Morgunblaðið - 21.12.2003, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 21.12.2003, Blaðsíða 36
36 | 21.12.2003 Mæðgurnar Helga S. Erlingsdóttir og Kristín, sem er þriggja ára, eigafallegt og jólalegt heimili þar sem jólaseríur, kerti og bökunarlykthafa komið þeim í jólaskap. Hvernig lýsir þú eigin stíl og hverju sækistu eftir þegar kemur að útliti heim- ilisins? „Ég er ekki föst í einum stíl, er með frekar blandaðan stíl en jafnframt ein- faldan. Ég kaupi það sem að mér finnst fallegt. En afi minn, Nói sem er mikill listamaður (átti Valbjörk á Akureyri) hefur haft mikil áhrif á minn stíl þótt ég sé ekki með mikið dót eftir hann. Ég hef óneitanlega fengið áhugann frá hon- um.“ Hvenær byrjaðir þú að skreyta heimilið fyrir jólin? „Ég skreyti yfirleitt ekki mikið en var komin óvenju snemma í jólaskap núna, í byrjun desember, og byrjaði þá aðeins að skreyta.“ Hvað er það sem gerir heimilið jólalegt? „Jólaseríur, kerti og bökunarlykt.“ Hverju sækirðu eftir þegar kemur að jólaskrauti og útliti þess? „Ég vil hafa lítið en fallegt jólaskraut.“ Uppáhaldsjólaskrautið? „Það er handgert jólaskraut með perlum og pallíettum til að hengja á jólatré, sem vinkona ömmu gerði og gaf henni.“ Uppáhaldsjólalitirnir? „Rautt og hvítt.“ Kaupir þú eitthvert nýtt skraut á hverju ári og hvað þá núna? „Já, ég hef gaman af að vera með eitthvað nýtt og í ár keypti ég nokkra nýja hluti til að setja á jólatréð.“ Hefur þú notið aðventunnar og hvernig? „Já, við kveikjum á aðventukransinum, hlustum á jólatónlist og bökum.“ Hverjar eru áherslur þínar við að innrétta fallegt heimili? „Hlýlegt og stílhreint.“ Hvenær er jólatréð sett upp og hvernig er það skreytt? „Jólatréð er sett upp á Þorláksmessukvöld og skreytt með seríum, jólakúlum og handgerðu jólaskrauti. Dóttir mín er aðalmanneskjan í að skreyta jólatréð og því verða líka jólasveinar og annað skemmti- legt að vera á því.“ VANTAR BARA JÓLATRÉÐ Vill lítið og fallegt jólaskraut HEIMILI | HALLA BÁRA GESTSDÓTTIR Jólatréð er sett upp á Þorláksmessukvöld og skreytt með seríum, jólakúlum og hand- gerðu jólaskrauti. L jó sm yn di r: G un na r S ve rr is so n

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.