Morgunblaðið - 21.12.2003, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 21.12.2003, Blaðsíða 3
21.12.2003 | 3 4 Flugan Flugan flögraði um bæinn og skoðaði Reykjavík. 6 Birna Anna segir frá nokkrum ráðum fyrir nýliða í fjölskylduboðum um jólin. 8 Púlsinn Rebekka Rán Samper dregur upp mynd af Åsne Seierstad höfundi bókarinnar Bóksalinn í Kabúl. 10 Maður meðal manna Hjörtur Magni Jóhannsson Fríkirkju- prestur í Reykjavík segir alla menn presta. Með oddi pennans og egg orðsins berst hann gegn mismunun þjóð- kirkjuskipulagsins. 16 Hræðist leiðann Michael Young er einn athyglisverðasti hönnuður sinnar kynslóðar. Max Borka sýningarstjóri segir að Michael hafi kom- ið með popp og gleði inn í hönnunarheiminn. 21 Læknir og listamaður Magnús Ágústsson barnahjartalæknir í Bandaríkjunum hefur kunnað að lifa lífinu. Þrátt fyrir erilsamt og krefjandi starf hefur hann fundið tíma til að sinna höggmyndalist. 24 Að hitta ekki á réttu gjöfina Það eru ófá skref sem stigin eru nú í desember í því skyni að finna réttu jólagjöfina. Stundum eru gjafirnar misheppnaðar þegar við sjáum að glampann vantar í augu þess sem heldur á gjöfinni. 26 Fjölmenning er almannaheill Einar Skúlason framkvæmdastjóri Alþjóðahúss segir fjölmenningarsamfélag snúast um einstaklingsfrelsi innan marka laga og réttar. 29 Straumar Kjartan Ragnarsson leikstýrir jólaleikriti Þjóðleikhússins sem er verk eftir Ibsen. Tíska. Förðun. Hönnun. Heimili. Matur og vín. Hollusta. 42 Álitamál Guðrún Guðlaugsdóttir veltir upp nokkrum hliðum á mannlegum málum. 45 Kona eins og ég Sólveig Anna Bóasdóttir guðfræði- doktor. 45 Frá mínum sófa séð og heyrt Ragnheiður Gröndal söngkona. 46 Pistill Friðrik Erlings skrifar. Tímarit Morgunblaðsins Kringlunni 1, 103 Reykjavík, sími 5691100, netfang: timarit@mbl.is Útgefandi Árvakur hf. Umsjón Margrét Sigurðardóttir margret@mbl.is, Valgerður Þ. Jónsdóttir, vjon@mbl.is Auglýsingar sími 5691111 netfang augl@mbl.is Bréfsími 5691110 Prentun Prentsmiðja Árvakurs hf. ISSN 1670-4428 Forsíðumyndina tók Kristinn Ingvarsson af Hirti Magna Jóhannssyni Fríkirkjupresti í miðbæ Reykjavíkur laugar- daginn 13. desember 2003. 32 3816 Hver er tilgangurinn með þessu jarðlífi? – sungu Stuðmenn hér um árið. Nú fer í hönd tími þar sem ráðrúm gefst til að staldra við eftir annir daganna og velta fyrir sér þessari sí- gildu og eilífu spurningu. „Sérhver maður skapar sér sinn eigin raunveruleika og um leið sín eigin örlög.“ Þetta segir barnahjartalæknirinn Magnús Ágústsson sem megnið af ævi sinni hefur starfað í Bandaríkjunum við lækningar og talar af reynslu enda verið til í rúmlega 80 ár. Hann er lífskúnstner og ævintýramaður, þríkvæntur, á átta börn og nítján barnabörn. Hann segist ætíð hafa notið þeirra gæða sem lífið hafi boðið upp á hverju sinni og tekur fulla ábyrgð á öllu því sem á daga hans hefur drifið á lífsleiðinni. Lífið sjálft hefur haft áhrif á hugmyndavinnu breska hönnuðarins Michael Young sem sagður er hafa komið með popp og gleði inn í hönnunarheiminn og er þegar orðinn brautryðjandi. „Við þurfum að upplifa hæðir og lægðir í tilveru okkar til að viðhalda innri auðlegð“, segir hönnuðurinn sem hræðist leiðann. Hjörtur Magni Jóhannsson prestur Fríkirkjunnar segir að ef við lítum á okkur sem fólk á vegferð, á stöðugri hreyfingu, fólk sem hefur ekki höndlað sann- leikann heldur leitast við að vera höndlað af sannleikanum, verði nálgunin önnur, opnari og meira skap- andi. „Þá er leiðin að sannleikanum fagnaðarerindi í sjálfu sér, frjó, spennandi og skemmtileg.“ Prest- urinn segir að við séum upptekin af umbúðum og yfirborði og hann veltir fyrir sér hvert sé innihaldið og hver sé kjarninn. Erfiðar spurningar sem geta þó verið þess virði að glíma við þegar ró og friður fær- ist yfir eftir hamaganginn sem fylgir undirbúningi jólanna. Hátíð ljóssins nálgast. Megi gleði fylgja ykk- ur lesendur góðir. Njótið jólanna! 21.12.03 30

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.