NT - 24.08.1985, Blaðsíða 24

NT - 24.08.1985, Blaðsíða 24
HRINGDU ÞÁ í SÍRVIA 68-65-62 Við tökum við ábendingum um fréttir allan sólarhringinn. Greiddarverða 1000 krónur fyrirhverja ábendingu sem leiðir til fréttar í blaðinu og 10.000 krónur ffyrir ábendingu sem leiðir til bitastæðustu fréttar mánaðarins. Fullrar nafnleyndar er gætt NT, Sídumúla 15, Reykjavík, sími: 686300, auglýsingar 18300 Kvöldsimar: áskrift og dreifing 686300 é ritstjórn 686392 og 687695 • íþróttir 686495 nda saman að 100 ta hiukrunarheimih Fjársöfnun um allt land í haust ■ Svo virðist sem atvinnu- ástandið í Hafnarfirði hafi skánað mikið frá því sem var allan sl. vetur, en þá var atvinnuleysi með versta móti í Firðinum. Nú eru aðeins um 20 manns á at- vinnuleysisskrá, að sögn Gunn- ars Sveinbjörnssonar á Félags- málaskrifstofu Hafnarfjarðar. Sagði hann að slíkt væri svipað og í venjulegu árferði, það væri ' einkum fólk, sem gæti ekki stundað erfiðisvinnu. Þegar atvinnuleysið var hvað verst sl. vetur voru rúmlega 200 manns á atvinnuleysisskrá. Munaði þar mest um að vinna lá niðri hjá Bæjarútgerðinni. Þeg- ar fyrirtækið fór aftur af stað sl. vor, undir nýjum eigendum, skánaði ástandið til mikilla muna. Þrátt fyrir það voru í júlí og fyrri hluta ágúst um 70 manns á atvinnuleysisskrá. Gunnar sagði að þarna hefði fyrst og fremst verið um að ræða konur, sem stunda ræstingar- störf og vinna við mötuneyti skólanna, en ráðningatími þeirra er 9 mánuðir og gengur oft erfiðlega að útvega konun- um vinnu hina þrjá mánuðina. Nú eru skólarnir að fara aftur af stað og þessar konur því komn- ar í störf. Þó ástandið sé þokkalegt núna sagðist Gunnar samt óttast að það yrði erfitt með haustinu. Hann sagðist vera hræddur um að það stefndi í vandræðaástand þegar uppsagnir Hagvirkis koma til framkvæmda, en stór hluti starfsfólks fyrirtækisins er búsettur í Hafnarfirði. ■ Sex félagasamtök og stofn- anir hafa bundist samtökum um að reisa og reka umönnunar- og hjúkrunarheimili fyrir liðlega 100 manns, að Kleppsvegi 64 í Reykjavík. Teikningar hafa verið samþykktar og tók forseti Islands fyrstu skóflustunguna í gær. Að stofnuninni standa: Al- þýðusamband íslands, Sam- band lífeyrisþega ríkis og bæja, Sjómannadagsráð, Stéttarsam- band bænda, Reykjavíkurborg og Þjóðkirkjan. I frétt frá samtökunum segir að nú séu skráðir á biðlista rúmlega hálft þriðja þúsund manns á Stór-Reykjavíkur- svæðinu, sem þarfnist vistrýmis af félagslegum og heilsufarsleg- um ástæðum. Urlausn sé því mjög brýn. Fjár til framkvæmdanna mun verða aflað meðýmsum hætti. í haust er stefnt að almennri fjár- söfnun um land allt og er ætlun- in að það fé sem safnast á Reykjavíkursvæðinu renni til ofangreindra framkvæmda, en a að hjúkrunarheimili aldraðra á íóðinni við Kleppsveg 64, Guðríður Elíasdóttir fylgist með. -mynd Sverrír Hafnarfjörður: Atvinnuástandið skánað Varnarliðið og gjaldeyrislög: Hverra hags- muna eru þessir menn að gæta? - spyr Albert Guðmundsson, vegna túlkunar utanríkisráðherra ■ „Ég spyr bara; hverra hagsmuna eru þessir menn að gæta? Okkar eða Banda- ríkjamanna? Það er ekki hægt að misskilja þessa grein í varnarsamningnum. Hún segir skýrt og greinilega að Ameríkananum beri að lúta íslenskum gjaldeyrislögum í einu og öllu,“ sagði Albert Guðmundsson, fjármálaráð- herra, þegar hann var inntur álits á túlkun utanríkisráðu- neytisins á 10. grein varnar- samningsins, sem greint var frá í NT í gær. „Ég get ekki ímyndað mér að Seðlabankanum sé heim- ilt að gefa út reglugerðir um varnarliðið, sem eru lögum frá Alþingi yfirsterkari. Varnarsamningurinn hefur lágagildi og öllum ákvæðum hans ber að framfylgja eins og öðrum lögum í landinu," sagði Albert þegar hann var spurður um núgildandi regl- ur um gjaldeyrisnotkun varn- arliðsins, sem Seðlabankinn setti 1983. Þegar Albert var spurður hvað hann ætlaði sér að gera þessu máli, sagðist hann ætla að ræða það í ríkisstjórninni við fyrsta tækifæri. Ingibjörg Hafstað í Útvarpsráði: „Alltaf leiðin- legt að vera hafður að fífli“ ■ „Það er nefnilega alltaf leiðinlegt að láta hafa sig að fífli,“ voru niðurlagsorð í bókun Ingibjargar Hafstað, útvarpsráðskonu, um ráðn- ingu Markúsar Arnar Ant- onssonar í stjórastöðurnar umdeildu hjá sjónvarpinu, en bókunin var lögð fram á fundi Útvarpsráðs í gær. Markús Á. Einarsson sagðist á fundinum harma ráðninguna, sem væri í trássi við vilja meirihluta Útvarps- ráðs og Árni Björnsson kvaðst hafa velt því fyrir sér hvers vegna ráðningin var yfir höfuð borin undir ráðið, þar sem vilji þess hafi að engu verið hafður. Fulltrúar Sjálfstæðis- flokksins gerðu athugasemd- ir við bókun Ingibjargar Hafstað og sögðu hana fela í sér dylgjur. Hótel- og veitingaskólinn: söfnunarfé á landsbyggðinni til verkefna heima í héraði. Einnig segja samtökin vitað að ýmsar stofnanir, félög og fyrirtæki séu þess albúin að styðja og styrkja framkvæmdir til almannaheilla. Til að auð- velda þeim aðilum að leggja sinn skerf af mörkum hafa m.a. verið hugsaðar tvær leiðir. í fyrsta lagi er ætlunin að komið verði fyrir tré úr málmi í anddyri hins nýja heimilis. Lauf trésins verða úr kopar og er hugmyndin að þeir sem vilja leggja heimilinu liðsinni greiði ákveðið gjald fyrir lauf sem þeir kjósa að merkja sér með nafni eða merki. Lauf þessi verða í þrem stærðum og verð þeirra: 100, 300 og 500 þús. kr. eftir stærð. Greiðslutími þess er hugsaður 2-3 ár eftir samkomu- lagi. 1 annan stað geta stærri fyrir- tæki eða fjársterkir aðilar kosið að minnast ákveðinna atburða, náinna ættingja eða annars með því að leggja fram andvirði eins eða fleiri vistrýma, sem ýmiss dæmi eru til um í svipuðum tilvikum. Þess má geta að íslendingar sem orðnir eru 75 ára og eldri eru nú um 10.500 talsins, helm- ingur þess hóps er ekkjur. Stroku- fangi ■ Lögreglaleitarnúfangasem slapp af Litla-Hrauni seint í fyrrakvöld. Þegar NT hafði samband við lögreglu á Selfossi og Reykjavík í gær, hafði ekkert frést af manninum. Gert hefur verið viðvart á þeim stöðum sem talið er líklegast að maður- inn leiti á. Nýtt skólahús í Kópavogi Bæjarstjórn samþykkt teikningar en menntamálaráðuneytið ekki gefið grænt Ijós ■ Hótel- og veitingaskólinn á við mikla húsnæðiserfiðleika að etja. Hann er nú til húsa á Hótel Esju í 700 fermetra húsnæði en nemendur í skólanum eru um 100 talsins. Það þýðir að um 7 fermetrar eru á hvern nemarida en samkvæmt dönskum stöðlum um sambærilega skóla er reikn- að með 23 fermetrum á nem- anda. Forráðamenn skólans eygja nú lausn á þessum vanda, því skólanum hefur nú verið úthlut- uð lóð undir nýtt hús við Mennta- skólann í Kópavogi. Að sögn Friðriks Gíslasonar, skóla- stjóra, er þegar búið að teikna húsið og samþykkja teikn- ingarnar af bæjarstjórn og bygg- inganefnd Kópavogs. Arkitekt’ aðhúsinu er Benjamín Magnús- son en húsið er um 4000 fer- metrar að stærð. Starfsemi skólans mun breyt- ast verulega þegar hann kemst í nýja húsnæðið. Sagði Friðrik, að eiginlega mætti tala um að í nýja húsinu yrðu fjórir skólar og rúmlega það. Skólinn verður með þessu fyrirkomulagi deild út frá Menntaskólanum og mun jafnframt breyta um nafn og kallast námsleið í hótel- og matvælagreinum. Verður boðið upp á kennslu í matvælafram- leiðslu, matreiðslu, fram- reiðslu, kjötiðn og bakstri, en kennslan í bakstri verður tvíþætt, annarsvegar brauð- bakstur og hinsvegar kökugerð. Síðan eru áform uppi um að bjóða upp á ýmsar hliðargreinar eins og t.d. leiðsögumanna- kennslu og námskeið fyrir hótel- stjórnun og móttöku, auk margs annars sem snertir ferðamanna- iðnaðinn í landinu. Friðrik sagði, að þó búið væri að fá samþykki yfirvalda í Kópavogi fyrir byggingunni, væru ýmis ljón enn í veginum. T.d. væri eftir að fá samþykki menntamálaráðuneytisins fyrir þessum breytingum og nýja skólahúsinu, auk þess sém eftir væri að fá fjárveitingu fyrir byggingunni.

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.