Morgunblaðið - 21.12.2003, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 21.12.2003, Blaðsíða 42
Ég er af erlendu bergi brotin ogvar gift yndislegum manni.Hann hafði verið giftur áður en ég ekki og átti tvö börn. Ég varð ófrísk en missti fóstrið og tók það mjög nærri mér. Nokkru síðar lenti maðurinn minn í slysi og lést samstundis. Mér líður síð- an eins og ég sé hálftilfinningalaus, ég vil bara vinna og sofa. Mig langar aldrei að hitta fólk en auðvitað verð ég að gera það vegna starfs míns. Upp á síðkastið hef ég verið að hugsa um hvort ég verði kannski alltaf svona. Er kannski álitamál hvort ég næ mér? Öðru hverju finnst mér eins og það séu mikil umbrot innra með mér en þau koma aldrei upp á yf- irborðið almennilega og ég græt varla neitt sem heitið getur. Ætti ég að taka þunglyndislyf?“ Mér vitanlega eru engin lyf til sem lækna sorg en sjálfsagt gætir þú fengið lyf sem létta þér lífið. Það virðist mjög misjafnt hvernig sorg leikur fólk en haf- ið er yfir allan vafa að sorgarferlið hefur sinn gang, það verður varla stöðvað eða því afstýrt. En það er ekki þar með sagt að þú getir ekkert gert til að bæta líðan þína annað en taka lyf. Þeir sem verða fyrir þungbærri sorg reyna sumir að flýja sjálfan sig, t.d. með vinnu, þú segist fylla þann flokk. Það er auðvitað álitamál hvernig eigi að grípa inn í slíkt ferli. Sumir sem missa ástvin búa einir og hafa engan til að snerta að gagni. Ef sorg slær inn, eins og virðist vera í þínu til- viki, þá vilja vöðvar stífna, það er ekki aðeins að fólk dofni andlega eins og þú lýsir, líkaminn dofnar upp líka. Stund- um getur þá hjálpað að fara í nudd. Dæmi hef ég heyrt um að nudd og nál- arstungur hafi losað um eitthvað inni- byrgt þannig að grátur brjótist fram og fólk gráti jafnvel lengi. Sumir sem syrgja fara í félög þar sem aðrir syrgendur eru fyrir. Auðvitað þurfa allir félagsskap, líka þeir sem syrgja, og víst er það af hinu góða að hitta fólk. Eigi fólkið hins vegar það eitt sameiginlegt að syrgja get- ur skapast viss hætta á að sorgarferlið endi í sorgardekri, sorgin verði svo nauðsynlegt bindiefni í félagsskapnum að án hennar verði honum ekki viðhald- ið. Kannski er félagsskapur „venjulegs“ fólks heppilegri þótt ekki sé sársauka- laust að taka þátt í honum, sjálfur með hjartasár mitt á meðal hinna hressu og hraustu. Eitt sýnist þó næsta víst, það er engum heppilegt að loka sig inni frá fólki til langframa – það læknar varla sorg, en gæti skapað lífsleiða henni til viðbótar. Síðast en ekki síst eru sérfræð- ingar sem hægt er að leita til og mjög sennilega myndi samtalsmeðferð hjálpa í tilviki sem þínu til að losa um sársauk- ann þannig að hann missi heljartök sín. Gott er líka að muna að þótt takist að losa um það versta þá kemur sorgin oft áfram í köstum, en þeim fækkar smám saman og þau verða „grynnri“. Mest er um vert að missa ekki kjarkinn og muna að það bíður manns oftar en ekki eitt- hvað skemmtilegt handan við næsta horn – bara ef maður hefur sig fyrir hornið. Guðrún Guðlaugsdóttir Álitamál Mig langar ekki að gera neitt nema að vinna Stendur þú andspænis erfiðum aðstæðum? Guðrún Guðlaugsdóttir veltir upp möguleikum í stöðunni | gudrung@mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.