Morgunblaðið - 21.12.2003, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 21.12.2003, Blaðsíða 25
21.12.2003 | 25 „Þegar ég var unglingur stunduðum ég og bróðir minn mikið þá íþrótt að rífast og það svolítið heiftarlega,“ segir Óskar Jónasson kvikmyndagerðarmaður þeg- ar hann er beðinn um að rifja upp misheppnuðustu jólagjöfina sem hann hafi gefið. „Svo ein jólin vorum við búnir að vaxa upp í það að gera samning um að hætta að gefa hvor öðrum jólagjafir. En þegar kom að því að opna pakkana var einn pakkinn merktur frá mér til hans. Hann varð þá frekar fúll á svipinn og sagði: „Hva, ég hélt að við hefðum ætlað að hætta að gefa jólagjafir.“ Ég sagði honum að opna bara pakkann og þá kom í ljós að í honum var handsápa og naglabursti.“ Óskar segir að gjöfin hafi ekki komið til vegna þess að bróðir hans hafi verið sérstaklega óhreinn á höndunum heldur hafi þetta líklega átt að vera einhver pilla af sinni hálfu. „En sápan hlýtur að hafa komið að góðum notum því ég held að hún sé alveg örugglega búin.“ Hann segir að það hafi verið um svipað leyti sem hann hafi gefið annarri manneskju öllu betur heppnaða jólagjöf. „Það er sú jólagjöf sem ég er eiginlega stoltastur af. Ég var hálfgerður pönkari á þessum tíma en var í myndlistarskóla og mannaði mig upp í að teikna mynd af mömmu og gaf henni. Það hitti alveg í mark; hún varð mjög glöð og átti örugglega ekki von á þessu. Og myndin er ennþá til og hangir uppi á vegg.“ Hvað varðar bróður hans segir Óskar að þeir séu mjög góðir vinir í dag. „En jólagjafabindindið heldur.“ GJAFASAMNINGURINN SEM BRÁST „Ömurlegasta og misheppnaðasta gjöf sem ég hef gefið voru lausir skyrtuhnappar sem ég keypti fyrir Val, manninn minn,“ segir Ilmur Stefánsdóttir myndlistarkona. „Þetta voru eiginlega ekki venjulegir hnappar heldur eins konar töluhulstur sem var hægt að smella yfir venjulegar tölur og þar að auki voru þau með kúreka- mynstri,“ heldur hún áfram hlæjandi. „Maður opnaði hulstrið og smellti því utan um töluna, eins og það væri lítið hús fyrir hana. Þetta var algjört sérvitringsdót sem ég var búin að uppgötva og fannst alveg rosalega sniðugt.“ Hún segir að Valur hafi orðið hálf undarlegur þegar hann opnaði pakkann. „Svo setti hann þetta ofan í einhverja körfu heima og þar voru hnapparnir alltaf eitthvað að þvælast fyrir þar til þeir voru allt í einu komnir í snyrtiveskið mitt. Þannig að í síðustu flutningum var þeim bara hent. Hann notaði þá aldrei.“ Þessa undarlegu gjöf fann Ilmur á sínum tíma í verslun í Manchester í Englandi þar sem Valur var við nám en þetta var skömmu eftir að þau byrjuðu að vera sam- an. „Mörgum árum seinna fann ég í föndurbúð svona hnappa sem átti eftir að setja skrautið á. Þá var ég ennþá alveg heltekin af þessari hugmynd og keypti alveg hell- ing af þeim svo að Valur gæti nú fengið fleiri svona hnappa. Ég held að ég hafi ætl- að að setja Fimo-leir á þá eða eitthvað slíkt enda var þetta á föndurtímabilinu mínu. En það var ekki heldur alveg að gera sig,“ viðurkennir hún. Með árunum hefur Ilmur lært betur inn á smekk eiginmannsins og gjafir und- anfarinna ára hafa fallið miklu betur í kramið. Í fyrra hitti hún svo beint í mark. „Þá gaf ég honum curving-skíði. Vinur minn benti mér á að kaupa svona skíði fyrir hann og ég keypti þau þótt ég hefði aldrei heyrt um þau fyrr. Og hann var mjög glaður og ánægður með þau.“ HELTEKIN AF HNÖPPUNUM okkur og léttirinn er jafnan stór þegar gleði þiggjandans virðist ósvikin. Sjálfsagt höfum við flest líka upplifað blendin viðbrögð og eigin von- brigði þegar við gerum okkur grein fyrir að gjöfin var misheppnuð. Stundum gerist það strax, þegar við sjáum að glampann vantar í augu þess sem heldur á gjöfinni. Stundum gerist það síðar, þegar við uppgötvum að munstraða peysan sem eiginmaðurinn fékk liggur enn óhreyfð inni í skáp mánuðum síðar, eða þá þegar við rekum augun í bókina, sem við gáfum mömmu, enn í plastinu inni í stofuhillu jólin á eftir. Sem betur fer eru sigrarnir í þessum efnum oftast jafnáberandi og ósigrarnir og þegar öllu er á botninn hvolft er það vissulega hugurinn sem býr að baki sem gildir. ben@mbl.is Á RÉTTU GJÖFINA ndsdóttur Ljósmyndir: Golli

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.