NT - 11.09.1985, Page 11

NT - 11.09.1985, Page 11
 fíir p Miðvikudagur 11. september 1985 11 LlI Að utan Kosningabaráttan í Svíþjóð í hámarki: Þeir sem enn hafa ekki gert upp hug sinn ráða úrsiitum ■ Nú er síðasta vika sænsku kosningabaráttunnar, en þing- kosningar ásamt bæjar- og sveit- arstjórnarkosningum munu fara fram 15. september n.k. Úrslit kosninganna eru enn með öllu óljós; þó svo að síðustu skoð- anakannanir meðal kjósenda hafi sýnt fram á öflúga stöðu sósíalista. En sennilega mun jafnaðarmannastjórn eiga erfitt með að stjórna einsömul án þátttöku og stuðnings VPK. kommúnistaflokksins, sem nýt- ur stuðnings u.þ.b 5-6% kjós- enda. Fylgi flokkanna breytist ört frá degi til dags. í vor var fylgi borgaralegu flokkanna mikið, en fyrir tveimur mánuðum náði fylgi jafnaðarmanna yfirhönd- inni með mörgum prósentum, en síðan hefur fylgi þeirra held- ur dalað. Kosningabaráttan ein- kennist nú af meiri háværð, áreitni, yfirborðsmennsku og skoðanaágreiningi en áður. Tveir stærstu flokkarnir, jafnað- armenn (ca.45%) og móderatar (ca 28%) eru forystuflokkarnir í kosningaumræðunum en minni flokkarnir Folkpartiet (frjálslyndir), Centerpartiet (bændaflokkur) og VPK (kommúnistar) reka lestina. Með í leiknum eru einnig KDS (kristilegir demokratar) sem með útsjónarsömu kosninga- samstarfi með Centerpartiet tekst nú í fyrsta skipti að öllum líkindum að eignast fulltrúa í Riksdagen. ■ Olof Palme. Smáflokkunum reynist erfitt og nánast ókleift að komast að á þingi þ.e.takmarkanir miðast við að 4% kjósenda greiði við- komandi flokki atkvæði. KDS hefur á síðustu árum fengið u.þ.b. 1,5% af atkvæðum, sem hafa því ekki einu sinni koipið borgaralegu flokkunum að not- um þó svo að KDS alltaf hafi tilheyrt hópi borgaralegra. Annar lítill flokkur, sem segir sig óháðan flokkapólitíkinni er Miljöpartiet de Gröna (um- hverfisflokkur hinna grænu). Forystumenn flokksins skipta ört með sér forystunni og mál- efni flokksins eru fyrst og fremst umhverfismál og náttúruvernd. Því reynist þeim erfitt að full- vissa kjósendur um hæfni sína í meðhöndlun annarra mála sem tekin eru fyrir á þingi. Margir kjósendur sern styðja málefni flokksins velja þó á síðustu stundu að veita einhverjum meirihlutaflokknum sem leggur ríka áherslu á umhverfis- og náttúruverndarmál, t.d. Cent- erpartiet eða VPK atkvæði sitt. í bæjarstjórnarkosningunum komast þó fleiri smáflokkar að. Stockholmspartiet hefurt.d. átt- fulltrúa í borgarstjórn í fleiri ár. Sá flokkur hefur m.a. á stefnu- skrá sinni að koma á vega- greiðslum á vissum stöðum í borginni til að minnka umferð- ina í miðborginni. Á Skáni er Skánepartiet sem vill afnema einokunarsölu á áfengi og gera Svíþjóð að Natolandi. Kosningaumræðurnar hafa einkennst af efnahagspólitík- inni. Jafnaðarmenn halda því fram að Svíþjóð hafi á síðast- liðnum þremur árum tekist að endurreisa sig úr efnahags- kreppunni sem borgaralegu flokkarnir létu eftir sig við stjórnarhvörf. Olof Palme segir að Svíþjóð sé eina iðnaðarland- ið sem tekist hafi að minnka atvinnuleysið og samtímis hald- ið verðbólgunni í skefjum. Palme hreykir sér einnig af auknum gróða sænska iðnaðar- ins sem veitir fleiri möguleika til hlutdeildar á heimsmarkaðn- um. Sænska ríkisskuldin óx undir forystu borgaralegu flokk- anna úr 0 til 90 milljarða S.kr. (450 milljarðar ísl. kr.) en hefur á stjórnarárum jafnaðarmanna minnkað í u.þ.b. 60 milljarða S.kr. Sem slagorð hafa jafnaðar- menn að þeim hafi tekist að stemma stigu við efnahagshall- anum og komið Svíþjóð aftur á fætur án þess að ögra velferð- inni: „Svíþjóð er á réttri leið." . Andstæðingarnir í fyrsta lagi móderatarnir halda því fram að Svíþjóð sé að villast. Ef hinir borgaralegu vinna kosningarnar hafa þeir lofað umsvifalausu afnámi launþegasjóðanna, skattalækkunum og ennfremur vilja þeir gefa einkaaðilum laus- an tauminn við rekstur skóla og dagheimila. Ulf Adelhson, for- maður móderatanna segir að uppleið sænska efnahagslífsins að undanförnu eigi sínar orsakir ■ Frá Stokkhólmi. í alþjóðlegri efnahagsvelferð og ekki í aðgerðum jafnaðar- manna. Adelhson styður allt einkaframtak og vill minnka ■ Ulf Adelhson. fjárhagsútlát ríkisins. Palme telur þetta eingöngu munu leiða til niðurrifs samfé- lagslegra umbóta og því stafar samfélaginu hætta af slíkum hugmyndum. Slagorð móderat- anna er: „Maður á að geta lifað á sínum launum," og eiga við að lækka beri skatta og samtímis minnki styrkþarfir sem þjóðfé- lagið fullnægir og að með því móti verði hægt að minnka um- svif hins opinbera. En margt hefur gleymst í kosninga- umræðunum eða lítið komið til tals eins og t.d. er hljótt um umræðu varnarmála þrátt fyrir alla „mögulega" kafbáta. Einnig hafa menningarmál og aðstoð til vanþróaðra landa lítið komið við sögu. Orkumál og smám saman umsamið afnám kjarnorkunnar ber einnig sjald- an á góma. Öllum til undrunar hefur umræðan um launþega- sjóðina verið harla lágvær og tillaga um afnám ríkiseinokun- ar á sjónvarpi ásamt auglýsing- um í útvarpi og sjónvarpi hefur einnig haft hljótt um sig. í staðinn stendur slagurinn um hvort að jafnaðarmenn hafi hugsað betur um cfnahagsmálin á kjörtímabilinu en hinir borg- aralegu gerðu á sínum sex árum í stjórn. Flestir virðast vilja greiða Palme atkvæði í þeim efnum og hafa tilhneigingu til þess að gleyma ýmsum „óþæg- indurn" á s.l. árum. Kosninga- umræðurnar fjalla einnig um tvær andstæðar leiðir sent hægt er að fara, þá sósíalisku eða frjálsa markaðarins. Palme telur að móderat- arnir vilji fá umturnað stjórn- kerfi í landinu en því vísar Adelhson á bug með varfærni. Og skipti á stjórnkerfi er tæp- lega mögulegt því Svíþjóð er land öflugra hreyfinga og verka- lýðsfélaga sem hindra slíkar breytingar auðveldlega. Hingað til hefur lítill hiti verið í kosningabaráttunni. Sænskir blaðamenn skrifa það sem stjórnmálaleiðtogarnir geta hugsað sér að segja sjálfir. Stjórnmálamennirnir misskilja viljandi hverjir aðra og umræð- urnar fara oftast út í bláinn. Kjósendur fá þ.a.l. engar gagn- legar upplýsingar. Sú slaka meðferð sem kosningarnar fá í fjölmiðlum hótar lýðræðinu miklu meir en nokkurt prógram pólitísku flokkanna inniheldur. í dag virðist allt benda til þess að Olof Palme verði forsætis- ráðherra hinn 16. september. En margt getur gerst í næstu viku og fjöldi óvissra kjósenda er óvenju stór í ár skv. niður- stöðum skoðanakannanana. Hinir óvissu kjósendur munu greiða þeim flokki, sem gerir bestan endasprettinn, atkvæði sitt. Guðrún Garðarsdóttir Tilkynning til launaskatts- greiðenda Athygli launaskattsgreiðenda skal vakin á því að eindagi launaskatts fyrir mánuðina júní og júlí er 15. september n.k. Sé launa- skattur greiddur eftir eindaga skal greiða dráttarvexti til viðbótar því sem vangreitt er, talið frá og með gjalddaga. Launaskatt ber launagreiðanda að greiða til innheimtumanns ríkissjóðs, í Reykjavík toll- stjóra, og afhenda um leið launaskatts- skýrslu í þríriti. Fjármálaráðuneytið. (tffórfompAjúkraliíiAix) .yieikflujulab Sjúkraþjálfarar, hjúkrunar- fræðingar Sjúkraþjálfara og hjúkrunarfræðinga vantar að Fjórðungssjúkrahúsinu Neskaupstað. Húsnæði fyrir hendi. Góð vinnuskilyrði. Upp- lýsingar gefa forstöðumaður í símum 97- 7402 og 97-7565 og hjúkrunarforstjóri í síma 97-7403. Fjórðungssjúkrahúsið Neskaupstað Þingeyingar Alþingismennirnir Ingvar Gíslason, Stefán Valgeirsson og Guömundur Bjarnason, halda almenna stjórnmálafundi sem hér segir: Föstudaginn 20. sept. kl. 21.00 Kópasker. Laugardaginn 21. sept. kl. 16.00 Þórshöfn. Sunnudaginn 22. sept. kl. 16.00 Raufarhöfn. Mánudaginn 23. sept. kl. 21.00 Félagsheimilinu Húsavík. Þriöjudaginn 24. sept. kl. 21.00 Skjólbrekku Mývatnssveit. Framsóknarflokkurinn t Móöir okkar, tengdamóöir, amma og langamma, Sigríður Emilía Bergsteinsdóttir Hvassaleiti 30, Reykjavik verður jarösungin frá Fossvogskirkju fimmtudaginn 12. sept- ember kl. 15.00. ÞórirSigurðsson ÞuríðurSigurðardóttir Sigurjón Kristinsson Katrin Sigurðardóttir Ingi Viðar Árnason Jóna Sigrún Sigurðardóttir Eiríkur Hreiðarsson. barnabörn og barnabarnabörn. Konan mín og móöir okkar Ragnhildur Kristófersdóttir sem andaöist 4. september veröur jarösungin frá Fossvogs- kirkju föstudaginn 13. september kl. 13.30. Jarðsett verður í Gufuneskirkjugarði. Jón Ágústsson og börn. Innilegar þakkir fyrir auösýnda samúö og hlýhug viö andlát og útför Halldórs Sigurðssonar Fagurhólsmýri Guðrún Sigurðardóttir Ari Sigurðsson Tryggvi Sigurðsson Nanna Sigurðardóttir Páll Björnsson.

x

NT

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: NT
https://timarit.is/publication/305

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.