í Malmö hófst 28. maí. ■ Farþegar og áhöfn TF-ISP sem komu frá Kaupmannahöfn til Reykjavíkur 27. ágúst 1945. Örn Ó. Johnson forstjóri Fiugfélags íslands bauð ferðalangana velkomna - fyrstu farþega og áhöfn sem flugu frá Kaupmannahöfn til Reykjavíkur með íslenskri flugvél. Almenningur hafði úr litlu að spila og á götum Kaupmannahafnar sáust fáir bílar um þetta leyti. Fólk fór ferða sinna gangandi eða á reiðhjólum. Þeir bílar sem sáust voru með viðar- kolatunnur og íslendingunum fannst nýstárlegt að fylgjast með þegar bíl- stjórararnir fóru út til þess að bæta á glóðina. Á íslandi var hins vegar á þessum ái um gnægð bensíns og bíla- umferð mikil. Tveim dögum síðar, hinn 27. ágúst, hélt Catalina flugbáturinn TF-ISP frá Kaupmannahöfn með ellefu farþega til íslands. Samkvæmt samkomulagi við hernaðaryfirvöld varð flugbátur- inn að hafa viðkomu í Largs í Skot- landi. Þar var aðeins stutt viðstaða og heim til íslands var komið að kveldi sama dags. Samtals var flugtíminn Kaupmannahöfn/Largs/Reykjavík 12 klukkustundir og 25 mínútur. Þar með var fyrsta flugi milli íslands og Kaupmannahafnar lokið, flugi sem markaði upphaf mikilla og góðra samskipta þessara frændþjóða í flug- málum, og í mörg ár var Kaupmanna- höfn sú borg erlendis sem flestir íslendingar lögðu leið sína til. íslenski flugbáturinn TF-ISP var fyrsta far- þegaflugvél sem kom yfir Norður Atlantshaf til höfuðborgar Danmerk- ur eftir styrjöldina. I áhöfn TF-ISP í fyrsta fluginu voru: flugstjóri Jóhannes R. Snorrason, flugmaður Magnús Guðmundsson loftskeytamaður Jóhann Gíslason og flugvélstjóri Sigurður Ingólfsson. Síðar um haustið, þann 7. septem- ber, kom Catalina flugbáturinn TF- ISP aftur til Kaupmannahafnar með farþega og áætluð var stutt viðstaða. Veður voru rysjótt um þetta leyti og vegna sjógangs á Eyrarsundi tafðist heimferðin. Þess ber að geta að á þessum tímum voru loftsiglingatæki af frumstæðri gerð, nánast lítið annað en áttaviti og klukka. Þó höfðu flug- mennirnir stuðning af consol miðun- arstöð í Stavanger í Noregi. í seinni ferðinni urðu flugliðar að bíða nokkra daga eftir sæmilegu veðri til heimferð- arinnar. Ýmist voru slæm veður í Kaupmannahöfn eða á hafinu milli fslands og Norðurlanda. Heimferðin hófst þó um síðir. Áhöfn og farþegar héldu um borð í svarta myrki um nótt en þess varð að gæta að koma til íslands í birtu. Þar að auki bættist við dimm þoka í Kaupmannahöfn. Jó- hannes R. Snorrason minnist þess að flugtakið var áhættusamt. Engin leið að sjá hvort hindrun væri framundan flugbátnum þegar hann öslaði út frá flugstöð flotans við Kaupmannahöfn og hóf loks flugið. Til íslands var flogið beint og lent í Reykjavík eftir tíu klukkustunda flug. Þetta sumar voru farþegar fé- lagsins á millilandaleiðum aðeins 56. Strax vorið 1946 hófst áætlunarflug milli Íslands/Skotlands og Kaup- mannahafnar og þá með leiguflugvél- um uns félagið eignaðist eigin milli- landaflugvél af Skymaster gerð til þess að annast millilandaflug. Á þeim 40 árum sem liðin eru frá fyrsta flugi íslenskrar flugvélar milli Reykjavíkur og Kaupmannahafnar hafa verið fluttir milli staðanna 1,6 milljónir farþegar. Nú eru ferðir tíðar milli þessara staða, tvær flugferðir á dag flesta daga. Flugferðin milli Kaupmannahafnar og Reykjavíkur sem áður tók tíu klukkustundir milli staðanna er nú flogin á tveimur og hálfri klukkustund.

x

NT

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: NT
https://timarit.is/publication/305

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.