NT

Ulloq

NT - 24.08.1985, Qupperneq 5

NT - 24.08.1985, Qupperneq 5
I Laugardagur 24. ágúst 1985 5 r ¥= rétti ir Fata-spil hf.: Heimilislegt fyrirtæki ■ Heimasaumaður fatnaður hefur ekki þótt tískuvara, en á síðustu tímum hefur orðið mikil breyting þar á, en ekki hafa allir tíma né tækifæri til að draga fram saumavél og sníðablöð. Við lifum á tímum hraðans, það er mikið unnið og þægilegt þykir að ganga inní næstu versl- un og kaupa þar verksmiðju- saumaða flík, þó hún kosti óneitanlega meira en heima- saumuð. En nú hefur blaðinu verið snúið við og hægt er að ganga inn í búð í Reykjavík og kaupa „heimasaumaða" flík, eða láta fimar konur sauma á sig eftir máli. Fyrirtækið heitir Fata-spil hf. og er sameignarfyrirtæki 10 kvenna sem allar ahafa áhuga á prjóna- og saumaskap. Smáauglýsing Upphafsmaður að Fata-spili er Alda Norðfjörð. „Pað má eiginlega segja að þetta hafi byrjað heima við eldhúsborðið. Ég sauma mikið og var farinn að selja lítillega þegar mér flaug í hug að gaman væri að ná sambandi við aðrar konur sem sýsla við saumaskap heima hjá sér. Pað var úr að ég setti auglýsingu í blöðin þar sem ég óskaði eftir því að komast í samband við áhugakonur um sauma og prjónaskap. Það voru ■ Hér sitja þær við sauma, Erna og Alda. Auk módelsaums og viðgerða bjóða þær uppá leiðsögn við saumaskap. Ef einhver er að sauma sér buxur eða pils og lendir í vandræðum er óhætt að leita til þeirra og fá aðstoð. ■ Málin tekin af einum viðskiptavini Fata-spils hf. A myndinni sést einnig hluti barnafata og sængurgjafa sem Fata-spil býður uppá NT-myndir: Kóberf um 50 konur sem svöruðu aug- lýsingunni og fyrst í stað höfð- um við samband símleiðis og skiptumst á hugmyndum og upplýsingum. Síðan var ákveðið að stofna einhverskonar félag og auglýstur var fundur þar sem 15 konur mættu. Uppúr því var fyrirtækið Fata-spil stofnað, með 10 áhugasömum konurn." f sumar var framleiðsla kvennanna seld á útimarkaðn- um Lækjartorgi, en þegar líða tók á sumarið tímdu þær ekki að taka sér frí allan veturinn svo þær komu sér upp húsi undir framleiðslu sína þann 1. ágúst síðastliðinn. Sérhæfing Tvær af þessum tíu konum, þær Alda Norðfjörð og Erna Ragnarsd. vinna allan daginn í Fata-spili. Hinar átta vinna heima, og senda sína fram- leiðslu til fyrirtækisins. Mikil sérhæfing er hjá Fata-spili, ein konan er með prjónavél, önnur handprjónar, þriðja saumar skyrtur, fjórða saumar ein- göngu úr gallaefnum og svo mætti lengi telja. Sérfræðingur Fata-spils í að sauma eftir máli er Erna Ragn- arsdóttir. Hún sagði allskonar fólk nýta sér þjónustuna, ekkert frekar fólk sem notaði yfirstærð- ir eða á einhvern annan hátt afbrigðileg snið. Þær kaupa öll efni í heildsölu og eru með lágmarks-álagningu og geta því selt sína vöru um það bil 40% ódýrari en gengur og gerist. Erna nefndi sem dæmi að hún hafi fyrir skömmu saumað brúð- arkjól, sem kostaði 3.000 krónur, meðan sambærilegir kjólar voru seldir á 12-15.000 í verslunum. Samviskan „Við saumum sjálfar öll okk- ar föt, kaupum helst ekkert nema nærföt og skó,“ sagði Erna og Alda bætti því við að álagningin í verslununum væri rhikil, allt að 130% vegna hárrar húsaleigu. Hún sagði að þær réðu ekki við að kaupa í þessum dýru verslunum og hefðu heldur ekki samvisku í að leggja svona mikið á vöruna. Hún sagði það líka skila sér vel, því mikil sala hefur verið í barnafötum og sængurgjöfum hjá Fata-spili og eftir að þær opnuðu aðstöðuna í Miðstræti 3 A hafa þær í stórum stíl tekið að sér viðgerðir á fötum, módelsaum og breyting- ar á fötum. Eða eins og Alda orðaði það: „Það eru ófáir klæðaskáparnir sem við höfum flikkað uppá.“ Stúdentaleikhúsið á hringferð með rokk-söngleikinn i i i i i ii i EKKÓ - U eftir Cláes Aiidérssoh, þýðing: Ólafur Haukur Síníonarson, l l J l l l ónlist: Ragnhildur Gísladóttir, Akranes.........................28. ágús Grundarfjörður..................29. ágúst Stykkishólmur...................30. ágúst Búðardalur .....................31.ágúst Patreksfjörður................... 2. sept. Þingeyri......................... 3. sept. Boiungarvík ..................... 4. sept. Hnífsdalur....................... 5. sept. Hvammstangi ..................... 6. sept, eikstjórn: Andrés Sigurvinsson Blönduós......................... 8. sept. Sauðárkrókur .................... 9. sept. Siglufjörður.....................10. sept. Ólafsfjörður.....................11. sept. Dalvík...........................12. sept. Akureyri...................13. og 14. sept. Aðaldalur........................15. sept. Húsavík..........................16. sept. Þórshöfn ........................17. sept. Vopnafjörður.......................18. sept Borgarfj. eystri ..................19. sept Egilsstaðir........................20. sept, Neskaupstaður..................... 21. sept, Reyðarfjörður......................22. sept, Höfn...............................23. sept, Vík ...............................24. sept, Hvolsvöllur .......................25. sept, Selfoss............................26. sept

x

NT

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: NT
https://timarit.is/publication/305

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.