NT - 24.08.1985, Blaðsíða 4

NT - 24.08.1985, Blaðsíða 4
á húsgögnum og smávöru 15—50% afsláttur Kjarakaup Útsalan stendur aðeins 1 örfáa daga SUÐURLANDSBRAUT 30 — SÍMI 687080 2ja herb. Diaranesvegur. 80 fm ib. á jaröhæð, í tvíbýlishúsi. Verö 1700 þús. Rekagrandi. Ný og glæsileg 60 fm íb. á góöum staó meo bílskýli. Verö1 1850 þús. Dúfnahóiar. Ca. 65 fm góð íb. á 6. hæö. Laus nú þegar. 3ja herb. Fálkagata. Falleg íbúö á jarðh. ca. 70 fm. Sérinng. Gott og rólegt hverfi. Furugrund Kóp.85 fm ib. á allra besta stað í Kópavogi á 5.h. þvott- aherb. með vélum á hæðinni. íbúð í sérflokki. Verð 2200 þús. Grundartangi Mos. 80 fm íbúð á jarðhæö í Mosr. í raðhúsi. Stórverönd. Ca. 5 ára gamalt. Verð 2200 þús. Miðvangur. Ca. 100 fm björf og rúmgóð íbúð á besta stað í Hafnarfirði. Verð 2.100 þús. Eyjabakki. Glæsil. 90-100 fm íb. á 1. hæð. Verð 1.950 þús. Rofabær. Góð 90 fm íbúð á 2. hæö. Verð 1800 þús. Flyðrugrandi. 72 fm glæsileg íbúð á 1 ,h. með nýjum og rúmgóð- um bílskúr. Einstök eign. 4ra herb. Drápuhlíð. Björt og góð 197 fm íbúð með sérinngangi á 1.h. Skemmtileg lóð. Bað og stofur nýstandsett. Bílskúr getur fylgt. Verð 2400 þús. Kríuhólar. 125 fm íbúð á 2.h. enda- íbúð. Verð 2300 þús. Básendi. Ca. 90 fm falleg íb. á 2. hæð. Bílsk.r. Álftamýri. 4ra-5 herb. íb. ásamt bílsk. Mikið endurnýjuð. Þvottahús í íbúð. 5-7 herb. Laugarnesvegur. 6 herb. íb. með tveimur forst.herb., alls 130 fm. Skemmtileg eign. Heimasimar: Ásgeir Þórhallsson, S. 141 Skúlason hd. Sýnishorn úr Söluskrá Hafnarfjörður. Ca. 170 fm efri sérh. á góðum útsýnisst. Innb. bílsk. Tjarnarból. 125 fm ibúð á 2.h. Ein íbúð á hverri hæð. Góð aðst- aða fyrir börn. Útsýni út á sjó. Ibúð í hæsta gæðaflokki. Stærri eignir Hafnarfjörður. Einbýlishús á tveim- ur hæðum á skemmtilegum stað við lækinn við Tjarnarbraut. Allt nýtt í húsinu t.d. rafmagn, gleroa innrétting- ar. Laus mjög fljótlega. Vero 3700 þús. Víðihvammur. Einbýlishús á þrem- ur hæöum á skemmtilegum stað í Kóp. Nýtt gler og gluggar. Nýlega klætt með Garða-stáli. 40 fm bílskúr og stór lóð. Verð 4500 þús. Dalsel. Raðhús á 3 hæðum. 240 fm sérlega skemmtileg eign. Verö 4.200 þús. Atvinnuhúsnæði Kópavogur. Höfum til sölu 800-900 fm iðnaðarhúsnæði á byggingarstigi með góðri lofthæð á besta stað í Kóþavogi. Vantar. 150-200 fm. iðnaðarhúsn. til kaups eða leigu í Kópavogi. Fyrirtæki Veitingahús. Höfum kaupanda að veitingahúsi eða hentugu húsnæði. Söluturn. Höfum kaupanda aö vel staðsettum söluturni. Matsölustaður. Höfum kaupanda að litlum matsölustað. Leiga kemur einnig til greina. Bóhaldsstofa. Til sölu bókhalds- stofa á Egilsstöðum. Á sama stað til sölu eða leigu einbýlishús. Videoleiga. Þekkt videoleiga til sölu á góðum stað. Góð velta margir titlar. Bújarðir. Hotum Kaupanda aö joro a buour eoa Vesturlandi. Húsakostur þarf ekki að vera góður. Jörðin verður að henta til skógræktar. .1. Sigurður Sigfússon S: 30008 Sveinn Laugardagur 24. ágúst 1985 Landssamband Hjálparsveita skáta: Oskar eftir viðræðum við Slysavarnafélagið um sameiningu sveitanna ■ Stjórn Landssambands Hjálpar- sveita skáta hefur hvatt Slysavarnafé- lag íslands, til viðræðna um samein- ingu sveitanna tveggja, með einni yfirstjórn. LHS hefur sent SVFÍ bréf þar sem leitað er eftir fundi, til þess að ræða málin og jafna ágreining milli sveitanna, en hann mun vera af ýmsum toga. Tryggvi Páll Friðriksson formaður LHS, sagði í samtali við NT í gær að þetta væri ekki ný hugmynd. „Ég held að menn séu hræddir um að gömlu sveitirnar þeirra verði samein- aðar. Það er enginn að tala um það. Það geta verið þrjár björgunarsveitir í Reykjavík, þó að yfirstjórnin sé ein,“ sagði Tryggvi. Hann benti líka á að hann teldi að því lengra sem drægist að sameina sveitirnar því erfiðara yrði það. Haraldur Henrýsson forseti Slysa- varnafélags íslands sagði í samtali 1 við NT að engar alvarlegar viðræður hefðu enn átt sér stað. „Því er ekki að neita að ágreiningur hefur verið á milli sveitanna, og þau mál þarf að leysa, áður en hægt er að setjast til viðræðna fyrir alvöru.“ Haraldur bætti því við að hann teldi eðlilegt að Flugbjörgunarsveitin yrði þá einnig inni í myndinni. ■ Gunnar Karlsson og tvö verka hans á sýningunni Gunnar Karlsson í Gallerí Salnum ■ Gunnar Karlsson opnar í dag kl. 14 sýningu á verkum sínum í Gallerí Salnum, Vesturgötu 3. Gunnarsýnir olíumálverk og skúlptúr sem hann hefur unnið hér á landi og erlendis á þessu ári og í fyrra. Gunnar Iauk námi frá Myndlista- og handíðaskólanum 1979 og stund- Alþjóðleg ráðstefna: Ár,aurburðurog sjávarstrendur ■ Hótel Loftleiðir mun hýsa al- þjóðlega ráðstefnu dagana 2.-4. september næstkomandi. Ráðstefn- an hefur hlotið nafnið „Iceland Coastal and River Symposium", og meginviðfangsefni hennar verður þýðing aurframburðarins fyrir strendur landsins og árfarvegi, auk þess sem rætt verður um flutning aursins eftir landgrunninu. Suðurströnd landsins verður sér- staklega í sviðsljósinu á ráðstefn- unni, með tilliti til eldsumbrota og áhrifa jökuláa. Ennfremur verður fjalláð um áhrif mannvirkjagerðar á strendur og árfarvegi. Dr. Per Bruun, sem rekur í Danmörk alþjóðlega ráðgjafa- þjónustu um strandvirki, er aðal- hvatamaðurinn að ráðstefnunni, en þar verða flutt 40 erindi, þar af um 30 af erlendum þátttakendum frá 11 þjóðum. Veiðitíminn framlengdur í Svartá? ■ 186 laxar hafa veiðst í Svartá í Húnavatnssýslu. Miklar göngur hafa verið í ána síðustu daga, og er allt útlit fyrir að veiðitíminn verði framlengdur sagði Friðrik Stefánsson hjá SVFR í samtali við Veiðihornið í gær. Gegnum teljar- ann í Svartá hafa gengið 177 laxar. 73 fiskar hafa veiðst fyrir ofan teljara, en 113 fyrir neðan. Rúm- lega 1000 fiskar hafa gengið í gegnum stigann við Blöndu. Frið- rik taldi að rétt væri að framlengja veiðitímann, og reyna að veiða eitthvað af öllum þessum fiski. Bændur eiga eftir að leggja sína blessun yfir framlenginguna, en varla verður það torsótt mál. aði framhaldsnám við konunglegu listaakademíuna í Stokkhólmi 1980- 1982. Hann hefur verið búsettur víðs- vegar á Norðurlöndum og tekið þátt í sýningum, fengið styrk og að sögn selt sæmilega. Gallerí Salurinn er opinn frá kl. 13-18 alla daga nema mánudaga en þá er lokað. Á fimmtudögum er hins vegar opið til kl. 22. Sýning Gunnars stend- ' ur til 13. september. Upprennandi blaðamenn? ■ I vikunni heimsóttu þrír áhuga- menn um blaðamennsku ritstjórn NT. Þau eru frá vinstri Iðunn Elsa Kristinsdóttir, sem á heima í Reykja- vík, og frændsystkini hennar þau Camilla og Arun M. Vasudeva en þau búa í Cambridge á Englandi. Að sjálfsögðu var þremenningunum sýnd ritstjórn blaðsins enda langt að komin. Á myndinni skoða þau mynd af Kalla Bretaprins, væntanlegum þjóðhöfðingja tveggja þeirra. NT-mynd Róbert. Tekur ekki í Gljúfurá Mikið er af fiski í Gijúfurá. Fiskurinn tekur þó ekki. Hann ' Iiggur undir bökkum, og þegar menn reyna að kasta á hann færist hann undan. Vatnsleysi mun vera um að kenna. Þrátt lynr þessa aumu tíð hefur Gljúfurá þegar náð rúm- lega þeim afla sem hún skilaði í fyrra. Stóra-Laxá steindauð Stóra-Laxá í Hreppum er svo að segja dauð. Hún hefur ekki borið sitt barr eftir þá miklu hækkun veiðileyfa sem átti sér stað í ár. Máttarvöldin hafa sagt nei við hækkuninni. Veiðileyfi hækkuðu mikið og laxi fækkaði enn meir. Segjum svo að ekki sé til réttlæti í heiminum! Þetta verður efalaust til þess að veiðileyfi lækka í ánni næsta ár. Brynjudaisá Veiði í Brynjudalsá í Hvalfirði hefur verið með eindæmum léleg það sem af er. Menn kunna engar skýringar á deyfðinni en hallast þó helst að því að sökum vatnsleysis bíði laxinn utan við ósinn. Rúm- lega þrjátíu laxar hafa veiðst í ánni.

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.