Morgunblaðið - 21.12.2003, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 21.12.2003, Blaðsíða 29
21.12.2003 | 29 Leikstjórinn Kjartan Ragnarsson setur upp jólasýningu Þjóðleikhússins aðþessu sinni og má segja að verkið komi úr nokkuð annarri átt en jólasýning-in í fyrra. Þá var brugðið á sprell með breska leikritinu Með fullri reisn en í ár er það norska klassíkin, Jón Gabríel Borkman eftir Henrik Ibsen. Verkið er dramatískt og er með síðustu leikritum Ibsens. Kjartan segist strax hafa fengið áhuga á Jóni Gabríel þegar hann las verkið, vegna þess að það sé eins og skrifað út frá síðasta kaflanum í Pétri Gauti eftir sama höfund. „Ibsen skrifar verkið eftir að hann kemur úr sjálfskipaðri útlegð og það fjallar um mann sem hefur lagt allt í sölurnar til þess að breyta heiminum,“ segir Kjartan. „Hann er bankastjóri sem ætlar að móta líf fólks eftir eigin hugmyndum og gengur svo langt að breyta lögum og reglum og ræna bankann. Hann fer í sjálfskipað fang- elsi á háaloftinu heima hjá sér í átta ár; leggur sitt eigið líf í rúst, sem og líf eigin- konunnar og sonarins. Þetta er leikrit um mann sem finnst hann merkilegri en allir aðrir og það er ekki hægt að verjast þeirri hugsun að Ibsen sé að gera upp eigið líf. Hann náði mikilli frægð á meðan hann lifði og ég hef grun um að hann sé í verkinu að spyrja hvort hún sé einhvers virði þessi frægð; hvort hún sé ekki húmbúkk. Jón Gabríel Borkman er dálítið ólíkt öðrum verkum Ibsens að formi. Hann fann upp raunsæisstefnuna og flest hans verk eru í raunsæisstíl. Ibsen kynntist aldrei absúrdismanum og symbólismanum en mér finnst líklegt að hann hefði sótt í þær smiðjur í þessu verki ef hann hefði átt tök á því. Þetta verk er tilraun til þess að breyta formi leikhússins um leið og það er fullt efasemda. Þótt flest hans verk yrðu strax mjög vinsæl, var hann ekki sáttur – og enginn hefur gagnrýnt Ibsen eins og hann hefur gert sjálfur.“ Framan af ferli þínum settir þú upp hvern gamanleikinn á eftir öðrum en á sein- ustu árum hefur þú flutt þig yfir í dramatískari verk. Hvers vegna? „Ég vil gefa sjálfum mér leyfi til að skoða lífið upp á nýtt, út frá ólíkum sjónar- hornum og geri það með lestri. Mér finnst öll form sem ná að tengja og veita mér reynslu mikilvæg. En þessi breyting varð ekkert meðvituð hjá mér. Það sem kveikti í mér var að finna eitthvað nýtt í mínu starfi. Mér finnst alltaf nauðsynlegt að vera að glíma við spurningar um sjálfan mig. Mig hefur alltaf langað til þess að búa til leikhús sem ögrar mér – og sem ég yrði hrifinn af sem áhorfandi. Í leikhúsinu er mikilvægt að vera stöðugt leitandi í stað þess að festast í því sem maður hefur áður gert. Það er líklega sú þörf sem hefur borið mig í þessa átt. Viðmiðunin var kannski sú tegund leikhúss sem ég fer að sjá þegar ég er erlendis. Húmorinn er eins nauðsynlegur og krydd í lífinu en alvaran er kjötið og kartöfl- urnar – en ég legg áherslu á það sem mér finnst vera mínir styrkleikar hverju sinni. Sjálfum finnst mér Tsjekov vera mesti húmoristinn í flokki klassísku leikskáld- anna. Hann hefur ískrandi húmor sem maður er ekkert að hlæja upphátt að, held- ur inni í sér yfir manneskjunni eins og hún birtist í verkum hans.“ L jó sm yn d: G ol li HÚMORINN ER KRYDD, ALVARAN KJÖT Kjartan Ragnarsson leikstýrir jólaleikriti Þjóðleikhússins, Jóni Gabríel Borkman, eftir Henrik Ibsen STRAUMAR 30 TÍSKA Rauð jól 32 FÖRÐUN Gyllt og glimmer 34 HÖNNUN Hönnunarsafn í London 36 HEIMILI Vantar bara jólatréð 38 MATUR OG VÍN Súkkulaði 40 HOLLUSTA Jól á næsta leiti

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.