NT - 24.08.1985, Blaðsíða 9

NT - 24.08.1985, Blaðsíða 9
Háskóli Akureyrar ■ Valddreifing og flutningur opinberrar starfsemi frá höfuð- borgarsvæðinu út á land hafa verið rædd nokkuð. Ýmsir telja þó að smæð flestra opin- berra stofnana sé slík, að síst væri til bóta að hluta þær niður eða torvelda þeim störfin með því að flytja þær úr mesta þéttbýlinu. Þessi sjónarmið hafa verið talsvert ráðandi og er undarlegt hve opinber þjón- usta og samgöngur um landið eru bundnar við höfuðborgar- svæðið. Rök, mörg og veiga- mikil, styðja, að byggð utan Reykjavíkursvæðisins sé efld. Meðal öflugustu aðgerða í þá átt er að flytja opinbera starf- semi eða hluta hennar frá Reykjavík út á land. Þegar rætt er um Háskóla Akureyrar er vafalítið að hags- munir þeirra er þar gætu stund- að nám vega þyngra fjárhags- lega en aukakostnaður Ríkis- sjóðs af því að halda uppi háskólakennslu í tveimur sveitarfélögum í landinu. Fer enda kennsla og önnur starf- semi Háskóla íslands nú fram á allmörgum stöðum í Reykja- vík. Þá hafa deildir Háskóla. íslands að verulegu leyti þróast sem sjálfstæðar stofnanir án umtalsverðs samstarfs og tengsla hver við aðra eða aðrar menntastofnanir. Eftirtektarvert er hve um- ræðan um Háskóla Akureyrar er bundin við Akureyri. Sunn- anmenn hafa lítið komið við sögu, a.m.k. svo vart hafi orðið. Það er hins vegar áhuga- vert að athuga hvaða áhrif, góð og slæm, Háskóli Akur- eyrar gæti haft á Háskóla íslands, aðra skóla okkar og raunar þjóðlífið allt. Dæmi eru um heilladrjúg áhrif nýrra menntastofnana, Laugardagur 24. ágúst 1985 9 Vettvangur Tómas Gunnarsson lögmaður: Háskóli Akureyrar þótt fyrir væru stofnanir á sama vettvangi sem skiluðu góðu verki. Skulu nefndir Mennta- skólinn á Akureyri og Mennta- skólinn við Hamrahlíð á fyrstu starfsárum þessara skóla. Má ætla að áhrif til góðs af stofnun og starfrækslu Háskóla Akreyrar gætu orðið mikil. Tvö atriði skulu nefnd, en vafalaust kemur fleira til. Ann- að varðar Lagadeild Háskóla íslands og stöðu lagadeilda í réttarkerfinu. Hitt varðar sveigjanleika í námskröfum, skipulag kennsluframboðs, tengsl náms í einni deild við nám í öðrum deildum Háskóla íslands og öðrum mennta- stofnunum. innanlands og utan. Lagadeild Háskóla íslands Gott réttarkerfi er forsenda gróandi þjóðlífs. Ef það er ekki til staðar er hætt við að stjórnvöld hafi slök tök á þeim þáttum þjóðlífsins, sem þau eiga að sjá um, eða brotinn sé réttur á þegnunum, nema hvort tveggja sé. Skilyrði góðs réttarkerfis er að umfjöllun og gagnrýni á það sé óheft. Það á alltaf við en sérstaklega á tímum þjóð- lífsbreytinga. Víða hafa lagadeildir há- skóla eða starfsmenn þeirra verið athafnasamir við rann- sóknir og áhrifamiklir við að benda á leiðir til að bæta réttarkerfi og niðurstöður þeirra. Kemur þar til m.a. að háskólakennarar eru oft sjálf- stæðir gagnvart valdhöfum, hafa jafnan góða fræðilega þekkingu og tækifæri til að kynna sjónarmið sín og viðhorf fyrir uppvaxandi sérfræðing- um. Lagadeild Háskóla íslands eru ætluð rannsóknarstörf og fengið fé til þeirra. íslenskt réttarkerfi nútíðarinnar hlýtur að vera stærsta og mikilsverð- asta rannsóknarviðfangsefni íslenskrar lagadeildar. Einstök rannsóknarefni hljóta að vera skipulag réttarkerfisins, starfa- og ábyrgðarskipting, vinnuað- ferðir, fjármögnun, réttarregl- ur og dómar og önnur atriði sem snerta niðurstöður mála. Einnig markmið og staða Lagadeildar H.í. í réttarkerf- inu og fleira. Ókostir smæðar íslenska þjóðfélagsins verða mjög Ijósir þegar skoðuð er aðstaða manna til að athuga af óhlut- drægni og gagnrýna það sem athugavert er, eða miður fer í réttarfari. Sé gert ráð fyrir að fagþekking á íslenska réttar- kerfinu sé í höndum lögfræð- inga einna er Ijóst að allir íslenskir lögfræðingar hafa næstum alfarið stundað sér- nám í sömu stofnun. Margir hafa átt samleið í Lagadeild- inni, hafa starfað saman og margir þekkjast meira eða minna. En fleira kemur til. Margvísleg og mikilsverð tengsl eru milli manna í réttar- kerfinu. Sérstaklega milli manna í æðstu stofnunum þess. Engin úttekt hefur verið gerð á þessum tengslum svo vitað sé, en hér skulu nefnd nokkur atriði sem varða sér- staklega Lagadeild H.í. 1. Prófessorar Lagadeildar H.í. munu vera mjög ráð- andi um það hverjir eru ráðnir stundakennarar við' Lagadeildina. 2. Fastráðnir kennarar Laga- deildar H.í. hafa ýmis starfsheiti svo sem adjunkt- ar, lektorar, dósentar og prófessorar, þegar talið er eftir virðingar- og valdaröð. Menn sem gegna þessum störfum geta ýmist verið settir eða skipaðir. Við ráðningar manna í þessi störf skiptir miklu álit Lagadeildarinnar og það gefur auga leið að starfs- menn Lagadeildar H.í. sem eru að fikra sig upp þennan valda- og embættastiga hafa betri aðstöðu en menn utan hennar, þegar kemur að umsögnum um einstaka umsækjendur. Þeir sem ekki hafa náð skipun sem prófessorar kunna síðar að eiga starfsframa sinn að nokkru undir umsögnum samstarfsmanna í Laga- deildinni. 3. Áður en tekin er ákvörðun um skipun prófessora og dósenta er stundum leitað álits sérstaklega skipaðra dómnefnda. í þeim eiga gjarnan sæti kennarar við Lagadeildina, hæstaréttar- dómarar eða menn, sem hafa gegnt háum embættum í réttarkerfinu. Sjaldan aðrir. 4. ViðskipundómaraíHæsta- rétti eiga prófessorar og aðrir æðstu embættismenn réttarkerfisins mesta mögu- leika. Fátítt er að menn sem ekki hafa gegnt háum embættum við Lagadeild eða annars staðar í réttar- kerfinu fái skipun sem hæst- aréttardómarar. 5. Nokkuð er tíðkað að ráða til stundakennslu við Laga- deildina hátt setta embættismenn úr réttar- kerfinu. 6. Þegar kveðja þarf til auka- dómara við héraðsdómstól- ana eða matsmenn, eða réttarkerfisstofnun þarf að leita ráðgjafa er oft leitað til starfsmanna Lagadeild- ar, sérstaklega í stærri málum. 7. Þegar Hæstiréttur hefur þurft að kveðja til auka- dómara til starfa í Hæsta- rétti vegna forfalla hinna skipuðu eða af öðrum ástæðum, hafa starfsmenn Lagadeildar oft verið til kvaddir. 8. Samning lagafrumvarpa og ýmissa álita fyrir æðstu stjórnvöld, er oft unnin af starfsmönnum Lagadeild- arinnar, stundum í sam- vinnu við æðstu starfsmenn réttarkerfisins. Ekki skal því haldið fram að þessi tengsl séu að öllu leyti óeðlileg, eða óréttmæt. En al- varlegt er, hve starfsmenn Lagadeildar Háskóla Islands eru á margvíslegan hátt, sem varða frama þeirra og kjör, tengdir eða háðir samstarfs- mönnum og öðrum starfs- mönnum æðstu stofnana réttarkerfisins. Tengslin við Hæstarétt íslands eru sérstak- lega varhugaverð því hann ber stærstu ábyrgð á niðurstöðum mála og réttarfari almennt, þótt ekki megi gera lítið úr hlut lögmanna eða annarra stofnana. Er ljóst að starfsmenn Laga- deildarinnar, geta ekki talist óháðir sjálfstæðir rannsóknar- aðilar gagnvart réttarkerfinu, þegar jafn mikilsverð tengsl eru milli þeirra og æðstu starfsmanna þess. Það er áhyggjuefni, m.a. af því að faglega gagnrýni á íslenska réttarkerfið skortir mjög. Er alvarlegt ef sá rannsóknar- aðilinn sem vera ætti áhrifa- mestur að þessu leyti er illa virkur vegna ósjálfstæðis gagn- vart og vegna tengsla við valda- menn í réttarkerfinu. Þetta er rakið hér, vegna þess að Lagadeild Háskóla Akurcyrar er líkleg til að láta sig mál mjög varða og veita réttarkerfinu aðhald. Vitneskja starfsmanna Lagadeildar H.í. um að þeir eru ekki einu lagadeildarmennirnir í landinu er til fallin, að herða þá í rannsóknarstörfum. Takist vel til gæti Lagadeild Háskóla Akureyrar orðið öflugt tæki til umbóta í réttar- fari lslendinga og þjóðlífi. Kennsluframboð Þótt Háskóli íslands sé lítill háskóli meðal háskóla almennt hefur fjölbreytni í kennslu sem boðin er fram þar aukist veru- lega síðari ár. Hins vegar hefur skipulag skólans lítið breyst. Skilin milli deilda hans eru mjög glögg. Fjöbreytni námsfrainboðs er lítið. Ekki skal efað, að ströng deildaskil geti í ýmsum tilvik- um verið réttmæt. En oftar hygg ég, að þau séu óréttmæt. Vert er að benda á að viðfangs- efni manna í atvinnulífinu eru sjaldnast tengd einni fræði- grein alfarið, en ekki annarri. Oftast hefur sama viðfangsefni fleiri en eina hlið ef svo má segja. T.d. lögfræðileg hlið, hagræna, tæknilega, líffræði- lega og fleiri. • Margar nýjar hugmyndir hafa komist í framkvæmd í háskólum nágrannalanda á seinni árum, til dæmis mennt- un sjávarútvegsfræðinga frá norskum háskóla. Erekki unnt með litlum aukakostnaði, og eða með samvinnu við innlend- ar menntastofnanir eða er- lenda háskóla að mennta góð- an sjávarútvegsfræðing, sem sækti 70-80% náms síns til Háskóla íslands, t.d. í Verk- fræði- og raunvísindasdeild, Heimspekideild, Lagadeild og Viðskiptadeild, án þess að auka eða breyta kennslu- framboði. Vert er einnig að benda á að kennslufyrirkontu- lag er býsna ólíkt frá einum háskóla til annars, frá gamalli tíð. Er rétt að leyfa mönnum og auðvelda þeim að afla sér menntunar í fleiri en einni deild og skipuleggja nám við fleiri en eina deild í einu. Umræðan um Háskóla Akureyrar er vekjandi. Nám er fjölmennasta starfsgrein í landinu sem nokkrir tugir þús- unda íslendinga hafa að aðal- starfi. Afrakstur hennar hlýtur að skipta miklu fyrir nútíð og framtíð. Tímabær er allsherjar könnun á skólastarfinu og málum, sem því tengjast með nýsköpun þess og meiri aðlög- un að þörfum nemenda og þjóðlífs að markmiði. Það er brýnast, þegar frá er talinn daglegur rekstur þess. Stofnun Háskóla Akureyrar er stórt og vandasamt viðfangs- efni, en tiltölulega afmarkað. Nauðsynlegt er að verja, án tafar, fé til athugunar á sem flestuin þáttum málsins og til undirbúnings að stofnun skólans. Ekki þarf að óttast - sérstaklega að mælistikur arð- semi sýni niðurstöður nei- kvæðar Háskóla Akureyrar. Hitt má einnig muna, að ekki eru til kvarðar sem ná að mæla afrakstur góðs skóla. Reykjavík, 19.8.1985 Tómas Gunnarss , lögm. Ókostir smæðar íslenska þjóðfélagsins verða mjög Ijósir þegar skoðuð er afstaða manna til að athuga af óhlutdrægni og gagnrýna það sem athugavert er, eða miður fer í réttarfari. Sé gert ráð fyrir að fagþekking á íslenska réttarkerfinu sé í höndum lögf ræðinga einna er Ijóst að næstum allir íslenskir lögfræðingar hafa næstum alfarið stund- að sérnám í sömu stofnun. og Dodo-fuglinn. Þó svo að efnahagur þjóðarinnar, og fé- lagslegar venjur, hafi tekið al- gerum stökkbreytingum á undanförnum áratugum, þá er það fámennur hópur úr fyrr- verandi fjöldahreyfingu sem gín yfir áfengisneyslu meiri- hlutans. Stefna hins litríka stjórnmálamanns, Jóns Helga- sonar, í áfengismálum er t.d. sögð vera mótuð meira og minna af stúkufélögum. Það þarf víst ekki að fjölyrða um lýðræðislegt inntak þeirrar stefnu: „Hafðu vit fyrir náunga þínum, það er af nógu að taka“ Ég geri ráð fyrir því að þau 90% fullorðinna íslendinga sem neyta áfengis geta bitið á jaxlinn og horft þolinmóðir á flausturskenndar tilraunir templara til að fresta því sem koma skal, en öðru máli gegnir um hinn opinbera fjáraustur í þessa steingeldu hreyfingu. Einsog flestum mun kunnugt rennur ákveðin hlutfallstala af áfengissöluágóða í gilda sjóði templara. Þetta er svona svip- að og að fjármagna stórtæka mótöku fyrir Reykvíkinga, þó svo að þeir hafi notið kola- og vatnshitunar frá því að elstu menn muna. Hreyfing templ- ara er tímaskekkja. Þeir berja höfðinu við steininn í fyrir- byggjandi starfi er áratugalöng reynsla hefur dæmt dautt og ómerkt. Þegar níu af hverjum tíu fullorðnum mönnum neyta áfengis hlýtur athyglin að bein- ast að aðstoð við þá hlutfalls- lega fáu einstaklinga sem súpa of stíft. Templaragullið á að renna óskipt t.d. til SÁÁ. Gærdagurinn er liðinn Það má ekki láta fortíðina hlekkja okkur. Samfélag manna er háð sífelldum breyt- ingum, félags- og áfengismál eru þar ekki undanþegin. Hverjum höfuðverk hæfir ákveðið meðal, og skátar eða templarar gagna ekki lengur. Ungum er ekki skemmt af þeim fyrrnefndu og ekki haldið frá áfengi af þeim síðarnefndu. Þegar verkfæri er úr sér gengið þá er það lagt til hliðar, það sama á að eiga við um kyrr- stæðar hreyfingar. Látum grunnskólahúsnæði í té því skóla- og félagsstarfi er hæfir ungu kynslóðinni núna, og lát- um tappagjald áfengisneyt- enda renna til þeirra sem kunna skil á ástandi mála nú. Gærdagurinn er liðinn. Sturla Sigurjónsson

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.