Morgunblaðið - 21.12.2003, Blaðsíða 8
8 | 21.12.2003
© Rebekka Rán Samper
Í nýútkominni bók þinni Bóksalinn í Kabúl, ræðir þú
um aðstæður kvenna í Afganistan. Er einhverra breyt-
inga til batnaðar að vænta á næstu 10 árum?
Nei, ég á ekki von á því. Hins vegar má ekki gleyma
því að við gætum átt von á breytingum til hins verra. Ef
við horfum um öxl á afganska sögu var ástandið mun
betra á sjöunda og áttunda áratugnum, þó að slæmt
væri. Ef fólk hefði þá verið spurt um möguleika á breyt-
ingum er ekki ólíklegt að það hefði séð fyrir sér breyt-
ingu til batnaðar sem hefur farið á þveröfugan veg.
Hvað heldurðu að þurfi að gerast svo einhverra breyt-
inga megi vænta?
Ég trúi aðeins á eitt: menntun. Ég trúi að með
menntun barna muni þau síðar breyta samfélagi sínu.
Ég trúi ekki að við getum slengt okkar kerfi og trú yfir
fólk og beðið það síðan um að breytast samkvæmt því.
Kannski mun önnur kynslóð sem þá á foreldra sem hef-
ur gengið í háskóla geta knúið breytingar fram.
Í bókinni sést að bræður geta sýnt systrum sínum og
jafnvel mæðrum mikla grimmd. Liggur ekki ábyrgðin
að einhverju leyti hjá mæðrunum sjálfum sem hafa alið
þessa drengi upp, eða eru samfélagsáhrifin meiri?
Ég held að það sé afar erfitt að ásaka konurnar. Það
sorglegasta sem ég upplifði í Afganistan var hvernig
þær eru beygðar og brotnar frá fæðingu og jafnvel á
fósturskeiði.
Þetta er ákveðinn vítahringur. Barnshafandi konur
fara með möntru eða bæn sem segir: „Ég vona að ég
eignist ekki stúlkubarn,“ eða „Það skal verða drengur.“
Það er umhugsunarvert hver skilaboð þessara kvenna
eru til eldri dætra sinna. Konur njóta virðingar eftir
fjölda drengja sem þær eignast. Þær kynna sig sem
móður 4 eða 5 drengja og telja ekki einu sinni stúlku-
börn sín. Ef sveinbarn fæðist er haldin mikil veisla með
hlaðborði matar og gjafa. Ef stúlkubarn kemur í heim-
inn er ekkert gert. Hin nýfæddu börn eru vissulega
ómeðvituð um ójöfnuðinn en þetta eru skýr og afdrátt-
arlaus skilaboð til þeirra sem eldri eru.
Ertu þá ekki að segja að konurnar taki fullan þátt í
mismunun kynjanna?
Ó jú, en mæðurnar sjálfar eru aldar svona upp. Þær
eru jafnvel undir slíkri pressu að ala af sér drengi að eig-
inmaðurinn er í fullum rétti að taka sér aðra konu ef
þeirri fyrstu tekst ekki að eiga drengi. Það er kaldhæðn-
islegt til þess að hugsa að það sem ræður kyni barns er
litningur sem kemur frá föðurnum. Ég reyndi að segja
þeim þetta en þeir þvertóku fyrir það og fullvissuðu
mig um að orsökin lægi hjá konunni. Ef drengur kom
undir var það að sjálfsögðu föðurnum að þakka.
Feðraveldið er þannig uppspretta vítahringsins?
Algjörlega. Ég minntist þess oft þegar ég var sjálf að
alast upp, hve mikla hvatningu ég fékk frá foreldrum
mínum. En ekki síður hve lítið þurfti til þess að ég
brotnaði eða koðnaði niður. Einhver óvarleg orð eða at-
hugasemd. Í Afganistan er þetta kerfisbundið ferli, frá
vöggu til grafar, sem framleiðir brotnar konur. Hvernig
geta slíkar konur sameinast? Kona undir feðraveldi
fjölskyldunnar kemst ekki einu sinni út úr húsi sínu án
fylgdar karlmanns. Ef ung kona ætlaði sér að gera eitt-
hvað í þessum málum væri fyrsta baráttan háð gegn eig-
in föður. Sú viðureign væri fyrirfram töpuð.
Heldurðu að þú hafir dregið upp mynd af afganskri
fjölskyldu almennt eða bara einni sérstakri fjölskyldu?
Þetta er auðvitað mynd af einni fjölskyldu sem ég
trúi samt að sé ekkert öðruvísi en hundruð annarra afg-
anskra fjölskyldna, sérstaklega hvað varðar stjórnun
hennar. Hann kemur frá litlu þorpi og er af ólæsum for-
eldrum. Hann var fyrstur í sinni fjölskyldu til að hljóta
menntun en þegar kemur að stjórnun fjölskyldunnar er
hann ófær að aðlagast nýjum háttum. Hann hefur sinn
föður að fyrirmynd og gerir allt eins og hinn óupplýsti
og ólæsi faðir hans.
Er satt að fjölskyldufaðirinn hyggist höfða mál gegn
útgefendum í 17 löndum?
Já, hann er að velta því fyrir sér því hann er ekki sátt-
ur við bókina. Honum finnst ég hafa skrifað bókina til
að niðra fjölskyldu hans. Ég tel mig hafa skrifað bókina
til að lýsa raunverulegu fjölskyldulífi í Afganistan.
Þú fékkst að elta þau hvert fótmál, ekki satt?
Akkúrat. En vissulega voru hlutir sem þau tjáðu sig
um að þau vildu ekki að kæmi fram í bókinni sem ég
hef virt. Ég tala ekki arabísku, þannig að þeir fjöl-
skyldumeðlimir sem töluðu ensku þýddu fyrir mig
orðaskipti hinna. Það er því ekki eins og
ég hafi legið á hleri og skrifað hjá mér
leynilegar samræður þeirra. Allar sam-
ræður voru þýddar fyrir mig og þar má
segja að fyrsta ritskoðunin hafi farið
fram.
Hvað var það sem honum mislíkaði
helst í bókinni?
Ég held að það sé bókin í heild sinni. Honum líkar
ekki tónn hennar. Hann hefur sennilega vænst þess að
bókin hefði meira hetjuyfirbragð en slík saga hefði aldr-
ei verið sögð þar sem hún er svo langt frá sannleik-
anum.
Myndirðu treysta þér til að heimsækja þau aftur?
Nei, ekki núna. Alls ekki.
Ertu að reyna að breyta einhverju með skrifum þínum?
Ég er höfundur sem hugsa mikið um lesandann, ekki
ein af þeim sem skrifa fyrir sjálfa mig. Ég hef þörf fyrir
að upplýsa fólk. Ég hugsa oft um einhvern vin, sem er
t.d. ekkert sérstaklega áhugasamur um Afganistan, og
hvernig ég gæti glætt áhuga hans á málefninu og komið
honum til að lesa og njóta slíkrar bókar. Mér er mjög
mikilvægt að eftir lestur bóka minna finnist lesanda
hann þekkja einhvern eins og Leilu. Þekkja raunveru-
legt fólk, þjáningar þess og hamingju. Ég tel það vera
helsta afrek bókarinnar. Fólkið sem ég er að lýsa og
fjalla um er ekki bara einhverjir skuggar á sjónvarps-
skjá, heldur raunverulegt fólk með nafn og andlit, fólk
sem andar, grætur og hlær. Ég fæ margar fyrirspurnir
lesenda minna um hagi þessa fólks í dag.
Það átti enginn von á því að bókin myndi verða met-
sölubók. Það þýðir að fólk sem er ekki vant að kaupa
bækur um svona málefni er að kaupa og lesa bókina og
það er akkúrat það sem ég er að reyna að gera.
rebekka@centrum.is
Púlsinn Åsne Seierstad höfundur bókarinnar Bóksalinn frá Kabúl | Eftir Rebekku Rán Samper
Í Afganistan er
kerfisbundið
ferli, frá vöggu
til grafar, sem
framleiðir
brotnar konur.
Honum finnst ég hafa skrifað
bókina til að niðra fjölskyldu hans
Ástralska leikkonan Nicole Kidman og breski leikarinn Jude
Law koma til forsýningar á myndinni Cold Mountain í Odeon
við Leicester Square í London. Þau leika aðalhlutverkin í mynd-
inni sem byggð er á vinsælli bók Charles Frazier sem kom út ár-
ið 1997 og byggist á fjölskyldusögum langalangafa hans. Sagan
segir frá hermanni sem óttast um afdrif sinnar heittelskuðu, leit
hans að ást og friði á síðustu dögum styrjaldarinnar í Suð-
urríkjum Bandaríkjanna.
VIKAN SEM LEIÐ
NICOLE KIDMAN
OG JUDE LAW
R
eu
te
rs