Morgunblaðið - 20.07.2004, Blaðsíða 44
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040,
ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 ÞRIÐJUDAGUR 20. JÚLÍ 2004 VERÐ Í LAUSASÖLU 220 KR. MEÐ VSK.
ÞÖRUNGAR eða lífverur sem minna á
þörunga stífla veiðarfæri humarbáta að
sögn Guðjóns Einarssonar, skipstjóra í
Grindavík. Svo virð-
ist sem hlýindi valdi
því að meira verði
af þörungum í sjón-
um.
„Þetta er ógeðs-
legt, vægast sagt,“
segir Guðjón og
bætir við að þetta
sé að finna um allar
buktir. Hann nefnir
m.a. að þörungarnir
séu um allt Breiða-
merkur- og Skeiðar-
árdýpi, Skaftárós og
Háadýpi. Þörungarnir festast við botn
veiðarfæranna að sögn Guðjóns og mætti
setja niður kartöflur í botninn sem væri
eins og eðja. Einnig sagði hann þungt að
hífa humartrollið.
Hann segist hafa rætt við aðra skip-
stjóra sem hafi sagt honum að þetta hafi
einnig komið upp í fyrra og varað í þrjár
vikur. Þetta sé hins vegar fyrr á ferðinni í
ár. Hann segist þó vera að lenda í þessu í
fyrsta sinn. Hann hefur ekki trú á að þetta
trufli annan veiðskap. „Þetta truflar okkur
trúlega. Við vorum reyndar að fá einhvern
humar. En veiðarfærin eru allavega mjög
ógeðsleg,“ segir Guðjón og bætir við að
það sé ferlegt að þrífa þau.
Þörungar
stífla hum-
artroll
VERKTAKAR, sem unnu við
uppbyggingu aðstöðu á æf-
ingasvæði Golfklúbbs Reykjavík-
ur í Grafarholti, lentu í vor í erf-
iðleikum við vinnu sína, sem
raktir voru til þess að þeir hefðu
ónáðað álfabyggð við vinnusvæð-
ið. Hafði vinnuvél rekist í stóran
stein á svæðinu og velt honum og
upp frá því hófust vandræði
verktakans sem á eftir kom.
Gunnar Sch. Thorsteinsson
verkfræðingur, einn af þeim sem
komu að hönnun verksins, segir
verktímann hafa verið knappan,
svo lítið hafi mátt fara úrskeiðis.
Gunnar segir verktakafyrirtækið
Alefli, sem fengið var til verks-
ins, einmitt þekkt fyrir vönduð
vinnubrögð og vandræðalausa
vinnu.
„Svo gerist það að Þorsteinn
Kröyer hjá Alefli kemur til mín
einn daginn og segir ekkert
ganga uppi í Grafarholti. Kraninn
sé bilaður á hverjum morgni þeg-
ar komið er til vinnu, alltaf eitt-
hvað að rafmagnstöflunni úti í
skúr, starfsmenn að reka sig í
timbur og detta í gjótur. Hann
sagði allt ganga á afturfótunum
og verkefninu yrði aldrei lokið
fyrir vor með þessu áframhaldi.“
Settist á stein og rabbaði
Gunnar segir Þorstein hafa
sagt sér að jarðvinnuverktaki
hafi rekið sig í stein sem að öll-
um líkindum væri hluti af álfa-
byggð. „Þá sagði ég að það væri
ekkert mál, við myndum bara
hringja í Erlu álfakonu, en hún
var ekki heima,“ segir Gunnar
sem ákvað þá að láta sjálfur á
það reyna hvort hann gæti talað
við vættina. „Ég er nú efasemda-
maður, verkfræðingurinn, það er
ekki alveg mitt hlutverk að tala
við álfa, en maður verður að
styðja við bakið á góðum verk-
tökum. Svo brunaði ég upp eftir,
gekk hingað að steininum og
settist á hann og talaði upphátt
ingur á þessu sviði, en ef einhver
spyr mig núna um álfa, þá segi
ég: Bíddu nú við, við skulum fara
varlega. Ég ætla ekki að fullyrða
neitt, af eða á. Þetta sýnir það að
maður getur lent í ýmsu á sínum
starfsvettvangi.“
aftur afsökunar.“
Eftir þetta gekk allt eins og
smurt að sögn Gunnars. „Álfarnir
tóku þessum friðmælum vel og
það hefur ekkert komið upp á,“
segir Gunnar. „Ég er bara verk-
fræðingur og enginn sérfræð-
út í loftið. Ég bað álfana innilega
afsökunar á þessum klaufaskap
sem olli því að heimili þeirra valt
um koll. Svo spurði ég þá hvort
þeir vildu vera svo elskulegir að
þjappa sér saman eða flytja á
þægilegri stað og baðst enn og
Bað álfana afsökunar á spjöllum
Morgunblaðið/Árni Torfason
Gunnar Sch. Thorsteinsson við steininn þar sem hann settist og rabbaði við álfana. Á bak við hann eru ný-
byggðir sjötíu manna æfingapallar á þremur hæðum við golfvöll GR í Grafarholti.
DALBRAUTARSKÓLI verður
lagður niður í núverandi mynd, og
mun starfsemi hans að mestum
hluta sameinast starfi Brúarskóla
við Vesturhlíð nú í haust. Skólinn,
sem sinnt hefur börnum og ung-
mennum á barna- og unglingageð-
deild Landspítala (BUGL), sem og
öðrum börnum með geðvanda, hef-
ur verið undir forsjá Fræðslumið-
stöðvar Reykjavíkur frá flutningi
grunnskóla til sveitarfélaganna.
Fréttir þess efnis að skólinn yrði
lagður niður í núverandi mynd bár-
ust fyrst síðla árs 2000, en að sögn
Arthurs Morthens hjá Fræðslu-
miðstöð Reykjavíkur liggja nú fyrir
drög að samningi við BUGL um
skólaþjónustu, sem nú eru til um-
fjöllunar hjá Landspítala – há-
skólasjúkrahúsi.
Innlögðum börnum enn
veitt kennsla á BUGL
„Dalbrautarskólinn færist í Brú-
arskóla, en deildarstjóri verður yfir
Dalbrautardeild skólans. Því til
viðbótar verður sjúkrahúskennsla
fyrir innlögð börn á BUGL, líkt og
boðið er upp á fyrir önnur börn
sem liggja á sjúkrahúsi. Meginat-
riðið er því, að BUGL tekur við
meginhlutverki Dalbrautarskólans,
að veita innlögðum börnum
kennslu. Þau börn sem útskrifast
af deildinni færu síðan í Brúar-
skóla,“ útskýrir Arthur.
Starfsemi Einholts- og Hlíðar-
húsaskóla fluttist í Brúarskóla í
fyrra, en þar voru við nám nem-
endur sem áttu við geðræna eða fé-
lagslega erfiðleika að stríða. Enn-
fremur er þjónustunni við meðferð-
arheimilið Stuðla stjórnað frá
Brúarskóla. Segir Arthur reynsl-
una af skólastarfi Brúarskóla góða
eftir fyrsta veturinn. „Þarna hefur
komið til starfa góður hópur starfs-
fólks,“ bætir hann við.
Hann segir flesta starfsmenn
Dalbrautarskólans flytjast yfir í
nýju deildina við Brúarskóla.
Hluti starfsemi
Dalbrautarskóla
í Brúarskóla
Breytingar fyrirhugaðar á kennslu
fyrir börn og unglinga með geðvanda
KNATTSPYRNU-
SAMBAND Íslands
hefur fyrir tilstuðlan
Landsbanka Íslands
ákveðið að jafna
verðlaunafé í Lands-
bankadeildum karla
og kvenna. Eggert
Magnússon, formað-
ur KSÍ, tilkynnti
þetta í gær. Liðin
sem enda í fyrsta
sæti í Lands-
bankadeildunum
munu fá eina milljón
íslenskra króna
hvort.
„Í dag hefur verið
tekið stórt skref í
sögu KSÍ og
kvennaknattspyrnunnar. Með
því að veita liðunum í Lands-
bankadeild kvenna jafnmikið
verðlaunafé og liðunum í
Landsbankadeild karla er
KSÍ orðið eina knattspyrnu-
sambandið í heiminum þar
sem algjört jafnræði ríkir í
þessum málum,“ sagði Egg-
ert í samtali við Morg-
unblaðið í gær.
Halldór J. Kristjánsson,
bankastjóri Landsbankans,
er stoltur af því að Lands-
bankinn hafi átt aðild að því
að jafna verðlaunafé í Lands-
bankadeildum karla og
kvenna. „Landsbanki Íslands
fagnar ákvörðun KSÍ um að
jafna verðlaunafé til meist-
araflokksliða í Landsbanka-
deildum karla og kvenna.
Sannast sagna erum við í
bankanum stolt af því að
hafa átt aðild að ákvörðun
þessari þar sem hér er um
framfaraspor fyrir íslenska
knattspyrnu að ræða,“ sagði
Halldór.
Morgunblaðið/Þorkell
Jafnt verðlaunafé fyr-
ir karla- og kvennalið
Jafnt verðlaunafé/B1
Forystugrein/22
TILLAGA formanns Alþjóðahvalveiðiráðsins
um að hefja hvalveiðar að nýju með sérstök-
um skilyrðum verður rædd á Ítalíu í dag.
Andstæðingar hvalveiða virðast enn vera í
meirihluta í Alþjóðahvalveiðiráðinu og hafa
hvalfriðunarsamtök uppi gagnrýni á þau ríki
sem koma til stuðnings ríkjum sem vilja veið-
ar.
Stefán Ásmundsson, formaður íslensku
sendinefndarinnar,
segir þróunina þó
hafa verið jákvæða,
en nú verði ákveðin
úrslitastund þar sem
skýrist hvort ráðið
ætli að fara þá leið
sem stofnsamningur-
inn segir til um, að
stjórna hvalveiðum,
eða hvort það muni
halda sig við að
banna allar hvalveið-
ar.
Gísli Víkingsson,
hvalasérfræðingur á
Hafrannsóknastofnun, segir íslenska vísinda-
menn hafa lagt fram áætlun sem miði við að
vísindaveiðum á hrefnu ljúki árið 2006. Hann
segir jákvætt að rannsóknin dreifist yfir
lengra tímabil en tvö ár eins og upprunalega
var gert ráð fyrir. Þannig sé m.a. hægt að sjá
sveiflur í fæði hrefnunnar milli ára. Segir
Gísli íslensku áætlunina hafa fengið tiltölu-
lega vinsamlega umfjöllun en bráðabirgða-
niðurstöður verði að öllum líkindum lagðar
fram á næsta ári.
Japanir hugsa sér til hreyfings
Japanir hafa sagt ráðið algerlega óstarf-
hæft og hótað úrsögn verði hvalveiðar ekki
leyfðar að nýju. Þá hafa Japanir imprað á því
að koma á fót stofnun sem verði hlynnt hval-
veiðum og að auka samstarf við Nammco eða
stofna svipuð samtök fyrir sitt svæði.
Tillaga um
hvalveiðar
rædd í dag
Úrslitastund/Miðopna
♦♦♦