Morgunblaðið - 21.12.2003, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 21.12.2003, Blaðsíða 27
jafnvægi. „Þegar unnið hefur verið á fjárhagsvandanum munum við framleiða fræðsluefni, stunda rannsóknir og veita styrki,“ segir Einar og segir húsið verða að standa undir sér. „Nú einbeitum við okkur hins vegar að því að halda uppi góðu þjónustustigi og vera með öfluga kynningu,“ segir hann. Alþjóðahúsið er ekki eyland, um það verða að leika straumar og þangað geta bæði einstaklingar, sveitarfélög og ríkið leitað. Nokkur sveitarfélög hafa gert þjónustu- samning við Alþjóðahúsið; Reykjavík, Kópavogur, Hafnarfjörður og Seltjarnarnes- bær en Einar segir fleiri sveitarfélög gjarnan mega taka virkari þátt í starfsemi húss- ins. Ríkisvaldið hefur fengið töluverða gagnrýni fyrir að sinna ekki nógu vel málefnum innflytjenda. Einar er þó vongóður um breytingar í þeim efnum. Árni Magnússon fé- lagsmálaráðherra hafi þegar komið í heimsókn og kynnt sér starfsemina og skipað starfshóp þar sem Alþjóðahúsið á einn fulltrúa. Sá hópur á að móta tillögur um aukna þjónustu við innflytjendur á Íslandi og hvernig bæta megi stöðu þeirra í ís- lensku samfélagi. Einar segist ekki geta heyrt annað en að það sé vilji um allt land til að vinna að fjöl- menningarsamfélaginu. Slíkt samfélag snýst að mati Einars um einstaklingsfrelsi inn- an marka laga og réttar eða að hver einstaklingur hafi frelsi til eigin skoðana og lífs- gilda og um leið réttinn til þess að aðrir virði þetta frelsi. „Þetta er sú grundvallarhugsjón sem íslenska stjórnarskráin, og um leið íslenskt samfélag, byggist á,“ segir hann. Upplýsingagjöf til þeirra sem flytjast til Íslands er meðal mála sem Einar segir að vinna þurfi að, t.d. með því að gera stærri upplýsingabækling en áður og á fleiri tungumálum. „Hópar útlendinga fá mismunandi móttökur hér á landi. Í Reykjavík er móttökukerfi fyrir börn og þrír grunnskólar með móttökudeild fyrir erlenda nem- endur auk eins í Kópavogi. Aftur á móti er mun minna í boði fyrir 15–18 ára ung- linga,“ segir hann, „þeir sem ekki hafa náð góðum tökum á íslensku á þessum aldri geta oft átt í talsverðum erfiðleikum.“ Það er helst Fjölsmiðjan í Kópavogi undir stjórn Þorbjörns Jenssonar sem sinnir málum fyrir þennan aldurshóp. Fjölsmiðjan er sjálfseignarstofnun þar sem starfrækt er verkþjálfunar- og framleiðslusetur fyrir ungt fólk á aldrinum 16–24 ára, sem hætt hefur námi og ekki fótað sig á vinnumarkaði. Þar er prentþjónusta, trésmiðja, bíla- þjónusta o.fl. Einnig hafa aðrir aðilar eins og t.d. Hitt húsið skipulagt margvísleg verkefni. „Það þarf meira af svona,“ segir Einar og að ástæðan sé m.a. að erlent vinnuafl fái yfirleitt góðar móttökur – en það skorti á þær gagnvart þeim sem fylgi með eins og makar og unglingar. Hann vill líka bæta aðgang almennt að íslenskunámi, því það er nú einu sinni skylda að taka 150 tíma í íslensku áður en búsetuleyfi fæst veitt. „Námið tekur tíma með fullri vinnu og í því er einnig falinn kostnaður,“ segir hann og að sér- staklega þurfi að tryggja nægt framboð á íslenskunámi sem víðast um allt land. Snjöll tungumálamiðlun Hlutverk Alþjóðahússins getur einnig verið að benda á betri leiðir í aðlögun en fyr- ir eru. Einar nefnir t.d. að breyta mætti reglum um atvinnuleyfi þannig að leyfið væri ekki veitt atvinnuveitandanum, heldur viðkomandi einstaklingi. Það veikir óneit- anlega stöðu erlenda launþegans að hafa ekki sjálfur atvinnuleyfið og getur valdið því að réttindabrot eru látin viðgangast af ótta við að vinnuveitandinn láti ekki endurnýja atvinnuleyfið. Í Alþjóðahúsinu eru níu starfsmenn af fjórum þjóðernum, en alls eru starfsmenn af átta þjóðernum í Alþjóðahúsinu ef Café Kúlture er tekið með. Starfsmenn leggja upp úr því að vera í góðu sambandi við félög innflytjenda – opna húsið fyrir þeim. Mikið er t.d. um að vera á laugardögum en þá mæta þangað foreldrar tvítyngdra barna til að hjálpa þeim að læra og aðstoða hvert annað. Einnig hefur verið starfrækt tungumála- miðlun, sem leiðir fólk saman sem hefur áhuga á að læra tungumál hvert af öðru. Margvísleg starfsemi getur verið í Alþjóðahúsinu – og öll á hún að stuðla að fjöl- menningarlegum samskiptum. „Þetta er þakklátur málaflokkur með mikla mögu- leika,“ segir Einar og að hugsjónin sé um alvöru fjölmenningarsamfélag. „Við erum ólík hinum Norðurlöndunum í þessum málaflokki vegna þess að nær allir sem koma hingað hafa atvinnu,“ Að styðja frumkvæði „Hlutverk okkar hér í Alþjóðahúsinu er ekki að framkvæma alla skapaða hluti, heldur að stunda ráðgjöf, veita upplýsingar og styðja frumkvæði,“ segir hann. „Við viljum líka eiga góð samskipti við opinbera aðila, stofnanir, sveitarfélög, fyrirtæki og einstaklinga. Við viljum stinga upp á verkefnum, leggja til úrræði og hjálpa til með að leysa mál. Verkefni Alþjóðahússins snýst ævinlega um fólkið og er í þágu einstakling- anna, en ekki bara málaflokksins sem slíks.“ Alþjóðahúsið á að vera gagnrýnið, að mati Einars, og beita þrýstingi til að þoka góðum málum áfram. Alþjóðahúsið vinnur því að almannaheill eins og öll starfsemi Rauða kross hreyfingarinnar gerir, það er fyrir alla, enda er farsæl aðlögun innflytj- enda að íslensku samfélagi hagsmunamál allra. guhe@mbl.is kringlan/leifsstö› sími 588 7230 w w w . l e o n a r d . i s …augnablik til eilíf›ar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.