Morgunblaðið - 07.12.2003, Page 14

Morgunblaðið - 07.12.2003, Page 14
14 | 7.12.2003 fæddust börnin fjögur, og þar bjuggu þau næstu 19 árin. Og þar fann hann sig í lög- reglustarfinu, sem fyrr segir. Hann segist töluverður landsbyggðarmaður í sér, hafi sterkar taugar til Eyjanna og eigi þar góða vini. Hvernig var að vera lögga í svona fámennu, nánu samfélagi? „Mér var það alltaf mjög létt,“ svarar Geir Jón. „Auðvitað komu upp erfið tímabil, alvarleg slys, dauðsföll, og maður varð stöku sinnum fyrir aðkasti þegar taka þurfti ákveðið á, eins og gengur. Á fyrstu árunum var mikil veiði og allt að tvö þúsund að- komumenn í Eyjum á vertíðunum. Fyrir kom að yfir hundrað manna verbúðir log- uðu í slagsmálum og við sendir þangað tveir í útkall, en við gripum aldrei til kylf- unnar. Ég bar reyndar aldrei á mér kylfu, hvað þá meir. Ef ég gæti ekki leyst úr málum með því að ræða við fólk fannst mér betra að hætta. Enda leystust þau yfirleitt á staðnum og án réttarhalda eða annarra eftirmála. Það var gott að vera lögreglumað- ur í Eyjum og þar býr almennt löghlýðið fólk.“ En þú hlýtur einhvern tíma á ferlinum að hafa þurft að grípa til kylfu? „Nei, aldrei,“ segir hann ákveðinn. „Ég hef aldrei notað kylfu í starfi. Ég hef auð- vitað þurft að nota handjárn, en ég hef aldrei svo mikið sem borið kylfu. Sjálfsagt má segja að stærðin mín hafi hjálpað mér.“ Já, þú ert ekki beint árennilegur, en kannski er framganga þín líka þannig að fólk langar ekki til að ráðast á þig? Geir Jón hlær. „Kannski. Mín aðferð er ósköp einfaldlega að reyna að róa fólk en ekki byrja á því að æsa það upp frekar en orðið er. Ég er í eðli mínu glaður og léttur og það er mér því eðlilegt að koma þannig fram.“ Hann segir að erfiðasta málið sem hann lenti í þessi 16 ár sem lögga í Eyjum hafi ver- ið Pelagusslysið í janúar 1982. „Pelagus var belgískur togari sem strandaði í snarvitlausu veðri, hraktist uppí kletta í nýja hrauninu. Þar fórust þrír menn, björgunarmaður, læknir og einn skipverji og við horfðum á án þess að geta nokkuð að gert. Ég tók að mér að ganga frá líkunum og svo syngja yfir þeim einsöng við útförina. Það voru erfiðustu spor sem ég hef gengið. Þetta var hræðileg reynsla. Ég losnaði ekki við vanlíðanina fyrr en mörgum árum seinna þegar ég skrif- aði grein um atburðinn í bók; það var eins og ég skrifaði mig frá honum.“ Stríð og friður í miðborginni Hvað olli því svo að þú fluttist aftur hingað uppá „meginlandið“ eftir allan þennan tíma? „Ég var staddur í Svíþjóð í starfsþjálfun þegar vinur minn, sem ég treysti vel og var háttsettur hér í lögreglunni, hringdi og bað mig um að sækja um yfirmannsstöðu í Reykjavík. Ég ráðfærði mig við konu mína, sem er fædd í Vestmannaeyjum en hafði flust til Reykjavíkur í Surtseyjargosinu. Sjálfur var ég orðinn óskaplegur Eyjamaður og fannst og finnst enn forréttindi að búa þar. En það var eitthvað innra með mér sem hvatti mig til að sækja um stöðuna. Ég þurfti að breyta til og fá stærri vettvang til að glíma við. Eftir á að hyggja held ég að það hafi verið mitt hlutverk að koma hingað. Reyndar fékk ég ekki þessa umræddu stöðu, en sótti svo um aðra og fékk. Varð hér aðalvarðstjóri 1992.“ Þetta hljóta að hafa verið mikil viðbrigði? „Já. Fyrstu helgina, sem ég starfaði hér, komu upp fleiri mál en á heilu ári í Vest- mannaeyjum! Og ég hugsaði með mér: Í hverju er ég lentur! Mér brá líka óskaplega þegar ég fór að vera á vakt með öðrum lögreglumönnum í miðborginni og við gengum þar nokkrir innan um 5–7 þúsund manns, sem streymdu allir út af skemmtistöðunum á sama tíma. Það var rosalegt. Við fyrstu sýn var þetta eins og á þjóðhátíð í Eyjum en svo kom fljótlega í ljós að bragurinn var annar, því miður. Fylliríið var ískyggilegt og spenn- an í loftinu. Mér blöskraði. Það var hrækt á okkur, sparkað í okkur, flöskum hent í okk- ur, fyrir utan munnsöfnuðinn. Menn voru hreinlega í stórhættu þarna, helgi eftir helgi. Þetta hefur gjörbreyst, sem betur fer. Sveigjanlegri lokunartími skemmtistaðanna skiptir miklu, einnig að krakkarnir eru farnir úr miðborginni og að eftirlitsmyndavélarnar virka afskaplega vel og gera okkur kleift að ná flestum sem eru upphafsmenn átaka og ann- arra afbrota, þótt við séum ekki sjálfir á göngu um vettvanginn lengur heldur í eftirliti á lögreglubílum. Bragurinn er orðinn allt annar, enda hefur lögreglumönnum í mið- bænum um helgar fækkað mjög síðan ég byrjaði hérna.“ En þyrfti lögreglan ekki einmitt að vera sýnilegri á vettvangi til að koma í veg fyrir þessi afbrot en ekki aðeins einbeita sér að því að ná gerendum eftir að þau hafa verið framin? Er manneklu um að kenna? „Sýnileiki lögreglunnar skiptir auðvitað máli en við teljum að hann þurfi ekki síður að vera í öðrum hverfum borgarinnar. Við höfum verið með lögreglumenn í sérstöku innbrota- og fíkniefnaeftirliti sem hefur skilað miklum árangri. Auðvitað vildum við vera með fleiri lögreglumenn en eru í dag og að því vinnum við öllum stundum. Fjár- veitingar til embættisins ráða fjölda þeirra.“ Þú byrjaðir sem aðalvarðstjóri, verður svo aðstoðaryfirlögregluþjónn og ert nú yf- irlögregluþjónn. Þetta þykir afar skjótur frami og þótt ég viti að þú hafir staðið þig vel hef ég heyrt að þú eigir þennan skjóta frama ekki síst að þakka Þorsteini Pálssyni, fyrrum dómsmálaráðherra, en þú varst kosningastjóri hans í Eyjum. Er eitthvað til í því að hann hafi launað þér atkvæðaveiðarnar svona? Geir Jón hlær góðlátlega. „Ég hef heyrt þessa kenningu, en mér er hins vegar kunnugt um að það var Böðvar Bragason lögreglustjóri sem mælti með því við dóms- málaráðherra að ég fengi stöðuna 1992. Fyrir það er ég þakklátur. Eflaust hefur ekki sakað að við Þorsteinn þekktumst ágætlega en hann er þeirrar gerðar að hann hefði aldrei tekið svona ákvörðun nema hann teldi hana skynsamlega og rétta. Ég hefði heldur aldrei viljað fá einhverja sérfyrirgreiðslu vegna pólitískra skoðana eða per- sónulegs kunningsskapar.“ Hefurðu orðið var við að þessi skjóti frami þinn hafi valdið því að þú hafir eignast öfund- ar- eða óvildarmenn innan lögreglunnar? „Já,“ segir hann treglega. Tekur það á þig? „Auðvitað er það verra, en ekkert annað að gera en lifa með því.“ Hann segist ekki skipta sér opinberlega af pólitík, þótt hann hafi fastmótaðar lífsskoð- anir; pólitík og yfirpólís í Reykjavík fari ekki saman. Hann segist á móti öllum öfgum, bæði til hægri og vinstri; umburðarlyndið sé á miðj- unni. Kæmi framboð til greina ef hann hætti í löggunni? „Ég efast um það. Hugsa að ég muni aldrei gera neitt annað en að vera lögreglumaður. Ég held að þetta sé mitt hlutverk. Verði ég hins vegar kallaður til annarra starfa sem sannfæring mín segir að ég ætti að sinna þá mun ég gera það.“ „Kallaður“ segirðu. Þú lítur þá á lögreglustarfið sem köllun? „Já,“ svarar Geir Jón hiklaust. „Ég geri það.“ Aldrei þreyttur eða leiður? „Jú, auðvitað kemur það fyrir, einkum þegar árangurinn lætur á sér standa eða ég verð að taka ákvörðun á grunni sem ég er ekki sannfærður um að sé réttur.“ Hann færist undan að nefna dæmi, en þegar ég spyr hvers konar mál séu erfiðust og sárust að glíma við segir hann: „Heimilisofbeldi, sérstaklega þegar börn verða fyr- ir því eða verða vitni að því. Og verst af öllu að upplifa slíkt á jólum – að mesti gleði- tími ársins sé eyðilagður fyrir börnunum. Það er hræðilegt að horfa uppá. Í þessu sambandi langar mig að nefna að lögreglumenn láta renna fjármuni í Líknar- og hjálparsjóð Landssambands lögreglumanna sem notaður er til að hjálpa börnum og fullorðnum sem eiga undir högg að sækja vegna einhverra hremminga í lífinu. Þannig reynum við að láta gott af okkur leiða, þótt í smáu sé.“ Aftur út á götuna? Hann segir að í erfiðu starfi sé heimilið og fjölskyldan mikið skjól, ekki síður en trúin og bænin. Elsti sonur Geirs Jóns, Þórir Rúnar, 25 ára, er einnig lögreglumaður og heyrir und- ir föður sinn í starfi. Hann þvertekur fyrir að um innrætingu hafi verið að ræða; þvert á móti hafi hann heldur dregið úr að sonurinn fylgdi í fótsporin. „Þórir gekk í lög- regluna frekar gegn mínum vilja en með og það getur verið frekar óþægileg staða að hann sé undirmaður minn. Hins vegar er löng leið á milli okkar í starfinu og hann stendur sig vel og það gleður mig.“ Hin börnin eru Narfi Ísak, 22 ára háskólanemi, Símon Geir, 19 ára, og Ragnheiður Lind, 16 ára, sem bæði eru í framhaldsskóla. Og Geir Jón bindur vonir við að þau fari ekki líka í lögregluna. „En auðvitað verða þau að finna þetta sjálf. Ef þau hafa sína sannfæringu á ég ekkert að vera að reyna að hafa áhrif þar á. Ég ætlast ekki til að börnin mín séu eins og ég.“ Geir Jón Þórisson veit að hann kemst ekki hærra í metorðastiganum innan lögregl- unnar; lögreglustjórinn sjálfur þarf að vera lögfræðimenntaður. „En ég er heldur ekk- ert viss um að sú staða sé eftirsóknarverð. Ég gæti miklu frekar hugsað mér að ljúka mínum ferli með því að verða aftur venjulegur lögreglumaður úti á götu, vera í göngueftirliti eða einn á bíl og fara í hverfin og hitta fólk. Það er draumastarf.“ Þegar yfirlögregluþjónninn í Reykjavík gengur út í kvöldhúmið á Hlemmi eru enn nokkur óafgreidd mál á skrifborðinu. Það er föstudagur og vegfarendur margir með helgarblik í augum. Fyrir Geir Jón Þórisson og hans fólk er ballið rétt að byrja. ath@mbl.is STRÍÐIÐ VIÐ ILLSKUNA Í MANNINUM EKKI DUGIR AÐ LÖGREGLAN SEGI VIÐ ALMENNING GEGNUM FJÖLMIÐLA: YKK- UR KEMUR ÞETTA EKKERT VIÐ

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.