Morgunblaðið - 07.12.2003, Síða 29

Morgunblaðið - 07.12.2003, Síða 29
7.12.2003 | 29 Egill Ólafsson er fjölhæfur tónlistarmaður og afkastamikill, ekki er bara aðhann vinnur með Stuðmönnum og á sér eigin sólóferil, heldur hefur hannsamið umtalsvert af tónlist bæði fyrir svið og hvíta tjaldið. Um daginn kom út sýnishorn af þeirri tónlist, diskurinn Brot sem Smekkleysa gefur út og á eru 29 lög úr níu leiksýningum, en Egill hefur samið tónlist fyrir leikverk allt frá árinu 1976. Egill segist aðeins hafa valið lítið sýnishorn af þeirri leikhústónlist sem hann hefur samið í gegnum árin, enda er lagasafnið nokkrir klukkutímar af tónlist ef allt er talið, þar með talið þrír söngleikir. „Það er vitanlega erfitt að velja á disk sem þennan, líkt því að tína til leiktjöld úr ólíkum sýningum og stilla upp saman, enda dregur tónlistin oftast dám af þeim tíma sem viðkomandi sýning endurspeglar. Þegar upp var staðið kom það mér þó á óvart hve samsetning tónlistarinnar á disknum er heilsteypt safn, ég er að telja mér trú um að það sé vegna ákveðinna höfundareinkenna. Leikhúsvinnan er alltaf skemmtileg um leið og hún er ögrandi. Það er krefjandi að vinna innan þess ramma sem hver sýning setur. Þar verður að hafa í huga tímann sem verkið tekur til og eins stílinn á uppfærslunni sjálfri, eins þarf að taka tillit til leik- myndar og jafnvel búninga, þannig að tónlistin „komplimenteri“,styðji við stórt og smátt í uppfærslunni. Mér finnst skemmtilegt að búa til stemmningu með tónlistinni, sem mér finnst þó ekki mega trana sér fram. Mér finnst að tónlistin þurfi að vera hluti af heild sem til verður þegar allt kemur saman, þe. starf leikstjóra, leikmyndahöf- undar, búningahöfundar og annarra og þá ekki síst leikaranna sjálfra.“ Ekki er bara að Egill hefur samið tónlist fyrir leiksvið, hann hefur einnig samið tónlist við nokkuð af kvikmyndum og fyrir sjónvarp. Egill segir að það sé nokkur munur á því að vinna fyrir kvikmyndir eða leikhús. „Tíminn er oft afstæðari í kvik- myndinni. Og oftast er kvikmyndatónlist unnin eftir að búið er að fullklára myndina á meðan að leikhústónlistin er unnin á samsetningarferli hverrar sýningar.“ Tónsmíðar fyrir leikhús taka eðlilega tíma frá annarri tónlistariðju Egils, en hann segist hafa mikið gaman af henni og vilji gjarnan halda því áfram á meðan menn leita til hans, ekki síst eftir því sem hann sjóast í tónsmíðunum. „Þetta er heilmikil stúdía, að finna réttu tökin á anda hvers verks og í rauninni er maður friðlaus þar til rétta stemmningin er fundin.“ Fjölmargir leikarar, söngvarar og hljóðfæraleikarar koma að tónlistinni á Brotum. Egill segir að allt það fólk hafi gefið sér leyfi til að nota þessarar hljóðritanir endur- gjaldslaust og þess vegna sé þessi útgáfa möguleg. „Á engan er hallað þó ég nefni Jón- as Þóri, píanóleikara, sem hefur verið náinn samstarfsmaður minn í gegnum árin, næmur og gefandi tónlistarmaður. Öllu þessu fólki, svo og Þjóðleikhúsinu og Borg- arleikhúsinu ofl. er ég þakklátur fyrir að leyfa þessa útgáfu. Hver leiksýning lifir aðeins í minningunni eftir að sýningum lýkur, ég vona að þessi brot af leikhústónlist minni endurveki eitthvað af þeim hughrifum sem leiksýning- arnar löðuðu fram.“ arnim@mbl.is L jó sm yn d: G ol li STEMMNING SEM PASSAR Egill Ólafsson er afkastamikill höfundur tónlistar fyrir leikhús og sendir frá sér disk með sýnishornum STRAUMAR 30 FERÐALÖG Í Afríku 32 TÍSKA Undirföt 34 HÖNNUN Georg Jensen 36 HÖNNUN Skrauthyggja 38 KVIKMYNDIR Næsti Bond 40 MATUR OG VÍN Austur-Indíafjelagið

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.