Morgunblaðið - 07.12.2003, Síða 23

Morgunblaðið - 07.12.2003, Síða 23
Hér á landi eru það ekki bara lýtalæknar eða húðsjúkdómalæknar sem sprauta fylliefnum í andlit fólks til að útmá hrukkur, heldur einnig hjúkrunarfræðingar. Þró- unin er þó ekki komin það langt að snyrtifræðingar mundi sprauturnar, heldur mega einungis heilbrigðisstarfsmenn sprauta aðra hér á landi, skv. vinnureglum. Fitusog kemur inn í margar aðgerðir eins og t.d. andlitslyftingu. Varastækkun seg- ir einn læknir að virðist vera tískufyrirbrigði og að hann vísi stundum frá sér ungum stúlkum sem leita í varastækkun. Sú aðgerð fer yfirleitt þannig fram að fyrst er sprautað í varirnar með fylliefninu Restylane. Síðan er slíkt gert reglulega eða þá að varirnar eru stækkaðar varanlega með eigin fitu viðkomandi. Eins og ekkert hafi í skorist Í Bandaríkjunum er talað um „Walk in treatment“ og í því felst að fólk getur farið á læknastofuna eða snyrtistofuna til að fá fylliefnasprautu í andlitið eða botox á milli augabrúnanna og mætt svo til vinnu næsta dag eins og ekkert hafi í skorist. Og það er einmitt málið, hvergi er skorið í andlitið en hrukkurnar minnka. Varanleikinn er þó ekki sambærilegur og þegar skorið er og and- litinu lyft. En sá eða sú sem vill hrukkurnar burt verður að meta hvort hann eða hún vill fara í fylliefnasprautur einu sinni á ári fyrir lágmark 20 þúsund krónur í hvert skipti, eða alvöru andlits- lyftingu sem tekur sex klukkustundir í staðdeyfingu, kostar 200– 400 þúsund krónur en maður er tvær vikur að jafna sig eftir. Meirihluti þeirra sem fara í fegrunaraðgerðir eru konur enda hefur löngum verið lagt meira upp úr að konur líti vel út. Þar til fegrunaraðgerðir og fylliefni komu til sögunnar, notuðu þær til þess farða og gera flestar enn. En eins og fram kemur í viðtalinu við konu sem fór í fegrunaraðgerð, hafa ungar konur um þessar mundir meiri áhyggjur af útliti sínu en ungar konur áður fyrr. Jens segir að þótt fylliefnasprautur hafi verið töluvert í umræðunni sé mun meira um að lýtalæknar geri skurðaðgerðir í fegrunarskyni, a.m.k. enn sem komið er. Ár- angur af þeim er varanlegri og meiri reynsla komin á þær en sprauturnar. Aðspurður segir Jens það sitt mat að fegrunaraðgerðir séu 20–30% af þeim að- gerðum sem lýtalæknar geri. Meirihluti starfs þeirra sé aftur á móti lýtaaðgerðir þar sem brunasár eru meðhöndluð, ör eða meðfædd lýti eins og valbrár. Einnig sjá lýta- læknar t.d. um að endurskapa brjóst eftir missi vegna krabbameins. Jens telur þó fegrunarlækningar vaxandi hér á landi og í heiminum. „Nýjungar hafa komið fram og árangurinn er að verða betri og betri.“ Jens segir að það sé ekkert nýtt við minniháttar andlitslyftingar eins og m.a. hefur ver- ið fjallað um í erlendum tískutímaritum. Allar andlitslyftingar sem gerðar eru hér á landi eru alvöru ef svo má að orði komast, þ.e. skorið er á bak við eyru og meðfram hársverði og húð og bandvef lyft upp. Í minniháttar andlitslyftingu, svokallaðri „short-scar face lift“ er minna losað og dregið meira í húðina en í undirliggjandi bandvef. Mikið tog verður á húðina, hún getur aflagast í kjölfarið og hætta er á að ör verði ljót, að sögn Jens. Kostnaður er einnig mikill miðað við lítinn varanlegan árangur. Minniháttar andlitslyft- ingar voru gerðar á Íslandi áður fyrr og Jens segir að til lengdar litið gefi þær mjög slæm- an árangur. „Ég myndi ekki vilja hafa marga sjúklinga á eigin vegum sem hefðu farið í svona aðgerð.“ Í alvöru andlitslyftingu er staðdeyft en aðgerðin tekur 4–6 klukkustund- ir þar sem huga þarf að mörgum smáatriðum. Andlitslyfting er gerð með eða án fitusogs og með eða án lagfæringa á efri og neðri augnlokum. Fitusog segir Jens að sé ekki megrunaraðgerð og alls ekki ætluð offitusjúklingum. „Fitusog er mótunaraðgerð, ætluð þeim sem hafa óvenjumikið af fitu á afmörkuðum stöðum, eins og t.d. á lærum. Þetta er þá fólk sem á t.d. erfitt með að fá á sig buxur þar sem þær eru allt of víðar í mittið en þröngar yfir lærin. Eftir aðgerð er þá e.t.v. hægt að nota tveimur númerum minni buxur.“ Fita er oftast sogin af lærum, maga, undirhöku eða í kringum hné. „Fitusog gagnast alls konar fólki. Skemmtilegasta dæmið er að til mín kom ung kona sem var mikil um lærin. Hún fór í fitusog af lærunum og gat fengið sér tveimur númerum minni buxur fyrir vikið. Nokkrum mánuðum seinna kom eldri kona sem vildi láta gera sömu aðgerð. Það kom í ljós að hún var móðir ungu konunnar. Hún sagðist hafa þjáðst vegna þessa alla tíð og sá hvað þetta gerði fyrir dótturina og ákvað að drífa sig sjálf í aðgerðina. Það er mismunandi frá manni til manns hvað angrar við- komandi á hverjum tíma.“ Jens segist ekki hafa það á tilfinningunni að fólk fari í fegrunaraðgerðir vegna þrýstings í samfélaginu, frá tísku og staðalímyndum. „Mér finnst þetta mest vera venjulegt fólk. Ég hef ekki trú á því að þetta sé mikill þrýstingur frá umhverfinu. Ég held að þetta sé meira þannig að fólk vilji byggja sjálft sig upp og fá meiri gleði út úr því hvernig það lítur út. Og fegrunaraðgerðir virðast auka þetta svokallaða egó hjá fólki. Sjálfstraustið verður meira ef allt gengur eðlilega. Ég held að það sé mjög jákvætt að þetta skuli bjóðast. Ég hef ekki orðið var við mjög neikvæðar hliðar af þessum hlut- um.“ Jens segir að íslenskir lýtalæknar geri ekki fegrunaraðgerðir á fólki yngra en 18 ára, samkvæmt þeirra eigin siðareglum. Jens segir að 17 ára stúlkur komi vissulega og vilji fara í brjósta- stækkun og þá séu foreldrar boðaðir með. Læknirinn útskýri ald- ursmörkin og beðið er með aðgerð þar til 18 ára aldri er náð. Jens segir að stúlkurnar hafi þá búið sig undir það sem í vændum er, löngu fyrir afmælisdaginn. „Þetta er ákveðinn vilji til að breyta útliti sínu til að verða ánægðari með sjálfa sig. Ég held að það virki þannig. Margar þeirra sem fara í svona aðgerð eru mjög sælar eftir breytinguna einhverra hluta vegna.“ Jens segir að undirbúningsviðtal fyrir brjóstastækkun vari í u.þ.b. 45 mínútur og þá fá þær sem hyggja á slíka aðgerð fræðslu og upplýsingar um allt sem tengist að- gerðinni. „Við förum yfir allt sem tengist þessu, allt frá því sílikon var fundið upp,“ segir Jens. „Oft eru þær líka mjög vel undirbúnar með spurningalista og hafa aflað sér fróðleiks á Netinu.“ Vestrænir fegurðarstaðlar Í nýlegu hefti fréttatímaritsins Newsweek er fjallað um fegurðarstaðla og fjölgun fegrunaraðgerða. Með lækkandi verði hafa fegrunaraðgerðir orðið aðgengilegri fyrir venjulegt fólk í stað þess að ríka og fræga fólkið eitt hafi möguleika á útlitsbreyt- ingum í samræmi við alþjóðlega fegurðarstaðla, eins og fram kemur í Newsweek. Alþjóðavæðing hefur sitt að segja hvað varðar fegurðarstaðla og í greininni í News- week er fjallað um að fegurðarstaðlar í Indlandi, Kína og Kóreu virðast hafa færst nær þeim vestræna sem er ráðandi í tísku- og fyrirsætubransanum. Haft er eftir Choi Byung Sik, prófessor við Kyunghee-háskólann í Seoul, að það valdi honum áhyggj- um að svo margt ungt fólk í Seoul virðist hafa farið í fegrunaraðgerðir til að komast nær vestrænum fegrunarstaðli, hinum hvíta fegurðarstaðli. Samkvæmt tölunum frá American Society of Plastic Surgeons eru 84% þeirra sem gangast undir fegrunaraðgerðir í hinu vestræna samfélagi Bandaríkjunum, hvítt fólk. Fegrunaraðgerðum fer fjölgandi, hvort sem óánægjan með útlitið hefur farið vaxandi eða ekki. Lýtalækningar hafa þróast mikið og verðið lækkað og allir þeir óánægðu geta leitað til þeirra. Hvað þeir svo fá út úr því skal ósagt látið. steingerdur@mbl.is „Þetta er ákveðinn vilji til að breyta útliti sínu til að verða ánægðari með sjálfa sig. Ég held að það virki þannig. Margar þeirra sem fara í svona aðgerð eru mjög sælar eftir breytinguna einhverra hluta vegna.“ 7.12.2003 | 23 ALLT FYRIR FEGURÐINA Við fitusog er saltvatni og lyfjum sprautað í fyrirfram ákveðið svæði og sogað aftur út ásamt blóði og fitu.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.