NT - 24.08.1985, Blaðsíða 15

NT - 24.08.1985, Blaðsíða 15
 m Laugardagur 24. ágúst 1985 15 Ltl wr Skák Verða Kínverjar næsta skákstórveldið? ■ Sænska skákkonan Pia Cramling stóð sig með ágætum á skákmóti Búnaðarbankans, sem haldið var 1984. Hér hefur hún skák sína við Jón L. Árnason. Stefán Valgeirsson formaður bankaráðs leikur fyrsta leikinn fyrír Cramling. ■ Þegar einangrunarstefna sú sem kínverskir valdhafar höfðu fylgt áratugum saman tók að láta undan við byrjun síðasta áratugar jafnt á menningarsvið- inu sem hinu pólitíska og efna- hagslega fóru Kínverjar að láta æ meira á sér kveða í íþrótta- keppnum af ýmsu tagi. Skáklist- in var þar ekki undanskilin. Kínverjar voru fyrst með í Olympíumóti árið 1978 og hafa æ síðan verið meðal þátttöku- þjóða og sækja það fast að gera sig gjaldgenga í hvers kyns skákkeppnum jafnframt því sem þeir hafa boðið sterkum skákmönnum hins vestræna heims til keppni innanlands. 1978, þegar Argentínumenn stóðu fyrir Olympíuskákmót- inu, voru menn fullir efasemdar gagnvart skákgetu Kínverja. „Við komum hingað til að læra,“ sögðu þeir auðmjúkir þegar 1. umferð mótsins fór fram. íslendingar voru and- stæðingar þeirra í fyrstu umferð og við þóttumst þá vera með allþokkalegt lið. Skákstíll Kín- verja kom þar skýrt fram, við töpuðum 1:3 og var grátlegt að horfa upp á hvern sveitarmeð- liminn á fætur öðrum falla í tveggja leikja gildrur andstæð- inganna. Nú sjö árum síðar eru þeir ekki lengur vanmetnir. Skák- stíllinn hefur kannski ekki breyst svo mikið því enn er talað um kínverskar drottning- arfórnir sem á fyrstu Olympíu- mótunum máttu heita vöru- merki kínverskrarskáklistar, en meginmunurinn liggur í þeirri þekkingu og reynslu sem fremstu skákmenn þeirra hafa aflað sér. Það eru því ófáir sem spáð hafa því að um næstu aldamót muni Kínverjar ógna stórveld- um skáklistarinnar verulega og í raun virðast aðeins tíma- spursmál hvenær þeir eignast sinn eigin Kasparov. Margt virðist þó benda til þess að næsta kynslóð skák- meistara muni slá í geg.i en ekki sú sem nú heldur uppi merkinu með sóma. Kínverjar hafa að sönnu eignast tvo fulltrúa á milliliðamótinu. í Mexíkó tcfldi 1. borðsmaður þeirra frá síðasta Olympíumóti, Qi, og á milli- svæðamótinu í Biel tefldi skák- maður að nafni Li. Þeir stóðu sig báðir allþokkalega. Það er þó ekki síður í kvenna- flokki skákíþróttarinnar sem Kínverjar geta gert sér vonir um stór afrek á næstu árum. Pia Cramling hin sænska hef- ur ekki reynst sú ógnun við veldi sovéskra kvenna sem von- ast hafði verið eftir því á nýliðnu millisvæðamóti á Kúbu átti hún í miklum erfiðleikum með að komast áfram og er ekki séð fyrir endann á þeirri baráttu hennar því hún þarf að heyja aukakeppni um laust sæti í áskorendamótinu. Susza Polgar, ungverska skákundrið, sýnir kvennakeppni í skák ekki mikinn áhuga og teflir eingöngu í karlakeppnum. Annað tveggja millisvæða- móta fór fram í Zheleznovodsk sem er bær í Georgíu. Fáum kom á óvart að sigurvegarinn væri sovéskur. Litinskaja mikil val- kyrja sovéskra, hlaut 11 vinn- inga af 15 mörulegum en 2. sætið kom í hlut 24 ára gamallar kínverskrar stúlku, Mien - Quien Wu. Wu hlaut lOVivinn- ing sem er gott vinningshlutfall en meiri athygli vakti þá frammistaða hennar gegn so- vésku skákkonunum. Pær voru alls fimm talsins, auk Litinskaju þær Zaitzewa, Gurieli, Matw- eewa og síðast en ekki síst Nona Gaprindhasvili. Wu vann fjórar skákir og tapaði einni - fyrir sigurvegaranum. Fjórar konur komast áfram úr hvoru móti og tapið fyrir Wu reyndist Gaprindhasvili,'sem var heims- meistari kvenna um 16 ára skeið, (1962-1978) dýrkeypt; hún hafnaði að lokum í 5. sæti og situr heima þegar áskorenda- mótið fer fram. Menn skyldu ekki halda að skákkonur vorra tíma séu einhverjir aukvisar. Það nægir að minna á frammi- stöðu Piu Cramling á Búnaðar- bankamótinu á síðasta ári en þar sigraði hún m.a. Lev Alburt sem þetta sama ár varð bandarísk- ur meistari í best skipaða meist- aramóti fyrr og síðar. Gaprind- hasvili vann eitt sinn hið fræga , Helgl Olafsson stórmeistari skrifar um skák Lone - Pine skákmót og voru þá heldur ekki neinir aukvisar á ferðinni það sinnið. Raunar er það merkilegt hversu hátíðlega sumir karlmenn taka viðureign- ir sínar við kvenpeninginn og tapi þeir eru þeir lengi að ná sér. Höfum við um það alíslensk dæmi. Það kom fram hér áðan að skákstíll kínverja er með sókn- djarfara móti sem kemur inn á það sem mér hefur einlægt fundist, að skáklistin, teórían og fleira er meira og minna landfræðilegt fyrirbrigði. Það nægir stundum að vita hvaða byrjanir sterkasti skákmaður hverrar þjóðar teflir, aðrir land- ar feta dyggilega í fótsporin: Hvítt: Wu (Kína) Svart: Zaitzewa (Sovétríkjun- um) Caro-Kann 1. e4 c6 2. d4 dS 3. Rc3 dxe4 4. Rxe4 Rf6 5. Rxf6 exf6 (Fremur sjaldséð afbrigði sem þó hefur sést í skákum Korts- nojs m.a. í einvígi hans við Karpov 1978.) 6. c3 Bd6 7. IId3 0-0 8. Re2 He8 9. Dc2 g6 10. Be3 Rd7 11 h4! (Ein besta áætlun hvíts, sem reynir að opna kóngsstöðu svarts lítillega.) 11. .. Rf8 12. h5 Be6 13. hxg6 fxg6 14. c4 De7 15. 0-0-0 DI7 16. Hh6! (Sóknarmöguleikar hvíts liggja eftir h-línunni.) 16. .. b5 17. c5 Bc7 18. Hdhl f5 (Hvítur hótaði 19. hxh7! Rxh7 20. Bxg6 o.s.frv.) 19. g4! Bd5 20. Hlh4 f4? (Uggir ekki að sér. Best var 20. - Be4.) iiiiii 111 BHI IHI B #111111111 i iiiiiiiiiii ;| i B SIIIABASIHII 11 H liffilBI 11 IIIÍLlt flfHWIIö Bll 111 1111 |B 21. Hxh7! Df6 (Eftir 21. - Rxh7 22. Bxg6 nær hvítur óstöðvandi sókn.) 22. Hh8t Kg7 23. Bd2 He7 24. b3 (Hvíta staðan er unnin en áður en lokaatlagan hefst tryggir Wu varnir sínar.) 24. .. Hae8 25. g5! Dxg5 26. Rxf4 Dglt 27. Kb2 BI3 28. Rxg6 Rxg6 29. H8h7t Kf6 30. Bxg6 Hxh7 31. Df5t! - Zaitzewa gafst upp cnda stutt í mátið. Frá Fjölbrautaskólanum í Breiðholti Innritun í öldungadeild Fjölbrautakólans í Breiðholti fer fram dagana 28., 29. og 30. ágúst í húsakynnumstofnunarinnarviðAust- urberg kl. 18.00-21.00. Greiða á gjöld jafnhliða því sem nemendur velja námsáfanga. Mat á fyrra námi svo og sérstök námsráðgjöf er veitt innritunardag- ana. Sími skólans er 75600. Dagskóli F.B. verður settur í Bústaðakirkju laugardaginn 31. ágúst kl. 10.00 árdegis. Allir nýnemar eiga að koma á skólasetning- una. Allir nemendur dagskólans fá afhentar stunda- skár mánudaginn 2. september kl.9.00- 14.00 og eiga þá að standa skil á gjöldum. Kennarar F.B. eru boðaðir á almennan kennarafund mánudaginn 2. september og hefst fundurinn kl. 9.00 árdegis. Skólameistari ______________ Frá grunnskóla Kópavogs Grunnskólarnir í Kópavogi verða settir með kennarafundum í skólunum mánudaginn 2. september n.k. kl. 9.00 fyrir hádegi. Næstu dagar verða notaðir til undirbúnings kennslustarfs. Nemendur mæti sem hér segir: föstudaginn 6. september 9. bekkur börn fædd 1970, kl. 9.00 föstudaginn 6. september 8. bekkur börn fædd 1971, kl. 10.00 föstudaginn 6. september 7. bekkur börn fædd 1972, kl. 11.00 mánudaginn 9. september 6. bekkur börn fædd 1973, kl. 9.00 mánudaginn 9. september 5. bekkur börn fædd 1974, kl. 10.00 mánudaginn 9. september 4. bekkur börn fædd 1975, kl. 11.00 mánudaginn 9. september 3. bekkur börn fædd 1976, kl. 13.00 mánudaginn 9. september 2. bekkur börn fædd 1977, kl. 13.00 mánudaginn 9. september 1. bekkur börn fædd 1978, kl. 14.00 Forskólabörn 6 ára (fædd 1979) og foreldrar þeirra verða boðuð í viðtal símleiðis frá 9.-13. september. Skólaganga forskóla- barna hefst mánudaginn 16. september. Skólafulltrúi. REYKJAVÍKURIIÖFN Hafnarhúsið við Tryggvagötu/ húsnæði til leigu: Á jarðhæð 135m2 geymsluhúsnæði með innkeyrsludyrum. >• Á jarðhæð 295m2 geymsluhúsnæði með innkeyrsludyrum. Á 2. hæð 408m2 geymsluhúsnæði (vörulyfta sem opnast inn í geymslurýmið). Á 3. hæð er 76m2 geymslurými. Allt laust húsnæði er óeinangrað og óupphit- að. Upplýsingar um skilmála og leigukjör gefur umsjónarmaður fasteigna Reykjavíkurhafn- ar á skrifstofutíma í síma 28211.

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.