NT - 24.08.1985, Blaðsíða 12

NT - 24.08.1985, Blaðsíða 12
 Laugardagur 24. ágúst 1985 12 ■ Hljómsveitin New Model Army er af mörgum sögð Hjálpræðisher breskrar rokktónlistar. Hljómsveitin heldur á lofti merki hraða, hráa rokksins, sem svo mjög einkenndi pönkið á sínum tíma. New Model Army er ung hljómsveit og vakti mikla athygli með plötu sinni UMSJÖN: Porsf Gunitarsson fyrr á þessu ári. Um tíma leit út fyrir aðþaðyrði fyrsta og eina plata hljóm- sveitarinnar, því bassaleikari hennar hætti, en nýr hefur verið ráðinn í hans stað og að sögn breskra tónlistar- blaða er New Model Army nú frískari en áður og til alls líkieg. samt fyrir sínu. Reyndar vorum við allir með öndina í háisinum þegar hann spil- aði tyrst með okkur. Það var á mikiili hátíð í Noregi og í fyrsta skipti serrvhann stóð á sviðí. Áheyrendurnir voru hvorki fleiri né færri en 15.000 og hann stóð sig eins og hetja og ég sé ekki* aðra leíka þetta eftir honum. Það hefurlika kom- ið á daginn að Jason Moose er mikiu betri aðhlustaáþá. á nýju 12 tommunni og öll sú plata er mun ólíkari en fólk átti von á. Áhangendur hljómsveitarinnar áttu von á hröðum lögum þar sem mikið ber á bassanum, en það er enginn bassaieikur á plötunni því lögin voru hljóðrituð meðan við vor- um bassaleikaralausir.“ Robb: „12 tommuplatan væri aðgengilegri ef hún pg piatan No Rest.. er góð hvað það varðar, vegna þess að þar angra textarnir ekki hlustandann." Robb: „Öfugt við texta margra annarra hljóm- sveita, til að mynda The finning. Þú elskar landið þjtt, ekki vegna þess að það sé betra en eitthvað annað, heidur vegna þess að þar átt þú heima. Þar eru rætur þínar og þú ert hluti menningarinnar sem þar I ■ .. ís- . • I I Þó meðlimir New Model Army séu háværir á sviði, hefur ósköp lítið borið á þeim í blöðum og tímarit- um sem skrifa um popp- og rokkmúsikk, enda eru þeir ekki mikið gefnir fyrir viðtöl. „Það er aðeins eitt sem er verra en viðtöl og það eru ljósmyndarar“, var eitt sinn haft eftir Julian, söngvara og gítarleikara New Model Army. En hann lét sig hafa það og gaf breska tímaritinu Record Mirror viðtal, ásamt trommuleikaranum Robb Heaton. Poppsíða NT fékk þetta viðtal góðfúslega lán- að fyrir lesendur sína. Sautján ára stráklingur Fyrst var talinu beint að bassaleikaranum Stuart Morrow sem gekk úr hljóm- sveitinni í miðri tónleika- ferð um England. Justin: „Þetta kom eins og reiðarslag yfir okkur. Við settumst bara niður og fórnuðum höndum. Hvað gátum við gert. Það kom reyndar aldrei til greina að hljómsveitin leystist upp.“ Robb: „Við höfðum skap- að ákveðinn móral í kring- um okkur og honum ætluð- um við að haida, enda er andinn í kringum hljóm- sveitina mun mikilvægari en hver einstakur hljóm- sveitarmeðlimur. Við þurftum þvi að leita að bassaleikara og fundum Jason Moose Harris, 17 ára strák sem hafði fitlað við bassastrengi í 18 mánuði. Hann hafði aldrei spiiað með hljómsveit, en stendur bassaleikari en Stuart þó er Stuart frábær.“ Góð plata New Model Army er nýbú in að senda frá sér 12 tommu með laginu Better Than Them af plötunni No Rest.. og þremur nýjum lögum No Sense, Adrenalin og Trust. Nýju lögin bera vott um breytingar hjá hljómsveitinni, þau eru mun rólegri og langtum melódískari, er New Model Army að breytast? Justin: „Það má eigin- lega líkja plötunni No Rest.. við diskósmeil, hún er eig- inlega dansplata, - mjög hröð, mun hraðari en geng- ur og gerist með tónlist á þessum tímum. Textarnir eru líka áhuga- verðir fyrir þá sem nenna væri hefðbundin rokkplata með gítar, bassa og trommum i aðalhlutverkum og fyrir vikið er hún ekki eins góð söluvara.“ Justin: „Það er gott dæmi um það hve platan er lítil söluvara að hún er ekki spiluð í útvarpi, en við kær- um okkur kollótta, erum reyndar stoltir af því. Þessi plata er ekki bara frábrugð- in því sem við höfum verið að gera, heldur er þetta góð plata og það er einmitt það sem skiptir máli.“ Textar New Model Army hafa löngum þótt sterkir og áhrifamiklir, en haldið þið að fólk hlusti mikið á texta ykkar? Justin: „Stundum og stundum ekki. Víð sumar aðstæður langar þig ekki par til að hlusta á textana Cult. Dear lan getur sungið ágætlega en þú tekur varla mikið eftir textanum, öfugt við þegar Justin syngur,. Hann hefur sinn sérstaka stíl og allir taka eftir text- unum sem hann syngur.“ Justin: „Mér finnst öll orð í textanum jafn mikil- væg og ég vil vera viss um að þau greinist öll, þess vegna syng ég oft eins og ég tala.“ Þjóðerniskennd Hljómsveitin New Model Army er bresk í húð og hár. Þeir leggja mikla áherslu á þjóðerni sitt og þjóðernis- kenndin kemur fram í sum- um textum þeirra, til að mynda í My Country, á plöt- unni No Rest... Justin: „Þjóðernis- kenndin er náttúruleg til- þrífst. Þó þú sért ánægður með land þitt og þjóð er ekki þar með sagt að þú komir til með að berjast við alla sem eru frá öðrum þjóðum. Við viljum bara hafa okkar land það gott að við getum lifað þar ánægð.“ Á hvaða hátt berst New Model Army fyrir land sitt og þjóð? Justin: „Þú berst fyrir land þitt ef þú reynir að koma Thatcher frá völdum, en ef þú átt við poppheim- inn þá má vel berjast gegn þeirri ímynd sem gefin er í sjónvarpsþáttunum Top Of The Pops. Þættirnir sýna allsherjar gleðisamkomu og allir eru velkomnir í veisluna vegna þess að við búum í frjálsu landi, en því miður er ekki svo.“ Hjálpræðisherinn í breska rokkinu /

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.