Morgunblaðið - 20.07.2004, Blaðsíða 33
DAGBÓK
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 20. JÚLÍ 2004 33
Skotskólinn er tekinn til starfa og býðurhaglabyssuskyttum einkakennslu.Kennslan er jafnt fyrir skyttur semleggja stund á íþróttaskotfimi og skot-
veiðar. Aðalkennari skólans er Ellert Að-
alsteinsson, en erlendir og innlendir gestakenn-
arar munu einnig starfa við skólann.
Fyrir hverja er Skotskólinn?
„Hann er fyrir alla sem hafa áhuga á íþrótta-
skotfimi og skotveiðum. Ekkert síður konur en
karla. Við reynum að mæta þörfum og kröfum
hvers og eins nemanda. Byrjendum kennum við
undirstöðuatriðin og leggjum mat á stöðu þeirra
sem lengra eru komnir. Við kennum almennar
öryggisreglur og umgengni við skotvopn, að taka
upp byssu, fótstöðu og að hitta leirdúfur á flugi.
Svo er kennslan útfærð eftir því hvort nemendur
leggja áherslu á veiðar eða íþróttaskotfimi. Við
bjóðum einnig upp á byssumátun, sem Jóhann
Vilhjálmsson byssusmiður annast. Til að ná ár-
angri þarf haglabyssa að passa skyttunni.“
Þurfa skotveiðimenn á kennslu að halda?
„Margir fara aðeins nokkrum sinnum á veiðar
á hverju ári en æfa sig lítið þess á milli. Aukin
þjálfun og leiðsögn hjálpar þeim að fá meira út
úr sportinu og ná betri árangri. Það er nauðsyn-
legt fyrir veiðimenn að vera í toppformi strax á
fyrsta veiðidegi. Það dregur úr hættu á að þeir
hitti ekki eða særi bráðina, sem er enn verra.“
Þurfa nemendur að eiga haglabyssu?
„Við hvetjum nemendur til að nota sína byssu,
en ef þeir eiga ekki skotvopn þá getum við lánað
það. Það er góður kostur fyrir þá sem vilja prófa
þetta án þess að leggja í byssukaup.“
Hvað er þetta langt nám?
„Það er einstaklingsbundið. Ég bóka hvern
tíma í senn og menn geta komið aftur ef þeir
vilja. Þessu lýkur ekki með prófi eða próf-
skírteini, en nemendur eiga að ná betri tökum á
skotfimi.“
Hvar er skólinn staðsettur?
„Við höfum aðstöðu hjá Skotíþróttafélagi
Hafnarfjarðar á Iðavöllum. Þar er frábær skot-
völlur. Eins er ég reiðubúinn að fara út um land
og kenna, til dæmis í samvinnu við skotfélög.“
Er fleira á döfinni hjá Skotskólanum?
„Í vetur er ætlunin að vera með fyrirlestra og
námskeið. Veiðiskóli Skotskólans verður með
sérstök námskeið um skotveiðar og mun Róbert
Schmidt annast þau. Þar verða kennd ýmis hag-
nýt atriði, auk þess að vinna að bættu veiðisið-
ferði skotveiðimanna. Farið er yfir ýmislegt
varðandi skotvopn og meðferð þeirra, veiðitækni
og val á veiðistöðum. Útbúnað til margs konar
veiða, skotveiðar erlendis og síðast en ekki síst
meðhöndlun á villibráð og matreiðslu villibráð-
ar.“
Skotfimi |Skotskólinn.is tekur til starfa
Kennsla í haglabyssuskotfimi
Ellert Aðalsteinsson
er fæddur á Húsavík
25. júní 1970. Hann hóf
keppni í leirdúfu-
skotfimi 1993 og flutt-
ist ári síðar til Bret-
lands til að mennta sig
og æfa leirdúfuskot-
fimi. Hann varð Ís-
lands- og bikarmeistari
1995 ásamt því að vera
valinn skotmaður árs-
ins af Skotsambandi Íslands. Ellert hefur
þrisvar orðið Íslandsmeistari og tvisvar bik-
armeistari í leirdúfuskotfimi. Kona Ellerts og
meðeigandi Skotskólans er Þórdís Björk Sig-
urbjörnsdóttir og eiga þau samtals þrjú börn.
TENGLAR
.....................................................
www.skotskolinn.is
Stríðsminjar í Öskjuhlíð
ÉG er hjartanlega sammála Ragn-
ari Inga sem benti á skammarlegt
ástand stríðsminja í Öskjuhlíð.
Einnig hversu óaðgengilegar
þessar minjar eru. Auk Íslendinga
sjálfra sem vilja geta skoðað minj-
arnar koma hingað margir breskir
ferðamenn sem hugsanlega hefðu
áhuga á að skoða þær. Þeim Bret-
um fer sennilega fækkandi sem hér
dvöldu á stríðsárunum, en vitað er
að afkomendur þeirra hafa gert sér
ferð til Íslands til að skoða landið
og ekki síst þá staði sem tengjast
stríðinu.
Kannski vaknar einhver upp eft-
ir svona 25 ár sem sér þarna nýja
möguleika í ferðaþjónustu og drífur
í að láta endurgera minjarnar.
Þ.e.a.s. ef ekki verður þá búið að
sprengja þær upp vegna gatna-
gerðar eða hótelbyggingar í Öskju-
hlíðinni.
En hversu mikið myndi viðgerð
kosta eftir 25 ár miðað við að gera
það strax? Eru þá höfð í huga lista-
verk vestfirska bóndans sem hafa
fengið að grotna niður í nokkra
áratugi. Nú á víst loksins að reyna
viðgerð og fá til þess erlendan sér-
fræðing.
Bogi Karl.
Langar til útlanda
ÉG er 26 ára gömul og er í hjóla-
stól eftir líkamsárás sem ég varð
fyrir 1993. Nóg um það.
Eins og flesta aðra langar mig til
útlanda. En til þess að það geti
orðið þarf ég tvo aðstoðarmenn. En
ég þarf sjálf að borga fyrir þá og
hef ekki efni á því, því eins og aðrir
öryrkjar veð ég ekki í peningum.
Mér finnst eins og það sé alltaf
verið að hegna manni fyrir að vera
óvinnufær þegn því ekki bað ég um
að verða fyrir árás og verða rænd
framtíð minni og frelsi.
Ég skora á flugfélögin, fé-
lagsþjónustuna, ríkið – eða guð má
vita hvern – að bæta úr þessu.
Guðrún Jóna Jónsdóttir.
Vinnuskólinn í Breiðholti
YFIRLEITT er ánægjulegt að sjá
nemendur Vinnuskólans við vinnu
á sumrin. Unglingarnir eru yfirleitt
glaðlegir og vinnusamir og skila
góðu verki. Nýlega birtust hér
pistlar um góð vinnubrögð ungling-
anna í Efra-Breiðholti sem voru
sagðir hafa sýnt snyrtimennsku í
grasslætti.
Því miður á það ekki við nokkra
staði í Neðra-Breiðholti þar sem
aðeins hefur verið slegin miðja
grassvæðanna, en ekkert slegið úti
við kantana, hvorki við gangstétt-
arkanta né við trjábeðin. Þar er
grasið víða óslegið enn og er farið
að ná nokkuð upp eftir trjábol-
unum. Vinnubrögðin hljóta að fara
mikið eftir verkstjórunum. Eru
þeir verkstjórar sem stjórna vinnu-
hópum í Neðra-Breiðholti vinsam-
lega beðnir að kíkja á þetta og lag-
færa.
Bakkabúi.
Köttur fannst
RÚMLEGA 6 mánaða gamall fress
fannst við Melabúðina aðfaranótt
19. júlí sl. Kötturinn er hvítur með
gráar skellur og ber rauða ól. Upp-
lýsingar í síma 562 5064 eða
663 3451.
Velvakandi
Svarað í síma 5691100 frá 10–12
og 13–15 | velvakandi@mbl.is
1. e4 c5 2. Rf3 Rc6 3. Bb5 d6 4. O-O
Bd7 5. He1 Rf6 6. c3 a6 7. Ba4 b5 8.
Bc2 Hc8 9. a4 g6 10. axb5 axb5 11. d4
cxd4 12. cxd4 Bg4 13. Rc3 b4 14. Re2
Bg7 15. d5 Bxf3 16. gxf3 Re5 17.
Ba4+ Rfd7 18. Rd4 O-O 19. f4 Rc4 20.
Rc6 Hxc6 21. dxc6 Rc5 22. De2 Rb6
23. Bb5 Rb3 24. Ha6 Rd4 25. Dd3 Ra8
26. Ha4 Rc7 27. Hxb4 Db8 28. Hxd4
Bxd4 29. Dxd4 Dxb5 30. f5 Hc8 31.
Bh6 Re8 32. e5 Hxc6 33. exd6 Hxd6
34. De5 Dxe5 35. Hxe5 Hd7 36. Hc5 f6
37. fxg6 hxg6 38. Be3 Hb7 39. Bd4
Kf7 40. Kg2 Rd6 41. Bc3 e5 42. Ha5
Rc4 43. Ha1 Hb6 44. b4 Rd6 45. Hb1
Ke6 46. Bd2 f5 47. Be3 Hb7 48. Bc5
Re4 49. Hd1 Hc7 50. Bb6 Hc6 51. Ba7
Ha6 52. Be3 f4 53. Bc1 Ha4 54. He1
Kf5 55. Bb2 Hxb4 56. Bxe5
Heimsmeistaramóti FIDE lauk
fyrir skömmu í Trípólí í Líbýu með
sigri Úsbekans Rustam Kasimzha-
nov (2651). Staðan kom upp í fyrri
bráðabanaskákinni í úrslitaeinvíginu
þar sem upprennandi heimsmeistar-
inn hafði svart gegn Michael Adams
(2731). 56... f3+! Hvítur hefði frekað
getað haldið jafntefli eftir 56... Kxe5
57. f3. 57. Kxf3 Kxe5 58. Kg4 Kf6 59.
f4 Rf2+ 60. Kg3 Rd3 og hvítur gafst
upp
Svartur á leik
SKÁK
Helgi Áss Grétarsson | dagbok@mbl.is
VEGNA mistaka birtist í Tímariti Morg-
unblaðsins síðasta sunnudag lausn kross-
gátunnar 18.07. 04 og því vantaði lausn
krossgátunnar frá sunnudeginum áður
sem birtist hér.
Engu að síður verður dregið úr inn-
sendum lausnum fyrir krossgátuna um
síðustu helgi. Skilafrestur rennur út á
föstudaginn og fær heppinn þátttakandi
bók í vinning.
Beðist er velvirðingar á þessum leiðu
mistökum.
L E T R A Ð I R G L
O R N S É R Á K V Æ Ð I
F A G G T A O T
T I G L A Ð U R V E I M I L T Í T A
H Í L E L E K R
E L S K A N D I S A U Ð A R G Æ R A
M K N N S L A F
I G E L D N A U T A K B R A U T
L U E B U
L Í K Þ R Á I R E L L I Ó R A R
R F Þ E A
M Ý G R Ú T U R I F
S U Ú F Ð A Á F
A R G R E I P A R N A R É
V A N A F E S T A S R D L
T R Ó N K O L L V A R P A
E E K D I A A G
M Á S A N D I F L U G Í K O R N I
A K Í A Ð
A M
Lausn
krossgátunnar
11.07. 04
Sængurfataverslun,
Glæsibæ • Sími 552 0978
Rómantískur
rúmfatnaður
MAGNÚS Th. Magnússon, Teddi, opnaði sína sjöttu
stórsýningu á höggmyndum úr viði og málmi í Perl-
unni hinn 1. júlí. Þetta er sjötta sýning Tedda í Perl-
unni og jafnframt 16. stórsýning hans. Á sýningunni
eru rúmlega 80 verk.
Að sögn Tedda er Perlan góður sýningarstaður og
þar kann hann vel við sig. „Sýningin hefur fengið
góðar viðtökur og þetta er góð staðsetning fyrir mín
verk en þau þurfa mikið rými. Þá fæ ég ávallt að
velja mér tíma en mér finnst best að sýna í júlí. Ein-
hverra hluta vegna er júlí mjög sérstakur í ár en það
virðist vera einhver órói í loftinu,“ segir Teddi.
Musterisriddarar og skipsskrúfa
Eitt verkið á sýningunni er sérstakt fyrir þær sak-
ir að blandað er saman járnviði og íslensku líparíti.
„Ég er með eitt verk á sýningunni úr járnviði og ís-
lensku líparíti. Í járnviðnum er mikið grjót, leir og
sandur en hann er þyngsti viður sem til er og sekkur.
Járnviður hefur verið notaður í stefni á skipum og
hluti sem mikið álag er á. Þess vegna læt ég íslenska
líparítið og grjótið sem er í járnviðnum mætast í
þessu verki,“ segir Teddi en tvö verk á sýningunni
eru unnin með þessum hætti og heita „Musterisverð-
irnir“. Önnur verk sem Tedda þykja mjög athygl-
isverð eru unnin úr skrúfu skips sem strandaði árið
1940 í Skerjafirði rétt hjá Bessastöðum. „Þetta var
sykurskip sem kom frá Finnlandi og það var mikið
bruggað úr sykrinum sem kom úr þessu skipi. Kafari
náði í part úr skrúfunni árið 1975 og fyrir nokkrum
árum gaf hann mér skrúfuna. Ég tók til við að búa til
verk úr skrúfunni og hef unnið fjögur verk úr henni
sem öll eru á sýningunni,“ segir Teddi.
Sýning Tedda er opin alla daga vikunnar frá
klukkan 10 til 10 og stendur til 1. ágúst. Þess ber að
geta að það má snerta öll verkin á sýningunni.
Höggmyndir
úr viði og málmi
í Perlunni
Morgunblaðið/Eggert
„Vann fjögur verk úr skipsskrúfu,“ segir Teddi
sem sýnir höggmyndir í Perlunni.