Morgunblaðið - 21.12.2003, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 21.12.2003, Blaðsíða 21
21.12.2003 | 21 L istamannseðlið hefur blundað í honum frá blautu barnsbeini. Og hann hefur vissulega fengið útrás fyrir sköpunarþörf sína í skúlp- túrum, sem vakið hafa athygli. Í næstum hálfa öld hefur hann stundað ábyrgðarmikil störf í þágu læknavísindanna í Bandaríkj- unum, en um leið kunnað að lifa lífinu. Hann er sagður hafa verið mikill lífskúnstner og ævintýramaður, er þrígiftur, á átta börn og nítján barnabörn og segist taka fulla ábyrgð á öllu því sem fyrir hann hefur borið á lífsleiðinni. „Sér- hver maður skapar sér sinn eigin raunveruleika og um leið sín eigin örlög,“ segir hann. Magnús Ágústsson, læknir og myndhöggvari, segist hafa alist upp við listræna hugsun í föðurhúsum. Foreldrar hans voru Ágústa Magnúsdóttir og Ágúst Lár- usson málarameistari. „Ég fæddist í húsi sem amma mín og afi, Málfríður Jóns- dóttir og Lárus G. Lúðvígsson, skókaupmaður, byggðu á Ingólfsstræti 3 í Reykja- vík. Á unga aldri lærði ég gildi listrænnar hugsunar og tjáningar. Pabbi var mikill listamaður og sum verka hans standa enn í ýmsum kirkjum og byggingum á Ís- landi, eins og til dæmis á Hótel Borg og í Íslensku óperunni, sem eitt sinn hét Gamla bíó. Margir listamenn voru tíðir gestir á heimilinu og hjá einum þeirra fékk ég fyrstu tilsögnina í teikningu. En hugur minn stóð frekar til þess að móta í form en að mála og eftir að mér hafði verið gefinn leir vildi ég ekkert með teikningar eða málverk gera lengur heldur sneri mér alfarið að því að móta í leir.“ Magnús varð stúdent frá Menntaskólanum í Reykjavík á hundrað ára afmæli skólans árið 1946. Hann lauk kandídatsprófi í læknisfræði frá Háskóla Íslands á fimm og hálfu ári, sem þótt vel af sér vikið í þá daga. „Eldri bróðir minn, Hreiðar, var barnalæknir og það hefur sjálfsagt haft einhver áhrif á að ég valdi læknisfræðina. Og þar sem hann var í Minneapolis þegar ég lauk kandídatsprófi ákvað ég að fara í framhaldsnám þangað og vann í eitt ár sem kandídat á spítala sem tengdist háskólanum þar. Það fóru margir læknar í fram- haldsnám til Bandaríkjanna á þessum árum.“ Magnús stundaði sérnám í barnalækningum á Mayo Clinic í Rochester í Minne- sota, sem er eitt þekktasta sjúkrahús sinnar tegundar í heiminum. „Ég var þarna í þrjú ár og fór svo heim til Íslands. Þegar barnadeild Hringsins var sett á stofn á Landspítalanum árið 1957 var ég ráðinn til að starfa með Kristbirni Tryggvasyni, sem var fyrsti yfirlæknir á barnadeildinni. Kristbjörn veiktist stuttu eftir að ég kom til starfa og var frá í nokkra mánuði. Ég var því einn á báti í hálft ár, nýkominn úr námi, en fékk góðan stuðning frá læknum og starfsfólki spítalans og það fleytti mér yfir erfiðasta hjallann.“ Útþráin blundaði í brjósti Magnúsar og hann langaði að læra meira í lækn- isfræði. „Mig langaði að læra um hjartasjúkdóma og fór því aftur til Bandaríkjanna síðla árs 1958 og lærði barnahjartalækningar á Mayo Clinic og tók ennfremur eitt ár í lífeðlisfræði og vann að rannsóknum á því sviði. Svo skemmtilega vildi til að þegar ég var að vinna að þessum rannsóknum voru þeir að hanna fyrstu hjarta- lungnavélina, sem gerði það mögulegt að gera opna hjartauppskurði. Ég tók þátt í þessari vinnu og lærði mikið af því og var heppinn að vera þarna á þessum tíma. Síðan hef ég starfað í Bandaríkjunum, meðal annars á barnahjartadeild Cook- county-háskólaspítalans í Chicago. Það er enginn smáspítali, með 2.700 sjúkra- rúmum og þekktur úr sjónvarpsþáttunum Bráðavaktinni.“ Þrátt fyrir erilsamt og krefjandi starf sem barnahjartalæknir í Bandaríkjunum gat Magnús stundum fundið tíma til að sinna höggmyndalistinni. Þær stundir voru þó fáar framan af. „Ég hafði svo mikið að gera í vinnunni að það gáfust fáar stundir til að sinna L jó sm yn d: G ol li LÆKNIR OG LISTAMAÐUR Magnús Ágústsson barnahjartalæknir í Bandaríkjunum gat fundið tíma til að sinna höggmyndalistinni Eftir Svein Guðjónsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.