NT - 24.08.1985, Blaðsíða 7

NT - 24.08.1985, Blaðsíða 7
KL' Laugardagur 24. ágúst 1985 V-Þýskaland: W RE Yf irmaður gagnnjósna t 1 flýr til A-Þýskalands Áhrif flóttans: Starf leyniþjónustunnar í rúst ’NEWS IN BRIEF-i REUTER 23rd AUGUST BONN - The West German govemment said the defection to East Berlin of one of its top jj- spv-hunters, Hans Joac- g him Tiedge, would inflict § huge damage on its intell- ^ igence operations. Secur- JJJ ity experts said the ram- ^ ifications of his defection U| would be felt far beyond ^ West Germany’s borders. ■ Martin Bangemann - fyrst hvarf einkaritari hans, þá annar einkaritari og hersendisveinn og nú er yfirmaður gagnnjósna- deildarinnar flúinn til A-Þýska- lands. Bonn-Austur-Bertín-Reuter ■ Stjómvöld í Austur-Þýskalandi tilkynntu í gær að hans Joachim Tiedge, deildarstjóra gagnnjósnaþjónustu V-Þýskalands, hefði beðið um hæli í landinu sem pólitískur flóttamaður. í fréttum frá A-Þýskalandi var ekki minnst á það hvort að Tiedge hefði verið njósnari, aðeins sagt að verið væri að kanna mál hans. Stóru njósnamálin ■ Flótti Hans Joachim Ti- edge, deildastjóra í gagn- njósnaþjónustunni, er enn eitt áfallið sem vestur-þýska leyniþjónustan verður fyrir. Hér á eftir fylgir upptalning á öðrum helstu njósnamálum í landinu: Júlí 1954 - Otto John, yfir- maður gagnnjósnaþjónustu V-Þýskalands, flýr yfir til A-Þýskalands og stjórnvöld Ear í landi skýra frá því að ann hafi beðið um hæli sem pólitískur flóttamaður. John kom aftur vestur 18 mánuð- um síðar og var þá hnepptur í fjögurra ára fangelsi. Hann sagði að sér hefði verið rænt. Nóvember 1961 - Heinz Felfe, háttsettur embættis- maður innan v-þýsku leyni- þjónustunnar er dæmdur í 14 ára fangelsi fyrir njósnir í þágu Sovétríkjanna. Apríl 1974 -Gúnter Guil- laume, persónulegur ráðgjafi Willy Brandt, kanslara, er handtekinn ásamt konu sinni. Þau voru bæði a-þýskir njósnarar. Brandt sagði af sér embætti vegna þessa. Guillaume var dæmur í 13 ára fangelsi ári síðar en var látinn laus 1981 og sendur til A-Þýskalands í skiptum fyrir aðra njósnara. Janúar 1979 - Werner Stiller, liðsforingi í a-þýsku leyniþjónustunni flýr til Vestur-Þýskalands. 1 fram- haldi af því voru margir a-þýskir njósnarar í landinu handteknir. Marz 1979 - Ursel Lorenz- en, ritari v-þýsku sendinefndarinnar í aðal- stöðvum NATO í Brússel, flýr austur yfir landamærin. Hún hafði starfað hjá NATO í 12 ár og var einn sex háttsettra einkaritara sem Stiller hafði bent á sem lík- lega njósnara. Þrír aðrir náðu að flýja land. Ágúst 1985 - Mikil leit er gerð að einkariturunum Sonju Lúnberg og Ursulu Richter eftir að þær hverfa sporlaust. Lúnberg hafði ver- ið einkaritari Martin Bange- mann, efnahagsráðherra, í 12 ár. Richter er talin hafa verið aðalmanneskjan í víð- tæku a-þýsku njósnaneti. Hersendisveinn nokkur er einnig talinn hafa verið njósnari, en finnst ekki þrátt fyrir víðtæka leit. Það sem nefnist í daglegu tali v-þýska leyniþjónustan er í raun- inni þrjár stofnanir þ.e. leyni- þjónustan sjálf sem lýtur kanslar- anum, gagnnjósnaþjónustan er lýtur innanríkisráðherranum, og leyniþjónusta hersins er lýtur vamarmálaráðherranum. Hans Tiedge var deildarstjóri innan gagnnjósnaþjónustunnar, og stjómaði aðgerðum gegn njósn- um A-Þjóðverja. Það er því óþarft að fjölyrða um alvöm þessa máls, enda var hann þriðji æðsti yfírmaður stofnunarinnar. Tiedge hefur starfað fyrir gagnnjósnaþjónustuna í 19 ár, hann hefur unnið náið með öðr- um leyniþjónustum í V-Þýska- landi svo ámm skiptir. Hann hafði þann orðstír að vera einn fremsti sérfræðingur V-Þjóðverja í að eiga við njósnara frá ná- grannanum í austri. Fjarskipti: Samræming lykillinn að upplýsingaþjóðfélaginu Boston-Reutcr ■ Stærstu símafyrirtæki heims vinna nú að því að samræma hina ýmsu staðla í fjarskipta- málum og vonast til að ganga frá samkomulagi þar að lútandi á næstunni. Samræmingin mundi hafa í för með sér róttæk- ar breytingar á fjarskiptum í heiminum og forráðamenn fyrirtækjanna telja hana vera lykilinn að upplýsingaþjóðfélagi framtíðarinnar. Kerfið byggir á stafrænum merkjum, eins og þeim sem tölvur nota, enda mun kerfið vera grundvallað á geysiöflug- um og hraðvirkum tölvum. Gert er ráð fyrir að í stað venjulegs talsíma komi svokall- aður myndsími í hvert hús, en þeir verða allir mjög einfaldir að gerð. Stefnt er að því að notendur þurfi ekki að kuniia neitt annað en að ýta á takka til að notfæra sér símann. Með myndsímanum verður hægt að hringja í kjötbúðina og velja nautalundir fyrir kvöldið, „fara“ í bankann og tala við vini sína og sýna þeim myndir úr sumarfríinu. En myndsímarnir munu ekki eingöngu koma neytendum að góðu gagni. Framleiðendur ein- inga í síma- og fjarskiptatæki bíða spenntir eftir að stóru fyrir- tækin hefjist handa við uppsetn- ingu kerfisins, því víst er að margir stórir molar munu hrökkva af borðum þeirra. Þannig er t.d. talið að þau muni kaupa örflögur fyrir allt af 1,2 milljarðar bandaríkjadollara (jafnvirði um 45 milljarða kr.) af ýmsum smærri fyrirtækjum. Eftir 3-5 ár gæti kerfið verið komið upp í helstu stórborgum heimsins, en það mun líða a.m.k. áratugur þar til al- menningur mun geta nótfært sér hina nýja tækni á heimilum sínum. Ef Tiedge leysir frá skjóðunni í A-Þýskalandi, og lætur ekkert. ósagt, er óhætt að fullyrða að hann getur lagt bæði njósnir og gagnnjósnir landa sinna í rúst. Það er mjög sennilegt að upp- Ijóstranir hans geti einnig haft, alvarleg áhrif á störf vestrænna j kollega hans, enda kvaðst ráðs-1 kona hans eitt sinn hafa séð erlend leyndarskjöl á víð og dreif í húsi hans, er hún var spurð frétta. Af þessum sökum hefur vaknað ótti um að Tiedge kunni, að hafa verið „moldvarpa" svo árum skiptir þ.e. útsendari er kom sér í gagnlega stöðu, en margir vilja draga það í efa. Alla vega er ljóst að áhrifanna af flótta Tiedges mun gæta lengi. Enginn veit hversu margir liðs- manna A-Þjóðverja munu sleppa úr greipum V-Þjóðverja, eða hversu margir njósnara Vestur- landa austantjalds munu hverfa. Stjómin í A-Berlín státar þegar af því að hafa handtekið 168 v-þýska njósnara á undanfömum 18 mánuðum. ■ Hringt upp á gamla móðinn. Þegar nýja kerflð verður tekíð upp munu símnot- endur geta heyrt og séð viðmæl- endur sína. Þjófurinn skildi eftir passamynd Frankfurt-Reuter ■ Hann var seinheppinn þjóf- urinn sem braust inn í ljósmynd- avörubúðina og stal þaðan nokrum forláta myndavélum. í æsingnum varð honum á að skilja eftir í búðinni passamynd- ir af sjálfum sér, og neyddist því til að gefa sig fram við lögregl- una. Lögreglan hefði víst ekki heldur verið lengi að handtaka hann, með svona góða lýsingu á honum í höndunum. Nýja Sjáland: Stjórn jafnaðarmanna snarlækkar tekjuskatt lllt er að vera blankur brúðgumi Weliington-Reuter ■ Ríkisstjóm Verkamanna- flokksins á Nýja Sjálandi hefur ákveðið að lækka „óréttlátan tekjuskatt“ um að meðaltali tuttugu prósent á næsta ári. Roger Douglas fjármálaráð- herra Nýja Sjálands segir að tekjutapi ríkissjóðs vegna skattalækkunarinnar verði mætt með því að taka upp tíu prósent almennan virðisaukaskatt á vör- ur og þjónustu. En um leið verður söluskattur af ýmsum vömm líka lagður niður eða lækkaður. Fjármálaráðherrann sagði að Wellington-Reuter ■ Ný-Sjálendingnum Des- mond Green fannst ómögulegt að byrja hjónaband sitt með tvær hendur tómar, svo að tveimur klukkustundum fyrir brúðkaupið rændi hann pósthús. Þegar hann svo sagði sinni heittelskuðu frá ráninu, vildi hún ekkert með hann hafa og hætti við að giftast honum. Brúðguminn tilvonandi hafði jafnvirði rúmra 42 þúsunda króna upp úr ráninu. Hann beindi leikfangabyssu að starfs- manni pósthússins og hvíslaði að honum að láta sig hafa pen- ingana. Svo fagmannalega fór Green að, að þeir sem biðu í röðinni fyrir aftan hann eftir að fá afgreiðslu höfðu ekki minnstu hugmynd um að vopnað rán stæði yfir. Green var dæmdur í tveggja og hálfs árs fangelsi eftir að hafa játað á sig brotið. flestir Nýsjálendingar væru sam- mála um að tekjuskatturinn væri óréttlátur og lækkun hans væri mikið réttlætismál. Til að létta undir með stórum fjöl- skyldum láglaunafólks og draga úr áhrifum virðisaukaskattsins á afkomu þeirra verða teknar upp fjölskyldubætur sem tryggja fjölskyldum með eitt barn sem svarar 5000 ísl. kr. í lágmarkstekjur á mánuði. Eftir skattabreytinguna verð- ur tekjuskattur í lægsta skatt- þrepinu 15% í stað 20% áður og tekjuskattur í hæsta skattþrep- inu lækkar úr 66% í 48%. Atvinnuleysi á Nýja Sjálandi hefur minnkað mikið undir stjórn Verkamannaflokksins. Atvinnuleysi mældist aðeins 3,6% í júní á þessu ári en 4,9% í sama mánuði fyrrr ári. MOSCOW - Sovief me- dia said the U.S. was apparently trying to derail November’s sup- erpower summit and acc- used the Central Intellig- ence Agency (CIA) of being behind Washing- ton’s charges that a dang- erous chemical had been S used on its diplomats OC here. U.S. offícials said they had evidence to $ back their charges. 9; VANDENBERG Air Force Base, California - The United States test fíred an MX nuclear mis- sile from an underground silo for the first time, sending the unarmed missile streaking on a 4,100 mile flight over the Pacifíc. JOHANNESBURG - South African anti-apart- heid leader Alan Boes- Ul ak announced plans for a S mass March next week to ^ the prison of black natio- —» nalist leader Nelson ^ Mandela and asked the 5 authorities to avoid what % he termed provocation. COLOMBO - Sri Lanka’s parliament ex- tended a national state of emergency for another month after the govern- 1 ment warned that Tamil I guerrillas were planning I ^ að major offensive. UNITED NATIONS - Libyan Leader Muammar Gaddafí will make his first trip to the United States, probably in October, for JJj the 40th anniversary sess- ^ ion of the U.N. General OQ Assembly. ys TUNIS - Tunisia accused | Libya of threatening force in a dispute over worker expulsions and decided to recall its ambassador for consultations. • LONDON - The Guinn- ess brewing firm won I control of Arthur Bell, I the largest independent Scotch whisky company, 1 after a fíercely-contested | takeover bid. • MAINS, West Germany I - A former cellarman at j West Germay’s biggest I wine merchant has con- fessed to mixing German wines, sold as top-class | vintages, with adulterated , Austrian wines. newsinbrief]

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.