Morgunblaðið - 20.07.2004, Side 27

Morgunblaðið - 20.07.2004, Side 27
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 20. JÚLÍ 2004 27 ✝ SveinbjörgHelga Kjaran Sophusdóttir Blön- dal fæddist á Siglu- firði 8. des. 1919. Hún lést á hjúkrun- arheimilinu Skóg- arbæ í Reykjavík hinn 7. júlí síðastlið- inn. Foreldrar henn- ar voru Sophus Auð- unn Blöndal, forstjóri á Siglufirði, f. 5. nóv. 1888 í Reykjavík, d. 22. mars 1936, og Ólöf Þorbjörg Hafliða- dóttir, húsmæðrakennari í Reykja- vík, f. 10. des. 1894 á Siglufirði, d. 26. maí 1976. Foreldrar Sophusar Auðuns voru Björn G. Blöndal, læknir á Siglufirði og víðar, f. 19. sept. 1865, d. 27. sept. 1927, og Sig- ríður Blöndal Möller, f. 16. mars 1865, d. 25. jan. 1945. Foreldrar Ólafar voru Hafliði Guðmundsson, hreppstjóri á Siglufirði, f. 2. des. 1852, d. 12. apríl 1917, og Sigríður Pálsdóttir, f. 5. nóv. 1856, d. 14. okt. 1932. Systir Sveinbjargar var Sigríður Broberg Sophusdóttir Blöndal, húsm. í Gautaborg, f. 22. des. 1917, d. 24. jan. 1998. Sveinbjörg giftist 1. júlí 1941 Birgi Kjaran, hagfræðingi, f. 13. júní 1916 í Reykjavík, d. 12. ág. Daði, f. 3. okt. 2001. 2) Soffía Kjar- an, f. 8. okt. 1943, d. 18. maí 1944. 3) Soffía Kjaran, skrifstofustjóri, f. 23. júní 1945. Maður hennar er Pálmi Hannes Jóhannesson, skrif- stofustjóri, f. 7. feb. 1952. Börn Soffíu og Pálma eru Heiða Björg og Jóhannes Birgir. a) Heiða Björg, laganemi við HÍ, f. 2. apríl 1979. b) Jóhannes Birgir, tónlist- armaður, f. 3. des. 1981. 4) Helga Kjaran, kennari, f. 20. maí 1947. Fyrri maður hennar var Ármann Sveinsson, stud. jur., f. 14. apríl 1946, d. 10. nóv. 1968. Barn Helgu og Ármanns er Birgir. Seinni mað- ur Helgu er Ólafur Sigurðsson, verkfræðingur, f. 18. júní 1946. Börn Helgu og Ólafs eru Björg og Ólöf. a) Birgir, lögfræðingur og al- þingismaður, f. 12. júní 1968. Kona hans er Ragnhildur Hjördís Ein- arsdóttir Lövdahl, sendiráðs- starfsmaður, f. 1. maí 1971. Barn Birgis og Ragnhildar er Erna, f. 29. mars 2003. b) Björg, líffræðing- ur og læknanemi, f. 18. okt. 1976. c) Ólöf, líffræðingur, f. 29. okt. 1980. Sambýlismaður hennar er Helgi Snær Sigurðsson, myndlista- maður, f. 3. okt. 1974. Sonur Helga Snæs er Máni, f. 22. ágúst 1997. Sveinbjörg lauk námi frá Versl- unarskóla Íslands 1938. Fyrst starfaði hún hjá Útvegsbanka Ís- lands á Siglufirði og síðar í Reykja- vík þar til hún giftist. Frá 1977 starfaði hún á Fræðsluskrifstofu Reykjavíkur. Útför Sveinbjargar verður gerð frá Dómkirkjunni í dag og hefst at- höfnin klukkan 13.30. 1976. Foreldrar hans voru Magnús Kjaran, stórkaupmaður, f. 19. apríl 1890, d. 17. apríl 1962, og Soffía Kjaran Franzdóttir Siemsen, f. 23. des. 1891, d. 28. des. 1968. Sveinbjörg og Birgir eignuðust fjórar dætur og kom- ust þrjár upp, Ólöf, Soffía og Helga. 1) Ólöf Kjaran, myndlist- arkona og kennari í Reykjavík, f. 30. mars 1942. Maður hennar er Hilmar Knudsen, verkfræðingur, f. 5. okt. 1941. Börn Ólafar og Hilmars eru Helga Sveinbjörg og Unnur, a) Helga Sveinbjörg, líffræðingur, f. 20. júní 1963. Maður hennar er Ólafur Gunnarsson, viðskiptafræðingur, f. 14. apríl 1959. Börn Helgu Svein- bjargar og Ólafs eru Hilmar Birg- ir, f. 18. júlí 1989, Gunnar Birnir, f. 28. feb. 1994, og Óttar Þór, f. 22. okt. 2000. b) Unnur, textílhönnuð- ur, f. 5. ág. 1966. Barn hennar með Ragnari Agnarssyni, kvikmynda- tökumanni, f. 21. jan. 1969, er Hild- ur, f. 19. júlí 1989. Maður hennar er Arnaldur Halldórsson, ljós- myndari, f. 13. júlí 1971. Börn þeirra eru Dóri, f. 2. júní 1996, d. 2. júní 1996, Orri, f. 18. júní 1997, og „Ég má þakka fyrir hvað ég held heilsunni,“ varð tengdamóður minni að orði fyrir fáeinum vikum þegar talið barst að vanheilsu vin- konu hennar. Sjálf var hún búin að verða fyrir barðinu á alls kyns al- varlegum krankleikum, svo sem hjartaáföllum, beinþynningu og tíðum beinbrotum. Samt var hún þakklát fyrir heilsuna! Þetta við- horf segir sína sögu um Svein- björgu Helgu Kjaran. Hún fæddist á Siglufirði 8. des- ember 1919, yngri dóttir hjónanna Ólafar Hafliðadóttur og Sophusar Auðuns Blöndal. Þau Ólöf og Sophus áttu sannkallað menning- arheimili, bækur, tónlist og mynd- list voru í hávegum höfð. Á heim- ilinu var mikill gestagangur, þar voru haldnar kóræfingar, tekið í spil og skeggrætt um alla heima og geima og þar var lítil stúlka sem drakk í sig litina, talið og tón- ana. Til er skemmtilegt málverk eftir Gunnlaug Blöndal, föðurbróð- ur Sveinbjargar, af þremur körlum við spilaborð. Á milli tveggja þeirra mótar fyrir lítilli stúlku, op- ineygri með ljóst hár á bláum kjól. Þetta var Sveinbjörg. Mannlífið á Siglufirði var fjölbreytt á síldarár- unum, uppvaxtarárum Sveinbjarg- ar, og hún kunni ógrynni af sögum frá þessum tíma, um skemmtileg atvik, sérstætt fólk, mikil og lítil örlög. Árið 1936 lést Sophus eftir erfið veikindi. Til að sjá heimilinu far- borða eftir lát eiginmannsins tók Ólöf Blöndal að sér kostgangara á sumrin; á veturna sinnti hún kennslu í hannyrðum. Þrátt fyrir þetta þunga áfall tókst báðum dætrum þeirra hjóna, Sigríði og Sveinbjörgu, að ljúka prófi frá Verzlunarskólanum með háum ein- kunnum. Sigríður giftist kornung sænskum síldarkaupmanni, fluttist með honum til Svíþjóðar og bjó þar alla tíð síðan. Sveinbjörg lauk verslunarpróf- inu 1938 og vann um tíma í Út- vegsbankanum á Siglufirði. Þang- að átti erindi ungur skrifstofustjóri hjá Skeljungi, Birgir Kjaran, sem nýlega hafði lokið hagfræðiprófi frá Kielar- háskóla í Þýskalandi. Ekki er að orðlengja það að þau felldu saman hugi og giftust 1. júlí 1941. Sveinbjörg og Birgir stofnuðu heimili á Laufásvegi 60 í Reykja- vík og þar fæddust þeim fjórar dætur. Þau urðu fyrir þeirri þungu sorg að næstelsta dóttirin, Soffía, lést úr lungnabólgu vorið 1944, sjö mánaða gömul. 1947 fluttist fjöl- skyldan á efstu hæðina á Ásvalla- götu 4. Með tíð og tíma eignuðust þau allt húsið og smíðuðu ris ofan á það. Birgir dó árið 1976, aðeins sextugur að aldri. Eftir lát Birgis var Sveinbjörgu mikil huggun í samneytinu við dætur sínar sem allar bjuggu í næsta nágrenni, Helga og fjölskylda hennar í sama húsi. Vart leið sá dagur að hún hitti ekki dætur sínar eða barna- börn. Á Ásvallagötu átti Svein- björg heima til október 2002 að hún fluttist á hjúkrunarheimilið Skógarbæ þar sem hún bjó til dauðadags. Ég minnist þess þegar ég kom ungur maður í fyrsta skipti á heimili þeirra Sveinbjargar og Birgis, nýfarinn að draga mig eftir Soffíu dóttur þeirra. Stigagangur- inn upp að íbúðinni var þakinn inn- römmuðum Reykjavíkurmyndum eftir Halldór Pétursson og þar sem myndir huldu ekki veggina stóðu skápar með sýnishornum úr steinaríki Íslands og fleiri landa. Þegar inn í íbúðina kom var það sama uppi á teningnum, varla sást í auðan vegg fyrir bókaskápum og málverkum af ýmsu tagi. Þau hjónin voru sameinuð í áhuga sín- um á bókmenntum og myndlist. Og fljótlega komst ég að því að húsfreyjan var söngelsk í meira lagi. Hún gat spilað bæði á gítar og mandólín og söng alla mögulega og ómögulega texta: íslensk söng- lög, Fúsa, Evert Taube, danskar þjóðvísur, brúðkaupsbrag úr Fljót- unum … hún lærði ljóð og lag fyr- irhafnarlaust. Sveinbjörg var heilsteypt kona, sátt við sjálfa sig og aðra, átti hvorki til öfund né nagg, ég heyrði hana aldrei leggja illt til nokkurs manns. Ekkert var fjær henni en pukur, undirmál og óhreinlyndi, hún var mannasættir og fólki leið vel í návist hennar. Sveinbjörg hafði lifandi áhuga á stjórnmálum og fylgdist vel með öllum hrær- ingum innan lands og utan fram á síðasta dag. Hún studdi Sjálfstæð- isflokkinn alla tíð. Samband hennar við dæturnar þrjár var afar sterkt og kærleiks- ríkt á báða bóga. Meðan kraftar leyfðu hafði Sveinbjörg opið hús á Ásvallagötu um kaffileytið á sunnudögum. Þangað komu dæt- urnar með fjölskyldur eftir því sem við var komið. Þar var oft tal- að hátt og margir í einu, samræð- urnar líktust meir einhvers konar hljómkviðu frekar en skipulögðum skoðanaskiptum en það var þessi hljómur kærleika og ánægju af samneyti við ástvini sem jafnvel yngstu börnin skynjuðu og þau hlökkuðu til þessara stunda. Kannski er líka kærleikurinn og umhyggjan sá þáttur í eðli Svein- bjargar sem hæst ber. Það var ekki eigingjarn, hávær eða kröfu- harður kærleikur heldur mildur en bjargfastur. Við aðstandendur Sveinbjargar tregum hana og mest þó dætur hennar sem misst hafa móður sína og bestu vinkonu. Guð blessi minn- ingu Sveinbjargar Helgu Kjaran. Pálmi Jóhannesson. SVEINBJÖRG HELGA KJARAN  Fleiri minningargreinar um Sveinbjörgu Helgu Kjaran bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. Höfundar eru: Ólafur Sigurðsson, Birgir Ármannsson, Heiða Björg, Björg og Ólöf, Soffía, Sigurður, Magnús Kjaran, Birgir Björn, Jóhann og Árni, Ragnhildur H. Lövdahl, Ágústa, Sigrún Löve, Árni Helgason. ✝ Hannes Karl Guð-laugsson búfræð- ingur fæddist að Fróðhúsum í Borgar- firði 2. júní 1923. Hann lést 29. júní síð- astliðinn. Foreldrar hans voru Guðlaugur Unnar Guðmundsson frá Ytri Knarrar- tungu í Breiðuvíkur- hreppi, f. 24. febrúar 1902, d. 1989 og Val- gerður Hannesdóttir frá Tandraseli í Borg- arhreppi, f. 25. apríl.1900, d. 1985. Systkini Karls eru: Dóra Unnur, f. 1925, Ásdís, f. 1928, d. 1993, Valdi- mar, f. 1930, Guðmundur, f. 1933, d. 2001, Júlíus Ingi, f. 1935, Ásta Sigríður, f. 1939, Hreinn, f. 1941 og Gunnar f. 1943, d. 1995. Hinn 16. júní 1956 kvæntist Karl eftirlifandi eiginkonu sinni Sigríði Ásgeirs- dóttur, f. 18. janúar 1929. Foreldr- ar hennar voru Ásgeir Jónsson frá Hjarðarholti í Borgarhreppi f. 1885, d. 1963 og Marta Elín Dýr- finna Oddsdóttir frá Eskiholti í Borgarhreppi, f. 1894, d. 1980. Börn Karls og Sigríðar eru: 1) Val- gerður, f. 14. mars 1955, maki Her- mann Guðmundsson f. 3. ágúst 1956. 2) Ásgeir, f. 25. nóvember 1956, maki Kristín Guðmanns- dóttir, f. 25. septem- ber 1958, 3) Ásgerð- ur, f. 20. janúar 1958, maki Ragnar Gunn- arsson, f. 3. febrúar 1956, 4) Marta, f. 4. janúar 1963. Auk þess ólu Karl og Sig- ríður upp dótturdótt- ur sína Sigríði Ein- arsdóttur Watson, f. 20. ágúst 1972, maki Daniel E. Watson, f. 4. nóvember 1950. Dóttir Sigríðar er Elín Þóra Geirsdóttir, f. 27. maí 1943 maki Valur Jónsson, f. 1943. Barnabörn Karls eru átta talsins og langafa- börn fjögur. Karl útskrifaðist sem búfræð- ingur frá Bændaskólanum á Hvanneyri árið 1948. Þau hjón bjuggu á Akranesi til 1960 er þau fluttust til Reykjavíkur þar sem þau bjuggu síðan. Karl vann ýmis störf í Reykjavík, síðustu ár starfs- ævinnar starfaði hann sem nætur- vörður hjá Heklu hf. Útför Karls fer fram frá Bú- staðakirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. Þegar ég kynntist Karli fyrir tæp- um þrjátíu árum bjó fjölskyldan í Heiðarhvammi sem var í hlíðinni í sunnanverðum Elliðaárdalnum. Hús- ið var byggt um miðbik síðustu aldar samkvæmt lögmálum húsanna við Vatnsveituveginn. Ekki að ófyrir- synju bar það nafn sem ljómar af sveitasælu; til hliðar við höfuðstaðinn naut það kosta þéttbýlis og strjál- býlis, án þess að búa við ókostina. Átti vel við Karl að búa á þessum stað, þar sem kyrrðin var helst rofin af straum- hljóðum og fuglasöng og umhverfið skóp seiðmagn ekki ósvipað og í sveit- inni forðum. Árin í Heiðarhvammi voru fjöl- skyldunni góð. Börnin uxu úr grasi við eftirsóknarverðar aðstæður og búmannshendur Karls fengu verðug viðfangsefni. Fallegi garðurinn við húsið bar skapara sínum vitni. Fyrir rúmlega tveimur áratugum höfðu börnin hleypt heimdraganum og þau Sigríður fluttu í hentugra húsnæði. Vinalega húsið hafði gegnt hlutverki sínu og var rifið. Ómar nú umferð- argnýrinn frá Höfðabakkanum þar sem áður var sælureitur fjölskyld- unnar í Heiðarhvammi. Karl hélt mikið upp Borgarfjörð- inn. Þar voru átthagarnir; þar sinnti hann ungur víða bústörfum og vinnu- mennsku og þar kynntist hann ást- vinu sinni. Eftir flutning suður sótti Karl í sveitina sína þegar færi gafst. Ósjaldan var farið að Hreðavatni, þar sem var tjaldað og rennt fyrir fisk. Hvergi undi hann sér betur og honum var mikilvægt að kenna börnunum að meta þessa óviðjafnanlegu sveit. Karl átti góða vini frá fornu fari, ekki síst frá námsárunum á Hvann- eyri. Þó samgangur væri ekki mikill er frá leið, var vináttan traust, eins og oft er þegar vináttubönd eru hnýtt í æsku. Hann var lítt ágengur við ókunnuga, en mat mikið að eiga stundir með sínum nánustu. Átti við hann að rökræða dægurmál og iðu- lega hafði hann sterkar skoðanir og honum leiddist tæpitunga. Ógjarna lét hann hlut sinn væri annars kostur. Ef sló í brýnu, var það oftast eftir- málalaust af hans hálfu. Hann hafði ágæta kímnigáfu og gat verið orð- heppinn. Gerði hann sér oft leik að því að finna mönnum nöfn sem honum þótti lýsa persónueinkennum eða háttalagi. Suma samferðamenn þekktu hans nánustu tæpast eða ekki undir öðrum nöfnum en þeim sem Karl valdi þeim. Þetta var jafnan vel heppnað og græskulaust gaman. Karl var við góða heilsu fram á efri ár. Með ósérhlífni og ráðdeildarsemi tókst þeim hjónum að njóta fjárhags- legs sjálfstæðis. Þegar um fór að hægjast gátu þau látið eftir sér að ferðast nokkuð til annarra landa og höfðu af því yndi. Karl taldi sig ríkan mann; ekki af forgengilegum hlutum, heldur af fjöl- skyldu sinni og hann var stoltur af sínum. Hann var umhyggjusamur faðir og afi og natinn og góður við smáfólkið og áhugasamur og hjálp- legur vegna skólagöngu barna- barnanna og gladdist við sérhvern sigur þeirra, stóran sem smáan. Þegar Karl andaðist var hann far- inn að heilsu og þá er dauðinn líkn. Ég vil trúa því að hann hafi verið ferðbú- inn þegar kallið kom, á fögrum degi er birtu nýtur hvað lengst. Var við hæfi að hann skyldi kveðja á slíkum degi, því bjart er yfir minningu þessa sómamanns. Að leiðarlokum minnist ég elskulegs tengaföður og vinar með virðingu og hlýju og þakklæti fyrir það sem hann var mér. Fyrir hönd ástvina Karls Guð- laugssonar þakka ég starfsfólkinu á hjúkrunarheimilinu að Vífilsstöðum fyrir þá umhyggjusemi og alúð sem hann naut þar síðustu mánuðina sem hann lifði. Hermann Guðmundsson. KARL GUÐLAUGSSON  Fleiri minningargreinar um Karl Guðlaugsson bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. Höfundar eru: Hulda. Minningarkort Krabbameinsfélagsins 540 1990 krabb.is/minningKársnesbraut 98 • Kópavogi • 564 4566 • www.solsteinar.is SÓLSTEINAR erum fluttir á KÁRSNESBRAUT 98 Í PERLUNNI Erfidrykkjur Upplýsingar og pantanir í síma 562 0200 Á fallegum og notalegum stað á 5. hæð Perlunnar. Aðeins 1.250 kr. á mann.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.