NT - 24.08.1985, Blaðsíða 3

NT - 24.08.1985, Blaðsíða 3
w Laugardagur 24. ágúst 1985 Miðlun sendir David Bowie íslenskar blaðaúrklippur Ef áhugasamur poppaðdá- andi skrifar lesendabréf í blöðin og krefst þess að David Bowie komi til landsins og skemmti gestum listahátíðar, fer bréfið ekki aðeins í íslensku dagblöðin heldur eru miklar líkur á því að Bowie sjálfur renni augunum yfir bréfið, þjónustufyrirtækið Miðlun sér til þess. Miðlun er aðili að alþjóða- samtökum fyrirtækja sem veita svipaða þjónustu og í gegnum þau samtök hafa Miðlun verið útveguð verkefni fyrir rífleg 100 erlenda aðila, sem fá sent allt efni sem um þá er skrifað á íslandi. Auk Davids Bowie má nefna Mexikóforseta, Miguel De La Madrid og stórblöðin Stern og Financial Times. Allir þessir aðilar fá send afrit af þessari frétt fyrst nöfn þeirra eru nefnd. Upplýsingafyrirtækið Miðlun hefur nýverið gert samning við Blaðamannafélag ísland um greiðslu á höfundarétti fyrir það efni sem Miðlun klippir úr, ljósritar og selur. „Ég er ósköp feginn því að búið er að gera þennan samning, nú er létt af mér samviskubiti sem ég er búinn að hafa undanfarin 5 ár,“ sagði Ámi Zophaníasson, eigandi Utflutningur: Islandsdagar í Minnesota ■ Átta íslensk fyrirtæki munu kynna vörur sínar og þjónustu á íslenskum dögum (Icelandic Daýs in Minnesota) sem haldnir eru í borginni Minnesota í Bandaríkjunum á morgun og mánudag. Á sama tíma verður opnuð sýning með gömlum og til samanburðar nýjum ljós- myndum frá íslandi í Science safninu í Minneappolis St. Paul. Kynning á vörum og þjónustu íslenskra fyrirtækja fer svo fram á Intemational Market Square í Minneapolis. heiðursgestur á kynningum þessum verður Steingrímur Hermannsson, forsætisráðherra. Fyrirtækin sem taka þátt í kynningunum eru Coldwater Seafood Corporation, Iceland Seafood Corporation, Iceland Waters Industries, Hilda hf., Álafoss, Flugleiðir, Ferða- málaráð og Hafskip. Hugmyndin að þessum ís- landsdögum varð til fyrir 2 árum þegar Perpich fylkisstjóri kom hér við á ferð um Norðurlönd, og stakk þá upp á sérstakri íslandskynningu við ráðamenn hér. Marshall Brement, fyrrv. sendiherra, hefur einnig unnið að þessu máli. Ljósmyndasafnið var fengið til að setja upp ljósmyndasýn- ingu sem sýnir aðstæður á ís- landi frá því fyrir og um alda- mót, þ.e. á þeim tíma sem straumur vesturfara frá íslandi var hvað mestur. Til saman- burðar verða nútímaljósmynd- ir, teknar af bandarískum ljósmyndara Gary Spencer, sem tekið hefur mikið af myndum hér á landi. Á markaðskynningunni í Minneapolis munu íslensku fisksölufyrirtækin kynna fram- leiðslu sína og standa fyrir veit- ingum. Álafoss og Hilda munu m.a. halda tískusýningar með aðstoð stórverslunarinnar Daytons. Flugleiðir og Ferða- mannaráð kynna ísland sem ferðamannaland, en Hafskip kynnir gámaflutninga sína frá Norðurlöndum. ■ Árni Zophaníasson sýnir Ómari Valdimarssyni formanni blaða- mannafélagsins hluta af starfsemi Miðlunar. Með þeim á myndinni er einn af starfsmönnum Miðlunar, Ágúst Tómasson lesari. NT-mvnd: Róbert Miðlunar á blaðamannafundi sem boðað var til vegna samn- ingsins. „Ég hef alltaf verið á þeirri skoðun að blaðamenn eigi höfundaréttinn af þessu efni, það hefur hinsvegar tekið langan tíma að komast að sam- komulagi um hvernig greiðslun- um yrði háttað.11 Ómar Valdimarsson, formað- ur Blaðamannafélags íslands, sagði að það hafi ekki verið fyrr en gerðadómur féll um ljósrit- anir í skólum, að blaðamannafé- lagið fékk einhverja viðmiðun, en nú hefur samningurinn verið undirritaður og tryggir hann Miðlun einkarétt á fjölföldun blaðaefnis til ársloka 1987. Ómar sagði það ráðast af hag- kvæmnisástæðum að gerður var samningur um einkarétt við eitt fyrirtæki. Hann sagði Miðlun þekkt og traust fyrirtæki sem margir þekkja og það væri óneitanlega betra að skipta við það, en fleiri smærri fyrirtæki. Miðlun er 5 ára gamalt fyrir- tæki sem býður uppá úrklippur sem límdar eru upp, ljósritaðar og bundnar í möppur. Fyrirtæk- ið býður uppá úrklippur flokk- aðar í 35 efnisflokka. Fyrirtækið býður einnig uppá sérþjónustu sem er ætiuð þeim sem ekki fá þörfum sínum full- nægt með efnisflokkunum. Pjónustan er fólgin í því að klippt er út allt sem í blöðunum birtist samkvæmt skilgreiningu hvers viðskiptavinar. Læknisins að greiða meðlagið Karlsruhe-Reuter ■ Dómstóll í Vestur-Þýskalandi úrskurðaði í gær að læknir, sem mistókst að eyða fóstri, skyldi kosta framfærslu bamsins. í dómsorðunum sagði að þar sem konan hefði farið fram á fóstureyðingu vegna þess að hún hefði ekki efni á að eignast barn, væri það skylda læknisins að sjá um framfærslu þess fyrstu sex mánuð- ina. Eftir það á móðirin að sjá fyrir sér og sínu. ^Húsnæðisstofnun rikisins Forstöðumaður Ullariðnaður Sambandsins á Akureyri óskar eftir að ráða forstöðumann. Nánari upplýsingar veitir Jón Sigurðsson í síma 96-21900 eða starfsmannastjóri á Ak- ureyri. Umsóknarfrestur er til 30. sept. n.k. SAMBAND ÍSL. SAM VINNUFÉtAGA STARFSMANNAHALD LINDARGÖTU 9A Lagervinna Verslunardeild Sambandsins óskar eftir að ráða bæði karlmenn og kvenfólk í lagervinnu. Nánari upplýsingar hjá lagerstjóra á staðnum. VERSLUNARDEILD HOLTAGÓRÐUM'SÍMI 8 12 66 Skagfirðingar Hið árlega héraðsmót framsóknarmanna í Skagafirði verður haldið í Miðgarði laugardaginn 31. ágúst og hefst kl. 21. Ávarp flytur Haraldur Ólafsson, alþingismaður. Páll Jóhannesson, óperusöngvari syngur við undirleik Ólafs Vignis Albertssonar. Signý Sæmundsdóttir syngur létt Vínarlög við undirleik Þóru Fríðu Sæmundsdótt- ur. Að skemmtiatriðum loknum leikur hin vinsæla hljómsveit Geirmundar Valtýssonar fyrir dansi. Undirbúningsnefnd Kennarar - Nokkra kennara vantar að Grunnskóla Fá- skrúðsfjarðar. Nýlegt skólahús, góð vinnu- aðstaða, mjög ódýrt húsnæði rétt við skólann. Tilvalið fyrir hjón eða sambýlisfólk. Talsverð yfirvinna ef óskað er. Upplýsingar gefur skólastjóri í síma 97-5159. Húsnæði óskast Óska eftir 2ja til 3ja herbergja íbúð. Nánari upplýsingar í síma 19200, Stefán. Eða í síma 641034 eftir kl. 19.00 á kvöldin. Auglýsing um dráttarvexti Af lánum, sem verðtryggð eru með lánskjaravísitölu, eru reiknaðir dráttarvextir á 15. degi frá gjalddaga. Af lánum, sem verðtryggð eru með byggingarvísitölu, verða framvegis reiknaðir dráttarvextir á 1. degi næsta mánaðar eftir gjalddaga. Reykjavík, 10. ágúst 1985. c§3Húsnæðisstofnun ríkisins Blómaskálinn er fluttur að Nýbýlavegi 14 í nÚ og glœsileg húsakynni. Höfum allt til blómarœktunar, pottablóm, afskorin blóm, skreytingar, krossa og kransa. Lítid inn um helgina og alla hina dagana til ad smakka á berjum og fá kaffisopa og eitthvad gott. Krakkar fá blödrur og ? Sértilboð NÝTÍND KRÆKIBER Mjög hagstætt verð Opið alla daga kl. 10—22 ^^lómaslicilinn Nýbýlavegi 14, á horni Nýbýlavegar og Auö brekku. Sími 40980.

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.