Morgunblaðið - 20.07.2004, Síða 26

Morgunblaðið - 20.07.2004, Síða 26
MINNINGAR 26 ÞRIÐJUDAGUR 20. JÚLÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Snorri Rögn-valdsson fæddist í Reykjavík 4. júlí 1942. Hann lést á líknardeild Landspít- alans í Kópavogi 9. júlí síðastliðinn. For- eldrar hans voru Rögnvaldur Sigurðs- son, f. 20.8. 1914, d. 29.10. 1992, og Guðný Guðmunds- dóttir, f. 17.12. 1918, d. 31.5. 1984. Systur Snorra sammæðra eru Guðrún Ása, f. 13.10. 1948, og Ólöf Hulda, f. 12.3. 1951. Systir sam- feðra er Sigríður Svava, f. 17.3. 1949. Stjúpsystir er Þórdís Sig- urðardóttir, f. 19.4. 1946. Uppeld- issystkini eru Guðmundur Ólafs, f. 26.12. 1934, Þorsteinn Erlings, f. 23.9. 1936, d. 8.5. 1999, Sigurlaug Ingibjörg, f. 23.3. 1938, Lilja Huld, f. 9.6. 1939 og Ólafur Sigurbjörn, f. 10.12. 1945 og eru þau börn seinni manns Guðnýjar, Ásgríms Kristinssonar, f. 29.12. 1911, d. 20.8. 1988, þau Guðný og Ásgrím- ur voru ábúendur á Ásbrekku í Vatnsdal og ólst Snorri þar upp. Snorri gekk 24.7. 1971 að eiga Svan- fríði Kristínu Guð- mundsdóttur, f. 24.7. 1949, þau slitu sam- vistum. Sonur þeirra er Guðni Þrúðmar, f. 20.9. 1973, unnusta hans er Inga Dröfn Jónsdóttir, f. 12.07. 1978. Stjúpdóttir Snorra (dóttir Svan- fríðar) er Guðný Heiðbjört Jakobs- dóttir, f. 3.1. 1970, maki Guðjón Jóhannesson, f. 9.12. 1969. Börn þeirra eru Gunnhild- ur, f. 27.3. 1984, Brynjar Gauti, f. 27.2. 1992, Kolbrún Halla, f. 14.9. 1993 og Jóhanna Magnea, f. 4.6. 2002. Snorri starfaði mest allan starfsferil sinn sem bifreiðastjóri, en síðustu 16 ár starfaði hann á þvottastöð SVR. Útför Snorra fer fram frá Foss- vogskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 10.30. Jarðsett verður í Gufuneskirkjugarði. Elsku pabbi, þá hefur þú fengið hina hinstu hvíld. Minningarnar um þig eru svo margar, allt frá því að vera lítill strákur sem gekk illa að sofna því að hann hlakkaði svo mikið til af því að við mamma ætl- uðum með þér á stóra fóðurbílnum austur í Hvamm, eða eftir að hafa svifið um gólfið á leikskólanum af stolti því þú hafðir keyrt mig á stóra bílnum í leikskólann og ég skipaði krökkunum út í glugga til að sjá hann keyra burt. Þegar ég sem unglingur var fluttur til þín og eins og unglinga er háttur, gerandi ýmis glappa- skot, er það umburðarlyndi þitt, sem ég er í dag þér svo þakklátur fyrir. Það voru aldrei nein boð eða bönn hjá þér, þú hafðir einstakt lag sem erfitt er að útskýra til að koma þínum sjónarmiðum á fram- færi, um hvað væri rétt og rangt. Trúlega er það ein af ástæðum þess að æskuvinir mínir litu alltaf á þig sem mjög góðan vin, þú varst bara einn af hópnum. Þeir sýndu það og sönnuðu þegar þú varst orðinn svona mikið veikur með tíð- um heimsóknum og ræktarsemi við þig sem þú mast svo mikils. Bíladelluna hef ég frá þér, um það efast enginn. Bílar voru þitt helsta áhugamál og þar var snyrti- mennskan þitt aðalsmerki. Það komast fáir með tærnar þar sem þú hafðir hælana í því að halda bíl- um sínum jafnhreinum og stífbón- uðum og þú. Kærastur var þér Chervoletteinn, enda var það fyrsti bíllinn. Þú varst óþreytandi að segja mér sögur af honum. Mér er það mjög til efs að það hafi verið til í honum sú skrúfa sem þú ekki áttir við og trúlega er það mikið til þér að þakka að bíllinn er til enn í dag, þó að ástand hans hafi nú ekki verið þér að skapi. Svo var það Farmal Cub-inn á Ásbrekku, hann var þér kær og ófáar sögurnar til af honum, enda varst þú bara stráklingur er þú varst farinn að vinna á honum úti um allan Vatns- dal. Því er ekki skrítið að mest- allan þinn starfsferil hafir þú starf- að sem bílstjóri, fyrst hjá H.Ben. heildverslun, Fóðurblöndunni h/f og verktakafyrirtækinu Miðfell h/f, en lengstan starfsaldur hafðir þú hjá þvottastöð SVR. Ekki get ég lýst með orðum þeirri gleði sem það veitti mér á erfiðum tímum í veikindum þínum að það skyldi vera vídeómyndin úr jeppaferðum sem ég hef farið á liðnum árum sem alltaf gat veitt þér gleði. Það sluppu fáir sem komu í heimsókn við að horfa á hana með þér. Eftir áramót kynnti ég þig fyrir Ingu, og mikið var frábært hvað þið tókuð hvort öðru vel. Þá voru veikindin mjög farin að taka á þig og þér fannst mikið gott að eiga orðið hauk í horni sem var öllum hnútum kunn á sjúkrastofnunum og gat útskýrt fyrir þér svo margt sem þú þurftir svör við. Ég mun aldrei gleyma þegar þú af mikilli einlægni sagðir mér hvað þér fynd- ist mikið til hennar koma og að nú hefði ég dottið í lukkupottinn. Það var í byrjun árs 2001 að við fengum staðfest að þú hefðir feng- ið krabbamein sem ekki yrði við ráðið. Fréttunum tókst þú af miklu æðruleysi, þráðir það eitt að geta haldið áfram að vinna, sem þú og gerðir eins lengi og þú gast. Vinn- an var þér alltaf svo mikilvæg sem og vinnufélagarnir. 28. maí síðastliðinn var svo kom- ið í þínum veikindum að þú lagðist inn á líknardeildina í Kópavogi, þar sem þú hlaust þá bestu umönnun sem hægt var að fá. Þeg- ar þú áttir þína góðu daga þar fór- um við gjarnan í bíltúra. Þeim á ég aldrei eftir að gleyma því svo margar sögur sagðir þú mér frá fyrri tíð og vildir forvitnast um hver framtíðaráform mín væru sem og að reyna að stappa í mig stálinu. Elsku pabbi, ég held að styrkur okkar beggja hafi verið og sé að hvorugur efaðist um líf eftir dauð- ann. Hafðu þakkir fyrir allt sem þú gerðir fyrir mig. Guð geymi þig. Þinn Guðni. Elsku Snorri, mikið var notalegt og gaman að fá að kynnast þér. Þú tókst mér alltaf svo vel er ég kom í heimsókn. Þér fannst gaman er við Guðni komum úr jeppaferðunum okkar og sýndum þér myndir og þú sást líka til þess að við færum nú ekki svöng af stað, það var ekk- ert annað tekið í mál en að fá sér að borða áður en lagt var í hann. Ég man er þú hringdir í Guðna eitt fimmtudagskvöld í maí og til- kynntir honum að þú hefðir komist inn á líknardeildina í Kópavoginum og það var eins og þú hefðir dottið í lukkupottinn. Á föstudeginum fór ég með þér á líknardeildina og það kom okkur báðum á óvart hvað þetta var nú óspítalalegt umhverfi og bara heimilislegt. Þér leið mjög vel þann tíma sem þú varst þar og það var notalegt að vita af því. Þér fannst alltaf gaman að fara í bíltúr um bæinn þegar heilsan leyfði. Það var líka svo stutt í húm- orinn hjá þér og því skal ég aldrei gleyma er þú skammaðir Guðna fyrir að skamma mig, það fannst þér bara ekki hægt að líða. En nú hefur þú fengið hina lang- þráðu hvíld og engin spurning um að þér líður vel. Megi Guð geyma þig. Nú legg ég augun aftur, ó, Guð, þinn náðarkraftur mín veri vörn í nótt. Æ, virst mig að þér taka, mér yfir láttu vaka þinn engil, svo ég sofi rótt. (Sveinbjörn Egilsson.) Inga Dröfn. SNORRI RÖGNVALDSSON  Fleiri minningargreinar um Snorra Rögnvaldsson bíða birt- ingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. Höfundar eru: Birna, Kolbrún, Íris og Þröstur, Kristján Erlendsson, Guðný Heiðbjört. Minningarkort Hjartaverndar 535 1825 Gíró- og greiðslukortaþjónusta Símar 581 3300 - 896 8242 Allan sólarhringinn - Áratuga reynsla Suðurhlíð 35 — Fossvogi — www.utforin.is Sverrir Olsen, útfararstjóri. Sverrir Einarsson, útfararstjóri. Bryndís Valbjarnardóttir, útfararstjóri. Baldur Frederiksen, útfararstjóri. Guðmundur Þór Gíslason, útfararstjóri. ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS REYNSLA • UMHYGGJA • TRAUST Þegar andlát ber að höndum Önnumst alla þætti útfararinnar ÚTFARARSTOFA KIRKJUGARÐANNA Vesturhlíð 2 • Fossvogi • Sími 551 1266 • www.utfor.is www.englasteinar.is Eiginkona mín, móðir okkar, dóttir, amma og systir, KRISTNÝ HULDA GUÐLAUGSDÓTTIR, Skólavegi 6, Vestmannaeyjum, andaðist á Heilbirgðisstofnun Vestmannaeyja sunnudaginn 18. júlí 2004. Fyrir hönd aðstandenda, Rúnar Helgi Bogason, Lilja Kristín Ólafsdóttir, Guðlaugur Þórarinn Rúnarsson, Bogi Ágúst Rúnarsson, Lilja Sigríður Jensdóttir, Benedikt Októ Bjarnason og systkini hinnar látnu. Móðir okkar, tengdamóðir og amma, RANNVEIG KRISTJANA BJARNADÓTTIR, Jönköping, Svíþjóð, lést á Rosengorden, Jönköping, sunnudaginn 11. júlí. Jarðarförin fer fram frá Slottskapellet í Jönköping föstudaginn 23. júlí kl. 12.30. Ingibjörg Jóna Gunnlaugsdóttir, Rannveig Guðlaugsdóttir, Gunnlaugur Jónasson, barnabörn, barnabarnabörn og barnabarnabarnabörn. Okkar ástkæra KRISTBORG KRISTINSDÓTTIR, Borgarbraut 12, Stykkishólmi, lést á kvennadeild Landspítalans við Hring- braut miðvikudaginn 14. júlí. Útöfr hennar fer fram frá Stykkishólmskirkju laugardaginn 24. júlí kl. 14.00. Þeim, sem vilja minnast hennar, er bent á að láta kvennadeild Land- spítalans njóta þess. Egill Egilsson, Kristinn Ólafur Smárason, Egill Egilsson, Þórhildur Magnúsdóttir, Kristinn Ólafur Jónsson, systkini og aðrir aðstandendur. Okkar ástkæra, RAGNHILDUR KRISTÍN PÁLSDÓTTIR, Teigaseli 2, Reykjavík, lést á Landspítalanum í Fossvogi sunnu- daginn 18. júlí. Jarðarförin auglýst síðar. Guðbjartur Ágústsson, Stefanía Arnheiður Truelsen, Esben Truelsen, Bryndís Edda Snorradóttir, Elís Björgvin Hreiðarsson, Snorri Þór Snorrason, Hildur Fríða Þórhallsdóttir, Albert Snorrason, Þórdís Guðjónsdóttir, Kristín Snorradóttir, Baldvin Viggósson, Ágúst Guðbjartsson og barnabörn. Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, MARGEIR JÓNSSON fyrrv. útgerðarmaður, Keflavík, lést sunnudaginn 18. júlí sl. Útför verður auglýst síðar. Jóna I. Margeirsdóttir, Margrét Margeirsdóttir, Ásta Ragnheiður Margeirsdóttir, Guðjón Stefánsson, Margeir Margeirsson, Ingibjörg K. Reykdal, Valur Margeirsson, Birna Sigurðardóttir, Haukur Margeirsson, Halldóra Ingimarsdóttir, Guðmundur Margeirsson, Ingibjörg A. Frederiksen, Arnþór Margeirsson, barnabörn og barnabarnabörn.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.