NT - 24.08.1985, Blaðsíða 19

NT - 24.08.1985, Blaðsíða 19
 fTF j Laugardagur 24. ágúst 1985 19 LlU fþróttir Bikarkeppni KSÍ Hvoit fagnar Valþór eða Guðmundur sigri? ■ Hann er á morgun, leikur- inn sem allir hafa beðið eftir, úrslitaleikur Fram og Keflavík- ur um bikarinn. Klukkan 14 mun Guðmundur Haraldsson, miUiríkjadómari, blása í flautu sína og tveimur stundum síðar (ef ekki verður framlengt) verð- ur það annað hvort Valþór Sig- þórsson, fyríriiði ÍBK,eða Guð- mundur Steinsson, fyrirliði Fram, sem lyftir bikarnum á loft, trylltur af ánægju. Þetta er í níunda skipti sem Fram leikur til úrslita um bikar- inn, en ÍBK hefur þrívegis kom- ist í úrslitin. Einu sinni áður hafa þessi lið átt kappi saman um bikarinn. Það var árið 1973, nánar tiltekið hinn 12. septem- ber. Leikur þessi var fyrsti úrslita- leikurinn, sem fram fór á Laug- ardalsvellinum, hinir höfðu allir verið leiknir á gamla, góða Melavellinum. Að venjulegum leiktíma loknum var staðan 0-0, en er tvær mínútur voru liðnar af framlengingunni skoraði Jón Pétursson fyrir Fram. Steinar Jóhannsson jafnaði strax fyrir Keflvíkinga, en Marteinn Geirsson gerði sigurmark leiks- ins á 102. mínútu, 2-1 fyrir Fram. Mjögskuggsýntvarorðið í seinni hluta framlengingarinn- ar, en Eysteinn Guðmundsson, dómari, lét þó leika leikinn til enda. Þetta var eini tapleikur ÍBK allt keppnistímabilið, liðið varð öruggur sigurvegari í 1. deild, hlaut 26 stig af 28 mögulegum. En tvennan varð ekki Keflvík- inga. Þess má geta að þjálfari liðsins fyrir 12 árum var hinn kunni Joe Hooley. Þjálfari Fram í dag lék þenn- an fræga, dimma leik gegn ÍBK. Ásgeir Elíasson mun einnig hefja leikinn á morgun og vafa- lítið óskar hann þess að sömu úrslit verði upp á teningnum og í fyrra sinnið. Hólmbert Friðjónsson, þjálf- ari ÍBK,er þó eflaust ekki til viðræðu um Fram-sigur. Þessi mikli bikarmaður leiddi Fram til sigurs í keppnunum 1979 og 1980. Hólmbert kannast þó einn- ig við súra eplið, því árið 1981 máttu Framarar þola 1-2 tap gegn ÍBV í bikarúrslitunum. Sigurður Einarsson: Sigraði í Innsbruck ■ Sigurður Einarsson sigraði í spjótkasti á frjálsíþróttamóti Innsbruck, Austurríki, í vik- unni. Hann kastaði 87,80 metra og bætti persónulegan árangur sinn um 3,5 metra slétta. Sá sem varð í öðru sæti kast- aði spjótinu 77 metra, svo sjá má að sigur Sigurðar var örugg- ur. Hann átti einnig kast upp á 82,92 metra. „Þetta var sjöunda mótið, sem ég hef keppt á síðan í júlílok,“ sagði Sigurður í gær- kvöldi. „Ég hafði áður kastað best 82,28 metra á móti í Finn- landi, en þá var rigning. Ég hef verið dálítið óheppinn með veður, í Innsbruck var nær Iogn, en nokkuð heitt, Það rigndi einnig á öðru móti sem ég keppti á,“ sagði Sigurður. Sigurður stefnir nú að því að reyna að komast á Grand Prix mótin í Köln og Köblenz, sem haldin verða á morgun og þriðjudag. ■ Framarar hafa þegar unnið tvo titla I ár, Reykjavíkurmótið og á myndinni fagna þeir sigrí í meistarakeppninni. Bætist þríðji titillinn í safnið á morgun? NT-mynd: S»enir. Þessir skoruðu mörkin ■ Ómar Torfason er mark’a- hæstur Framara í 1. deild í sumar, hann hefur skorað níu mörk. Guðmundur Steinsson hefur gert átta og nafni hans Torfason sjö. Samanlagt hafa þessir þrír því skorað 24 af 28 mörkum Fram í deildinni. Kristinn Jónsson hefur þrí- vegis skorað og Pétur Ormslev hefur gert eitt. Ragnar Margeirsson hefur líkt og Ómar gert níu mörk í 1. deildinni og Sigurjón Kristjáns- son hefur sex sinnum horft á eftir tuðrunni í netið. Helgi Bentsson hefur gert fjögur mörk og fimm leikmenn hafa svo skorað eitt mark, þeir Gunnar Oddsson, Óli Þór Magnússon, Sigurjón Sveinsson, Björgvin Björgvinsson og Ingvar Guð- mundsson. ÍBK hefur því gert 24 mörk. Athyglisvert er að í sex síð- ustu deildarleikjum sínum hafa Framarar aðeins gert sex mörk. Á sama tíma hafa þeir hins vegar fengið á sig 12 mörk. Keflvíkingar hafa hins vegar skorað 14 mörk í sínum sex síðustu leikjum og aðeins fengið á sig þrjú. En varast ber að draga af þessu nokkrar ályktanir, bikar- inn er jú allt annað en deildin. „Lístvel á leikinn“ ■ „Mér líst bara vel á þennan leik,“ sagði Guð- mundur Steinsson marka- skorari Framara er hann var spurður um komandi úrslitaleik í bikarkeppni KSÍ. „Þetta verður jafn leikur en ég vona að við Framarar séum að ná okk- ur uppúr þeim öldudal sem við höfum verið í að undan- förnu. Þá höfum við harma að hefna því við lágum fyrir Keflvíkingum í Kefla- vík fyrir stuttu. Ég er þó bjartsýnn á Framsigur í þessum leik.“ „Ræðst á einu marki“ ■ „Ég á von á því að þessi leikur ráðist á einu marki. Ég mun allavega gera mitt besta til að fá ekki á mig mark,“ sagði Þorsteinn Bjarnason mark- vörður ÍBK um bikarleik- inn á sunnudaginn. „Fram- arar eru með sterka fram- línu og spila hraðan fót- 'bolta. Við spilum líka op- inn og hraðan leik svo von- andi verður viðureignin skemtntileg. Ég er bjart- sýnn á að okkur takist að sigra þennan leik.“ Liðin Liðin Liðin ■ Liðin sem leika til úrslita um bikarinn á morgun verða þannig skipuð: Lið Fram: Markvördur: Fríðrik Fríðriksson Aðrir loikmenn: Þorsteinn Þorsteinsson Ormarr örlygsson Pótur Ormslev Viðar Þorkelsson Krístinn Jónsson Sverrir Einarsson Guðmundur Steinsson ómar Torfason Guðmundur Torfason Stoinn Guðjónsson Haukur Bragason Jón Sveinsson örn Valdimarsson Þorsteinn Vilhjólmsson Ásgeir Elíasson Einar Björnsson Lið ÍBK: Markvörður: Þorsteinn Bjarnason Aðrir leikmenn: Jón Kr. Magnússon Sigurjón Sveinsson Ragnar Margeirsson Freyr Sverrisson Helgi Bentsson Valþór Sigþórsson Ingvar Guðmundsson Sigurður Björgvinsson Ólafur Gottskálksson Gunnar Oddsson Björgvin Björgvinsson óli Þór Magnússon Jóhann Magnússon Sigurjón Kristjónsson Kjartan Einarsson. Knattspyrnan um helgina ■ Heil umferð verður leikin í 2. og 3. deild íslandsmótsins í knattspyrnu í dag. Þá verða tveir leikir í úrslita- keppni 4. dcildar. Á Húsavík leika Völsungur og Fylkir í 2. deild og ennfremur ÍBÍ og ÍBV, Breiðablik og KS, Njarðvík og Skallagrímur og Leiftur og KA. AUir byrja leikirnir kl. 14. í A-riðli 3. deildar leika HV og Selfoss, Ármann og Grindavík, Vík- ingur, Ólafsvík, og ÍK og Reynir, Sandgerði, og Stjarnan. I B-riðli keppa Þróttur, Norðfirði, og Leiknir, Fáskrúðsfirði, Valur, Reyðarfirði, og Magni, Huginn og HSÞb og Einherji og Tindastóll. Leikurinn á Vopnafirði er stórleikur deildarinnar. Austri situr yfir í B- riðlinum í dag. Allir leikirnir í 3. deiid hefjast einnig kl. 14. í úrslitakeppni 4. deildir leika Hafnir og Augnablik og Reynir og Vaskur. Síðarnefndi leikurínn hefur enga þýðingu, þar eð Reynir er þegar búið að tryggja sér stæti í 3. deild. Augnablik verður aftur á móti að vinna Hafnir, því Uðið er þremur stigum á eftir ÍR í riðU sínum. ÍR og AugnabUk eiga svo eftir innbyrðis leik. ■ Nýtt félagsheimil K.R. verður vígt við hátíðlega athöfn í dag kl. 13.30. Jafnframt verður haldinn hinn árlegi K.R. dagur með stærra sniði en verið hefur undanfarin ár á hinu glæsilega félagssvæði við Frosta- skjól. Hinn 11. júlí sl. gengu í gildi lög um greiðslujöfnun fasteignaveðlána til einstaklinga. Tilgangur þeirra er að jafna greiðslubyrðina. Greiðslubyrði af greind- um lánum skal ekki þyngjast þótt lánskjaravísitala, byggingarvísitala og/eða raunvextir hækki meira en laun. í greiðslujöfnun felst að hækki laun minna en viðmiðunarvísitala (þ.e. lánskjaravísitala eða byggingarvísitala) er hluta af endurgreiðslu lánsins frestað þar til laun hækka á ný umfram viðmið- unarvísitöluna. Þetta gerist með þeim hætti að mismunur launavísitölu og viðmiðunarvísitölu er færður á sérstakan jöfnunarreikning. Skuld á jöfnunarreikningi telst hluti af höfuðstól lánsins og um hana gilda því sömu kjör og tilgreind eru í lánssamningi. Þessi skuld er síðan endurgreidd hlutfallslega þegar launavísitalan hækkar umfram viðmiðunarvísitölu, eða eftir upphaflegan lánstíma, ef þá er enn skuld á jöfnunarreikningi. Greiðslumarkið ergjaldfallin afborgun auk vaxta, á því verðlagi sem í gildi var 1. mars 1982, hafi lán verið tekið fyrir þann tíma. Hafi lán verið tekið eftir 1. mars 1982 er greiðslumarkið á því verðlagi sem gilti við lántöku. Á gjalddaga láns er greiðslumarkið framreiknað miðað við breytingu á launavísitölu, sem Hagstofa íslands reiknar út, og borið saman við þá fjárhæð sem greiða ætti af láninu samkvæmt lánssamningi (afborgun, vextir og verðbætur). Greiðslujöfnunin nær sjálfkrafa til allra sem fá sín lán greidd út eftir gildistöku laganna. Einstaklingar, sem fengið hafa fullverðtryggð lán úr byggingarsjóðunum fyrir gildistöku laganna og eru í greiðsluerfiðleikum, geta sótt um greiðslujöfnun fyrir 1. sept. 1985: 1. Vegna komandi gjalddaga. 2. Vegna fyrri gjalddaga. 3. Vegna komandi og fyrri gjalddaga. Eins og fyrr segir geta einstaklingar, sem eru í greiðsluerfiðleikum, sótt um greiðslujöfnun vegna fyrri gjalddaga. Þeim verður gefinn kostur á að fresta greiðslu, eða hluta af greiðslu, afborgana, vaxta og verðbóta á næsta heila ári hvers láns. Heimilt er að fresta greiðslu á allt að þeirri fjárhæð sem á jöfnunarreikningi stæði, ef ákvæði þessara laga hefðu gilt frá lántöku. Þessi frestun vegna fyrri gjalddaga gildir aðeins einu sinni. Umsóknareyðublöð liggja frammi hjá Húsnæðis- stofnun ríkisins og bæjar- og sveitarstjórnarskrif- stofum. Umsóknum skal skilað til Húsnæðisstofnunar ríkisins fyrir 1. sept. 1985. Reykjavík, 24. ágúst 1985. [>o0Húsnæðisstofnun ríkisins

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.