NT - 24.08.1985, Blaðsíða 14

NT - 24.08.1985, Blaðsíða 14
Laugardagur 24. ágúst 1985 14 Minning Systraminning Sigríður, Fanney og Þórdís Pétursdætur Sigríður fædd 25. mars 1905 Dáin 12. júlí 1985 Fanney fædd 18. apríl 1910 Dáín 21. apríl 1981 Þórdís fædd 23. des. 1914 Dáin 9. maí 1985 Systurnar á þrjátíu og sex, Sigríð- ur, Þórdís, og Fanney, voru snar þáttur í mannlífinu á Barðavoginum í Reykjavík um 30 ára skeið. Húsin við þá götu byggðust um og eftir 1950 neðan við voru lengst af móar, kjörið leiksvæði hinna yngri enda einangraði Langholtsvegurinn með mikilli umferð sinni götuna nokkuð frá öðrum hlutum Vogahverfisins. Gatan var stutt, aðeins 12-14 hús voru þar lengi vel og eigendur þeirra á svipuðum aldri. Því tókust góð kynni og gagnkvæm aðstoð veitt. Það var rausnargarður á númer 36. Saumaverkstæði var í kjallaranum og þar var nokkur hópur kvenna að störfum undir stjórn Siggu. Utan við húsið stóð yfirleitt krafmikill jeppi, sem Dísa ók á ferðum systranna um öræfin sem erlendis. Hún vann í verslun þeirra systra, og greip í sitt- hvað á heimili og á saumastofunni. Fanney hinsvegar vann í miðasölu Þjóðleikhússins frá stofnun og fyrir mörgum voru viðskiptin við hana fyrsti þátturinn í góðri leikhúsför. Mikill lífskraftur einkenndi þær systur. Þær bjuggu við góð efni og veittu sér utanlandsferðir áður en það varð alvanalegt og fóru jafnvel til fjarlægustu landa. Þær voru því gjarn- an sólbrúnar, ævinlega vel klæddar, glaðar voru þær og glæsilegar þegar þær komu á mannamót. Það sópaði að þeim á hestbaki, en hesta áttu þær góða, enda sveitakonur í hjarta þrátt fyrir langa dvöl á mölinni. Þær voru glaðastar allra þegar þær fóru í sunnu- aagsgöngur með krakkana í grennd- inni niður í Gelgjutanga eða inn að Kleppi. Þær veittu gestum sínum vel, jafnt þeim yngri sem eldri. Reyndar var það alltaf nágrönnunum hulin ráðgáta að svo greindar og gerðarlegar konur skyldu ekki hafa notið ham- ingju hjónabandsins. Þess í stað lifðu þær fjölbreyttu og litríku lífi í farvegi sem þær höfðu valið sér, eða hafði valist þeim, samstilltar og samrýmd- ar. Þær systur voru börn Péturs Hjálm- týssonar og konu hans Helgu Þórðar- dóttur. Þær fæddust í byrjun þessarar aldar vestur í Dölum og ólust þar upp með foreldrum sínum og einkabróður sínum Hjálmtý, sem látinn er fyrir allmörgum árum. Kjörin voru erfið á Skógarströndinni þar sem fjölskyldan bjó síðast og því tóku þau þátt í þjóðflutningunum hérlendis til Reykjavíkur. Árið 1936 var öll fjöl- skyldan komin til bæjarins, bjó á Ránargötu 21 og var tekið til hendi. Með þeim systkinum bjó metnaður til mennta, þrátt fyrir lítil efni og þau eldri studdu hin yngri. Fanney hafði hlotið nokkra fötlun eftir erfiðan sjúkdóm í æsku. Þótti nauðsynlegt að hún kæmist í skóla til þess að geta betur mætt aðstæðum lífsins. En efni skorti. Þá réði Sigga sig til eld- húsverka og ræstinga á Héraðsskólan- um á Laugarvatni og launin voru dvalarkostnaður Fanneyjar þar í tvo vetur. Sigga fékk að sitja í tímum í frístundum og það nýttist henni vel. Hún varð sögukona og fróð um marga hluti. Hún fór síðan til náms í fataiðn til Danmerkur, Dísa fór til Svíþjóðar á skóla og Fanney dvaldist um skeið í Bandaríkjunum. Öll sú reynsla jók útsýn þeirra systra og lífshæfni. Þau systkin settu upp saumastofu og verslunina Nonni í Reykjavík. Þar voru saumuð og seld matrósaföt sem smásveinar klæddust til spari. Syst- kinin áttu þar samstillt tök. Sigga sneið, Dísa pressaði, Hjálmtýr ann- aðist fjárreiður og Fanney fléttaði hinar margbrotnu snúrur sem tengdu flauturnar nauðsynlegu, sem voru hrellir á heimilum um árabil. En þarna voru líka á boðstólum ferming- arföt úr sifjoti og gabardíni, vandaðar kvendragtir svo eitthvað sé nefnt og á síðari árum framleiddu þau mikið af dúnsængum. Þeim hélst vel á starfsstúlkum og margar þeirra urðu heimilisvinir. Mikil skil urðu í lífi þeirra systra, þegar þær tóku Helgu bróðurdóttur sína til fósturs 4 ára gamla og 4 árum síðar Bjarna, sem þá var 17 mánaða gamall. Þá var Sigga komin undir fimmtugt, hinar systurnar að vísu yngri en feikileg breyting hefur það verið í lífsmunstri þeirra að fá tvö börn inn á svo fastmótað heimili. Dísa tók að sér að sinna börnunum fyrst og fremst en hlutverkaskiptingin var skýr milli systranna og saman tókust þær á við þetta verkefni sem færði þeim nýja reynslu, nýja gleði og lífsfullnægju. Heimili þeirra var fallegt, því smekkur þeirra brást ekki. Fínleiki Fanneyjar, hugmyndaríki Siggu og grænir fingur Dísu juku á fjölbreytni og fegurð heimilisins. Það voru bjartir litir í veglegu húsi þeirra bæði á munum og málverkum, litríkastir voru þó persónuleikarnir sem þar bjuggu hver með sínum stíl og svip. Skugga bar að sjálfsögðu yfir líf þeirra sem annarra. Dísa varð fyrir verulegu heilsutjóni árið 1968, Fann- ey var aldrei heilsusterk og Sigga var hreyfihömluð allmörg síðustu árin. En víl og vol var ekki að finna í orðabók þeirra systra. Þær tókust á við heilsubilun með sömu von, kjarki og lífskrafti sem þær gengu að öðrum verkefnum. Dísa fékk nokkurn bata og þær lærðu að lifa við þær aðstæður sem þeim voru búnar hverju sinni og njóta sín. Þegar Fanney lést fyrir fjórum árum, lagðist depurð yfir Siggu og Dísu enda orðnar fullorðnar konur. Heilsuleysið jókst, þær voru samtímis á sjúkrahúsum á stundum og létust báðar í sumar með tveggja mánaða millibili. Helga og Bjarni hafa goldið systr- unum fóstrið með mikilli umhyggju og elskusemi. Bjami hefur alla tíð búið í húsi systranna nú síðast með fjöl- skyldu sinni, og gefur það auga leið hvílíkur stuðningur og öryggi það var þeim, ekki síst á síðustu árum. Helga og börn hennar hafa verið miklir sólargeislar í líf þeirra systra, enda tíðir gestir í húsi þeirra. Og nú eru þær allar horfnar héðan, systurnar á þrjátíu og sex. í minning- unni sjáum við þær í sólskinsbirtu við hvítmálað glæsilegt húsið, síungar konur sem vörpuðu glans yfir um- hverfið með gjörfuleika sínum, lífs- krafti og hjartanlegri gestrisni Það er þakkarefni að hafa kynnst og notið nágrennis svo ágætra kvenna, og lærdómsríkt verður það öllum, hvernig þær tókust á við aðstæður lífsins, bæði í blíðu og stríðu, þannig að líf þeirra varð fjölbreytt, skemmtileg og til eflingar þeim sem með þeim gengu. Nú er breyttur Barðavogur. Ibúarnir eru flestir hinir sömu en þeir hafa elst, gatan er malbikuð en börn eru engin að leik, enda má telja þau á fingrum sér, og móarnir góðu orðnir af glæsigörðum og iðnaðar- svæðum. Kynslóðir koma, kynslóðir fara, en við sem kynntumst systrunum á Barðavogi 36 minnumst þeirra í þökk og viðringu og biðjum þeim blessunar Guðs. Grannar. Þórdís Pétursdóttir Margbreyttir straumar lífsins líða, Ijós er þó staðreynd samt, kallinu veður hver að hlýða, háir og lágir jafnt. Vorglaðar raddir dvína og dofna, dauðinn er nálgast enn. Gott er samt þreyttum og sjúkum að sofna sáttur við Guð og menn. Látinn er Ásgeir Jónsson frá Tröliatungu í Kirkjubólshreppi, fæddur 7. október 1899. Hann verður jarðsunginn frá Foss- vogskirkju mánudaginn 26. þ.m. kl. 13.30. Foreldrar Ásgeirs voru Jón Jónsson og Halldóra Jónsdóttir og ólst hann upp í stórum systkinahóp. Hann var af þeirri aldamótakynslóð sem hefur borið samfélag okkar í gegnum stór- stígar breytingar í bættri afkomu og lifnaðarháttum. Vorið 1921 er Ásgeir einn af 27 búfræðingum sem ljúka námi í Bændaskólanum á Hvanneyri. Rétt er hægt að ímynda sér það andrúms- loft sem ríkt hefur með þeim skóla- sveinum á Hvanneyri þetta vor. Þeir stóðu þá frammi fyrir byltingu í möguleikum til ræktunar og uppbygg- ingar í sveitum landsins. Þetta varð Ásgeiri hvatning til þess að auka enn þekkingu sína, og svala opnum huga og vinnandi hönd. Hann fer í Lýðskóla í Danmörk og starfar þar við ræktunartilraunir. Eftir heimkomuna er hann við störf hjá Búnaðarfélagi íslands, aðallega við tilraunir í ræktun. Á miðj'u ári 1936 ræðst hann til starfa hjá Sambandi íslenskra samvinnufélaga við kaup og sölu á landbúnaðarvélum og starfar þar í rúmlega þrjátíu ár. Það var gott fyrir mig sem þessar línur skrifa að koma inn í Sambandið haustið 1961 og fá að vinna með Ásgeiri Jónssyni. Ástundun, reglu- semi og velvild ríkti um úrlausn allra verkefna í höndum Ásgeirs. Búvéla- verslunin óx hratt á þessum árum og kallaði á sífellt starf við útvegun véla, varahluta og viðgerðir. Ásgeir þekkti mjög vel til þarfa bænda og var óþreytandi í erilsömu starfi sínu. Þegar hann svo árið 1966 ákvað að hverfa frá þessum störfum sakir Stundirnar liðnu birtu bera, brosir hver minning skær. Nú virðist dauft og dapurt vera, dáin er vina kær. Göfgi andans og hugarhlýju hennar við fengum reynt. Fölskvalaus kynni að fornu og nýju fölna og gleymast seint. Öldur strendurnar stöðugt sverfa, standa svo forlög skráð. Vinirnir koma, heilsa, hverfa, hörð eru skaparáð. Vonar, trúar og kærleikskraftur kyrrir þó sorgarhúm. Gott mun að hittast og heilsast aftur handan við tíma og rúm. Kveðja frá Hönnu og Jóhannesi Benjamínsson Sigríður Pétursdóttir / heimsins funa frosti og reyk má friður sjaldan njóta. En stráið smátt og öflug eik í örlaganna hildarleik þó hvíld að lokum hljóta. Við þökkum fyrir allt og eitt og öll þín góðu kynni. Þú horfin ert og allt er breytt, til enda lífsins ganga þreytt, þó geymist margt í minni. Nú skiljast leiðir, lokast sund, er lýkur ævidegi. Að eiga von um endurfund, er efst í huga á kveðjustund, svo dvína tár og tregi. Við finnum og við fögnum því, er fylgir sumar vetri, Við sofnum burt frá súld og gný og sælt mun þá að vakna á ný í heimi hlýrri og betri. Hanna og Jóhannes Benjamínsson. aldurs var hans lengi saknað af okkur samstarfsfólkinu og viðskiptavinum. Árin á eftir starfaði hann lengi sem þingvörður í Alþingi og hefur þar sem annars staðar reynst traustur liðsmaður, enda heilsuhraustur, létt- ur í hreyfingum, glaðv^r, háttvís og sérstakt snyrtimenni. Þegar hann dró sig í hlé frá löngum starfsdegi naut hann kyrrláts ævi- kvölds með eftirlifandi konu sinni, Símoníu Sigurbergsdóttur. Hún bjó honum fallegt heimili að Laugateigi 23, hér í borg. Þar var Ásgeir umvafinn hlýju og gleði í kyrrlátu heimilislífi. Sonur þeirra er Halldór húsasmið- ur kvæntur Sigríði Maríu Jónsdóttur og eiga þau tvíburasyni, Ásgeir Símon og Jón Einar, nú tíu ára. Margar munu þær vera hamingju- og gleðistundirnar sem afi og amma hafa átt með þessari ungu og myndar- legu fjölskyldu. Á sínum yngri árum mun Ásgeir hafa lagt sérstaka rækt við íþróttir og útilíf. Hann keppti með róðrarsveit Ármanns og stundaði göngu og skíða- ferðir. Meðal annars gekk hann með fé- lögum sínum yfir Sprengisand og í gegnum starf sitt og útilíf gjörþekkti hann land og þjóð og skildi því betur þarfir þess og möguleika. Ásgeir hélt góðri heilsu alla ævi en þó dapraðist honum sjón bagalega nú síðustu árin, þótt hann léti lítið á því bera. Hann varð því nú undir það síðasta að leggja niðursínar reglulegu útivistarferðir en naut umönnunar sinnar góðu konu; Nú þegar leiðir skilja er margs að minnast og margs að þakka. Minning- arnar eru bjartar og hlýjar. Við hjónin viljum þakka fyrir þá vináttu og tryggð sem við höfum notið hjá Ásgeiri og Símoníu nú þegar Ásgeir er kvaddur. Blessuð sé minning hans. LENGIÐ SUMARIÐ með hausttilboði okkar Ef sólin er með oss ylur í hjartanu býr. Á sólbaðsstofu Ástu B. Vilhjálms er sólartíminn næstum því frír. £Ó/) * X/.* Verið velkomin. Avallt heitt á könnunni. Við leggjum ríka áherslu á ráðgjöf og starfsfólk okkar er ávallt reiðu- búið til að leiðbeina þér. Visa- og kreditkortaþjónusta SÓLBAÐSTOFA ÁSTU B. VILHJÁLMS GRETTISGÖTU 18 SÍMI28705 AsgeirJónsson fyrrverandi deildarstjóri Gunnar Gunnarsson.

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.