Morgunblaðið - 21.12.2003, Blaðsíða 17
M
ichael, þessum geðþekka og grannvaxna Breta með dökka
hárið og tjáningarfullu augun, skolaði hér á land fyrir sex ár-
um. Tildrögin má rekja til þess að hann hitti Katrínu Péturs-
dóttur iðnhönnuð fyrir tilviljun í London og þau urðu ást-
fangin upp fyrir haus. Michael var þá með hönnunarstúdíó í
London og Katrín var að vinna hjá hönnuðinum Ross Lovegrove.
Fljótlega sagði hann upp lífi sínu í stórborginni og þau Katrín héldu til Íslands.
„Ég hafði löngun til að breyta til,“ segir hann. „Eftir að námi mínu lauk 1992 hafði
tilvera mín einkennst af því að hoppa stefnulaust frá einu partíi til annars.
Þegar ég flutti hingað neyddist ég í fyrsta skipti til að einbeita mér að vinnu minni
einfaldlega vegna þess að ég hafði ekki lengur þennan félagsskap.
Hér afkastaði ég meiru og var mjög ánægður með margt af því sem ég hannaði,“
segir hann þar sem hann situr við vinnuborð á heimili sínu með fartölvu fyrir framan
sig, sem hann skilur ekki við sig. Michael er sérstakur náungi, skemmtilegur og hlýr.
Hann er klæddur bómullarbol og víðum buxum, sniðnum eftir fjallgöngubuxum Sir
Edmunds Hillarys sem fyrstur manna gekk á Everest. Svona klæddur minnir hann
fremur á renglulegan skólastrák en 37 ára virtan hönnuð.
„Vera mín á Íslandi hefur þó ekki haft nein áhrif á fagurfræðilega vitund mína,“
staðhæfir hann þegar við ræðum um hvort Ísland hafi sett mark sitt á hönnun hans.
„Í versta falli hefur slæmt símasamband við útlönd haft miður góð áhrif á vinnu mína.
Ég tók töluverða áhættu með því að flytjast hingað,“ heldur hann áfram.
„Það kom mér því á óvart að eftir flutninginn fékk ég fleiri verkefni en ég hafði áð-
ur haft. Skýringin var að hluta til sú að Ísland var á þessum árum að verða mjög
spennandi land í augum Breta. Landið fékk mikla umfjöllun í fjölmiðlum og naut ég
góðs af því.“ En hvað hefur áhrif á hugmyndavinnu hans fyrst Ísland hefur það ekki?
„Lífið sjálft,“ segir hann að bragði. „Við þurfum að upplifa hæðir og lægðir í til-
veru okkar til að viðhalda innri auðlegð. Vitanlega koma tímabil þegar mér finnst ég
ekki fá góðar hugmyndir. Þá forðast ég vinnuna, flý verkefnin, loks stressast ég upp
og við það öðlast ég kraft til að takast á við verkefnin. Eftir tíu ár í þessu starfi er ég þó
trúlega búinn að skapa mér minn eigin heim og kann að leika mér innan hans, en ég
horfi alltaf fram á við. Ég hef líka þörf fyrir að vera innan um fólk og oftast hef ég
mjög náin tengsl við þau fyrirtæki sem ég starfa með.“
FRELSI Þegar skoðaðar eru ljósmyndir af verkum Michaels kemur í ljós hvað
hönnun hans er fjölbreytileg, allt frá innanhússarkitektúr til smárra hluta í eldhús eða
stofu. Þessi fjölbreytileiki endurspeglast á heimili hans þar sem er að finna húsbúnað
eftir ýmsa hönnuði, þar á meðal hans eigin hluti. „Ég vinn að mörgum verkefnum í
einu og það hentar mér vel vegna þess að hugmyndirnar kallast á og lúta minni eigin
hugmyndafræði, sem er í stöðugri þróun,“ segir hann. „Þetta gerum við öll ef við
fylgjum innsæi okkar. – Ég kann að meta þá sem eru fylgnir sér og framkvæma það
sem þeir ætla sér. Það er ekki auðvelt.“
HRÆÐIST LEIÐANN
Hinn 37 ára gamli Michael Young er einn
athyglisverðasti hönnuður sinnar kynslóðar.
L
jó
sm
yn
d:
G
ol
li
Eftir Hildi Einarsdóttur
21.12.2003 | 17