Morgunblaðið - 20.07.2004, Síða 16

Morgunblaðið - 20.07.2004, Síða 16
Akureyri | „Ég gleymdi gula litnum heima á gistiheimili en það kemur ekki að sök,“ sagði Charles Bezzina ferðalangur, sem var að mála landslags- myndir á byggjupolla við Torfu- nefsbryggju á Akureyri í hádeg- inu í gær. Hann var að mála með vatnslitum og því gerði ekkert til þótt nokkrir rigningardropar féllu á verkin, að hans sögn. Bezzina er frá Möltu en býr í Englandi, þar sem hann kennir börnum jafnt sem fullorðnum myndlist. Hann hefur ferðast víða um heim og tekið ljós- myndir og málað landslags- myndir. Hann sagði íslenskt landslag mjög fallegt og gaman að mála það. Bezzina, sem er í vikuheimsókn á Íslandi ásamt konu sinni, hafði lesið um Ísland á Netinu og var hinn ánægðasti með dvölina. Morgunblaðið/Kristján Málar fallegt landslag Myndlist Höfuðborgin | Akureyri | Suðurnes | Austurland Minnstaður Höfuðborgarsvæðið Svavar Knútur Kristinsson, svavar@mbl.is, sími 569-1100. Suðurnes Helgi Bjarnason, helgi@mbl.is, sími 569-1310 og 669-1310. Akureyri Skapti Hallgrímsson, skapti@mbl.is, Margrét Þóra Þórsdóttir, maggath@mbl.is og Kristján Kristjánson, krkr@mbl.is, sími 461-1600. Vesturland Ásdís Haraldsdóttir, asdish@mbl.is, sími 898-5258. Austurland Steinunn Ásmundsdóttir, austurland@mbl.is, sími 669-1115. Árborgarsvæðið og Landið Guðrún Aðalsteinsdóttir, frett@mbl.is, sími 569-1290. Mínstund frett@mbl.is Skandinavíu og í Ölpunum. Hér á landi finnst hún yf- irleitt ekki á láglendi en vex í allt að 1.600 m hæð. Hana er helst að finna í melum og skriðum í blá- grýtisfjöllum á vestan-, Jöklasóley er með til-tölulega stór blóm,sérstaklega ef litið er til þess að hún er há- fjallategund. Blómin eru oftast stök á hverjum stöngli, fimmdeild, en oft eru krónublöðin fleiri. Þau eru hvít í fyrstu en verða síðan dumbrauð. Blöðin eru handskipt og áberandi gljáandi. Jöklasóley er há- norræn tegund, mjög harð- gerð og telst til þeirra teg- unda sem vaxa hvað hæst á fjöllum. Hún finnst á norð- austurströnd Grænlands, í Færeyjum og í fjalllendi norðan- og austanverðu landinu en sjaldgæfari á móbergssvæðum landsins. Heimild: Hörður Kristinsson 1986. Plöntuhandbókin. Blóm- plöntur og byrkningar. Íslensk náttúra II. Örn og Örlygur, Reykjavík. 306 bls. Jóhann Óli Hilmarsson Jökla- sóley (Ranunculus glaci- alis) af sóleyjaætt Bologna á Ítalíu erfrægust fyrirpylsur, komm- únistaflokkinn og að hafa farið í stríð við nágranna- borgina Modena út af fötu sem stolið var frá Bol- ogna-búum og geymd í kirkjuturninum Ghirand- ina í Modena. Undirrit- aður átti erfitt um svefn í Bologna út af rifrildi pars úti á götu um miðja nótt: Ítalskt parið úti á götu er að kýta um miðja nótt; fyrst upphófst styrjöld út af fötu enginn sofið getur rótt. Birni Ingólfssyni fannst blasa við að parið væri að rífast út af fötunni. Hann bætti um betur og orti hringhendu: Parið ítalskt úti á götu er að kýta af miklum þrótt; er að bítast út af fötu enginn hrýtur þar í nótt. Frá Bologna pebl@mbl.is TIL umræðu er í bæjarráði Vestmanna- eyja að slétta svæði á austurhluta Helgafells og gera að útivistarsvæði. Jafnframt verði gígbotn Helgafells slétt- aður og lagfærður. Guðjón Hjörleifsson lagði þetta til í bæjarráði og var samþykkt að fela fram- kvæmdastjóra umhverfis- og tæknisviðs athugun á málinu, varðandi framkvæmd- ir og kostnað. Sorpgryfja var áður í austurhluta Helgafells. Guðjón vill koma þar upp úti- vistarsvæði og gera göngustíg upp á Helgafell. Jafnframt verði gígbotninn lagfærður. Miðar hann við aðstaðan mið- ist við kröfur sem gerðar eru í fólkvöng- um. „Hér er um tvo fallega staði að ræða og hægt að gera mjög falleg fjöl- skyldu- og ferðamannavæn útivistar- svæði. Gamla veginn má gera að göngu- stíg en mikilvægt er jafnframt að gera bílastæði austan hans, ásamt því að svæðið verði grætt upp,“ segir í grein- argerð Guðjóns. Tillaga um nýtt útivist- arsvæði FYRSTA skóflustungan að nýju stöðv- arhúsi fyrir Reykjanesvirkjun verður tek- in á morgun, miðvikudag, og munu fram- kvæmdir hefjast í kjölfarið við að reisa stöðvarhús og aðrar bygging- ar. Júlíus Jónsson, forstjóri Hitaveitu Suðurnesja, segir að til standi að verktakafyrirtæk- ið Eykt hefji framkvæmdir við stöðvarhús, tvö spennumannvirki og skiljustöð alveg á næstunni, um leið og búið er að flytja tæki og tól á staðinn. Bú- ið er að bora sjö af tólf borholum sem virkjaðar verða, en reiknað er með að Jarðboranir haldi áfram að bora eftir ára- mót. Í vikunni verður svo auglýst eftir til- boðum í vinnu við gufulagnir, járnavinnu og rafmagnsvinnu við virkjunina. Bygg- ing virkjunarinnar á að taka samtals um tvö ár, en samkvæmt samningi stendur til að hefja afhendingu á rafmagni til Norð- uráls 1. maí 2006, segir Júlíus. Hefja fram- kvæmdir við virkjunina ♦♦♦ „JÖKLASÓLEY er í eftirlæti hjá mér. Hún sést gjarnan hátt í kletta- beltum og fjallakömbum við hrjóstr- ug skilyrði, þar sem lítið eða ekkert er um annan gróður. Þannig nýtur fegurð þessa blóms sín mun betur en ella væri,“ segir Páll Ásgeir Ásgeirsson, út- varpsmaður og höfundur Hálend- ishandbókarinnar. Á hálendisflakki sínu í áranna rás segist Páll hafa séð jöklasóley meðal annars á hálendi Vestfjarða, Horn- ströndum og víða á fjalllendi Aust- fjarða en kjörlendi blómsins er í hin- um fornu blágrýtisfjöllum. Það er sjaldséðara á móbergssvæðinu en vex í allt að 1.600 metra hæð. „Á þessum stöðum, það er uppi á efstu fjöllum, kann ég ákaflega vel við mig og það virðist jöklasóley einnig gera. Ég finn því til ákveð- innar samkenndar þar sem ég sé þetta lífseiga hvíta blóm, sem er mis- mikið rautt í krónunni; það er hvítt fyrst en roðnar með aldrinum. Oft get ég ekki annað en dáðst að tilvist- arhörku þess.“ Meðal fjallamanna segir Páll Ás- geir það vera bannað að stinga upp hnaus af harðgerðu blómi til að eiga í garðinum heima. „Slíkt má maður aldrei gera. Af fjöllunum tekur mað- ur ekkert með sér, nema minningar og myndir, sem geta meðal annars verið af fallegum blómum.“ Hef samkennd með jöklasóley Harðgerð jöklasóley. „Dáist að tilvistarhörkunni,“ segir Páll Ásgeir Ásgeirsson Páll Ásgeir Ásgeirsson útvarpsmaður. Enn er hásumarblíða í Skagafirði, og menn rétt búnir að ná andanum eftir vel heppnað landsmót ungmennafélaganna, en ekki er lát á stórviðburðum því að í vikunni hefst Norðurlandakeppni í knattspyrnu kvenna tuttugu og eins árs og yngri, U 21, og verður keppt í tveimur riðlum og hefur A-riðillinn aðstöðu á Sauðárkróki, þar sem keppa Ísland, Danmörk, Svíþjóð og Eng- land, en B-riðillinn, þar sem takast á Bandaríkin, Þýskaland, Noregur og Finn- land, á Akureyri. Fara flestir leikirnir í riðl- unum fram á þessum stöðum, en einnig verður keppt á Blönduósi, Ólafsfirði, Dalvík og ef til vill víðar. Úrslitin, þar sem leikið er um sæti, fara síðan fram á Akureyri hinn 29. þ.m. Í framhaldi af þessu tekur svo við Unglingalandsmót UMFÍ sem fram fer um verslunarmannahelgi.    En fleira er, sem vekur ánægju Skagfirð- inga um þessar mundir, því fyrir versl- unarmannahelgi er áformað að opna tvö ný fyrirtæki við Aðalgötuna á Sauðárkróki, en mörgum hefur fundist gamli bærinn vera á nokkru undanhaldi, enda litlum verslunum þar fækkað eins og víða gerist. Þá er áform- að að þriðja fyrirtækið taki til starfa í þess- um bæjarhluta fyrrihluta vetrar. Hér er um að ræða saumastofu og verslun með föt, sem heitir Gallery Rós á Aðalgötu 20, en það er Ragna Rós Bjarkadóttir sem mun opna verslun með fatnað ýmiskonar. Einnig verður boðið upp á merkingar á fatnaði, handklæðum, sængurverum og ýmsu öðru, en Ragna hefur um nokkur ár unnið að tau- merkingum, en aðeins í heimahúsi.    Þá munu Páll Friðriksson kjötiðn- aðarmeistari og Karen Steindórsdóttir kjötiðnaðarmaður opna kjötgalleríið Kjöt- krók á Aðalgötu 8, en það er kjötvinnsla og kjötverslun með framleiðsluvörur fyrirtæk- isins. Gera þau Páll og Karen ráð fyrir að allt hráefni fyrirtækisins sé skagfirskt gæðakjöt. Sagði Páll að í kjötiðnaðarfyr- irtækinu Kjötkróki yrði lögð áhersla á úr- valsframleiðslu á góðu verði.    Þá hafa tvenn hjón, Kristín Jóhannesdóttir og Sigurður Baldursson og Ásmundur Pálmason og Rita Didriksen, keypt gamalt húsnæði prentsmiðjunnar Myndprents við Sjávargötu og munu fljótlega hefjast handa við að breyta húsinu en áformað er að full- komin heilsuræktarstöð verði þar opnuð síðla á haustdögum. Þar er gert ráð fyrir að starfandi verði íþróttaþjálfarar auk sjúkra- þjálfara, sem hafa mun þar stofu. Úr bæjarlífinu EFTIR BJÖRN BJÖRNSSON FRÉTTARITARA SAUÐÁRKRÓKUR

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.