NT - 24.08.1985, Blaðsíða 8

NT - 24.08.1985, Blaðsíða 8
Malsvari frjálslyndis, samvinnu og félagshyggju Útgefandi: Nútiminn h.f, Ritstj.: Helgi Pétursson Framkvstj.: Guömundur Karlsson Auglýsingastj.: Steingrímur Gíslason Innblaösstj Oddur Ólafsson Skrifstofur: Siðumúli 15, Reykjavik. Sími: 686300. Auglýsingasimi: 18300 Kvöldsimar: Áskrift og dreifing 686300, ritstjórn 686392 og 687695, iþróttir 686495. tæknideild 686538. Setning og umbrot: Tæknideild NT. Prenfun: Blaiaprent h.f. Kvöldsimar: 686387 og 686306 Verð i lausasölu 35 kr. og 40 kr. um helgar. Askrift 360 kr. Styður Morgunblaðið íslensku þjóðina? ■ Það er oft vandséð hverra hagsmuni Morgun- blaðið er að verja. Blaðið leggst nú með öllum sínum þunga gegn því að varnarliðið kaupi íslenskar landbúnaðarvörur í stað þess að flytja þær inn frá Bandaríkjunum í trássi við íslensk lög. Framleiðend- ur landbúnaðarvöru á íslandi verða að fylgjast náið með rökum blaðsins gegn því að íslendingar selji vörur sínar til varnarliðsins. ímynd þessarar afstöðu Morgunblaðsins er Þorsteinn Pálsson formaður Sjálf- stæðisflokksins og setning, sem hann lét frá sér fara í vikunni: „Við megum ekki verða háðir viðskiptum við varnarliðið.“ Pessi afstaða er barnaleg, svo ekki sé meira sagt. í forystugrein Morgunblaðsins í gær er setning, sem er svo makalaus, að menn verða að athuga tvisvar með hvaða blað þeir eru í höndum: „Varnar- liðið á að sjá um sig“ stendur þar. Til hvers er það hér? hljótum við að spyrja. Vill Morgunblaðið kannski láta það fara? Eru þetta ekki bandamenn okkar, hér samkvæmt samningi milli okkar og stjórnar Bandaríkjanna? Eru þetta einhverjir túristar í pakkaferð? Morgunblaðið og Þorsteinn Pálsson segja, að við eigum ekki að selja varnarliðinu landbúnaðarvörur, vegna þess, að ráðherrar Framsóknarflokksins hafi ekki gert kröfu til þess þegar þeir voru utanríkisráð- herrar og heldur ekki ráðherrar Alþýðuflokksins. Það er nýtt, ef Morgunblaðið og Sjálfstæðisflokkur- inn er farinn að skýla sér á bak við gerðir ráðherra Framsóknarflokksins fyrr á tíð, en við vitum öll, að framboð okkar á landbúnaðarvörum var til ótrúlega skamms tíma ákaflega einhæft. Núna framleiðum við hins vegar allar landbúnaðarvörur, sem þörf er á í eldhúsum varnarliðsins og í eldhúsum landsmanna, þökk sé víðsýnni stefnu Framsóknarflokksins í landbúnaðarmálum bænda og framtaki bænda og bændasamtakanna. NT vill minna Morgunblaðið og Þorstein Pálsson á framleiðslu kjúklingabænda, eggjabænda, kalkúnabænda, svínabænda og stór- aukna framleiðslu á fyrsta flokks nautakjöti. Hvað hafa þessir menn til saka unnið? Af hverju mega þeir ekki selja sína vöru til varnarliðsins? Við höfum oft reynt fyrir okkur með sölu á lambakjöti á erlendum mörkuðum og borið fyrir okkur sérstöðu íslenska lambakjötsins, en ætla Morgunblaðið og Þorsteinn Pálsson að fara að flytja út kjúklinga, svínakjöt og nautakjöt? Hvert í veröldinni? Er leiðarahöfundur Morgunblaðsins svo ótrúlega illa að sér í markaðs- málum erlendis, að hann eigi við slíkan útflutning þegar hann talar um að nær væri „að við öfluðum eðlilegra markaða í öðrum löndum með dugnaði og útsjónarsemi“? Vilja Þorsteinn Pálsson, Geir Hallgrímsson og Morgunblaðið kannski flytja inn bandaríska verka- menn og byggingarverktaka svo við þurfum ekki að vera háðir viðskiptum við varnarliðið í gegnum íslenska Aðalverktaka? Og NT vill spyrja þetta þríeyki að einu: Deilan um kjötsöluna hefur komð fram í dagsljósið að nýju í kjölfar flutninga bandaríska skipafélagsins Rainbow Navigation hingað til lands. Morgunblaðið krafðist þess þá, að íslensk skipafélög ættu að fá í sinn hlut þá flutninga og gerði mikið úr samningaviðræðum Geirs Hallgrímssonar, utanríkisráðherra vegna málsins. Hvernig ætlaði Geir Hallgrímsson að tryggja það, að íslensk skipafélög yrðu ekki háð varnarliðinu fjárhagslega, ef þau fengju flutninga fyrir það í sinn hlut? ■ * - <• ± * - * ■ Laugardagur 24. ágúst 1985 8 Vettvangur Þorsteinn Guðjónsson: Hvalirogmenn Þorsteinn Guðjónsson. ■ Um hvalmálin og hval- friðunarmálin þvkir mér það ískyggilegast, ef íslendingum skyldi verða á að vanmeta styrk náttúruvemdarstefnunnar og láta tölulega léttvæga hags- muni nokkurra útgerðar- manna og veiðimanna verða til að stórspilla því sem miklu rneira virði er. Og þó að sjávar- útvegsráðherra okkar sé óefað bæði duglegur ög skylduræk- inn maður, sem kynnir vel hin ýmsu sjónarmið, þá gæti verið að það sem virðist heilbrigð skynsemi hér heima, stæðist ekki í hinum stóra heimi og á hinum stóra niarkaði. Miklu meira kann að tapast en vinn- ast með því að ríghalda í hvalveiðarnar. Þetta sem nú var sagt hefur sjálfsagt verið þegar sagt af niörgum og verður sagt næstu vikur, og segi ég þetta einungis til að taka undir með öðrum. En ég held að benda mætti þrefa um rök þeirra. En það er ekki líklegt að menn komist nærri kjarna málsins og því sem sköpum skiptir fyrir landið með því. Og þeirri röksemd hvalfriðunarmanna, að „vís- indaáætlun" íslendinga í þessu sambandi sé fyrirsláttur og yfirdrepsskapur einn, hefur ekki verið svarað með neinum rökum af ískenskri hálfu. Til þess að girða fyrir stór- - slys eins og það, að íslendingar töpuðu fiskmörkuðum fyrir náttúrufræðingur, sem alla sína vísindamannsævi - um 50 ár - mótmælti hvalveiðum mjög eindregið. Þessi náttúru- fræðingur hélt einnig fram nýrri heimspeki sem ósennileg þótti á þeirri tíð, svo ólíkleg að jafnvel aðrar rannsóknir sama manns voru um tíma látnar gjalda höfundar síns. Þetta var jarðfræðingurinn og líffræð- ingurinn dr. Helgi Pjeturss, og þarf sá sem þetta ritar varla að taka fram, að þeim sem reynt En ég held að benda mætti betur á það en gert hefur verið, að hugsun, hugsunarhátt- ur og hugarfar, getur stundum orðið að sterkara afli en „raunsæismennirnir“ gera sér grein fyrir, - og að hvalfriðunarstef nan sé einmitt dæmi um það sem gerist, þegar slíkir kraftar losna úr læðingi. löngun sína til að veiða hvali, mundi það eitt nægja að rekja sögu hvalfriðunarhugsjónar- innar í réttu samhengi. A fyrri hluta þessrar aldar var hér á landi uppi brautryðjandi hafa hér á landi að taka upp merki hans, liefur nálega ekk- ert orðið ágengt, nema síður sé. En erlendis horfir málið dálítið öðruvísi við. Jafnt og þétt fer það vaxandi að vitnað sé til dr. Helga í ýmiss konar ritum og má þó segja, að ekki síður séu það málefni mjög skyld hans málum, sem unnið hafa verulega á. Það er því býsna eftirtektar- vert, að þegar svo er koinið að nafn dr. Helga er farið að rísa erlendis, skuli einnig hvalfrið- unarhugsjón hans ná í sig afli. Það er eins og íslendingar eigi að komast að því fullkeyptu í viðskiptum sínum við þennan brautryðjanda. sem þeir vildu ekki viðurkenna. Afl hugsana hans ráða þeir ekki við, þegar það kemur til þeirra úr annarri átt. Vonandi átta ráðamenn Dr. Helgi Pjeturss. betur á það er gert hefur verið, • að hugsun, hugsunarháttur og hugarfar, getur studum orðið að sterkara afli en „raunsæis- mennirnir" gera sér grein fyrir, - og að hvalfriðunarstefnan sé einmitt dæmi um það sem gerist, þegar slíkir kraftar losna úr læðingi. Það er að vísu auðvelt að velja hvalfriðun- armönnum nöfn hér heima, og okkar sig á því, að hvalfrið- unarmálið er þeim ofurefli. Vonandi fara menn ekki að setja metnað sinn í það að halda dauðahaldi í hinar dauðadæmdu hvalveiðar. Það er meiri manndómur í því að snúa við af rangri leið en að halda áfram á hinni metnaðar- ins vegna. Þorsteinn Guðjónsson Skátar og templarar ■ Þaðereinungishiðóvenju- lega og furðulega sem hlægir. En vaninn slævir athyglina, og það sem, ætti í raun að vera aðhlátursefni verður fljótlega jafn hversdagslegt og afsagnar- hótanir Alberts. Þess vegna er ekki hlegið að skátum og templ- urum. Um þessar mundir er þó næg ástæða til þess að taka andköf og bakslög. En það ku vera stutt milli hláturs og tára, því þó að þessi samtök séu fáránleikinn holdi klæddur, þá virðast þau hafa undraverð áhrif meðal embættis- og stjórnmálamanna, ýmist vegna óskilgreindra „oíd boy“ til- finninga eða þröngsýni. Það er full ástæða til þess að brynna músum yfir þessu áhrifavaldi. Gíng, gang, gúllí, gúllí Það er óþarft að rifja upp þá sögu er Baden-Powell stofnaöi þá „para-militarísku“ hreyf- ingu er hlaut nafnið skátar (sbr. boy scout) hér á íslandi. I eina tíð naut þessi hreyfing einhverra vinsælda og virðing- ar, enda þóttu ungmenni nema eitt og annað gagnlegt innan vébanda hennar. Fyrir utan það að klífa fjöll og firnindi í fagurlitum einkennisbúning- um, þá söfnuðust strákar og stelpur saman í tjaldbúðum þar sem þeim var innrætt ákveð- ið lífsviðhorf. Svona ósköp svipað og hjá Hitler, Jugend eða Komsomol. En það var í þá gömlu góðu daga. Fyrir einhverra hluta sakir dofnaði áhugi vormanna ís- lands á gráðum og torkennileg- um stauramannvirkjum, og nú segja áreiðanlegir heimildar- mennað meðalaldur íslenskra skáta sé 65 ár. Engilsaxar tala oft um „endangered species“, og þá má segja að það sé viðeigandi upphrópun þegar fjöldi og fjör íslenskra skáta er annars vegar. Sumsé fátt um, fína drætti í þeim búðunum. En vei þeirn er vanmetur hina tinandi arftaka Baden- Powell, þeim hefur tekist að gera hrun hreyfingarinnar að opinberu leyndarmáli. Sem slíkt er það aldrei nefnt, og menn láta eins og ekkert hafi í skorist. Enn safnast höttum prýddir öldungar í kringum varðeldinn og kyrja: „Gíng, gang, gúllí, gúllí, gúllí, gúllí, vassa, gíng, gang, gú, gíng, gang, gú, o.s.frv." Það er svo sem ekkert við því að segja. Hitt er svo annað að þess eru dæmi að skátahreyfingin hafi fengið inni í grunnskólum fyrir starfsemi sína, þar sem hús- næðisskortur hefur háð venju- legu skóla- og félagsstarfi. Slíkt ástand hefur varað á ein- um stað a.m.k. svo áratugum skiptir, og vakið undrun þeirra er til þekkja. En blekkingunni skal við- haldið, skátar skulu enn heita fulltrúar íslenskrar æsku og manna heiðursvörð sem slíkir við ótal tækifæri, svo ekki sé minnst á aðstöðu til handa hreyfingunni a.m.k. ákostnað þess félagsstarfs er ungum líkar. Steingeld hreyfing Þó að skátahreyfingin hafi fæðst í stríði er hún ekki hálft eins ógnvænleg og hreyfing templara sem varð til á friðar- tímum. Hver man ekki alda- mótakynslóðina, fulla af eld- móði, æskutápi, og ungmenna- félagshugsjónum. Að vissu marki var hreyfing templara barn síns tíma, vel fallin til þess að eiga við tvíeflt böl fátæktar og ofneyslu áfengis miðað við aðstæður þá. En það var í þá daga. Nú er það 'sama upp á teningnum með templara og skáta þ.e. þeir muna sinn fífil fegurri en segja engum frá því og vonast til þess að enginn taki eftir þvi. Æskuljóminn er horfinn af andlitum stúkumanna, og þeir eru reyndar ekki margir eftir sem setja ábúðarmiklir upp virðingarnierki og kraga. En hver er opinber staða templara á íslandi, hafa áhrif þeirra og völd breyst í sam- ræmi við hnignun hreyfingar- innar? O, sei sei nei. Það er nefnilega einnig opinbert leyndarmál að hinn íslenski tempiari er orðinn jafn fágætur

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.