Morgunblaðið - 21.12.2003, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 21.12.2003, Blaðsíða 45
21.12.2003 | 45 L jó sm yn d: Á rn i S æ be rg Frá mínum sófa séð og heyrt Þrátt fyrir ungan aldur hefur Ragnheiður Gröndal vakið verðskuldaða athygli á söngsviðinu. Út er kominn geisladiskur þar sem Ragnheiður flytur þrettán þekktar djassperlur gamalla meistara eins og Duke Ellingtons, Thelonious Monks og Cole Porters. Ragnheiði til halds og trausts á hljómdisknum eru þeir Jón Páll Bjarnason á gítar, Haukur Gröndal sem leikur á saxófón og bassethorn og Morten Lundsby á kontrabassa. Ragnheiður er í sófanum að þessu sinni, en hún átti 19 ára afmæli 15. desember síðastliðinn og útskrifaðist að auki sem stúdent frá Menntaskólanum við Hamrahlíð fyrir jól. Geisladiskur: „Ekki er hægt að gera upp á milli, ég á svo marg- ar uppáhaldsplötur. Ég er alltaf kaupandi plötur, en til að nefna eina er djassplatan Kind of Blue með Miles Davis alltaf klassísk.“ Myndband: „Ítalska myndin La vita é bella eða Life is Beauti- ful, sem fjallar um gyðingaofsóknirnar, er rómantískasta og fallegasta mynd, sem ég hef séð.“ Sjónvarpsþáttur: „„Sex and the City“. Stöllurnar í Beðmálum í borginni fara alltaf á kostum.“ Bók: „Bridget Jones Diary er rosalega skemmtileg og ég les hana mér til afþreyingar og skemmtunar, en Salka Valka og Sjálfstætt fólk eru ótrúlega góðar bækur og láta engan ósnort- inn.“ Vefsíða: „Tvímælalaust www.baggalutur.is. Frábær fréttasíða þar sem grín og glens er í hávegum haft.“ Ragnheiður Gröndal Hvað óttast þú mest? Að óréttlætið í heiminum sé ekki á und- anhaldi. Hver gæti verið tilgangur lífsins? Að vinna að réttlæti. Hvaða aukahæfileika myndir þú helst vilja öðlast? Maður getur alltaf bætt nokkrum grömm- um við dómgreindina. Hvað viltu helst gera á síðkvöldum? Synda bakskriðsund í Kópavogslauginni og horfa á stjörnurnar á meðan. Ef þær aðstæður eru ekki fyrir hendi er næstbest að synda venjulegt skriðsund að kvöldlagi í stórhríð. Hvaða kvikmynd breytti lífi þínu? Sú kvikmynd sem síðast skók lífssýn mína verulega var Lilya 4ever. Hvaða persónur mannkynssögunnar metur þú mest? Foreldra mína. Hvaða dýr finnst þér flottast? Kýrin. Hvaða lífsspeki ferðu eftir? Engri sérstakri það ég veit. Hefur þú verið í lífshættu? Ekki svo ég viti til. Hefur þú unnið góðverk? Ég vona það. Hvaða dyggð viltu helst læra? Að ástunda réttlæti. Hvaða tilfinning er þér kærust? Gleðin. Hvað metur þú mest í fari annarra? Umhyggjusemi. Hverju viltu helst breyta á Íslandi? Hörmulegri umferðar(ó)menningu. Hvenær varstu glöðust? Þegar börnin fæddust. Hver er uppáhalds erlenda borgin þín? Ég er ekki mikið fyrir borgir. Ein er þó sú sem ég hef verið mikið í og líkar vel við vegna frábærra safna. Það er Washington D.C. Hvers vegna fæst ekki friður á jörðu? Vegna þess að ekki er hlustað á sjónarmið kvenna og barna í heiminum þ.á m. bænir þeirra um frið. Hvaða starfsstétt berðu mesta virðingu fyr- ir? Þeim sem sinna öldruðum og veikum, heima eða á stofnunum. Hverjar eru fyrirmyndir þínar í starfi? Þær liggja ekki á lausu í mínu starfi. Ég reyni að vera sjálfri mér góð fyrirmynd. Takmarkið er að láta ekki vinnuna ná yf- irhöndinni í lífinu. Það er svo margt ann- að mikilvægt. Ertu hrædd við dauðann? Nei. Kona eins og ég Sólveig Anna Bóasdóttir, guðfræðidoktor í ReykjavíkurAkademíunni L jó sm yn d: G ol li Synda bakskriðsund í Kópavogslauginni og horfa á stjörnurnar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.