Morgunblaðið - 20.07.2004, Side 6
Morgunblaðið/Eggert
Hildur Harðardóttir, yfirlæknir á kvennadeild Landspítala – háskólasjúkrahúss, og Reynir Tómas Geirsson, prófessor við sömu deild, ásamt nýbökuðum
foreldrum tvíburasystranna Maríu og Söru, þeim Gunnari W. Reginssyni og Lilju Dögg Schram Magnúsdóttur.
Stúlkurnar tvær, dætur Lilju
Daggar SchramMagnúsdóttur og
Gunnars W. Reginssonar, fæddust
eftir 35 vikna meðgöngu.
Mjög vandasöm aðgerð
Þetta sjúkdómsástand eða heil-
kenni nefnist á ensku „Twin-to-twin
Transfusion Syndrome“ (TTTS),
sem þýða mætti sem blóðtilfærslu
milli tvíbura. Meginhluti blóðflæðis í
æðakerfum tvíburanna fer í annað
barnið. Það fær meiri næringu og
verður að skila af sér mun meiri
vökva en hitt. Legvatn er fyrst og
fremst myndað úr blóðvökva barns-
ins gegnum þvagútskilnað. Við það
þenst legið út og hætta er á að sam-
drættir hefjist og konan fari fljótt í
fæðingu. Álagið eykst á hjarta
barnsins sem fær meira blóð til sín
og það getur leitt til hjartabilunar
og dauða. Tvíburinn sem útundan
verður stækkar hægar og skilar
litlum sem engum vökva frá sér.
Hann getur dáið úr næringarskorti.
„Efnaskipti þess tvíbura sem tek-
ur blóðmagn frá hinum verða hrað-
ari og hann framleiðir mun meira
þvag. Legvatnið er að miklu leyti
þvag frá fóstrunum,“ segir Reynir
Tómas Geirsson, prófessor við
kvennadeild Landspítala – háskóla-
sjúkrahúss. Reynir segir mikla
hættu á því í tvíburameðgöngu af
þessu tagi að annað barnið deyi úr
næringarskorti tiltölulega snemma
á meðgöngunni en vatnsbelgurinn
hjá hinu þenjist út og komi fóst-
urláti eða fæðingu af stað. Ef þetta
gerist síðar, til dæmis nálægt 28.
eða 30. viku meðgöngu, sé frekar
hægt að tappa með endurteknum
legvatnsástungum af vatnsbelgnum
hjá þeim tvíburanum sem tekur frá
hinum. Við það má minnka legvatnið
tímabundið og vinna tíma, en börnin
fæðast samt oftar en ekki alllöngu
fyrir tímann. Ef þetta ástand hefst
snemma verða ástungurnar svo
margar að sjaldnast tekst að lengja
meðgönguna verulega og rof á
Þ
au gleðilegu tíðindi urðu
nú á sunnudaginn, 18.
júlí, að María og Sara,
eineggja tvíburar, komu
í heiminn, báðar heil-
brigðar, þótt í upphafi hefði getað
farið mun verr.
Systurnar voru með samteng-
ingar á æðakerfum í gegnum fylgj-
una, þannig að blóðflæði úr annarri
gekk yfir í hina. Við það skapast
misvægi milli barnanna og mikið
legvatn myndast hjá öðru þeirra
sem kemur fæðingu af stað. Þetta
fannst í 20. viku meðgöngu. Þá var
móðirin send með hraði til Belgíu í
aðgerð þar sem tengingar í fylgj-
unni milli æðakerfa systranna voru
brenndar með leysigeislatækni.
María og Sara eru fyrstu íslensku
tvíburarnir sem gengist hafa undir
slíkan aðskilnað æðakerfa, þar sem
nýrri háþróaðri aðferð er beitt.
Líkur eru litlar á því að bæði
börnin lifi þegar þetta afbrigðilega
ástand upphefst snemma, sem
stundum verður fyrir 20. viku með-
göngu. Ef það er ómeðhöndlað get-
ur meðgangan endað með fósturláti
eða fæðingu löngu fyrir tímann. Því
geta fylgt margvísleg og stundum
alvarleg vandkvæði fyrir börnin og
foreldrana. Ef aðgerðin lánast, sem
er í 60–80% tilvika, er meðgangan
hins vegar mun líklegri til að líkjast
venjulegri tvíeggja tvíbura-
meðgöngu þar sem fæðingin verður
að meðaltali mánuði fyrir tímann.
vatnsbelgnum getur leitt til að allt
vatnið fari og fæðingin fari af stað.
„Það sem er nýtt að gerast í
þessu, á allra síðustu árum, er að
fara inn með svokallaða fóstursjá,
tæki sem er svip- að kviðsjá nema
það er mun grennra áhald, og
brenna æðarnar sem tengja saman
tvíburana í yfirborði fylgjunnar með
leysibrennslu,“ segir Reynir og seg-
ir æðarnar í raun gerðar að örvef.
Þá verði blóðflæði til barnanna jafn-
ara, legvatnsmagnið eðlilegt og þau
nái að dafna eðlilega í móðurkviði.
Aðgerðin sé vandaverk og aðeins fá-
einir staðir í Evrópu og N-Ameríku
þar sem þetta sé gert. Einn þeirra
sé Leuven í Belgíu og þangað hafi
móðir Maríu og Söru verið send.
Áhættan þess virði
Aðgerðin fór fram á páskadag og
tókst vel. Tvíburarnir jöfnuðu sig,
efnaskipti urðu eðlileg svo og vaxt-
arfasi. Reynir segir meðalfæðing-
artíma tvíbura á Íslandi vera eftir
36 vikur og móðirin, Lilja, hafi verið
komin 35 vikur á leið þegar tvíbur-
arnir fæddust, sem sé afar gott.
„Við höfum net af stofnunum til
að hjálpa okkur með ýmis mjög sér-
hæfð vandamál. Þetta er bara gert á
þremur stöðum í Evrópu. Hér á
landi koma svona tilvik upp á nokk-
urra ára fresti og því er ekki raun-
hæft að ætla að gera aðgerð sem
þessa hér. Við munum aldrei hafa
tök á því að hafa tæki og æfinguna
sem þarf,“ segir Reynir. Því hafi
það verið mjög gott að Trygg-
ingastofnun tók vel í að greiða fyrir
aðgerðina og ferðakostnað foreldr-
anna.
Reynir og Hildur Harðardóttir
yfirlæknir sáu um meðgöngueft-
irlitið og fylgdust náið með móð-
urinni eftir aðgerðina, vexti
barnanna og blóðflæði um nafla-
strengsæðar og fylgju, með aðstoð
Huldu Hjartardóttur fæðing-
arlæknis. Eftir því sem leið á með-
gönguna varð allt eðlilegra og stúlk-
urnar fæddust heilbrigðar síðasta
sunnudag, hvor um tíu merkur.
TTTS er óalgengur sjúkdómur og
telur Reynir að hann greinist hjá
tvíburum á tveggja til þriggja ára
fresti hér á landi í þeim mæli að
meðferð þurfi. Leysigeislaaðferðin
er aðeins um sex ára gömul og ein-
ungis um 4–500 konur hafa farið í
þessa meðferð í heiminum. Sú sem
Lilja gekkst undir var framkvæmd
af rannsóknahópi í háskólaborginni
Leuven í nágrenni Brussel. Rann-
sóknahópurinn er hluti af evrópsku
samstarfi á sviði fósturaðgerða,
Eurofoetus, sem er styrkt af Evr-
ópusambandinu. Í 81% tilfella lifir
a.m.k. annað barnið aðgerðina af og
í 54% tilfella lifa bæði börnin.
„Það er 12% hætta á því að missa
bæði fóstrin strax eftir aðgerðina en
við tókum áhættuna, því annars
hefði hún örugglega misst þau bæði
fljótlega,“ segja Reynir og Hildur,
sem eru ákaflega ánægð með far-
sælan endi á fæðingunni, sem var
undir umsjón Elínborgar Jóns-
dóttur ljósmóður og Þóru Stein-
grímsdóttur fæðingarlæknis. Fylgj-
an er á leið til Belgíu þar sem hún
verður rannsökuð ýtarlega.
Æðakerfi aðskilin
í íslenskum tvíburum
Fæðing íslensku tví-
burasystranna Maríu
og Söru er fyrir margt
merkileg. Helgi Snær
Sigurðsson ræddi við
Reyni Tómas Geirs-
son, prófessor á
kvennadeild Land-
spítala – háskóla-
sjúkrahúss.
Teikningin, sem fengin er af vef
Eurofetus Group (www.eurofe-
tus.org), sýnir hvernig fóstursjáin
er sett inn og stýrt að brennipunkt-
inum á fylgjunni.
FRÉTTIR
6 ÞRIÐJUDAGUR 20. JÚLÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ
„Sumartilboð í
Eldaskálanum“
Eldaskálinn
Brautarholti 3 • 105 Reykjavík • Sími: 562 1420
eldaskalinn@simnet.is • www.invita.com
Athena Frontline
Soft Kirsuber