NT - 11.09.1985, Síða 24
LÚRIR ÞÚ Á FRÉ I I ?
HRINGDU ÞA f SÍIWIA 68-65-62
Vid tökum vid ábendingum um fréttir allan sólarhringinn. Greiddar verða 1000 krónur fyrirhverja ábendingu sem leiðir til
fréttar í blaðinu og 10.000 krónur fyrir ábendingu sem leiðir til bitastæðustu fréttar mánaðarins. Fullrar nafnleyndar er gætt
NT, Síðumúla 15, Reykjavík, sími: 686300, auglýsingar 18300
Kvöldsímar: áskrift og dreifing 686300 • ritstjórn 686392 og 687695 • íþróttir 686495
Flateyri:
Giftingarhringur
finnst eftir 27 ár
Margar tilviljanir spiluðu saman sagði finnandinn
■ „Ég sá glitta í eitthvað gyllt
í grasinu. Þegar ég tók það upp
reyndist það vera giftingar-
hringur. En að hann hefði legið
þarna í 27 ár, það grunaði mig
ekki,“ sagði Páll Halldórsson í
samtali við NT í gær.
Páll er stýrimaður á togaran-
um Gylli, og búsettur á Flateyri.
Hann var að tyrfa hjá sér
blettinn, nú fyrr í mánuðinum
þegar hann fann hringinn. „Við
vorum hérna utan við bæinn að
taka torf, á stað þar sem fjárhús
voru fyrir nokkrum árum. Menn
frá bænum voru að rista þökur,
og ég var að tína þær saman,
þegar ég sá glitta í eitthvað
gyllt. Petta reyndist vera
hringur. Ég hélt að þeir sem
voru að rista hefðu týnt honum,
en þeir könnuðust ekki við
hann. Hingurinn lá ofan á gras-
inu rétt eins og einhver hefði
tapað honum í gær,“ sagði Páll.
Hann leitaði nú upplýsinga
hjá nágrönnum um hvort þeir
könnuðust við hringinn. Éina
sporið sem Páll hafi var að
innan í hringinn vargrafið nafn-
ið Þóra, og einnig voru upphafs-
stafirnir Þ.B. grafnir í hann.
„Það var Ingimundur bóndi á
Tannanesi sem kom mér á
sporið. Hann kannaðist við
nafnið Þóra, og vissi að hún
hafði gifst manni að nafni Þor-
lákur. Ég fór að leita að karlin-
um, og þá vildi svo einkennilega
til að hann var staddur hér á
Flateyri á ferðlagi. Ég boðaði
hann á minn fund og afhenti
honum hringinn. Hann brást
óhemju glaður við,“ sagði Páll.
Þorlákur Bernharðsson tjáði
Páli að 27 ár væru liðin frá því
að hann hefði týnt hringnum,
þegar hann var að bera út moð
úr jötu. Þá hafði Þorlákur átt
hringinn í rúma viku. Hann hefur
aldrei keypt annan hring þrátt
fyrir að hann sé enn giftur Þóru.
Páll sagði að hann hefði haft
óhemju gaman af þessu og
þarna hefðu margar tilviljanir
verið að verki í einu.
„Það vakti furðu mína að
ekki sá á hringnum, eftir 27 ár
sem hann hefur legið í grasinu.
Hann var heldur dekkri en sá
sem ég ber sjálfur,“ sagði hann
að lokum.
Fiskeldi Grindavíkur:
Fær inni hjá
hitaveitunni
■ Fiskeldi Grindavíkur
hefur fengið aðstöðu hjá
Hitaveitu Suðurnesja fyrir
tilraunastöð með klak og eldi
á laxaseiðum, í grennd við
Svartsengi.
Jónas Matthíasson fram-
kvæmdastjóri Fiskeldis
Grindavíkur sagði í samtali
við NT í gær að fyrst og
fremst væri hugsað um
bráðabirgðatilraun nú í
vetur. Hann sagði að ef til-
raunin gengi vel kæmi til
greina að hugsa frekar um
þennan stað í framtíðinni.
Sú fiskisaga hefur flogið í
Grindavík, að með þessum
tilraunum hjá fiskeldisfyrir-
tækinu, væri hætta á mengun
á vatnsbóli Grindvíkinga.
Þessu svaraði Jónas á þann
hátt að vatnið frá tilrauna-
stöðinni yrði hreinsað, og
síðan veitt með frárennsl-
isvatninu frá Svartsengi, sem
fer þar niður, þ.e. borholu-
vatnið.
„Það er verið að gera því
skóna að koma þarna upp
stöð fyrir 50-100 þúsund
seiði,“ sagði Jónas þegar
hann var spurður um stærð-
argráðuna. „Þetta er bara
tilraun, og því ekki kostað til
hennar nema í lágmarki,
þannig að hún skili eftir því
sem er leitað. Það verður svo
að sjá til hvort einhver fram-
tíð er í þessu og hvort við
fáum þarna aðstöðu og
samninga til frambúðar. Um
það er ekkert farið að ræða,
enda ekki tímabært," sagði
Jónas að lokum.
Ljósleiöarastrengir lagðir í jörð í Reykjavík:
Símtölin send
sem Ijósmerki
■ Byrjað var að leggja nýja
gerð símastrengja, ljósleiðara-
strengi, í jörð í Reykjavík um
helgina og ráðgerir Póst- og síma-
málastofnun að taka þá í notkun
á næsta ári. Þessir strengir koma
í stað koparstrengjanna gömlu,
Innbrot eða
heimsókn?
■ Farið var inn í íbúð við
Langholtsveg, og stolið þaðan
myndsegulbandstæki og Ijós-
myndavél. Ekki er beinlínis um
innbrot að ræða, þar sem flest
bendir til þess að húsráðandi
hafi skilið dyrnar að íbúðinni
eftir ólæstar. Rannsóknarlög-
regla ríkisins hefur málið til
rannsóknar.
eru úr gleri og upplýsingar fara
eftir strengjunum sem Ijósmerki.
Fyrsta lögnin var á milli sím-
stöðvanna við Austurvöll og
Múla, um 5 kílómetra leið, en
áður hafði verið lagt plaströr milli
stöðvanna sem strengurinn var
dreginn í. Stefnt er því að streng-
urinn milli stöðvanna verði án
samsetninga en samtengingu
tveggja glerþráða verður að fram-
kvæma undir smásjá með mjög
nákvæmum verkfærum.
Að sögn Berþórs Halldórsson-'
ar deildarverkfræðings hjá Pósti
og síma, er flutningsgeta þessara
strengja mun meiri en þeirra
gömlu og f framtíðinni verður
mun auðveldara að ná milli þess-
ara svæða. Síðar á þessu ári er
stefnt að því að leggja ljósleiðara-
streng til símstöðvanna í Árbæ,
Breiðholti og Kópavogi og á
næsta ári verður haldið áfram
með lagnir á Ijósleiðurum á
Reykjavíkursvæðinu og að auki
milli ReykjavíkurogHvolsvallar.
■ Um helgina var nýi Ijósleiðarastrengurinn dreginn í gegnum rör um 5 km leið frá símstöðinni við Austurvöll upp í Múla. Hann verður
tekinn í notkun á næsta ári. NT-mynd: Róbert.
Borgarminjavörður:
3 umsækjendur mæla
með Guðnýju Gerði
■ Staða borgarminjavarð-
ar var nýlega auglýst laus til
umsóknar og sóttu 9 manns
um stöðuna. Á borgarráðs-
fundi bar það hins vegar til
tíðinda í gær að bréf var lagt
fram frá þremur konum þar
sem þær drógu umsóknir sín-
ar til baka og mæltu þess í
stað með einum umsækjend-
anna, Guðnýju Gerði Gunn-
arsdóttur, sem unnið hefur
sem safnvörður í Árbæjar-
safni.
„Það þótti nokkuð skrítið
að þær skyldu ekki mæla
með Ragnheiði Þórarins-
dóttur sem sett var í embætt-
ið fyrir ári síðan,“ sagði
Kristján Benediktsson borg-
arfulltrúi Framsókarflokks-
ins í samtali við NT.
„Þær lýstu yfir stuðningi
við Guðnýju Gerði en þær
lýstu ekki yfir því að þær
styddu ekki Ragnheiði. En
þess ber líka að geta að
Guðný Gerður hefur líka
meðmæli frá Nönnu Her-
mannsson fyrrverandi borg-
arminjaverði,“ sagði Ingi-
björg Sólrún Gísladóttir
borgarfulltrúi Kvennafram-
boðsins.
Reykjanesbraut:
Flutninga-
bíll valt
■ Vöruflutningabíll frá Kefla-
vík valt á Reykjanesbraut í
gærmorgun. Bíllinn var á leið til
Reykjavíkur eftir vörum. Þegar
komið var að afleggjara inn í
Ytri-Njarðvík var þar kyrr-
stæður fólksbíll sem ökumaður
ætlaði að beygja inn til Njarð-
víkur. Bílstjóri vöruflutninga-
bílsins reyndi að sveigja frá
fólksbílnum, en ekki tókst betur
en svo að bíllinn valt. Ökumað-
ur og kona, sem var farþegi,
köstuðust úr bílnum og voru
þau flutt á slysadeild. Konan
fékk að fara heim að iokinni
skoðun en ökumaðurinn þurfti
að fara í frekari skoðun, þar
sem hann kvartaði um meiðsli í
baki. Bíllinn er að sögn lögreglu
mikið skemmdur.