NT - 24.08.1985, Blaðsíða 10

NT - 24.08.1985, Blaðsíða 10
Laugardagur 24. ágúst 1985 10 Útboð Byggingarnefnd flugstöövar óskar eftir tilboöum í aö innrétta nýju flugstöðvarbygginguna á Keflavíkurflugvelli og nefnist verkiö: Flugstöð á Keflavíkurflugvelli - Innréttingar FK-5 Verkið nær m.a. til: a) Innréttinga og frágangs byggingarinnar. b) Hreinlætislagna, vatnsúðunarkerfis, hitakerfis og loft- ræstikerfis. c) Raflagna Verkinu skal Ijúka 1. mars 1987. Útboðsgögn verða til sýnis og sölu á Varnarmálaskrifstofu utanríkisráðuneyt- isins, Skúlagötu 63, Reykjavík frá kl. 14.00 mánudaginn 26. ágúst n.k. Verð þeirra er kr. 20.000. Tilboðum skal skila til Byggingarnef ndar flugstöðvar eigi síðar en 19. nóvember 1985. Reykjavik 23. ágúst 1985 Byggingarnefnd flugstöðvar. fFrá Fjölbrauta- skólanum við Ármúla Nemendur komi í skólann mánudaginn 2. september, milli kl. 13 og 15. Þá verða afhentar stundaskrár og bókalistar gegn grieðslu nemendagjalda kr. 1.000.- Kennsla hefst samkvæmt studsaskrá miðvik- udaginn 4. september. Deildarstjórafundur verður þriðjudaginn 27. ágúst kl. 10.00. Kennarafundur verður mánudaginn 2. sept- ember kl. 9.00. Skólameistari. Útboð Vegagerð ríkisins óskar eftir tilboöum í endurbætur á Reykjanesbraut í Ytri-Njarðvik. (Malbik 2.200 m2, kantsteinn 1000 m, umferðareyjur 470 m2). Verki skal lokið 1. nóvember 1985. Útboösgögn verða afhent hjá Vegagerð ríkisins í Reykjavík (aöalgjaldkera) frá og með 26. ágúst n.k. Skila skal tilboðum á sama staö fyrir kl. 14.00 þann 2. september 1985. Vegamálastjóri Útboð Vegagerð ríkisins óskar eftir tilboðum í styrkingu Djúpvegar í Álftafirði. (Lengd 5,1 km. magn 10.000m3). Verki skai lokið 20. október 1985. Útboðsgögn verða afhent hjá Vegagerð ríkisins á ísafirði og í Reykjavík (aðalgjaldkera) frá og með 26. ágúst n.k. Skila skal tilboðum á sömu stöðum fyrir kl. 14:00 þann 9. september 1985. Vegamálastjóri. Viðskiptafræðingur Kaupfélag Eyíirðinga óskar eftir að ráða viðskiptafræðing. Starfssvið: Rekstraráætl- anir og fleira því tengt. Upplýsingar gefur Áskell Þórisson starfsmannastjóri KEA. Kaupfélag Eyfirðinga Hey til sölu Gott velbundið hey til sölu. Upplýsingar í síma 32000, Áburðarverksmiðja ríkisins. John Travolta loks á réttri hillu? ■ John Travolta hefur ekki átt upp a pallborð- ið hjá kvikmyndagagnrýnendum. Honum hefur þó tekist einna best upp þegar hann hefur átt Oliviu Newton-John að mótleikkonu. ■ Oftar en ekki hefur John Travolta mátt þola það að hljóta slæma dóma fyrir frammistöðu sína á hvíta tjald- inu. Enn sem komið er hefur hann þó ekki látið segjast og heldur áfram að reyna að koma sér í mjúkinn hjá gagnrýnend- um og bíóförum. En nú hefur komið í Ijós að það er mögulegt að John sé á rangri hillu. Hann hefur nefni- lega sýnt hæfileika á öðru sviði og þykir ekki enn útséð um að hann hafi vit á að helga sig því starfi. Að undanförnu hefur John Travolta tekið að sér að rita slúðurdálk í franskt dagblað. Engin regla hefur verið á þess- um skrifum hans. En nú hefur það sýnt sig að lesendur blaðs- ins kunna mjög vel að meta það sem úr penna Johns drýpur, sem þeir segja óvenju vel skrifað og jafnvel fyndið. Þcir krefjast þess nú ólmir að slúðurdálkar Johns fái vikuleg- an sess í blaðinu, og þar sem John kann að meta gullhamra eins og aðrir og þeir eru kær- komin tilbreyting frá öllum skömmunum fyrir kvikmynda- leikinn, hefur hann tekið til- boðinu. Slúður Johns fjallar auðvit- að mest um þann heim sem hann þekkir best, þ.e.a.s. kvikmyndaheiminn. Á því sviði á hann fræga forvera og ber þar hæst Louellu Parsons sem um árabil réði lögum-í Hollywood (ásamt Heddu Hopper) og verður lengi í minnum höfð. Á hennar valdi var að skjóta stjörnum upp á himininn eða koma þeim niður á jörðina og jafnvel undir græna torfu. Margir líkja John Travolta nú við Louellu og þykir honum það mikið hrós! Muhammad Ali: Eiginkonan sækir um skilnað ■ Pað voru ekki illyrðin eða ásakanir sem gengu á milli hjónanna Veronicu og Mu- hammads Ali þegar frúin sótti um skilnað eftir að hafa yfir- gefið heimili þeirra í júnímán- uði sl. Veronicaerþriðjaeigin- kona heimsmeistarans fyrrv. í hnefaleikum. Hún vildi fá skilnað „vegna ósættanlegs ágreinings" - en það er næg skilnaðarástæða í Kaliforníu. Blaðafulltrúi þeirra hjóna sagði þó í yfirlýsingu, „að milli þeirra ríkti enn aðdáun, ást og virðing og þau myndu áfram halda vináttusambandi“. Veronica varð eiginkona Alis 1977 og þau eiga saman tvær dætur. Önnur er 8 ára og heitir Hana, En Laila er fjög- urra ára. Veronica hefur nú óskað eftir framfærslueyri fyrir dæturnar, og sömuleiðis fyrir sig og börn sín frá fyrra hjóna- bandi, sem búa hjá móður sinni. Allar sameiginlegar eignir hafa verið skrifaðar upp til skipta, og ku það vera mikið verk að standa að því. Veronica fór að fást við að leika í kvikmyndum fyrir um tveimur árum, og hefur henni gengið nokkuð vel. Hún mun nú hafa úr að velja nokkrum tilboðum frá kvikmyndafyrir- tækjuni. - ■

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.